Tíminn - 12.03.1966, Side 1
50 ÁRA ASÍ 50 ÁRA ASÍ 50 ÁRA ASI 50 ÁRA ASI
/
24 SÍÐUR
Aaglýsiag í Tímanuxn
kemuT daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið 1 sima 12323.
59. tbl. — Laugardagur 12. marz 1966 — 50. árg.
Eysteinn Jónsson á miSstjórnarfund-
inum í gær.
Kramdist á
milli skips
og bryggju
BS Ólafsfirði, föstudag.
Seint í gærkvöldi vildi
það slys til, að maður að
nafni Gunnar Vilmundar-
son féll í sjóinn á milli
skips og bryggju og limlest-
ist og kramdist, áður en
hann náðist. Gunnar hugð-
ist gæta að trillubáti sínum,
sem hann var nýbúinn að
setja á flot, en hann var
bundinn utan á Guðbjörgu,
en hann aftur utan á Ólaf
bekk. Nokkur ólga og ó
kyrrð var í höfninni, því
mikill sjór var kominn úti
Framhald á bls. 11.
Hluti fundarmanna á mlðstiórnarfundlnum I gær.
ABalfundur mið-
stjórnar vel sóttur
AK-Reykjavík, 11. marz. j klukkan að ganga átta. í gær-
Aðalfundur miðstjórnar Fram- i kveldi störfuðu nefndir, og svo
sóknarflokksins var settur í Fé-; mun einnig verða fyrir hádegi í
lagsheimili Framsóknarmanna í j dag, en klukkan 2 e.h. hefst fund-
Tjarnargötu 26 í Reykjavík klukk- j ur að nýju, og fara þá fyrst fram
an 2 i dag og stóðu fundir til I kosningar, en síðan umræður og
afgreiðsla mála. Fundurinn er
mjög vel sóttur og vantaði mjög
fáa miðstjórnarmenn til fundar í
gær.
Eysteinn Jónsson, formaður
flokksins, setti fundinn og bauð
Færeysk sílúarskip ætla
aS landa á Austurlandi
TÍMAMYNDIR—GE
miðstjórnarmenn velkomna til
fundar. Síðan stakk hann upp á
Sigurði Tómassyni, bónda á Bark-
arstöðum, sem forseta fyrsta fund
arins, og ritarar voru kjörnir
Tómas Árnason og Snorri Þor-
steinsson og Einar Þorsteinsson.
Síðan tók Sigurður Tómasson við
fundarstjórn, og var gengið til
dagskrár. Var fyrst á dagskrá yf-
irlitsræða Eysteins Jónssonar for-
manns flokksins. Flutti hann ýtar
lega ræðu og ræddi bæði stjórn-
málaviðhorfið, málefnabaráttu
flokksins og félagsstarf.
Að ræðu hans lokinni var skýrsla
ritara flokksins, Helga Bergs, og
skýrði hann frá flokksstarfinu í
megindráttum á síðasta ári og
ræddi næstu verkefni. Þá var
skýrsla gjaldkera flokksins, Sigur-
Framhald á bls. 11.
SJ—Reykjavík, föstudag.
Færeysk síldveiðiskip hafa nú
fengið leyfi til að landa afla
sínum á Eskifirði, og var
einn bátur með 1500 tunnur
búinn að boða komu sína, en
hann varð að snúa aftur
vegna veðurs.
Jón Kjartansson er nú kominn
á miðin norður af Færeyjum, og
er Tíminn ræddi við útgerðarfé-
lagið á Eskifirði, sem gerir bátinn
út, hafði skipstjórinn tilkynnt, að
lóðað hefði verið á mikla síld, en
hún stæði djúpt og væri ekki hægt
að ná henni á daginn. Síðan Jón
Kjartansson kom á miðin hefur
veður hamlað veiðum.
Færeyingar hafa að undanförnu
veitt mikla síld norður af Fær-
eyjum, og eiga þeir í erfiðleikum
með að landa í Færeyjum vegna
þess hve síldarverksmiðjur eru fá-
ar. Siglingin til íslands, sem tekur
um þrjátíu klukkustundir, er mun
styttri en til Danmerkur, og er því
eðlilegt að Færeyingar æski lönd
unar á Austfjarðahöfnum.
Samþykkt fulltrúarráðsfundar Sambands ísl. sveitarfélaga:
Stækka ber sveitarf élög
HZ-Reykjavík, föstudag.
Fundur fulltrúaráðs Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga
hélt áfram í dag, en eins og
frá var skýrt í gær átti hann
að standa í tvo daga. Fyrir
fundinum lágu til afgreiðslu
um tuttugu mál, ýmis eðlis.
Voru m. a. tillaga stjórn-
ar um auknar tekjur sambands
ins, frumvarp um Lánasjóð
sveitarfélaga, tillaga um breyt-
ingu á lögum sambandsins og
tillaga stjórnarinnar um stækk
un sveitarfélaganna. Tímanum
barst í kvöld fréttatilkynning
frá fundi sambandsins í dag,
þar sem skýrt er frá því að
fundurinn hafi einróma sam-
þykkt tillöguna um stækkun
' sveitarfélaga. Tillagan í heild
fer hér á eftir:
„Fulltrúaráðsfundur Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga
1966 lýsir sig fylgjandi því, að
tekin verði til endurskoðunar
gildandi lagaákvæði um sveit-
Framhald á bls. 11.
Kveðja
til Alþýðu
flokksins
Að samþykkt aðalfundar
miðstjórnar Framsóknar-
flokksins sendu formaður
og ritari Framsóknarflokks-
ins Alþýðuflokknum svo
hljóðandi skeyti í gær:
„Alþýðuflokkurinn,
Reykjavík.
Framsóknarflokkurinn
sendir Alþýðuflokknum af-
mæliskveðjur.
Jafnframt þakkar Fram
sóknarflokkurinn Alþýðu-
flokknum samstarf um fjöl-
mörg þýðingarmestu um-
bótamál liðinna áratuga.
F.h. Framsóknarflokksins
Eysteinn Jónsson
Heirri Beres.“