Tíminn - 13.03.1966, Síða 14
14
SUNNUDAGUR 13. marz 1966
TÍMINN
AFLAFRÉTTIR AF
VESTFJÖRÐUM
Krjúl, Bolungarvík,
ÍIBarfar í febrúar var mjög
stirt og mikil fannkoma og stór
sjóar, svo bátum gaf ekki til að
•vltja um net sín í heila viku.
Þegar loks gaf til þess að ná net
unum voru menn yfirleitt svo
heppnir, að þeir fundu öll sín net.
Annars var afli allsæmilegur, þeg
ar sjó gaf.
Aflahæstur í mánuðinum var
Einar Hálfdáns m. net, 162818 kg
í 19 róðrum. Hugrún fékk í net
131217 kg. í 13 róðrum. Bergrún
m. net 91482 kg. 17 r. Guðrún m.
n. 66102 kg. 11 r. Guðmundur Pét
ur m. n. 22801 kg 1 róður. Heið
rún m. lóðir 77950 kg. í 14 róðr
um. Sigurfari á lóðir og færi 3933
kg í 8 róðrum og Sædís 107 kg
á færi í 1 róðri.
Landburður var af loðnu í
nokkra daga og var um 25 þús.
tunnum skipað hér á land. Hefur
nú verið tekið til við að bræða
loðnuna.
Áður en illviðrahrotan gekk yf
ir um síðustu helgi, virtist loðn
an vera komin hér nokkuð norður
Erindi Félagsmála-
stofnunarinnar
í dag, sunnudaginn 13. marz,
verða flutt 7. og 8. erindið af
tíu enndum í erindaflokki Fé-
lagsmálastofnunarinnar um fé-
lagsmál launþega.
Fyrra erindið, sem hefst kl.
4 e.h. í kvikmyndasal Austur
bæjarskóla, flytur Torfi Ásgeirs
son, hagfræðingur, og ræðir hann
um 50 ára þróun kaupgjalds, verð
lags og lífskjara á íslandi með
hliðsjón af starfi Alþýðusambands
íslands og félaga þess í 50 ár.
Mun hann í því sambandi einnig
gera grein fyrir þeim vísitölu-
grundvelli, sem hér hefur
verið við lýði.
Síðara erindið flytur Bjarni
Bragi Jónsson, hagfræðingur, og
mun hann fjalla um kenningar
hagfræðinnar um heilbrigðan
grundvöll kjarabóta, m.a. með
hliðsjón af íslenzkum aðstæðum,
hagvexti, og framsýnu og fram
farasinnuðu hagstjórnarviðhorfi.
SERVIETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
á leið að Djúpi, því að dæmi voru
til þess, að loðnubátur, sem hér
var að landa, skrapp vestur undir
Barða og kom að fáum stundum
liðnum til baka með fullfermi. Síð
an hefur engin loðna borizt hér
á land.
Mikil atvinna hefur verið á
landi í vetur og jafnvel vinnuafls
skortur.
Framsóknar
félögin á
Akureyri
Stjórnmálafund halda. Fram-
sóknaríelögin á Akureyri á Hótel
KEA laugardaginn 19. þessa mán
aðar k1 3.30 síðdegis. Frummæl
endur alþingismennirnir Einar
Ágústsson og Ingvar Gíslason.
Allt stuðningsfólk flokksins vel-
komið.
Framsóknarfélögin, Akureyri.
mistDk en ekki þjúfnaður
SJ—Revkjavík, iaugardag.
í blöðunum í morgun var skýrt
frá meintum þjófnaði á vegaskatti
að upphæð kr. 12.690. Nú hefur
komið í ljós, samkvæmt frásögn
lögreglunnar í Hafnarfirði, að hér
var ekki um þjófnað að ræða,
heldur mistök. Þegar varðmanna-
skipti urðu í gj aldheimtuskýlinu
við Suðurnesjaveg, tók varðmaður
inn, sem var að fara af vakt, tösku
sem átti að geyma reikninga og
peninga, en af misgáningi hafði
hann aðeins sett reikningana í
töskuna en peningana í aðra tösku,
sem varðmaðurinn sem var að
Bókmennta kynning
JRH— Skógum.
Laug;;rdaginn 26. febrúar komu
ágætir gestir í heimsókn í Skóga
skóla undir Eyjafjöllum. Var þar
á ferðinni Njörður P. Njarðvík,
cand. mag. er kom þeirra erinda,
að kynna verk Indriða G. Þor-
steinssonar, og með honum voru
frú Guðrún Ásmundsdóttir, leik-
kona og rithöfundurinn sjálfur,
Indriði G. Þorsteinsson.
Bókmenntakynningin fór þann
ig fram, að Njörður P. Njarðvík
flututi yfirlitserindi um rithöf-
undarferil og verk Indriða. Því
næst las frú Guðrún upp úr verk-
um hans, kafla úr „79 af stöð-
inni“ og einnig úr bókinni ,Land
og synir.“ Að lokum ávarpaði
Indriði G. Þorsteinsson áheyr
endur og rakti nokkuð tilorðingu
bóka sinns starfsaðferðir og efni.
Bókmenntakynning þessi tókst
mjög vel og höfðu nemendur og
kennarar mikla ánægju af heim-
sókninni og þökkuðu gestun
um komuna. Á menntamála
ráðherra miklar þakkir skyldar
fyrir að hafa komið þessari starf
semi af stað og færi vel á að list
kynningar af ýmsu tagi mættu
verða fastur liður í skólastarfinu.
taka við vaktinni fékk í sínar hend
ur.
MERKJASALA
EKKNASJQÐS
Merkjasöludagur Ekknasjóðs fs
lands er í dag, og eru foreldrar
hvattir til þess að leyfa börnum
sínum að selja merki sjóðsins.
