Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 12. marz 1966
ÞREMUR VEITTAR
ORÐUR
Forseti íslands hefur í dag sæmt
eftirgreinda menn riddarakrossi
hinnar íslenzku fálkaorðu:
Séra Emil Björnsson, formann
Blaðamannafélags íslands, fyrir
störf að blaðamennsku. Kristján
Jónsson, bakarameistara, Akur
>yri, fyrir iðnaðarstörf, Tómas Á.
Tómasson, sendiráðunaut, París,
fyrir störf á vegum utanríkisþjón-
ustunnar.
Reykjavík, 11. marz, 1966.
Orðuritari.
AÐALFUNDAHALD
Það er orðið langt síðan,
að peysufatadagurinn varð
að árlegri hefð í mörgum
framhaldsskólum. Á mynd-
inni fyrir ofan sást fjórðu-
bekkingar Verzlunarskóla ís
lands spranga um bæinn,
piltarnir í kjól og hvítt og
með pípuhatt og stúLkum-
ar í gömlum íslenzkum þjóð
búningum.
TVO UMFERÐARSLYS
HZ-Reykjavík, föstudag.
Tvö slys urðu í umferðinni í
dag og í bæði skiptin voru það
böm sem hlupu fyrir bifreiðir:
Meiðsii þeirra voru sem betur fer
minni háttar.
Er þétta því miður orðíð of títt
að börn lendi fyrir bifreiðum
vegna óvarkámi.
Sérlega mikil ölvun var í Reykja
vík í dag, m.a. varð lögreglan að
jáma einn ölóðan, sem mddi
óspart af borðunum á Hressingar-
skáianum.
Á morgun kl. 2 verður messað
í Langholtskirkju og hafa sókn-
arprestar og aðrir forráðamenn
Langholtssafnaðar góðfúslega lán-
að kirkjuna.
Að aflokinni guðsþjónustu verð-
ur kaffisala á vegum Kvenfélags
Ásprestakalls, og verða væntan-
lega margir, sem þess vilja njóta.
Kvenfélag Ásprestakalls er ekki
gamalt, en þar hefur ríkt mikil
eining og áhugi um velferðarmál
safnaðarins, og hafa félagskonur
sýnt mikinn dugnað og ósérplægni
í starfi. Hafa fundir félagsins jafn
an verið vel sóttir, enda alltaf vel
til þeirra vandað og eitthvað nýti-
'egt og uppbyggilegt á dagskrá.
Tvo bazara hafa félagskonur hald-
ið og hafa þeir gengið mjög vel.
Engir gera sér betur grein fyr-
ir hvers virði slík samtök sem
Reykjavíkurdeild Bindindisfé-
lags Ökumanna hélt aðalfund sinn
1. marz s.l. og var hann fjölsótt-
ur. Gerði fundurinn margvíslegar
samþykktir og skal nú skýrt frá
nokkrum þeirra.
Að lögum um vínandamagn í
blóði ökumanna verði breytt úr
0.50 promill niður í 0.35 promill
og í stað 1.20 promill komi 0.80
promill.
Aðalfundurinn fagnar fram-
komnum frumvörpum á Alþingi er
snerta umferðarmál.
Aðalfundur Reykjavíkurdeild-
ar BFÖ skorar eindregið á hið
háa Álþirigi’ að fella ffamkófnið
frumvarp um áfengt öl.
Aðalfundurinn skorar á Umferð
arnefnd Reykjavíkur, lögregluyf-
irvöld, borgarverkfræðing o. fl.
hlutaðeigandi aðila
að bæta úr merkingu og lýs-
ingu á gangbrautum
þessi eru innan safnaðanna en
sóknarprestamir sjálfir.
Þess vegna vil ég nú heita á
yður, safnaðarmeðlimi og aðra vel
unnara Ásprestakalls, að koma til
guðsþjónustunnar kl. 2 á morgun,
sunnudag, í Safnaðarheimili Lang-
holtsprestakalls, Sólheimum 13, og
styrkja starfsemi Kvenfélags Ás-
prestakalls með því að kaupa hjá
þeim kaffi eftir messu.
að bæta merkingu akreina
að reglur um aðalbrautir verði
endurskoðaðar
að malbikun, viðgerðir og máln
ing aðalbrauta fari ekki fram á
tímabilinu kl. 7—19 á daginn og
að götunum verði aðeins lokað
undir umsjón lögreglunnar.
að umferðarljósunum verði fjölg
að
að Ijós- og hljóðmerkjum sjúkra-
slökkvi- og lögreglubíla verði
breytt.
Aðalfundur Félags íslenzkra list
dansara var haldinn fyrir nokkru.
Meðal annars var fjallað um það |
dansgfþrigði, sem tíðrætt .refur í
verið um að undanförnu, þ.e.a.s. |
jassballett (nútímaballett dansað-
ur eftir jasstónlist). Félagið telur
sér skylt að koma á framfæri
þeirri viðurkenndu skoðun, að ein
göngu dansarar velþjálfaðir í klass
ískri balletttækni, séu færir um
að tileinka sér þetta nýja dans-
form. Að vísu eru einstaka mjög
léttar æfingar með jasssvip'' not-
hæfar í frúarleikfimi eða álíka.
