Tíminn - 06.03.1966, Qupperneq 14

Tíminn - 06.03.1966, Qupperneq 14
14_____________ ___________TlMINN SUNNUDAGUR 6, marz 1966 Sötustaðir: Kaupfélögin um land allt og SlS Austurstræti Hjúskaparmiðlun \ Tvær þýzkar stúlkur 25 og 27 ára gamlar, sem hafa áhuga á sveitastörfum, vilja kynnast mynd- arlegum og regliésömum íslenzkum bændum Tilboð sendist i pósthólf 1279, merkt „Hjúskaparmiðlun.“ ÍSÍ Framhald af 16. síðu. íþróttamiðstöðin fyrir vetrar- íþróttir hefur þegar verið ákveðin og verður staðsett á Akureyri. Liggja margar ástæður til þeirr ar ákvörðunar ma. hið mikla fram tak Akureyringa með byggingu hins glæsilega skíðahótels í Hlíð arfjalli og allfa þeirra mannvirkja sem því fylgja, svo og góðar sam göngur við Akureyri, og að við vskíðahótelið eða í nágrenni þess er ávallt nægur snjór vetaranmán uðina að því viðbættu, að Akureyr ingar hafa um langan tíma verið þeir einu, sem haldið hafa uppi skauta-iðkunum að staðaldri. Þá kemur einnig til álit viðkomandi sérsambands, þ. e. SKÍ. Stuðningur íþróttasambandsins við að koma upp íþróttamiðstöð fyrir vetraríþróttir á Akureyri, verður m. a. fjárhagslegur. Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ var samlþykkt að lána úr fram kvæmdasjóði ÍSÍ kr. 500.000.00 til framkvæmda, við að koma upp skiðalyftu við skíðahótelið í Hlið arfjalli, enda náist samkomulag milli íþróttanefndar rílcisins og Akureyringa um gerð skiðalyftunn ar. Þessi lánveiting er gerð í fuliu samráði við íþróttabandalag Akur eyrar, íþróttaráð og Bæjarstjórann á Akureyri. Þótt Íþróttasambandið styrki þessar framkvæmdir á þann veg sem hér er lýst, mun það eigi að neinu leyti sjá um rekstur þessar ar íþróttamiðstöðvar. Það er að sjálfsögðu verkefni Akureyringa sjálfra. En þar sem hér er um að ræða íþróttamiðstöð, mun ÍSÍ í samráði við íþróttabandalag Akureyrar og Skíðasamband fslands, stuðla að námskeiðahaldi í vetraríþróttum og vonar að geta styrkt slík nám skeið fjárhagslega, svo og með þvf að senda norður í samráði við SKÍ, úrvalskennara og stuðla þanh ig að því, að á Akureyri verði raunveruleg íþróttamiðstöð fyrir vetraríþróttir. Væntir framkvæmdastjórnin þess, að með þessari ákvörðun sinni, hafi hún létt undir með fþróttasamtökunum á Akureyri, til þess að skapa þá aðstöðu, sem nú- tíminn krefst, varðandi skilyrði til iðkunar skíðaíþróttarinnar. GIN oa KLAUFAVEIKI Framhald af bls. 1. 10.000 dýr. Verður bóluefni þetta keypt á Ítalíu. Það er faraldurinn í Danmörku, sem veldur þessum ráðstöfunum sænskra yfirvalda. Eins og sézt hefur í blöðum hef- ur landbúnaðarráðherra. Ingólfur Jónsson, vakið athygli á því, að stranglega beri að fylgja reglum um varnir gegn gin- og klaufaveiki. Birzt hefur auglýsing um þetta, og segir þar m. a.: „Tekið skal fram, að samkvæmt téðum lögum og auglýsingu þess- ari er bannaður með öllu innflutn- ingur á heyi, hálmi, alidýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húð- um, mjólk og mjólkurafurðum sem og eggjum. Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveiðar hér við land, má þó flytja inn, enda hafi þær sannan- lega verið sótthreinsaðar erlendis. Enn fremur er bannaður inn- flutningur á lifandi jurtum, trjám. trjágreinum og könglum, græn- meti og hvers konar garðávöxtum. Farþegar og áhafnir farartækja skulu að viðlögðum drengskap gefa yfirlýsingu um dvöl sína er- lendis, strax og þau koma til ís- lands“. MENN OG MÁLEFNI Framhald aí 9 síðu við stuðning og framlög, sem rík ið á að sjálfsögðu að veita til listastarfsemi. Að reglurnar segi sjálfar til, þegar auka þarf fé til listlauna. Að listlaunin verði engin ölm- usa heldur votti þau þann skiln- ing, að listirnar séu eins og Ein- ar Benediktsson komst að orði: „lífsins langferðanesti.“ Hann sagði um gildi Ijóðlistarinnar: „Hve oft varð ein hending svalandi skál og lífsins langferðanesti." Hið sama gildir um aðrar list- greinar, því „eilíf ráða listalög, litum, svip og hljómi.