Tíminn - 13.03.1966, Side 1
Auglýsing í Tímarnim
kemur daglega fyrir augu
80—100 þásund lesenda
I FYRRADAG
HZ-Reykjavík, laugardag.
Sif, flugvél 1 andhelgisgæzlunnar
stóð í gær átta íslenzka báta að
mcintum ólöglegum veiðum við
Suðurland. Fjórir voru milli Eyja
og lands, tveir út af Grindavík
og tvcir út af Ingólfshöfða. Allir
þessir bátar, sem eru undir 100
tonnum voru á togveiðum.
ATTA BATAR
I LANDHELGI
Myndln var tekln á stofnfondi Sparisjóðs alþýðu á iFreyjugötu 27 síðastliðinn miðvikudag.
Tímamynd Bj. Bj.
AÐALFUNDI
MIÐSTJORNAR
SLITIÐ í DAG
FB-Rvik, laugard. — Aðalfundi
miðstjórnar Framsóknarflokks-
ins var haldið áfram í dag. Nefnd
ir störfuðu fyrir hádegi, og kl.
2 áttu kosningar að hefjast, en
þar sem þeim var ekki lokið, þeg
ar blaðið fór í prentun, verður
ekki hægt að skýra frá úrslitum
fyrr en á þriðjudaginn. Að kosn
ingu lokinni átti að fara fram af
greiðsla mála, en engir fund
ir voru ráðgerðir í kvöld.
Dagskrá sunnudagsins er á þá
leið, að milli klukkan 10 og 12
verða lögð fram nefndarálit og
þau rædd, en mál síðan afgreidd.
Þá mun ritari flokksins flytja
ávarp, og að lokum verður fundi
slitið.
Verkalýðsfélögsn stofna formlega
Sparisjóð alþýðu
SJ—Reykjavík, laugardag.
í dag staðfesti Viðskiptamála
ráðuneytið reglugerð um stofnun
Sparisjóðs alþýðu en s.l. mlðviku
dag var stofnfundur sparisjóðsins
haldinn að Freyjugötu 27. Virðist
ríkja einhugur meðal verkalýðsfé-
iaganna um stofnun sparisjóðsins
eftir að Hermann Guðmundsson,
formaður Hlífar í Hafnarfirði, var
gerður að oddamanni í stjórn sjóðs
ins.
ASÍ gaf eftirfarandi tilkynning
út í dag: „Stofnfundur Sparisjóðs
alþýðu var haldinn að Freyjugötu
27 9. marz s. 1. Á fundinum voru
mættir milli 50—60 ábyrgðarmenn
frá verkalýðsfélögunum innan Al-
þýðusambandsins í Reykjavík og
nágrenni. í dag mun ráðuneytið
staðfesta reglugerð sparisjóðsins. í
stjórn hans voru kjörnir á stofn
fundinum Hermann Guðmundsson,
Einar Ögmundsson og Óskar Hall
grímsson. Auk þess kaus borgar
stjórn Reykjavíkur í stjórnina þá
Björn Þórhallssons og Marbús Stef
ánsson."
Jón Bjarnason, starfsmaður ASÍ,
sagði af þessu tilefni, að stofnun
sparisjóðs hefði verið hugsjón ASÍ
um margra ára skeið. Hannibal
Valdimarsson bar fram tillögu um
þetta mál fyrir nokkrum árum
og síðan hefur málið verið í athug
un og unnið að undirbúningi þess
Nú hafi lokaskrefið verið stigið.
Eftir að Hermann Guðmundsson
var kjörinnn oddamaður stjórnar
innar, virðist full samstaða vera
tiieðal pólitískra hagsmunahópa inn
an ASÍ. Það er fagnaðarefni að
Herforingjar taka
völd í Indónesíu
þetta skref skuli hafa verið stig
ið, og ef þetta verður sterk stofn
un, þá getur hún haft mjög mikla
þýðingu fypir starfsemi ASÍ.
Jón sagði að lokum, að enn væri
ekkert hægt að segja um hvar
sparisjóðurinn yrði til húsa, eða
hvenær hann tæki til starfa.
í gær eftir hádegið þegar Sif
gæzluflugvél Landhelgisgæzl-
unnar var á eftirlitsflugi við suð
urlandið stóð hún 8 báta að meint
um ólöglegum veiðum. Bátarnir
voru þessir: Farsæll VE, Björgvin
VE, Erlingur VE, Björn riddari
VE, Sævaldur SU, Lundey RiE
Kristjana KE, og Magnús Magnús
son VE.
