Tíminn - 06.03.1966, Page 11

Tíminn - 06.03.1966, Page 11
SUNNUDAGUR 6. marz 1966 TIMINN VERÐIF c \ LAGANNA TOM TULLETT 8 andi yfirmanns sakamálarannsóknardeildarinnar, sir Nor- man Kendall. Howe kynntist þarna tveim mönnum öðrum, Annar var Harry heitinn Söderman, lágur maður og þrekinn, sem lært hafði hjá hinum fræga, franska leynilögreglu- manni Edmond Locard í Lyon. Hinn var Florent Louwage, einn af æðstu og reyndustu lögregluforingjum Belgíu, sem verið hafði fulltrúi lands síns hjá Alþjóðanefnd sakamála- lögreglu frá því skömmu eftir að hún tók til starfa. Fyrir þessum þremenningum átti það að liggja að gegna síðar meir þýðingarmiklum störfum, og Florent Louwage hafði þegar mikla reynslu að baki, hafði margsinnis komið fram fyrir nefndarinnar hönd á fundum sérnefnda Þjóðabanda- lagsins og skýrt af mikilli þekkingu frá eitulyfjasmygli og hvítri þrælasölu. Aðsetursstaðurinn var áfram í Vín, en fulltrúarnir fylgd- ust kvíðafullir með viðgangi nazista. Þeir urðu þess einnig varir að þýzku fulltrúarnir voru ekki lengur lögregluembætt- ismenn heldur ágengir nazistaflokksmenn. Einn þeirra var Daliige, fyrirrennari Himmlers, sem sat ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn 1935. Hann var þá æðsti yfirmaður þýzku lög- reglunnar, og þegar hann var spurður, hvers vegna hann hefði hlotið það embætti, svaraði hann að helztu verðleikar sínir væru, að hann hefði setið í flestum klefum Moabit- fangelsisins í Berlín. í fylgd með honum var Helldorf greifi, sem sagt var þá að komizt hefði til metorða fyrir dugnað við að leggja eld í samkunduhús Gyðinga og vanhelga þau. Þriðji maðurinn, Arthur Nebe, hafði þó hlotið lögregluþjálf- un. Löngu seinna fengu tveir þeir síðarnefndu nóg af stefnu Hitlers og tóku þátt í samsærinu 1944 um að ráða hann af dögum og voru fyrir þá sök líflátnir sjálfir eftir hroða- legar pyndingar. Þrátt fyrir ófriðarblikuna á lofti starfaði Alþjóðanefndin af miklu kappi 1939 og upplýsingar gengu greiðlega landa á milli. Þetta ár var aðalfundurinn haldinn í Búkarest, og þar gerði Nazista-Þýzkaland sig líklegt til að ná yfirráðum yfir nefndinni. Öllum fulltrúunum var ljóst, að styrjöld var í aðsigi, og því var lagt til að aðalstöðvarnar yrðu fluttar frá Vín til einhvers hlutlauss lands. Fundurinn féllst þó ekki á þá tillögu. Heydrich, sem þá var yfir þýzku lögregl- unni og síðar var myrtur í Tékkóslóvakíu, bar fram aðra: „Frá því 1934, samkvæmt gerðri samþykkt, hefur lögreglu- stjóri Vínar verið forseti Alþjóðanefndar sakamálalögreglu. Austurríki er nú hluti af þýzka ríkinu, og samþykktin, sem um er að ræða, ætti því að fjalla um yfirmann öryggislög- reglu Þriðja ríkisins.