Tíminn - 12.03.1966, Side 12
ÍÞRÓTTíR
12
TÍMIMN
LAUGARDAGUR 12. marz 1966
Fram lék maður á mann síðustu mínúturnar og var nærri búið að jafna, en FH sigraði með, 21:20
'x-.-V ■ vs-yf
(Tímamynd Bjarnleifur)
Sigurður Einarsson skorar fyrir Fram í gærkvöldi.
Alf-Reykjavík. — FH tókst að
stöðva sigurgöngu Fram í 1. deild
ar keppninni í handknattleik í gær
kvöldi meS því að sigra erkióvin
sinn með eins marks muní í æsi
spennandi leik, 21:20. FH-ingar
voru heppnir að hljóta bæði stig
in, því sanngjamt hefði verið,
að liðin hefðu deilt með sér stig
unum. Á 4 síðustu mínútunum
söxuðu Fram-leikmennimir á 3ja
marka forskot FH, 21:18, og litlu
munaði, að þeim tækist að jafna
stöðuna, því síðustu 2 mín. léku
FH-ingar einum færri og Fram
lék maður á mann með góðum
árangri og skoraði 2 mörk.
KR vann
KR-ingar virðast staðráðnir í
því að falla ekki niður í 2. deild
i handknattleiksmótinu þvi í
gærkvöldi sýndu þeir afbragðsgóð
an leik gegn Haukum og sigmðu
með 25:21.
Fyrri hálfleikur var sérlega vel
leikinn af hálfu KR, sem Ixyggði
sér 8 marka forskot, 13:5. Haukar
söxuðu á þetta stóra forskot KR
í síðari hálfleik og komust í 16:18,
en KR-ingar áttu góðan enda-
sprett og sigmðu verðskuldað,
25:21. Beztu mienin KR vom Reýndr
Ólafsson og Ellert Schram í mark
inu, sem er ómetanlegur styrkur
fyrir liðið. Beztur hjá Haukum var
Ásgeir.
Staðan í mótinu er nú þessi:
Fram 7 6 0 1 193:152 12
FH 6 5 0 1 138:123 10
Valur 6 3 0 3 145:155 6
Haukar 7 2 0 5 156:165 4
KR 7 2 0 5 148:161 4
Ármann 7 2 0 5 163:187 4
Notið snjóinn
og sólskinið!
Skíðadeild ÍR efnir til skíða-
kennslu fyrir börn og unglinga
við skála sinn í Hamragili.
Hefst kennslan kl. 13 á sunnu
dginn fyrir börn 8—12 en kl. 14
fyrir 12 ára og eldri.
Þátttakendur eru beðnir að
gefa sig fram við Ágúst Björns-
son fyrir auglýstan tima, en hann
ásamt fleiri skíðamönnum ÍR
munu kenna.
Skíðalyfta verður í gangi í
Hamragili á laugardag og sunnu
dag, einnig má benda fólki á, að
færi er nú ágætt til skíðagöngu-
ferða á Skarðsmýrarfjalli og í
Innstadal.
Jafnframt því sem við hvetjum
fólk til að njóta skíða og fjalla-
loftsins, viljum við brýna fyrir
fólki, að vera vel búið þótt gott
sé veður, og að fara ekki eitt
sér, heldur fleiri saman í hóp.
(Skíðadeild ÍR)
En Fram hafði ekki tíma til
að jafna, flauta tímavarðarins
hljómaði áður, og FH-ingar fögn
uðu dýrmætum sigri. f heild var
leikurinn frekar illa leikinn af
báðum liðum, því taugarnar hjá
leikmönnunum voru augljóslega í
megnasta ólagi. Og ekki bætti úr
skák, að Magnús Pétursson dóm
ari dæmdi frámunalega illa á
báða bóga og kom áhorfendum oft
ar en einu sinni á óvart fyrir
túlkun sína á lögunum, eða öllu
heldur hvemig hann misþyrmdi
þeim.
Til að byrja með hafði Fram
tögl og hagldir í leiknum. Sig-
urður Einarsson skoraði 1:0 og
Tómas bætti öðru marki við. FH-
ingar svöruðu fyrir sig, Geir, en
Gylfi skoraði 3:1 fyrir Fram. Og
Fram átti upplagt tækifæri til
að skora 4:1, þegar Sigurður í
dauðafæri skaut í stöng. Fram
var mjög óheppið í fyrri hálf
leik og átti ein 5 stangarskot og
glataði oftar en einu sinni upp
lögðu færi til að skora. FH-ingar
fóm sér rólega, en það háði þeim
illa, að Hjalti í markinu varði
varla skot, sem hitti markið. Var
það mikið lán fyrir FH, að halda
jöfnu í hálfleiknum, sem lauk 11:
11, en leikur liðsins gaf ekki til
efni til svo góðrar útkomu, og
geta þeir reyndar þa'kkað dóanar
anum að einhverju leyti fyrir það,
en hann var óspar á að dæma
vítaköst á Fram, þegar FH-leik
mennirnir ætluðu að ryðjast inn
úr hornunum til að skora, en
vom stöðvaðir. Venjulega er
dæmt í slíkum tilfellum auka-
köst, en Magnús dómari kann
alltaf einhver ráð til að koma
mönnum á óvart!
