Tíminn - 13.03.1966, Qupperneq 11

Tíminn - 13.03.1966, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 13. marz 1966 TÍMINN þannig að gullmagn í fölsuðu peningunum var haft náfcvæm- lega jafn mikið og er í ófalsaðri mjmt Falsararnir græddu samt, því viða um lönd er guilpundið meira virði en málrn- verðinu nemur. Þegar á allt er litið verður þó myntfölsun að teljast út- dauð, því bófarnir græða langtum meira á fölsuðum seðlum, og menn Alþjóðalögreglunnar eiga fullt í fangi með að hafa —hemil á því athæfi. Fjórði kafli. Á þriðju hæð í aðalstöðvum Alþjóðalögreglunnar er her- bergi þar sem heimskort þekur einn vegginn. Á kortið eru merktar leiðimar sem eiturlyfjaprangarar nota til að koma skaðvænlegum varningi sínum á markað. Herbergið er kyrr- látt og virðist fjarlægt bylgjandi valmúaökrum Vestur- og Austur-Asíu, þar sem upp er runnið ólöglegt ópium á heims- markaðinum og afurðir þess morfín og heróín. En úr þessu herbergi er stjórnað látlausri baráttu gegn alþjóðlegum bófa- flokkum sem raka saman fé á því að selja hæstbjóðandi eiturlyf. Frá þvi sögur hófust hefur maðurinn þekkt þessi lyf. Á fjórðu öld fyrir Krist ráðlagði gríski læknirinn Hippó- krates valmúasafa við fjölda kvilla. Forn-Egyptar og aðrar forustuþjóðir þessara löngu liðnu tíma þekktu einnig ýmsa þýðingarmikla lækningaeiginleika deyfilyfjanna. Þegar Spán- verjar tóku að kanna Suður-Ameríku og leggja hana undir sig, tóku þeir eftir því að landsemenn hresstu sig með því að tyggja blöð kókajurtarinnar, en af henni dregur kókaín nafn. Fram á atjándu öld gerðu menn sér enga grein fyrir hættunni, sem af þvi stafaði að þessi lyf kæmust í vondra manna hendur. Kínverski keisarinn Júng Sen varð fyrstur til að grípa til varúðarráðstafana, þegar hann bannaði ópíum- reykingar. Þá var innfluttningur á ópíum til Kína orðin stórverzlun, ávaninn hafði náð mikilli útbreiðslu og þeir, sem orðnir voru þrælar nautnarinnar skeyttu lítt um bann deisara íns. Nú á tímum reyna flestöll ríki að útrýma þessari viður- styggflegu leynisölu og þar hefur Alþjóðalögreglan miklu hlutverki að gegna. Norður-Ameríka er hið fyrirheitna land eiturlyfjasalanna og gizkað er á að eiturlyfjaneytendur þar á öllum aldri, tfl allrar ógæfu eru í hópnum þúsundir unglinga, verji á ári hverju tólf milljörðum króna til að seðja fýsn sína. Heróínið sem þeir kaupa á götum New York á dollar sentigrammið er oftast komið frá Austur-Asíu eða löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ópíum er unnið úr valmúafræjum í stórum stíl í löndum eins og Thaflandi, Burma og Kína í Austur- Asíu, Tyrklandi, íran og Sýrlandi vestast í álfunni og Evrópulöndunum Búlgaríu og Júgósalvíu. Þar sem ríkis- stjórnir eru dugmiklar og embættismenn samvizkusamir er haft strangt eftirlit með að framleiðslan fari til lækningar- nota. Sums staðar er hins vegar allt eftirlit í molum, og þar hafa alþjóðlegir glæpamenn komið sér upp viðskiptasam- böndum og leynilegum framleiðslumiðstöðvum. Kvoðunni úr valmúafræjunum er venjulega safnað á vorin. Hún er hráefnið og gangverð á henni á fyrsta áfanga smygl- leiðarinnar er um 5000 krónur kílóið. Vinnslustöðvarnar eru flestar á Frakklandi og Ítalíu, þar sem milliliðir eitur- lyfjasölunnar, margir hverjir félagar í Mafíunni alræmdu, búa og starfa. Eitt framleiðslustig enn er eftir, að breyta morfíninu í heróín, og þá er verðið á vörunni komið upp í 150.000 krónur kílóið. Ekki láta þó glæpamennirnir sér þennan ofsagróða nægja, því þeir blanda hvítt heróinduftið með natróni og matarsalti, oft í hlutföllunum fjórir á móti einum, og forfallnir eiturlyfjasjúklingar, sem finnst þeir ekki geta lifað nema fá sinn skammt, eru fegnir að borga. Þetta eru hættulegustu eiturlyfin, en ekki þau einu, sem starfsmenn Alþjóðalögreglunnar hafa afskipti af. Þar er um að ræða kókaín og afurðir indversku hampjurtarinnar, sem