Tíminn - 12.03.1966, Side 7
LAUGARÐAGUR 12. marz 1966
VETTVANGUR
TÍMINN
ÆSKUNNAR
Aðalfundur sambandsráðs SUF:
ÁVARP m ÍSLENIKRAR ÆSKU
UNGIR ÍSLENDINGAR!
Ykkar er framtíðin. Fyrr en varir fáið þið vald-
ið og ábyrgðina í hendur. Það veltur á miklu
fyrir þjóðfélag framtíðarinnar, að þið hafið,
þegar þar að kemur, heilsteypta yfirsýn yfir
þjóðfélagsskipun okkar.
í þessu sambandi vilja ungir Framsóknarmenn
benda á, að tuttugu fyrstu ár hins íslenzka lýðveldis
hafa veitt þjóðinni margvíslega reynslu, er draga ber
lærdóm af. Öll rök hníga að því, að við fslendingar get-
um skapað fyrirmyndar þjóðfélag. Til að það heppnist,
ber þjóðinni að forðast öfgar kommúnisma og kapital-
isma, en stefna að bjóðfélagi, þar sem réttur einstak-
lingsins sé trygqður og velferðar hans gætt.
Þrátt fyrir tímanlega erfiðleika
í stjórnmálum þjóðarinnar teljum við fulla ástæðu til
að horfa björtum augum fram i veginn og treysta því,
að sú æska, sem erfir landið, skapi það þjóðfélag, sem
að framan er nefnt.
Ungir Framsóknarmenn
vilja benda á, að óðaverðbólga kemur nú í veg fyrir
heilbrigða uppbyggingu atvinnulffsins, enda truflar hún
allt mat á verðmætum og leiðir til margs konar fjár-
málaspillingar. Niðurlögum verðbólgunnar verður aldrei
ráðið nema með skipulegum ráðstöfunum, þar sem
verkefnum sé raðað eftir gildi og þörfum fyrir þjóðar-
búið.
Menntun er hyrningarsteinn
nútíma þjóðfélags. Aukin þekking er undirstaða allra
framfara, og vísindum verður að beita á öllum sviðum
þjóðlífsins. Skólakerfið þarf að endurskoða frá grunni
nú þegar, enda hefur ríkt ófyrirgefanleg stöðnun á
sviði íslenzkra fræðsiumála um (angt skeið. Andleg og
verkleg menning okkar skal grundvallast fyrst og
fremst á þjóðlegum verðmætum án einangrunar frá
umheiminum.
Gæði lands og sjávar
þarf að kanna og haga byggð þannig, að þau nýtist
sem bezt öllum til hagsældar. Atvinnuvegina ber að
byggja upp eftir skipulegum áætlunum, gerðum af sér-
fræðingum í samvinnu við fulltrúa atvinnulífsins og
þannig tryggja, að gróska og jafnvægi haldist í þjóð-
arbúskapnum. Ríkisvaldið tryggi framkvæmd þessara
áætlunargerða, og sjái um, að vinnan sé sett ofar valdi
auðmagnsins.
Efla ber grundvallaratvinnuvegina
og jafnvægi byggðarinnar, enda verði orkulindir lands-
ins beizlaðar og nýttar með hagsmuni allrar þjóðarinn-
ar fyrir augum. Landgræðslu og ræktun ber að stór-
auka með framtíðarheill landbúnaðarins í huga. Vernda
þarf allt landgrunnið og auka skipulega fiskileit og
fiskirækt, þannig að ofveiði verði forðað. Iðnaður verði
efldur, fyrst og fremst á grundvelli innlendra hráefna.
Öllum þegnum þjóðfélagsíns,
hvar, sem þeir búa, þarf að tryggja sem jafnasta að-
stöðu, að því er snertir efnalega velferð og skilyrði til
menntunar og félagslífs. Jafnframt ber nauðsyn til,
að öryggi þegnanna verði tryggi með fullkomnu og al-
mennu trygginga- og eftirlaunakerfi.
