Tíminn - 13.03.1966, Qupperneq 8

Tíminn - 13.03.1966, Qupperneq 8
SUNNUDAGUR 13. marz 1966 8 r TÍMINN Flogið til Fljótsdalshéraðs — Grein og myndir: G.B. □ Það var komið nærri mið- aftni, þegar við lentum á Egils staðaflugevlli, og einhver sagði við mig, er við komum inn í þorpið: „Skrambi varstu óhepp inn að vera ekki hér staddur í morgun, þá hefðirðu getað fengið að fljóta með í snjó- bílnum lengst inn í Hrafnkels- dal.“ Snjóbíllinn fór þessa ferð fyrir Ríkisútvarpið, þeirra er- inda einna að sækja konu, Ingi björgu húsfreyju að Vað- brekku í Hrafnkelsdal. Hún er ein hinna sigurstranglegu í Ispurningakeppninni „Sýslurn- ar svara," og nú var aftur kom- in röðin að henni, þetta þoldi enga bið, það átti að fljúga með hana frá Egilsstöðum til Akureyrar og þaðan til Húsa- víkur, þar sem heyja skyldi keppnina og taka upp þáttinn. Snjóbíllinn var daglangt að pæla í ófærðinni en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann varð að snúa við og komst við illan leik til Egilsstaða eftir fimm- tán tíma stanzlaust púl. Er síð ast fréttist, sat Ingibjörg enn að búi sínu á Vaðbrekku og Tvær traðir liggja gegnum skafiana heim á hlaðiö að EiSum, og fara þar bílar og menn í hvarf sumstaSar. Til vinstri á myndinni er nýja skóla- byggingin meS kennslustofum og ibúðum fjær, en í húsbyggingunni nær á að vera samkomusalur og aðstaða til félagslifs nemenda. Snjóbíll í sendiferð fyrir útvarpii vari að snúa við óvíst, hvenær hún gæti keppt á Húsavík fyrir Múlasýsluna sína í áheyrn allra landsmanna. Ýturnar eru þær vélar, sem sleitulausast hafa gengið dag og nótt síðustu vik- urnar á Fljótsdalshéraði. Þær hafa orðið að fara marga ferð með sleða í eftirdragi og varn ing á bæi hér og þar, þær hafa orðið að troða slóð fyrir jeppa og jafnvel sjálfan snjóbílinn, og þær fóru strax að ryðja snjó af vegum, er snjókom- unni linnti. Fyrsta leiðin, sem opnaðist frá Egilsstöðum, var vegurinn að Eiðum. Þangað fór olíubíllinn fyrstu ferðina, sem hann hafði farið út úr þorpinu síðan í janúar, og Þor- steinn bílstjóri leyfði mér að sitja í. Það þarf mikið af olíu til hitunar að Eiðum. Þar eru skólar tveir, héraðsskólinn að Eiðum og heimavistarbarna- skólinn, og nemendur í báðum eru hátt á annað hundrað, svo eru kennarar og annað starfs fólk skólanna með fjölskyldur, starfslið endurvarpsstöðvarinn ar á Eiðum, prestssetrið og fólkið þar. Prestssetrið var áð- ur á Kirkjubæ í Hróarstungu, þar sat síðast prestur séra Sig- urjón Jónsson fram á elliár en síðan var prestssetrið flutt að Eiðum, og fyrstur prestur þar búsettur er séra Einar Þór Þorsteinsson, sem og er kenn- ari við héraðsskólann, en fyrr á öldum sat prestur að Eiðum. Það er sem sé margt í heimili á þessum bæ og þarf mikið af olíu til að hita öll þessi hús og hýbýli. Það vildi svo til, er ég lagði leið mína inn í skólann til að litast um á meðan Þorsteinn dældi olíunni af bílnum á skóla geyminn stóra, að kennara- fundur var að hefjast, og þeir buðu mér óðara að sitja þenn- an fund. Þar voru nokkur mál á dagskrá. Skólastjórinn las upp reglugerð, undirritaða af forseta íslands, svonefnds skólamerkissjóðs, sem Þórar- inn, fyrrverandi skólastjóri hafði stofnað áður en hann fluttist burt af staðnum. Þá urðu og talsverðar umræður um bókasafn í einkaeign gam- als bónda í sveitinni. Einn vel- unnari skólans og uppgjafa bóndi vill að þetta safn verði keypt handa skólanum og hafði borizt bréf til að leita álits skólastjóra. Eftir nokkurt orða skak var samþykkt að vissa fengist fyrir því, að safnið væri falt, svo og rannsakað, hvað það hefði að geyma. Segja má, að komið sé nýtt blóð í kúna að Eiðum. Kenn- araliðið er að mestu nýkomið á staðinn, ungt og gjörvilegt fólk. Nýr skólastjóri kom að héraðsskólanum á Eiðum í haust, ungur maður með fram- heldsmenntun í íþróttafræðum frá Svíþjóð, Þorsteinn Steinar Ellertsson, og það kom á dag- inn, að skólastjóramaddaman er fyrrverandi blaðakona við Tímann, þótt ung sé að árum, Guðrún Bjartmarsdóttir. Hún starfaði við Tímann eitt sumar fyrir nokkrum árum, en fór um haustið til Svíþjóðar um leið og maður hennar, og nú eru þau sem sé orðin húsbóndinn og húsmóðir héraðsskólans á Eiðum. Ég spurði skóla- stjórann, hvort nemendur væru einungis úr sveitum þar í kring. Hann sagði það ekki vera og taldi skólann ekki eiga að vera einungis fyrir heima- menn. Það væri æskilegt, að nemendur kæmu einnig lengra að, gott að unglingar blönduðu geði við jafnaldra sína úr öðr um byggðarlögum og af öllum landshornum, það mundi auka fjölbreytni félagslífs nemenda og jafnvel víðsýni á ýmsan hátt. Enn væri félagslífi nem- Eftir kennarafundinn aS EiSum, fremri röS frá vinstri: Hildur SigurSardóttir, GuSrún Bjartmarsdóttir, (fyrrv. blaSakona Tímans) Þorkell Steinar Ellertsson, Þórarinn Sveinsson og Ármann Halldórsson (þeir tveir núverandi kennara hafa kennt viS skólann i 20 ár eSa meiri). Aftari röS: Séra Einar Þór Þor- steinsson, Jökull SigurSsson, Þráinn Bertelsson og Vilhjálmur Ingi Árnason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.