Tíminn - 13.03.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 13.03.1966, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 13. marz 1966 Erfðaskrá Ingi- bjargar Einars- dóttur Á hverju Alþingi er kosið í verðlaunasjóð Jóns Sigurðs- sonar. Þar eru sennilega marg- ir, sem ekki vita, hvernig þessi gjöf er orðin til. Forsaga henn ar er sú, að Jón Sigurðsson and aðist í Kaupmannahöfn 7. des- ember 1879, en ekkja hans, Ingi björg Einarsdóttir, andaðist 16. sama mánaðar. Hinn 12. desem- ber gerði hún svohljóðandi erfðaskrá: „Ég Ingibjörg Einarsdótt ir, veit, að það var einlægur vilji míns elskaða eiginmanns Jóns Sigurðssonar, að gefa ís landi mestan hlut eigna sinna eftir okkur bæði látin, til fram fara landinu, samkvæmt því, er hann alla ævi varði lífi sínu, en vegna veikinda hans dróst þetta og varð ekki fram- kvæmt verklega, svo mér sé kunnugt. Vil ég því, til þess að þessu áformi hans verði fram- gengt, gefa eftir minn dag tvo þriðju parta af eignum mínum, þeim sem verða afgangs skuld- um og útfararkostnaði. Skal sjóður þessi nefnast „Gjöf Jóns Sigurðssonar", en Alþingi það, er kemur saman eftir dánardag dag minn, skal kveða á um það, hvaða fyrirtæki það er, sem landinu er mest til gagns, að fénu sé varið til, það skal og semja reglur fyrir sjóðinn, er upp frá því verður fylgt, þó skal það tskið fram, að einungis vöxtunum skal árlega útbýtt, en höfuðstóllinn skal látinn óskertur. Þar sem ég býst við, að efni mín séu eigi mikil, en ég vil að gjöf sú, sem kennd er við nafn míns hjartkæra eiginmanns, sé sem rausnarlegust og • fóstur-- jörðu okkar að sem beztum not um, þá eru það vinsamleg til- mæli mín, að erfingjar láti eftir af erfð sinni, tiltölulegan part á móti þvi, er ég hér með hef ákveðið af minni eign, svo þeir þannig að sínu leyti fram kvæmi vilja hans í lifanda lífi. Ennfremur gef ég 200 kr. — tvö hundruð krónur — Þóru Pálsdóttur, sem með mestu trú og dyggð hefur stundað mig í veikindum mínum og minn elskaða eiginmann í banalegu hans. Það er minn fastur ásetning- ur að fylgja líki míns^ elskaða eiginmanns heim til íslands í vor, ef mér endist líf, en þókn ist guði eigi að treina líf mitt svo lengi, þá er það ósk mín, að lík mitt fái að hvílast við hlið hans í Reykjavíkur kirkjugarði. Bréf þetta er skrifað af elsku til íslands, sem mér ætíð hef ur verið svo kært, og ást og virð ingu til míns ógleymanlega eig inmanns, sem hefur verið mér allt, mitt líf og yndi, það er ihugað með fullu ráði og óskert um sönsum í votta viðurvist." Ákvörðun Alþingis í samræmi við ákvæði erfða skrárinnar setti Alþingi 1881, ákveðnar reglur um sjóðinn, en þeim var nokkuð brevtt 1911. Reglur verða þannig: „1. gr. Sjóðurinn skal vera í TÍMINN 7 vörzlum Stjórnarráðs fslands, sem annist um að hann ávaxt ist. 2. gr. Innistæða sjóðsins haldist óskert, en vöxtunum má verja til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja út- gáfur slíkra rita, og til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarrita. Öll skulu rit þessi lúta að sögu íslands, bók menntum þess, lögum, stjórn eða framförum. 3. gr. Alþingi velur í hvert skipti, er það kemur saman, 3 menn, sem kveða á um, hver skuli njóta verðlaunanna. 4. gr. Stjórnarráð íslands semur skýrslu um ástand sjóðs ins og sendir hana til forseta hins sameinaða Alþingis.