er ræktuð í Asíu, Suður-Ameríku og um sunnanverða Evrópu úr þurrkuðum blöðum hennar og blómum eru gerð ar marihúana-sígarettur, sem fást í flestum stórborgum heimsins og kosta um fjörutíu krónur. v Menn anda reyknum djúpt að sér, og ekki er óalgent að sama sígarettan gangi mann frá manni. Áhrifin eru sögð skerpa skynjunina og eru sérstaklega freistandi fyrir tón- listarmenn. Hashish er unnið úr kvoðu sömu jurtar og venjulega reykt í pípu. Forðum skipuðu Arabahöfðingjar mönnum sínum að reykja hashish, en af því fengu þeir UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 8 kápunni og loks var mynd af henni í samkvæmiskjólnum. Það var hægt að ímynda sér hana á götum Parísar þar voru ótal stúlk- ur á borð við hana, sem smugu gegnum mannfjöldann á götunum, stöldruðu við fyrir utan búðar- glugga og héldu síðan leiðar sinn- ar guð má vita hvert. Hún hafði átt sér foreldra og seinna leikfélaga í skólanum. Og einshverstaðar hlaut að vera fólk, talað við hana, nefnt hana nafni. En nú að henni látinni virtist engin muna lengur eftir henni enginn virtist bera kvíðboga fyrir örlögum hennar, það var engu lík- ara en að hún hefði aldrei verið til. — Það var engum erfiðleikum bundið? — Hvað þá? — Að finna fyrirsætu? — Nei, en fremur óþægilegt. Þær þyrptust um mig nokkrar og vildu allar máta kjólana. f þinni nærveru? — Þær eru öllu vanar. Það var einkar hugljúft í fari hins unga Lapointes, að hann hafði enn ekki misst hæfileikann til að roðna þrátt fyrir tveggja ára starf hjá rannsóknarlögregl- unni. — Sendu myndirnar til lögregl- unnar úti á landi. — Ég er búinn að því. — Ágætt. Og hefurðu sent þær á lögreglustöðvarnar líka? — Þær voru sendar fyrir hálf- tíma. — Reynið líka að hringja til Lognon. — Á stöðina? — Nei, heim til hans. Nokkrum mínútum seinna n. jómaði rödd í símann: — Lognon aðstoðarforingi hér. — Þetta er Maigret. — Ég veit. — Ég hef látið sentía nokkrar myndir á skrifstofuna yðar, það eru myndirnar sem koma í blöð- unum innan stundar. — Viljið þér að ég fari eina hringferð í viðbót? Maigret átti erfitt með að malda í móinn. Allar líkur virtust benda til að morðið stæði í einhverju sambandi við næturklúbbana. Hvers vegna hafði unga stúlkan að öðrum kosti klukkan níu um kvöldið þurft nauðsynlega á sam- kvæmiskjól að halda? Leikhúsin voru þegar lokuð og auk þess var ekki nauðsynlegt að fara samkvæmisklæddur nema í óperuna eða á frumsýningu. — Reynið í öllum bænum. Gef- ið sérstakan gaum að leigubílstjor um sem aka að næturlagi. Maigret lagi á. Lapointe stóð og beið eftir skipunum en Maigret vissi ekki hvað gera skyldi. Það var mest af rælni að hann hringdi í búðina í Rue de Douai. — Má ég tala við mademoiselle Iréne? — Það er hún. — Hafið þér fundið heimilis- fangið? — Ó . . . það eruð þér . . . Nei, ég hef leitað dyrum og dyngjum. Ég hlýt að hafa hent miðanum. En mig er farið að ráma í skírn- [ arnafnið hennar. Ég er næstum viss um að hún hefur heitir Louse. i Og ættarnafnið byrjaði líka á L. — Tókuð þér eftir því að hún hefði nafnskírteini á sér? — Nei. — Lykla? — Bíðið ögn- Jú, ég held það hafi verið lyklar . . . nei, ekki lyklar. Heldur lykill, lítill mess- inglykill. Hann heyrði hana kala: — Viviane! Komdu hér .snöggv ast . . . Hann skildi ekki hvað hún sagði við ambáttina sína — eða skjólstæðing. — Viviane heldur Iíka hún hafi séð lykil, sagði hún. — Flatan lykil? — Nú — svona venjulegan lyk- il. — Nokkra peninga? — Jú, tvo samanbrotna seðla. Það man ég líka. Ekki mikið. Mér datt í hug hún kæmist ekki langt með það. Og ekki annað? — Nei. Það held ég ekki. Það var barið að dyrum. Það var Janvier sem var nýkominn og hnykkti við-þegar hann sá myndirnar á skrifborðinu. — Hafið þið fundið einhvers- staðar myndir af henni? spurði hann. Hann hnyklaði brúnir og rann- sakaði myndirnar betur. — Hafa þær verið búnar til? Loks