Félagið telur varasamt að kenna
ungum og lítt þjálfuðum börnum
jassballett, sem undir þeim kring-
umstæðum getur varla kallazt því
nafni.
Félagið harmar, að Þjóðleikhús-
ið skuli ekki hafa séð sér fært
að koma upp fastráðnum listdans-
flokki síðastliðið ár, þar sem vitað
var, að vilja Þjóðléikhússtjóra
skorti ekki. Flestar aðrar list-
greinar njóta stuðnings hins op-
inbera á einhvem hátt, en list-
dansinn hefur alltaf verið alger-
lega afskiptur opinberum fjárveit-
ingum. Ef nóg fé fengist til að
hægt væri að hafa lítinn ballett-
flokk fastráðinn þyrftum við von-
andi ekki lengur að sjá á eftir
bezta efniviðnum sem Þjóðleikhús
ið hefur alið upp til annarra landa.
Nýlega var haldinn aðalfundur
í Félagi Frímerkjasafnara og ný
stjórn kosin samkvæmt lögum
þess. Formaður var kjörinn Gísli
Sigurbjörnsson forstjóri. Hin ný-
kjörna stjórn hefur þegar haldið
stjórnarfundi og skipulagt starf-
semina á komandi mánuðum og
hefur félagið ýmis ný áform á
prjónunum.
Félag Frímerkjasafnara sem
Framhald á bls. 11.
Kópavogur
Framsóknarfélögin í Kópavogi
gangast fyrir spilakvöldi i félags-
heimili Kópavogs 18. marz næst-
komanai Vakin skai athygli á
sérstakiega góðum verðlaunum.
Fyrstu verðlaun verða flugfar fyr
ir 1 á Edinborgarhátíðina 27. ág-
úst n.k. Þar að auki þrjú góð verð
laun. Kópavogsbúar eru sérstak-
lega hvattir til bess að mæta. Upp
lýsingar gefnar í sima 12504.
Framsóknarmenn,
Hafnarfirði
Framsóbnarfélag Hafnarfjarðar
heldur aðalfund sinn næst lcorn-
andi mánudagskvöld í Góðteanpl-
arahúsinu uppi kl. 8.30 síðdegis.
Dagskrá: Venjul. aðalfundarstörf-
Önnur mál.
Árlegur fjáröflunardagur Ekkna
sjóðs íslands er 2. sunnudagur í
marz, þ.e. á morgun. Tilgangur
sjóðsins er að veita stuðning ekkj-
um, sem hafa misst eiginmenn
sína af slysförum, einkum þeim
ekkjum, sem eiga fyrir börnum
að sjá. Merkjasala til ágóða fyrir
sjóðinn fer fram hér í Reykjavík.
Merkin eru afgreidd í Sjálfstæðis-
húsinu og eru sölubörn beðin að
vitja þeirra þangað síðdegis í dag
(laugardag) og frá kl. 9 árdegis
á morgun, sunnudag. Framlögum
til sjóðsins verður eins og að und-
anförnu veitt viðtaka við guðs-
þjónustur. Er þess vænst að sem
flestir minnist fátæku ekkjunnar
og leggi eitthvað fram til þess
að efla Ekknasjóðinn.
VEGABRÉFSÁRIT^
UN AFNUMIN
Nýlega hefur verið gengið frá
samkomulagi milli ríkisstjórna ís-
lands og Mexico um gagnkvæmt
afnám vegabréfsáritana miðað við
þriggja mánaða dvöl.
Samkomulagið gekk í gildi hinn
1. marz 1966.
Einnig hefur verið gengið frá
samkomulagi milli ríkisstjórna ís-
lands og ísraels um gagnkvæmt af-
nám vegabréfsáritana miðað við
þriggja mánaða dvöl.
Samkomulagið við ísrael geng-
ur í gildi hinn 1. apríl 1966.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 10. marz 1966.
Á fimmtudagskvöldið var
málfundur haldinn í Kenn-
araskóla íslands, en á fund-
inum voru m.a. mættir Dr.
Wolfgang Edelstein og Dr.
Klaus Bahr, sem starfa hjá
Max Planck stofnuninni í
Berlín. Doktórarnir eru
hingað komnir á vegum
Efnahags- og framfarastofn
unarinnar í París, en vinna
hér í sambandi við Efna-
hagsstofnunina, sem nú
vinnur að áætlunargerð um
íslenzk skólamál. Á málfund
inum svaraði dr. Edelstein
fyrirspurnum um nýjungar
og rannsóknir á sviði skóla-
mála sem OECD leggur nú
grundvöll að ýmsum nýj-
ungum í skólamálum aðild-
arríkja sinna. BJBJ tók
þessa mynd á málfundin-
um í kennaraskólanum, og
sjást þar fremst kennarar
skólans og gestir fundarins
auk nemenda.
Grímur Gímsson
sóknarprestur.
Kvenfélag Ásprestakalls hefur kaffisölu í
Safnaðarheimili Langholtsprestakalls
i
EKKNASJÓÐUR
ÍSLANDS