“ Við, sem nú erum uppi og viljum vernda íslenzkt þjóðerni og þjóðmenningu, viljum gera allt, sem við getum til þess að þjóðin geti orðið langlíf í land- inu, vinnuþjökun hverfi og efna hagurinn verði sterkur, en við verðum þá jafnframt að leit- ast við að búa svo í haginn, að listirnar geti orðið þjóðinni „langferðanesti. Ef hún hefur þær ekki í nesti, nýtur hún ekki lífsins og þrýtur þá fyrr en var- ir langferðaþróttinn. Svo mikil- væg eru þessi málefni.“ 124 Framhald af bls. 1. Brezka flugvélin skall á skógi vaxið svæði við rætur fjallsins að- eins 12 mínútum eftir að hún fór á loft kl. 03.58 að ísl. tíma í nótt. Þotan átti að fara til Hong Kong og kom til Japans í gær frá San Francisco. í flugvélinni, sern var á leið umhverfis jörðina, var 11 manna áhöfn. Þotan varð að lenda í gær á Itazukes-flugvellin uim suður á Kyushu-eyju, þar sem þoka var í Tokyó. Hún millilent? síðan í Tokyó áður en halda skyldi til Hong Kong. Síðast þegar fréttist höfðu 119 lík fundizt. Japönsk flugyfirvöld tilkynntu í dag, að meðal farþeganna hefðu verið 85 Bandaríkjamenn, 12 Jap anir, 3 Frakkar, 2 Bretar, og einn af eftirtöldum þjóðernum: Kanda- maður, Kínverji, Nýsjálendingur og Suður-Kóreumaður. Ekki var vitað um þjóðerni hinna farþeg- anna, þegar síðast fréttist. Af á- höfninni voru 10 Bretar, einn Jap ani og einn Kínverji. Japönsku veðurathugunarstöðv- arnar sendu út aðvörun um óveð ur upp til fjalla nákvæmlega á þeirri stundu, 9em flugvélin hrap aði. Þetta er fyrsta flugslys BOAC- þotu í næstum 10 ár, að því er talsmaður flugfélagsins í London sagði í dag. Forsætisráðherra Japans, Eisaku Sáto, hefur sent samúðarskeyti til Harold Wilsons, forsætisráðherra Breta. ÍSNUM SKOLAÐ , . Framhald af bls. 1. Það sem við þurfum mest að glíma við, sagði dr. Gunnar, er krapinn, sem myndast um leið og kemur frost. Við höfum gert við- tækar modelrannsóknir, sem- hafa gefið góða raun. Og niðurstaðan er sú, að ef ís er í ánni, þá höfum við tvo möguleika. Annars vegar að hleypa honum beint ófram nið- ur Þjórsá, eða skola honum yfir í þar til gerðan skurð, Bjarnalækj arskurð, og veita ísnum eftir þess um skurði, sem er sex metra breið ur í botninn, og getur telcið vatns magn, sem er svona álíka mikið og Sogið, og síðan í Bjarnarlæk og þaðan í Þjórsá aftur. Gert er ráö fyrir þríþættu vatnsinntaki. Efst er ísinn, í miðjunni er vatnið og neðst er aur. Dr. Gunnar sagði að lokum, að erfiðleikar vegna íss væru ekkeit einsdæmi hér. Flestir þyrftu meira og minna við þetta að stríða. Model rannsóknir, sem hér hefðu farið fram á lausn þessa vanda, hefðu gefið góða raun og þótt ekki væri mikil reynd af slíkum rannsóknum hér á landi, hefðu þær verið hafð ar um hönd víða um lönd í ein sextíu ár, og yfirleitt tekizt vel. Áttræður í dag: EGILL Þ0RLÁKSS0N, kennari Egill Þorláksson, kennari á Akureyri er áttræður í dag. Hann er fæddur að Þóroddstað í Ljósavatnshreppi 6. marz 1886. Egill hefur stundað barna- og unglingakennslu i nær sex tugi ára, lengst af á Húsavík og á Akureyri, við alveg einstakar vin sældir og frábæran árangur, enda er það samdæmi þeirra, sem kennslustörf hans þekkja, að hann eigi fáa sína líka að kenn arahæfileikum. Munu allir þeir mörgu, sem setið hafa skólabekk hans, telja það meöal mestu gæfu stunda lífs síns og vildu sízt hafa farið þess á mis. Egill er einstakt valmenni, gáfaður. víðlesinn og hagorður vel. Vinsæll er hann svo af ber. Fyrir nokkrum missirum heiðrað' bæjarstjórn Akureyrar Egil með sérstökum heiðurslaun um fyrir þjónustu hans við yngstu borgarana. Egill hefur átl við vanheilsu að stríða í vetur og legið um skeið á sjúkrahúsi. Egill er kvæntur Aðalbjörgu Pálsdóttur, mikilli af- bragðskonu. GEVAPAN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.