muldraði hann: — Snotur stelpa. Enn þekktu þeir engin deili á henni önnur en þau að hún hefði leigt sér notaðan kjól hjá konu með vafasama fortíð. — Hvað eigum við nú að gera? Maigret yppti öxlum. — Bíðum átekta. Maigret drollaði á Quai des Orfevres, heldur daufur í dálk- inn og heldur vonsvikinn til kl. 7. Þá tók hann vagninn heim til sín. Á litlu borði stóð dagblað með mynd ungu stúlkunnar og þar stóð, að Maigret hefði málið með höndum. Þó spurði kona hans einskis. Hún reyndi ekki heldur að dreifa athygli hans, og það var ekki fyrr en að eftirmatnum kom, að hon- um varð litið á hana og sá sér til stórrar furðu, að hún var jafnt hugsi og hann. Hann lét sér til hugar koma, að hún væri að hugsa um það sama og hann. Síðan settist hann í hægindastólinn, kveikti sér pípu, fletti blaðinu en konan fór að sinna uppþvotti. Það var ekki fyrr en hún hafði lokið því og _______________________ 11 var setzt frammi fyrir honum með saumakörfuna sína á hjnánum, að hann skotraði til nennar auga og tuldraði fyrir munni sér. — Ég er að reyna að komast að því, hvað knýr unga stúlku til að fá sér samkvæmiskjói hvað sem það kostar. Hvers vegna þóttist hann vita, að hún hefði allan tímann verið að velta þessu sama fyrir sér. — Kannski liggur lausnin nær en þú heldur, sagði hún. — Hvað áttu við? — Karlmaður þyrfti ærna ástæðu til að klæðast smóking eða kjólfötum. En það gegnir öðru máli um unga stúlku. Ég minn- ist þess, að þegar ég var telpa, vann ég að því klukkutímum sam an að breyta gömlum samkvæm- iskjól, sem mamma var hætt að nota. Hann leit á hana steinhissa ei og hann sæi allt í einu nýja hlið á konu sinni, sem hann hafði ekki áður veitt athygli. — Eitt kvöldið, þegar foreldr ar mínir héldu, að ég væri í fasta svefni, þá klæddi ég mig í kjól- inn og dáðist að sjálfri mér í speglinum. Eitt sinn, þegar for- eldrar mínir voru að heiman fór ég í kjólinn, tók skó, sem mamma átti og voru alltof stórir á mig, svona labbaði ég út á næsta götu horn. Ég var ekki nema þrettán ára. Hann þagði nokkra stund og tók ekki eftir roðanum, sem færð ist í kinnar henni. — Þú varst bara þrettán ára, sagði hann loks. ÚTVARPIÐ Sunnudagur 13. marz 8.30 Létt morgunlög 8,55 Fréttir 9.10 Veðurfregnir. 9,25 Vlorgun hugleiðing og morguntónleikar 111.00 Messa |í Dómkirkj lunni. Prestur Séra Óskar J. Þorláksson. 12.15 Hádegisútvarp 13.15 Vatnið 14. 00 Miðdegistónleikar. 15.30 í kaffitímanum. 16.00 Veðurfregn ir 17.30 Barnatími: Anna Snorra dóttir stjórnar. 18.20 Veðurfregn ir. 18.30 íslenzk sönglög: Útvarps kórinn syngur; dr. Róbert A. Ottósson stj. 18.55 Tilkynningar 19.30 Fréttir. 20.00 Heljarslóðar- orusta og höfundur hennar Vil hjálmur Þ. Gislason útvarpsstjóii flytur erin'di. 20.20 Gestur í út- varpssal: Haraldur Sigurðsson prófessor. 20.40 Sýslurnar svara. Árnesingar og Skaftfellingar keppa sín á milli. Birgir ísleifur Gunnarsson og Guðni Þórðarson stjóma. 22.00 Fréttir og veður fregnir 22.10 Danslög 23.30 Dag skrárlok. 1 dag morgun Mánudagur 14. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Búnaðarþáttur: Um búreikninga. 13.30 Við vinnuna. 114,40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegisút varp 17.20 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 17.40 Þing- fréttir. 18.00 Úr myndabók nátt úrunnar. Ingim. Óskarsson talar um lindýrin. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.20 Um daginn og veginn Gunn laugur Þórðarson dr. juris talar. 20.20 Spurt og spjallað i útvarps sal. Sigurður Magnússon tulltr. stj. 21.20 „Ó mín flaskan fríða“ Gömlu lögin sungin og leikin. 21. 30 Útvarpssagan: „Dagurinn og nóttin“ Hjörtur Pálsson les (10) 22.00 Fréttir og veðurfregnír. 22. 20 Hljómplötusafnið í umsjá Gunn ars Guðmundssonar 23.10 Að tafli. Guðmundur Amlaugsson flytur skákþátt. 23.45. Dagskrár lok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.