“ Þetta var aðeins fyrsta skrefið í áttina að því marki, sem fyrir Heydrich vakti, að flytja aðalstöðvarnar frá Vín til Berlínar. Ljóst var að hann hafði komið vel undirbúinn til fundarins, því hann krafðist skriflegrar atkvæðagreiðslu og skyldu svör fulltrúanna hafa borizt innan þriggja vikna. Áður en fresturinn rann út var styrjöld hafin, og þeir, sem þá höfðu ekki svarað voru taldir hafa veitt þegjandi sam- þykki. Skömmu síðar voru allar skrár og skjöl flutt til Berlínar, og árið 1941 skipaði Heydrich sjálfan sig forseta nefndarinnar og fékk henni aðsetur í húsi í Wannsee, einu úthverfi Berlínar. Eftir þetta var Alþjóðanefndin ekkert annað en verkfæri í höndum hakakrossmannanna og fékk á engan hátt gegnt hlutverki sínu. Þegar styrjöldinni lauk gerði Florent Louwage, sem orð- inn var yfirmaður belgísku lögreglunnar, sér ljóst, að stór- felldur glæpafaraldur hlyti að fylgja í kjölfar sex ára hildar- leiks. Hann hófst umsvifalaust handa að koma Alþjóðanefnd sakamálalögreglu á laggirnar á ný. Leitaði hann samráðs við ýmsa gamla starfsbræður, einkum Ronald Howe hjá Scot- land Yard og Harry Söderman við Afbrotafræðistofnun Sví- þjóðar. Þeir hvöttu hann óspart og tveim mönnum í við- bót, Wernher heitnum Muller, yfirmanni sambandslögreglu Sviss og Louis Ducloux frá Sureté Nationale í París var boðið til fundar í dómhöllinni í Brussel. Þessir fimmmenningar mynduðu framkvæmdanefnd og fengu til fundar við sig fulltrúa frá Belgíu, Chile, Danmörku, Egyptalandi, Frakklandi, Hollandi, íran, Júgóslavíu, Luxem- burg, Noregi, Póllandi, Portúgal, Stóra Bretlandi, Sviss, Sví- þjóð Tékkóslóvakíu og Tyrklandi. Louwage var kjörinn forseti og Ducloux framkvæmda- stjóri. Á þessum fundi voru tvö aðalmál á dagskrá. Það fyrra var samning nýrrar stofnskrár og hið síðara val á UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 2 sigur, sem hann hafði dreymt um árum saman. Og þá vildi svo bölv- anlega til að Maigret þurfti að rekast á staðinn í sömu mund og hann sjálfur. — Var hringt heim til yðar? spurði hann tortryggnislega, eins og hann væri sannfærður um, að að hér væri um samsæri gegn honum að ræða. — Ég var á stöðinni. Raymond hringdi. Svo að ég kom hingað. Þótt hann vildi hlífa Lognon datt Maigret þá ekki í hug að fara sína leið án þess að vita. hvað um væri að vera. — Er hún dáin? spurði hann og benti á ungu stúlkuna, sem lá á stéttinni. Lognon kinkaði kolli. Þarna voru þrír einkennisklæddir lög- reglumenn, hjón og vegfarendur, sem gengið höfðu framhjá og höfðu uppgötvað líkið og gert lögreglunni viðvart, þetta var Mai gret sagt síðar. Ef þetta hefði verið aðeins hundrað metrum burtu, hefði þarna orðið mikið uppnám en framhjá Place Vinti- mille fara aðeins fáeinir á nótt- unnL — Hver er hún? — Það vitum við ekki. Hún hefur engin skilríki á sér. — Ekkert veski? — Nei. Maigret gekk áfram og beygði sig niður. Unga stúlkan lá á hægri 'hlið og kinnin sneri að votri gangstéttinni og vantaði skó á annan fótinn. — Hefur skórinn ekki fundizt? Lognon hristi höfuðið. Það var dálítið furðulegt að sjá tærnar gegnum silkisokkana. Hún var klædd ljósbláum silkikjól, sem virtist of stór á hana, en kannski olli því líka stellingin. sem hún lá í. Þetta var ungt andlit. Eftir því sem Maigret sýndist var hún ekki meira en tvítug. — Og