“ Verðlaunanefnd Gjafar Jón Sigurðssonar var sett erindis- bréf árið 1885. Er þar lagt á vald nefndarinnar að ákveða, hversu há eða lág verðlaun hún veitir fyrir ritgerðir þær, sem hún telur verðlauna verðar. Meira en tuttugu einstakling- ar hafa fengið verðlaun, en auk þess hefur sjóðurinn styrkt bókaútgáfu Sögufélagsins, Bók- menntafélagsins, Fornritafé lagsins o.s.frv. HvaS verSur um Gjöf Jóns Sigurðssonar og Þjóðvinafélagið? um og enginn veit með neinni vissu um stofnkostnað þeirra virkjana, sem verða reistar á þessu tímabili. Það gildir því jafnt um Þjóðvarnarmanninn og Jóhann, að útreikningar beggja eru gerðir alveg út í blá- inn. Það er búinn til viss grund- völlur, sem enginn veit um fyrir fram, hvort reynist raunhæfur eða ekki. Á þessum grundvelli eru svo reistir hinir rniklu talna kastalar. Mikil óvissa Á þessu stigi er með öllu úti- lokað að fullyrða endan- lega, hvort gróði eða tap verður á sölu raforkunnar til álbræðsl- unnar. Menn verða hér að byggja á líkum. Það mun rétt, að sé áætlun sú, sem gerð hefur verið um Búrfellsvirkjun, einhliða lögð til grundvallar, mun salan á raf orkunni til álbræðslunnair standa nokkurn veginn undir stofn- og rekstrarkostnaði þess hluta virkjunarinnar, sem verð- ur raunverulega hagnýttur af bræðslunni. En þá er eftir að taka eftirfarandi inn í dæmið: 1. Allar hækkanir á stofn- og rekstrarkostnaði, sem verða um- MENN OG MÁLEFNI Engin verðl. í 15 ár Nefnd sú, sem nú stýrir Gjöf Jóns Sigurðssonar, hefur ný lega skrifað Alþingi bréf, þar sem hún skýrir frá þvi, að mál- efnum hennar sé meira en illa komið. Þar segir m.a. svo: „Þegar verðlaunanefnd Gjaf- ar Jóns Sigurðssonar var fyrst kosin af Alþingi árið 1885, var sjóðurinn að fjárhæð kr. 8.602.28. Hann óx svo smám saman vegna vaxtaviðlags. Þann ig nam hann árið 1889 kr. 10.171.19, árið 1915 kr. 21.243.00, árið 1956 kr. 31.244.25, og nú í árslok 1965 kr. 49.634.99. Áður en verðfall peninga hófst hér á landi um og eftir síðari heimsstyrjöldina, námu verðlaun fyrir ritgerðir oft sem svaraði eins til þriggja mánaða launum prófessora, á þeim tíma er veiting fór fram. Voru verð- launin því ásamt þeim sóma, er þeim fylgdi, höfundunum bæði hvatning og styrkur. En þar sem handbærar fjárhæðir til út- hlutunar stóðu að mestu í stað þrátt fyrir rýrnað verðgildi pen inga, hlaut að því að reka, að sjóðnum yrði um megn að gegna hlutverki sínu. Eftir 1950 var verðfall peninga komið á það stig, að ekki gat komið til mála að bjóða höfundi 1500—2.000 króna verðlaun fyrir vel samið vísindalegt rit, en til þess tíma höfðu hæ6tu verðlaun numið 2.000 krónum. Veiting verð- launa úr sjóðnum hefur þ/í fall- ið niður um 15 ára skeið, enda hafa nefndinni ekki borizt, nein ar ritgerðir á því tímabili. Er því svo komið, að fjárveitingar úr sjóðnum koma ekki lengur til greina, nema hann verði reist ur við og gerður hæfur til að gegna • þvi hlutverki, sem .hon- um var í öndverðu fyrirhugað. Ekki þarf orðum að því að eyða gagnvart hinu háa Alþingi, hvílík vanvirða það væri, ef sá lofsverði tilgangur, sem lá að baki sjóðsstofnuninni verði að engu gerður. Skylda þjóðarinn- ar til að halda í heiðri minn- ingu Jóns Sigurðssonar og konu hans er næg röksemd fyrir því, að hafizt yrði handa um við- reisn sjóðsins nú þegar. Ekki þarf að óttast, að fé til sjóðsins yrði á glæ kastað, því að ekki er minni þörf nú en áður að hvetja menn og styrkja til vís- indalegra afreka. Þjóðvinafélagið Vissulega ætti Alþingi að telja sér skylt að sjá um, að Gjöf Jóns Sigurðssonar næði þeim tilgangi, sem gefendur ætl- uðust til. Þess ber að vænta, að ríkisstjórnin hafi