Bæta þarf samgöngukerfi
landsmanna, enda allra hagur, að það verði sem full-
komnast. Tryggja ber öllum landsmönnum afnot af raf-
orku á sama verði.
Gera ber öllum f jclskyldum kleift
að eignast eigið húsnæði án þéss að þurfa að taka á
sig þungt ok skulda og aukavinnu, enda verði rann-
sóknum og hagræðingu beitt til að lækka stórlega bygg-
ingarkostnað.
Sjálfstæðis og sjálfsvirðingar
ber að gæta í samskiptum við aðrar þjóðir. Fordæma
ber allan undirlægjuhátt. Starf okkar að alþjóðasam-
skiptum þarf í hvívetna að mótast af vinsemd og skiln-
ingi, en nánust tengsl og samvinnu er eðlilegast að
hafa við þær þjóðir, sem okkur eru næstar og skyldast-
ar.
UNGIR ÍSLENDINGAR!
Stefna okkar er
að byggja upp á íslandi frjálst lýðræðis- og menningar-
þjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna, sem leysi sam-
eiginleg verkefni eftir leiðum samtaka og félagshyggju.
STYÐJUM ÞESSA STEFNU TIL 5IGURS!
ria uuiuiidiui ■ ■ |amaruuui
Talið frá vinstri: Hreinn Þormar,
Akureyri, Erltngur Bertelsson,
Reykjavík, Páll Lýðsson, Árnessýslu,
Brynjólfur Svelnbergsson, Hvamms
tanga, Hörður Gunnarsson, Reykja
vlk, Guðjón Ingl Sigurðsson, Hafnar
firði og Már Pétursson, Reykjavík.
Eysteinn Jónsson I hópl ungra
Framsóknarmanna. Frá vinstrl:
Magnús Haraldsson, Keflavík, Hreinn
Þormar, Akureyri, Eysteinn Jónsson,
Brynjólfur Sveinbergsson, Hvamms
tanga, Eysteinn R. Jóhannsson,
Reykjavík, Eyiólfur Eystelnsson,
Keflavik.
Frá sambands-
ráðsfundi SUF
Aðalfundur Sambandsráðs ungra
Framsóknarmanna var haldinn að
Tjamargötu 26 dagana 9. og 10.
þ.m. Fundinn setli formaður SUF
Örlygur Hálfdanarson. Bauð hann
fulltrúa velkomna til fundarins.
Hann minntist í upphafi Vigfúsar
Guðmundssonar, fyrrv. gestgjafa,
sem var fyrsti heiðursfélagi SUF,
en hann lézt á s.l. ári.
Þá flutti Örlygur ársskýrslu
sambandsstjórnar. Gjaldkeri sam-
bandsms, Jónas Jónsson, las og
skýrði reikninga þess. Eyjólfur
Eysteinsson, sem gegndi starfi er
indreka gambandsins til s.l. ára-
móta, flutti síðan skýrslu um
störf sán í þágu SUF á liðnu ári.
Þá hófust almennar umræður
um skýrslur stjóinarinnar, en að
þeim mknum var skipað í starfs-
nefndir. Nefndir störfuðu að
kveldi tyrra dags og morgni hins
síðara. En kl. 5 síðdegis hófst
fundur á ný með ræðu Eysteins
Jónssonar, formanns Framsóknar
flokksins, sem talaði um stefnu
flokksins og framtíðarhlutverk
æskunnar.
Næst skiluðu nefndir álitum
Um þau spunnust nokkrar umræð
ur. Auk álits fjárhags- og skipu-
lagsmalanefndar samþykkti fund
urinn s;ðan ávarp það til íslenzkr
ar æsku, sem birtist nú hér á síð-
unni.
Að lokum sagði formaður ve)
heppnuðum fundi slitið. Fundar-
menn sátu síðan kvöldverðarboð
SUF.
Útgefandi: S.U.F. - Ritstjórar: Baldur Óskarsson og Herniánn, Einarssón