Tíminn - 06.03.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 06.03.1966, Qupperneq 7
SUNNUÐAGUR 6. marz 1966 7 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Trúaður - frelsaður Það er út af fyrir sig gleði legt tímanna tákn, ekki sízt á þessari öld hér á landi, að nú virðist hugsun og íhugun manna vera að vakna og glæð- ast gagnvart því. hvað sé að vera trúaður í orðsins réttu merkingu. Og eru þar auðvitað skipt- ar skoðanir og margvísleg- ar eins og geta má nærri um svo mikils vert atriði í menn- ingu og hamingju einstaklings og þjóða. Samt er eins og flestir haldi að trúaður maður eða trúuð kona verði helzt að tilheyra einhverjum þröngum hring, eða félagsskap meðal krist- inna manna, einhverjum sér- trúarflokki eða minnsta kosti sérstakri kirkjudeild. En þetta mun koma af því, að vissir hópar og einstekling ar hafa svo lengi notað orðið trúaður eða hugtakið trú um sig, og sínar skoðanir, að það er orðið fastmótað um þá sér- stöku afstöðu til lífsins, Guðs og tilverunnar yfirleitt. T.d. er hér á íslandi venju legt að tala um trúað fólk í Hvítasunnusöfnuðum, Kristi- legu félagi ungra manna og kvenna, jafnvel í kaþólsku kirkjunni og Adventista- söfnuðum kannski meðalVotta Jehova og í Sjónarhæðarsöfn- uði. En helzt ekki mikið þar fyrir utan, jafnvel ekki í frí- kirkjusöfnuðum, og alls ekki í þjóðkirkjusöfnuðum, nema þá helzt ef prestar þeirra fylgja fast rétttrúnaðinum svo nefnda eða bókstafstrú, sem kölluð er. Á þessum sama hugsunar- grundvelli er svo talað um „trúaða presta“ eða jafnvel „kristna presta,“ (hvað eru þá hinir?) einkum þegar prests- kosningar ganga yfir hverju sinni. En ekki get ég gert að því, að alltaf hefur mér fundizt þessi flokkun í „trúaða" og „frelsaða" til samanburðar við alla hina bera vott um nokk- urn hroka og þröngsýni, og er ég þó síður en svo að segja þar með, að innan áður- nefndra hópa sé ekki til trúað fólk í orðsins beztu merkingu, gætt göfugri guðstrú og lifandi í anda og krafti Krists, En hitt er ég sannfærður um meðal annars af langri reynslu í prestsstarfi og umgengni við margt og margvíslegt fólk, að trúaðar manneskjur eru miklu fleiri og á fleiri stöðum og í fleiri hópum að finna. Varasamt tel ég því að treysta, að allir þeir, sem segj- ast vera trúaðir og frelsaðir séu það endilega öðrum frem- ur. Enda sagði Kristur af bit- urri reynslu gagnvart sínum vinum og samtíðarmönnum: „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ Þar var í engar grafgötur að fara. Og hann segir líka: „Ekki munu allir þeir. sem við mig segja: „Herra, Herra,“ ganga inn f himnaríki, heldur þeir einir. sem gjöra vilja míns himneska föður." Þetta er hans mælikvarði á kristna trú. Það er að segja sambandið við hann, kenningu hans og hans æðstu hugsjón, Guðsríkið, sem hann sagði að væri í vitund hvers manns, en auðvitað þá misjafnlega áhrifa- mikið. Guðstrú, það er að segja eig inleikinn, sem ætti að vera sér- kenni hins trúaða, er samband hans við Guð — Föðurinn, sem Jesús nefndi svo, eða ættum við fremur að segja líking hans við Föðurinn, sonarsvip- urinn. Og Guð er andi og kraftur kærleikans, sannleikans, rétt- lætisins og fegurðarinnar í sál- um og samfélagi manna, og ríki hans er rétlæti, friður og fögnuður í þessum sömu sál- um, þessum sömu samtökum eða samstarfi manna. hvort sem það heitir söfnuður, þjóð- félag eða félagssamtök. í þessu birtist trúin, Guðs- trúin. En sjálf er hún tilfinn- ing hliðstæð ástinni og oft af