í síðari hálfleik mættu FH-ing
ar ákveðnari til leiks og tókst eft
ir 12 mínútur að ná forastu, 16:
15. Leikurinn var nokkuð jafn
næstu mínútur, en eftir að stað
an var 17:17, náði FH sfnum lang
bezta kafla í leiknum og komst í
20:17. Guðlaugur skoraði öll
mörkin fyrir FH laglega. Og FH
átti tækifæri til að auka forskot
sitt í fjögur mörk, en Þorsteinn
varði víti.
Þessi munur var of mikill til
þess að Fram næði að jafna, enda
var lítill tími eftir, 12—13 mín-
útur. Fram gerði þó margar góð
ar tilraunir til að skora. Gunn
laugur var í dauðafæri á línu,
en Hjalti varði skot hans. Og
rétt á eftir skaut Gunnlaugur í
stöng. Frímann skoraði á milli
fyrir Fram 18:20, en Gunnlaugur
skoraði 21. mark FH mínútu sið
ar og voru þá 4 mínútur eftir.
Síðustu mínútumar reyndu
Fram-leikmennimir allt sem þeir
gátu til að jafna stöðuna, en það
gekk illa. Skot þeirra annað hvort
geiguðu eða lentu í höndunum á
Hjalta, sem varði FH-markið mik
ið betur í síðari hálfleik. Svolítið
rofaði til hjá Fram, þegar 2
mín. voru eftir, því þá var Birgi
Framhald á bls. 11.
ísl. skíðafólk til Noregs
Rvíkingar fóru utan í gær. Akureyringar veðurtepptir.
í gærmorgun hélt liópur reyk-
vísks skíðafólks utan til keppni í
Noregi. Tekur það þátt í hinni
árlegu borgakeppni milli Bergen-
Reykjavíkur-Glasgow, sem fram
fer í BavaUen við Voss. f reyk-
! víska hépnum vora 12 keppend-
[ur. Auk þess fóru utan 3 skíða-
| menn frá ísafirði og Siglufirði.
:: Þá stóð til, að skíðafólk frá Ak-
j ureyri færi ntan með sömu flug-
i vél í gærmorgun, en akureyska
i skíðafólkið varð veðurteppt fyr-
j ir norðan. Heldur það sennilcga
i wían í dag.
j í hópi Reykvíkinganna eru þrír
í piltar, þeir Tómas Jónsson, Ár-
I' manni, Eyþór Haraldsson, ÍR og
Ilaraldnr Haraldsson, ÍR, en þeir
taka þátt í hiinu árlega unglinga-
móti Véstur-Noregs, sem er eitt
fjölmennasta skíðamót, sem hald-
ið er í þessum landshluta Noregs.
Má geta þess, að Tómas keppti
í mótinu í fyrra og hlaut 5. sæti.
í ráði er, að akureysku kepp-
endurnir, sem eru 6 talsins, keppi
gegn íþróttabandalagi Voss dag-
ana 19.—20. marz. Keppendurnir
frá Akureyri eru þessir: Karólína
Guðmundsdóttir, ívar Sigmunds-
son, Reynir Brynjólfsson, Viðar
Garðarsson, Magnús Ignólfsson og
Þorlákur Sigurðsson. Fararstjóri
Akureyringanna er Ólafur Stefáns
son.
í reykvíska hópnum eru þessir
keppendur: Bjarni Einarsson, Ár
manni, Ásgeir Christiansen, Vik-
ng, Georg Guðjónsson, Ármanni,
Haraldur Pálsson, ÍR Leifur Gísla
Framhald á bls. 11.
Meistaramótið i |
frjálsum íþróttum |
Meistaramótið í frjálsíþróttum j
innanhúss verður háð í KR-hiís- j
inu um helgina. Keppnin í dag
hefst kl. 15 og á sama tima á
morgun.
Námskeið á
veguni KDR
N. k. mánudagskvöld hefst
á vegum Knattspyrnudómara-
félags Reykjavíkur námskeið
fyrir knattspyrnudómaraefni.
Verður námskeiðið haldið í
húsakynnum Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11
og hefst kl. 20. Talsvert marg-
ir hafa tilkynnt þátttöku, en á
það skal bent, að ennþá er
hægt að láta skrá sig og mun
vera nægilegt að gera það á
mánudagskvöld, þegar nám-
skeiðið hefst.
Handbolti
um helgina
íslandsmótið í handknattleik
heldur áfram um helgina. f kvöld
verða leiknir tveir leikir í 2. deild
karla. Fyrst leika ÍR og Keflavík
og síðan Þróttur og Akranes. Á
nndan þessum leikjum leika í 3.
fl. karla Keflavík og Haukar.
Annað kvöld verður mótinu hald
ið áfram og fara þá fram leikir í
3. og 2. flokki karla. f 3. fl. fara
þessir leikir fram. ÍR-Vík. Fram
•Þróttur, KR-Ármann og Breiða-
blik-FH. f 2. flokki fara þessir
leikir fram: Valur-ÍR, Víkingur-
Keflavík.
Leikið verður að Hálogalandi og
hefst fyrsti leikur bæði kvöldin
kL 20.15.
Reykvíska skíðafólkið og göngumennlrnir frá Siglufirði og ísafirði rétt
fyrir brottförina í gærmorgun. (Tímamynd Bjarnleifur)