Tíminn - 13.03.1966, Page 3
\
SUNNUDAGUR 13. marz 1966
TfMINN
ISPEGLITÍMANS
-■"j
' ... -?
Þetta er nú kannski ekki
rétta leiðin til að komast inn
í veitingahús, en þessi óvenju
legi atburður, sem myndin sýnir
átti sér stað í Gatlinburg í
Tennesee í Bandaríkjunum, ný
lega. Bílstjóri missti tök á bíl
☆
Elzti stúdentinn í yngsta há-
skóla Þýzkalands í Bochum í
Bhur-héraðinu er 74 ára göm-
ul kona. Nafn hennar er Bertha
Hoepper og áður en hún hóf
háskólanám sitt var hún kenn-
ari við verzlunarskóla, en er
nú komin á eftirlaun, og auð-
vitað stefnir hún að því að
verða doktor frá háskólanum.
sínum á hábraut, ók í gegnum
girðingu og bíllinn þeyttist í
þak veitingahúss þar fyrir neð
an, og sat þar fastur.
Bæjarstjórn Jakobshafn í
Grænlandi hefur ákveðið að
taka ekki á móti fatasendingu
frá Danmörku þar sem þeim
finnst það lítilsvirðandi fýrir
Grænlendinga að taka á móti
og nota notuð föt frá Dan-
mörku. Þess í stað ákvað bæj-
arstjórnin sjálf að gangast fyr
ir söfnun meðal bæjarbúa til
þess að hjálpa hinum bág-
stöddu í úthverfum bæjarins.
Vændi var bannað með lög-
um í Paris fyrir nokkrum ár-
um og yfirvöld þar töldu sig
nú vera að gera borgina að
virðulegri og ráðsettri borg.
En þeim háu herrum hefur
ekki tekizt að uppræta „elzta
starf konunnar" eins og sést á
eftirfarandi sögu:
Maður nokkur gekk eftir
Les Champs-Élysée. Allt í einu
fann hann að það var þrifið
í hann og hann heyrði háa
barnsrödd, sem hrópaði: „Papa
. . . Papa! Hann leit undrandi
niður og sá þá fimm-sex ára
gamla stúlku með augun full
af tárum. Ung kona kom hlaup
andi og þreif barnið í burtu
og sagði ásakandi: En Jeanne
þó, sérðu ekki, að þetta er
ekki pabbi þinn? — Jeanne
grét og móðirin baðst afsök-
unar á þessari hegðun barns-
ins og sagði svolítið vandræða-
leg, að hún byggist einmitt við
manninum sínum heim erlend-
is frá þar sem hann hefði ver-
ið í tvö ár. Dóttirin, sem mundi
lítið eftir honum hafði hreint
og beint haldið að hann væri
faðir hennar, og konan bætti
því við og roðnaði örlítið að
maðurinn líktist eiginmanni
sínum ótrúlega mikið.
Maðurinn, sem fyrir þessu
hafði orðið var ekki vitund
reiður. Þvert á móti. Þetta var
ósköp þokkalegt barn, vel
klætt og snyrtilegt og móðir
in há, grönn og falleg. Hann
langaði mest til þess að bjóða
þeim á næsta veitingastað, en
því miður mundi hann eftir
því, að hann varð að fara á
áríðandi fund. Hann tók því
ofan, strauk barninu um kinn-
ina og hélt áfram sína leið en
hugsaði þó að hann hefði nú
átt að fá stefnumót við kon-
una daginn eftir.
En viku síðar var þessi sami
Sá atburður gerðist í Tel
Aviv fyrir skömmu að eldur
kom þar upp á fyrstu hæð í
stórbyggingu einni og breidd-
ist óðfluga út. í þessari stór-
byggingu var aðeins ein út-
gönguleið, einn stigi og um leið
og eldurinn kom upp lokaðist
maður á göngu eftir Champs-
Elýsée og kom hann þá auga á
litlu stúlkuna aftur. Hún kom
hlaupandi, ekki í áttina til
hans, heldur til miðaldra
manns, sem var bæði sköllóttur
og með ýstru. Hþn kastaði sér
í fangið á honum og hrópaði:
Papa! Unga konan kom þar að
og afsakaði sig og hóf að skýra
þetta úr: Maðurinn minn er er-
lendis . . .
W.vwffi-áwwíi Aw* ...-ÍSÍ.V. ■.
í einni og sömu kvikmynd-
inni, þrjú frægustu nöfnin í
kvikmyndaheiminum . . . hin
fagra Sophia Loren, hinn frá-
bæri Marlon Brando og fræg-
asti gamanleikari allra tíma,
Charlie Chaplin. Myndin hér
að ofan er tekin í Pinewood
kvikmyndaverinu, þar sem
hinn 76 ára gamli Chaplin
stjórnar töku kvikmyndarinn-
A Countess From Hong Kong.
Sophia Loren leikur titilhlut-
verkið, e.n Brando bandarísk-
an milljónamæring. Og gamli
Chaplin, sem verður 77 ára í
næsta mánuði, mun leika lítið
hlutverk í myndinni — í fyrsta
sinn, sem hann kemur fram í
kvikmynd í níu ár. Hann hefur
einnig skrifað kvikmyndahand-
ritið — og samið tónlist í mynd
ina.
□
stiginn af logunum. Eina björg
unarleiðin fyrir starfsfólk
byggingarinnar voru því glugg-
arnir. Hér á myndinni sést
þegar starfsfólkið er komið út
um gluggana og standa á smá-
palli fyrir utan gluggana og
bíða eftir því að hjálp berist.
Nú er lokið brúðkaupi þeirra
Beatrix Hollandsprinsessu og
þýzka aðalmannsins Claus
von Amsberg og sjálfsagt er
þungu fargi af mörgum Hol-
lendingum létt. Undirbúning-
urinn undir brúðkaupið var
geysivíðtækur og má sem dæmi
nefna það, að allir konung-
bornir gestir urðu að láta
stærstu spítala Amsterdam vita
hvaða blóðflokki þeir tilheyrðu,
svo spítalarnir gætu haft blóð
af þeirra blóðflokki til staðar
ef eitthvað henti þe'ssa tignu
gesti.
Nú er Claus von Amsberg
ekki lengur þýzkur heldur hol-
lenzkur og nefnist nú Prins
Claus af Niðurlöndum, Jonk-
heer van Amsberg (þýzka orð-
ið von hefur breytzt í hoilenzka
orðið van). Flestir stúdentar í
Hollandi segja meira að segja,
að Claus verði sennilega ekki
sem verstur Hoilendingur og
að hann verði farinn að tala
hollenzku með minni þýzkum
áherzlum en tengdafaðir hans,
sem kvæntist Juliu Hollands-
drottningu 1938.
Josephine Baker var milli
heims og helju eftir uppskurð,
sem hún hafði gengið undir
í París ekki alls fyrir löngu
og var ekki búizt við, að hún
lifði aðgerðina af. Áður en hún
lagðist inn á spítala gerði hún
erfðaskrá sína og tryggði þar
með framtíð fósturbarna sinna
12, en þau eru af ýmsu þjóð-
erni. Meðan Josephine lá á
spítalanum kom fyrrverandi
eiginmaður hennar frá Argen-
tínu þar sem hann hefur starf-
að síðan þau skildu og nú eru
þau aftur í sameiningu farin
að annast börnin 12.