Viðkomandi bæjarfógetar hafa
tekið á móti a.m.k. fimm af bát-
unum og gengið hefur verið frá
afla þeirra og veiðarfærum. Mál
þessara báta verða ekki tekin
fyrir fyrr en skýrsla flugvélar-
innar hefur verið staðfest fyrir
rétti. Það mun sennilega
verða eftir helgina, sem skýrsla
flugvélarinnar mun staðfest hér.
TARSIS KMUR
/ B0ÐIHINGAÐ
NTB-D.iakarta, EJ-Reykjav. laug-1 Suharto hershöfðingja, yfir-
ardag. manni hers landsins, öll pólitísk
Súkarnó, forseti Indónesíu, var völd. Gerðist þetta í morgun, þeg
í dag neyddur til að afsala sér ar hershöfðingjarnir í Indónesíu
öllum völdum i landinu og fela I hótuðu Súkarno þvi, að ef hann
KVEÐJA TIL A.S.I.
Framsóknarflokkurinn sendir Alþýðusambandi íslands kveðju
i tilefni af fimmtíu ára afmæli sambandsins og fer hún hér á
eftir:
Alþýðusamband íslands, Reykjavík.
Framsóknarflokkurinn sendir Alþýðusambandi íslands afmæl-
iskveðju. Flokkurinn þakkar Alþýðusambandinu forustu nm
hagsmunamál íslenzkrar alþýðu í hálfa öld, og óskar, að störf
þess megi verða giftudrjúg fyrir launastéttir landsins og ís-
lenzku þjóðina.
Fyrir hönd Framsóknarflokksins,
Eysteinn Jónsson,
Helgi Bergs.
færi ekki að vilja fólksins, og af
henti hershöfðingjunum völdin,
myndi stúdentum þeim, sem síð-
ustu tvær vikurnar hafa staðið
fyrir fjölmennum og hröðum
mótmælaaðgerðum i Djakarta,
hleypt inn í höllina til hans.
Eitt af fyrstu verkum Suhartós
hins nýja ráðamanns Indónesíu,
var að gera kommúnistaflokk
landsins útlægan.
Brezka útvarpið skýrir svo frá,
að í morgun hafi Súkarno for-
seti átt fund með ýmsum hátt-
settum herforingjum, þar á meðal
Súharto, yfirmanni herafla lands-
ins. Hafi þeir á þessum fundi,
sem Súbandríó utanríkisráð-
herra mun einnig hafa setið, kraf
izt þess, að hernum yrði falin öll
völd, en síðustu tvær vikurnar
hafa miklar óeirðir verið í
Djakarta, höfuðborginni, vegna
Framhald á 14. síðu.
IGÞ—Reykjavík, laugardag.
Rús.-neski rithöfundurinn Val-
er;’ Tarsis hefur I-egið boð um
að koma hingað til lands í ná-
inni framtíð. Aðilarnir, sem bjóða
honum hingað eru Stúdentafélag
Reykjavíkur o>g Almenna bóka-
félagið, en ritstjórar Morgun-
blaðsins og Tímans höfðu milli
göngu um boðið.
f bréfi, sem Valery Tarsis
skrifar hingað 4. marz, en það
er svar við skeyti, sem honum var
sent, segir hann, að hann vonist
til að geta þegið boðið á næst-
unni. Hins vegar hafi hann enn
ekki gert neinar áætlanir um ferð
ir sínar og því geti hann ekki
að svo stöddu ákveðið, hvaða
dag hann kemur hingað. Valery
Tarsis mun hafa borizt boð frá
fjölmörgum löndum.
Eins og kunnugt er af frétt-
um, fór Valery Tarsis í boði Coll-
ins- bókaútgáfunnar til London,
en á meðan dvö' hans stóð þar,
sviptu rússnesk stjórnvöld hann
rússneskum ríkisborgararétti.
Collins gaf út bók hans „Deild 7“
á síðastliðnu ári, og kom sú saga
hans sem framhaldssaga hér í
Tímanum um líkt leyti. Þessi saga
er byggð á persónulegri reynslu
Tarsis • en kommúnistum þótti
henta að geyma hann á geð-
veikrahæli í nokkurn tíma, og um
lífið þar er fjallað í bókinni.
Valery Tarsis er mikill tals-
maður frelsis og ódeigur bar-
áttumaður, og það er ánægju-
efni að hann skuli sjá sér fært
að koma hingað.
Valery Tarsis