forustu um það á þessu þingi, að það drag- ist ekki lengur. En Alþingi þarf að gera meira. Eitt seinasta áhugamál Jóns Sigurðssonar var efling Þjóðvinafélagsins. I-Iann ætlaði Þjóðvinafélaginu mikið og vax- andi verkefni. Til þess að tryggja það, að óskir hans rætt- ust í þeim efnum, fól hann Al- þingi forsjá félagsins. Alþingi hefur vissulega brugðizt tiltrú Jóns Sigurðssonar í þeim efn- um, einkum hin síðari ár. Al- þingi ætti nú að setja rögg á sig og gera það tvennt í senn, að efla u- Gjöf Jóns Sigurðs- sonar og Þióðvinafélagið, svo að þetta hvort tveggja verði sam- boðið Jóni Sigurðssyni. Meðan það er ógert ættu þingmenn a.m.k. að spara sér að vitna í Jón Sigurðsson í tíma og ótíma. Utreikningar Jóhanns Jóhann Hafstein hefur nýlega látið gera útreikninga og af- hent stjórnarblöðunum til birt- ingar, þar sem því er haldið fram, að verði ekki ráðizt i ál- bræðslu, samhliða Búrfellsvirkj un, muni heildsöluverð til ís- lendinga á nýja rafmagn- inu verða að meðaltali 54% hærra á árunum 1969—1972, um 66% hærra á árunum 1973 —76 og um 7% hærra á árun- um 1977—1985. Samkvæmt þessu myndi hagnaðurinn af raf orkusölu til álbræðslunnar nema 862 millj. kr. á 25 árum miðað við það, ef engin slík raf- orkusala ætti sér stað. Þessir útreikningar Jóhanns minna mjög á útreikninga Þjóð varnarmanns, sem reiknaði út fyrir kosningarnar 1956 hvert yrði fylgi flokksins þá í kosn- ingunum. Hann lagði það til grundvallar, að frá þingkosning unum 1953 til bæjarstjórnar- kosninganna 1954 hefði fylgi flokksins aukizt um þetta mörg hundruð atkvæði. Ætla mætti að fylgi flokks hefði aukizt með sama hraða frá því í bæjar- stjórnarkosningunum 1954 og til alþingiskosninganna 1956. Á þessum grundvelli byggði hann hina glæsilegustu útreikn- inga. Reynslan varð á talsvert annan veg. Hætt er við, að söm verði reyndin varðandi gróðann af raf orkusölunni til álbræðslunnar, sem á að fást samkvæmt út- reikningum Jóhanns. í þeim eru sízt færri átriði óviss og óráðin en í dæminu hjá Þjóðvarnar- manninum. Enginn veit um verð bólguvöxturinn á næstu 25 ár- fram það, sem áætlunin gerir ráð fyrir, en það væri andstætt allri fyrri reynslu, ef þessar hækkanir reyndust ekki veru- legar. 2. Allan kostnað, sem verður vegna ísvandamálanna, og ekki er innifalinn í áætlunina um Búrfellsvirkjun. Engar fullnað- aráætlanir eru til um þennan aukakostnað, en ýmsir fróðir menn telja, að hann geti skipt hundruðum millj. króna. 3. Stofn- og rekstrarkostnað- ur varastöðvar. Stöð þessi er sögð dýr í rekstri, en mjög er deilt um það af sérfræðingum, hve lengi þurfi að starfrækja hana árlega meðan ísvandamál- in hafa ekki verið leyst. Þegar þetta þrennt, ásamt ýmsu fleiru, er tekið með í reikn inginn, er miklu meira en hæp- ið, að það raforkuverð, sem ál- hringurinn býðst til að greiða fyrir raforkuna, nægi til að standa undir stofn- og rekstrar- kostnaði þess hluta Búrfells- virkjunarinnar, sem raunveru- lega verður starfræktur í þágu hringsins. Meiri líkur eru til þess, að svo geti farið, að verð- ið rísi ekki undir þessum kostn aði, raunverulegur halli verði á þessari raforkusölu og það geri þá raforku dýrari, sem ís lendingar sjálfir fá frá Búrfells- virkjuninni. Hvað kosta næshi virkjanir? Ef álbræðslan fær meirihluta orkunnar frá Búrfellsvirkjun, eins og ríkisstjórnin ráðgerir, mun sú orka, sem íslendingar sjálfir fá þaðan, vart endast meira en 7—8 ár. Fyrir þann Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.