læknirinn? — Ég er að bíða eftir honum. Hann kemur á hverri stundu. Maigret sneri sér að Janvier. — Hringdu á tæknideildina og biddu þá að senda ljósmyndara. Á kjólnum var ekkert blóð að sjá. Maigret skoðaði andlitið í skini vasaljóss eins lögregluþjóns- ins og honum virtist augað sem upp sneri bólgið og efri vörin var þrútin. — Var hún kápulaus? Það var í marz. Veðrið var milt en þó ekki nógu milt til þess að skynsamlegt væri að spranga um götur yfirhafnarlaus, og einkum ekki að næturlagi í ermalausum kjól. — Hún hefur sýnilega ekki ver- ið myrt hér, sagði Lognon dræmt eins og honum kæmi málið ekki við. Hann stóð viljandi í nokkurri fjarlægð. Janvier var farinn á næsta bar til að hringja. Stuttu seinna kom hverfislæknirinn í leigubíl. — Lítið á hana læknir en hreyf ið þó ekki við henni því að ljós- myndararnir eiga eftir að koma. Á því leikur engin vafi, að hún er örend. Læknirinn laut niður og tók á úlnlið hennar, síðan reis hann upp og beið eins og hinir. — Eigum við að fara, spurði frúin, sem stóð við hlið manns síns og var orðið kalt. — Bíðum augnablik. — Bíða eftir hverju? — Ég veit það ekki, eitthvað hljóta þeir að gera. Maigret sneri sér að þeim. — Hafið þið gefið upp nafn ykkar og heimilisfang? — Já, þessum manni. Maðurinn benti á Lognon. — Hvað var klukkan þegar þið funduð hana? Þau litu hvort á annað. — Við fórum úr dansklúbbn- um kl. 3. * — Var lífsmark með henni? — Ekki held ég það. Hún hreyfðist að minnsta kosti ekki. — Snertuð þið við henni? Maðurinn hristi höfuðið. — Nei, ég sendi konuna mína að gera lögreglunni viðvart. Janvier kom aftur. — Þeir koma eftir tvær mín- útur. — Var Moers við? Maigret hafði hugboð um, að hér væri um flókið mál að ræða. Þó sagði hann ekkert, beið með hendur í vösum eins og hinir. Hann virti fyrir sér líkið á göt- unni, ljósblái kjóllinn var ekki nýr af nálinni og gerður úr ómerkilegu efni. Hér var senni lega um að ræða hinar svonefndu dansmeyjar, sem hafa ofan af fyr- ir sér á næturklúbbum Mont- martre. — Hún hlýtur að hafa verið myrt annars staðar, sagði hann í hálfum hljóðum við Janvier. Lognon gretti sig, hann hafði fyrstur sett fram þá kenningu. — En hvers vegna var líkið flutt hingað? Ekki var sennilegt að morðinginn hefði borið það á bakinu. hann hlaut að hafa haft bíl til umráða. En hvers vegna hafði hann þá ekki falið það betur eða kastað því út í Signu. Maigret viðurkenndi ekki fyrir sjálfum sér, að það sem fyrst og fremst vakti forvitni hans var and- lit fórnardýrsins. Enn hafði hann ekki séð nema vangasvipinn. Kannski voru það meiðslin, sem gáfu henni önuglegt útlit. Hún líktist ungri stúlku, sem var í slæmu skapi. Hann spurði Lo:gnon hvort hann hefði nokkuð fram að færa í málinu. Lognon yppti öxlum: Ég er bara venjulegur lögreglumaður. — Hafið þér séð stúlkuna fyrr? Lognon þekkti hverfið eins og lófann á sér. — Aldrei. n — Haldið þér að hún sé ein af þessum „dansmeyjum?" — Varla. Ég þekki þær næstum allar. — Ég þarf á yður að halda. — Ég er