sama toga spunnin og innilega samanfléttuð við ástartilfinn ingar og aðdáun og fær útrás í fórnum, gjöfum, söngvum, feg urð og tilbeiðslu, en umfram allt í kærleiksþjónustu, jafnvel við hin auðvirðilegustu hvers- dagsstörf öðrum til heilla. Auð- vitað getur trúartilfinningin brotizt fram á allt annan hátt. Það er oft villt um fyrir henni og hún jafnvel blandin hatri. skilningsleysi og ofstæki. Þannig er jafnvel um trúar- tilfinningar hinna trúarsterk- ustu að eðlisfari. Gott dæmi um það er Páll postuli á fyrstu árum sínum, meðan þjóðernis hroka og stjórnmálaskoðunum var mjög blandað í viðhorf hans og trúarhneigð. Og þann- ig er trúartilfinningu beitt í pólitískum flokkadráttum þess arar aldar t.d. í hinum ýmsu „ismum“ Fasisma, Nazisma, Kommúnisma og Kapitalsima, sem allir fá kraft sinn frá trú- artilfinningu, sem hefur verið villt um og siðan stjórnað af fámennum ofstækisklíkum. Þess háttar hryllingur og hrellingar hafa jafnvel komið fyrir í kirkjunni sjálfri og sett á hana nær óafmáanlega bletti, sem henni er gjarnan álasað fyrir af andstæðingum og óvin um. En þá stóð hún fjarri meist ara sínum og Herra. Trúaður maður — kristinn maður er því fyrst og fremst sá, sem hið góða mestu ræður hjá. Guð hans er kærleikur. Sá sem er líkastur Kristi er trú- aðastur — og trúaður í orðs- ins beztu merkingu, meira að segja þótt hann hefði aldrei heyrt Krist nefndan. Barn get- ur líkzt föður og bróðir verið eins og tvíburabróðir, þótt þeir þekki ekki nöfn hvors annars. Þess vegna gæti göfugur Búddatrúarmaður verið betur kristinn en einhver sem upp- hefur sjálfan sig fyrir trú sína og ber sér á brjóst og segist vera frelsaður. Þið munið hve Jesús dáðist að herforingjan- um rómverska og kanversku konunni fyrir trú þeirra. Þau voru samt svo óhrein og heiðin í vitund rétttrúnaðarins í Jerú- salem, að dómi Fariseanna sem töldu sig eina Guðs börn að þeir mundu hafa legið f baði langan tíma eftir að hafa heilsað þeim með handabandi. Og þið munið líka, að það var þetta sama trúaða fólk, sem hrópaði: Krossfestu, krossfestu Framhald á bls. 13 TÍMINN Trúlofunar- hringar afgreiddir samdæaurs. Sendum um allt land. T résmiðir! Munið kosninguna í dag. Kosið er frá kl. 10—12 og 13—22. Munið lista félagsmanna sem er B-listinn. Mætið vel. Nefndin. ORÐSENDING H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2. LAUGAVEGI 90-92 Stærsta úrval bifreiða á einum stað. — Salan er örugg hjá okkur. JÓN EYSTEINSSON, lögfræðingur Að gefnu tilefni er vakin athygli á því, að skipting lands, t. d. í sumarbústaðalönd, er háð sérstöku samþykki hlutaðeigandi byggingarnefnd ar. Bygging sumarbústaða er eins og bygging annarra húsa óheimil án sérstaks leyfis bygging- . arnéfndar. Ef bygging er hafin án leyfis, verður hún fjarlægð bótalaust og á kostnað eiganda. Byggingarfulltrúinn Oddvitinn í Reykjavík. í Seltjarnarneshreppi. í Kópavogi í Garðahreppi. í Hafnarfirði. í Mosfellshreppi. í Bessastaðahreppi. í Kjalarneshreppi. Sími 21516. Lögfræðískrifstofa Laugavegi 11. BIFREIÐA- EIGENDUR Vatnskassaviðgerðir, Elementaskipti. Tökum vatnskassa úr og setjum í. Gufuþvoum mótora o.fl. Vatnskassaverkstæðið, Grensásveg 18, sími 37534 VARA RAFRTÍÍI )VAR með ROLLS-ROYCE dieselvélum fyrir: s smiðjur, skrifstofubyggingar og fl. Útvegum vér með stuttum fyrirvara Veitum nánari upplýsingar. júkrahús, verk- PETTER UMBOÐIÐ Ránargötu 12, sími 18-1-40 símnefni vétskip I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.