vanastur því að hlýða yður. — Kannski væri ráðlegt að yf- irheyra nú strax dyraverðina í næturklúbbunum? Lognon leit sem snöggvast á líkið, andvarpaði og sagði: — Það skal ég gera. Hann áleit sýnilega, að Maigret væri mest í mun að koma hon- um á burt. Hann drattaðist þung um skrefum yfir götuna og hafði ekki fyrir því að líta um öxl. Nú kom vagninn frá tæknideildinni og um leið bar að fyllibyttu, sem óskapaðist yfir því að enginn skyldi hjálpa „litlu stúlkunni." — Svona eruð xið allir. Bara af því að geyið litla hefur fengið sér einum of mikið. Þegar Ijósmyndir höfðu verið teknar laut læknirinn niður á ný og velti líkinu við svo nú kom andlitið í ljós, unglegra en þeim hafði sýnzt fyrst. ÚTVARPIÐ Sunnudagur 6. marz. 8.30 Létt morgunlög. 8.55 Frétt- ir. 9.10 Veðurfregnir. 9.25 Morg untónleikar. 11.00 Messa í safn aðarheimili Langh oltssóknar. Prestur: Séra Árelíus Níelsson. Organleikari: Jón Stefánsson. 12. 15 Hádegisútvarp. 13.15 Um raf- reikniheila. Magnús Magnússon prófessor flytur hádegiserindi. 14. 00 Miðdegistónleikar. 15.30 Þjóð lagastund. Troels Bendtsen veiur lögin og kynnir. 16.00 Veðurfregn ir. 16.30 Æskulýðsnefnd þjóð- kirkjunnar tekur saman dagskrá með söngvum, frásögnum og nýj um helgileik eftir séra Jakcb Jónsson dr. theol. 17.30 Barna- tími: Skeggi Ásbjarnarson stjórn ar. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 ís lenzk sönglög: Einar Iíristjansson syngur. 19.30 Fréttir. 20.00 Dr. Páll fsólfsson leikur á orgel. 20. 20 Kvæði eftir Grím Thomsen. Andrés Björnsson les. 20.40 V:r;- arlög: Fíladelfíuhljómsveitin leik ur; Eugene Ormandy stj. 21.00 Á góðri stund. Hlustendur í útvarps sal með Svavari Gests. 22.00 Frátt ir og veðurfregnir. 22.10 Dansldg 23.30 Dagskrárlok. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Háde; "~| isútvarp. 13.15 Bún- aðarþáttur: Um búfjárræktarlögin. Ólafur E Stefánsson ráðunautur talar. 13 30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.4i Við, sem heima sitjum. Sigríðu Thorlacius les skáldsöguna „Þei hann hlustar“ eftir Sumner Lock ElUot (22). 15.00 Miðdegisátvarp 16.00 Síðdegisútvarp. 17.20 Fran burðarkennsla í frönsku oj þýzku. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Ú myndabók náttúrunnar. Ingirna: Óskarsson talar um íslenzk kros blóm. 18.30 Tónleikar 19.30 Frét ir. 20.00 Um daginn og vegim Hannes Pálsson frá UndirfelU tal ar. 20.20 ,J3g veit eina baugalínu" Gömlu lögin leikin og sungin. 20. 40 Tveggja manna tsl. Sigurður Benediktsson ræðir við Lúðvíg Hjálmtýsson formann ferðamála- ráðs. 21.05 „Ömmusögur“, svita eftir Sigurð Þórðarson. 21.30 Út varpssagan: „Dagurinn og nóttin'* eftir Johann Bojer í þýðingu jó hannesar Guðmundssonar. Hjört ur Pálsson les (8). 22.00 Fréítir og veðurfregnir. Lestur Passfusálma (24) Baldur Pálmason les sálm- ana. 22.30 Hljómplötusafnið í um sjá Gunnars Guðmundssonar. 23. 10 Að tafU. Sveinn Kristinsson flytur skákþátt. 23.45 Dagskrárlok f

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.