Merkin verða afhent í Sjálfstæðis
húsinu.
SKÁ TASAMBANDIÐ
Framhald af 16. síðu.
ir og stúlkur, og auk þess eitt-
hvað af ylfingum og ljósálfum.
Guðlaugur sagðist hafa gert bráða-
birgðakostnaðaráætlun að bygging
unni fyrir einu og hálfu ári, og
hefði sér þá reiknazt til, að um
300 þúsund krónur ættu að nægja
til þess að koma húsinu svo langt
á veg, að hefja mætti starf í því.
Væði því að sjálfsögðu reiknað
með, að fullorðnir skátar legðu
eitthvað af mörkum í sjálfboða-
vinnu, en margir skátar væru vel
að sér 1 hinum ýmsu iðngrein
um og gætu lagt hönd á plóginn.
Einnig gæti margt af því, sem
gera þarf innan dyra í nýbyggðu
húsi orðið liður í skátastarfinu
sjálfu, því krökkum og unglingum
þætti gaman að slíku.
Guðlaugur sagði að lokum, að
skátarnir vonuðu, að hægt yrði
að byrja á byggingu skátahúsanna
í sumar, svo starfsemin gæti haf-
izt þar næsta vetur, en ekki væri
þó neitt endanlegt svar komið frá
borgaryfirvöldunum enn.
HERFORINGJAR
Framhald aí bls. 1.
nýs stuðnings Súkarnós við komm
únista. Lögðu herforingjarn-
ir fast að Sukarnó að láta að
vilja fólksins, annars mundi
múgnum hleypt inn í höllina.
Súkarno mun hafa gert til-
raun til þess að safna að sér
auknu fylgi meðal ráðamanna en
samtíniis hóf Súhartó að flytja
herlið til Djakarta. Er Súkarnó
frétti af þessu, yfirgaf hann höll
sína, í Djakarta, og flaug í þyrlu
til sumarhallar sinnar í Bogor.
En þar voru þrír háttsettir her-
foringjar staddir, ásamt her-
liði, og höfðu þeir meðferðis skjöl
sem þeir skipuðu honum að
undirrita. Var það skipun þess
efnis, að Súhartó hershöfðingja
yrðu falin öll völd, „til þess að
koma á lögum og reglu í Indó
nesíu og tryggja öryggi Súkarnós
forseta.“ Súkarnó skrifaði undir.
Er ekki vitað, hvar hann er nú,
en talið er þó, að hann sé í Dja
karta.
Súhartó hershöfðingi hélt ræðu
í dag og gerði Kommúnistaflokk
inn útlægan. Jafnframt skýrði
hann frá því, að stjórn landsins
yrði ácram vinstrisinnuð en eng-
ar öfgastefur — hvorki til vinstri
né hægri — yrðu þolaðar í land-
inu.
Síðan hófst geysimikil hersýn
ing í Djakarta, og fagnaði mann-
fjöldinn mjög, að sögn brezka
útvarpsins.
Skýrt var frá því í Djakartaút-
varpinu, að andkommúnistiskir
stúdentar og stjórnmálaflokkar
hefðu lýst fyrir stuðningi við
Súhartó. Formlega er Súkarno
ennþá forseti, en hann hefur
þessa stundina engin völd.
í útvarpsræðu sinni bað Sú-
hartó þjóðina um stuðning.
Súhartó hefur leyst upp stjórn
Súkarnós, og óstaðfestar fregnir
segja, að ýmsir kommúnistar, sem
í stjórninni voru, hafi verið hand
teknir. Ekki er vitað um Súban-
dríó utanríkisráðherra — en gegn
honum hafa mótmælaaðgerðir
stúdenta upp á síðkastið aðal-
lega beinzt — en óstaðfestar
fregnir segja ýmist, að hann sé
í haldi, eða farinn úr landi. Sú
hartó mun brátt tilkynna hverjir
verða 1 nýju stjorninni og vekur
það einkum forvitni majjna, hvort
Nasution hershöfðingi — sem Sú
karnó setti frá fyrir skömmu
verði reistur til valda að nýju.
Hin nýja stjórn hefur við mörg
vandamál að stríða — ekki sízt
algjört éfnahagshrun.
BJARNI BE|NTEINSSON
LÖGFRÆÐINGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI Ge VALDl)
SÍMI 13536
ÞAKKARÁVÖRP
Þakka innilega auðsýnda vinsemd og nlýhug á sjö-j
tugsafmæli mínu 4. marz 1966.
Vigfús Gestsson.
Minningarathöfn um móSur okkar, tengdamóður og ömmu,
Jónínu ðsk Guðmundsdóttur
frá (safirði
sem andaðist að heimili sínu, Hlégerði 27, Kópavogi, 9. þessa mánað-
ar fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 15. marz kl. 10,30.
Athöfninni verður útvarpað.
Jarðsett verður frá fsafjarðarkirkju fimmtudaginn 17. marz
klukkan 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda.
Andrés Bjarnason.
Hljómleikar hjá
Tónlistarfélaginu
Hinn kunni austurríski píanó
leikari Alfred Brendel er vænt-
anlegur hingað til lands í byrjun
næstu viku og mun halda hér
tvenna tónleika á vegum Tón-
listarfélagsins nk. miðvikudag og
fimmtudag 16. og 17. þ.m. kl. 7
í Austurbæjarbíói. Hann kemur
hingað frá Bandaríkjunum, en
þar hefur hann verið í langri tón
leikaferð. Brendel kom hingað
fyrir réttum 2 árum, þá líka á
ferð að vestan og hélt hér tvenna
tónleÍKa á vegum Tónlistarfé-
lagsins, auk þess, sem hann var
einleikari með Sinfóníuhljómsveit
inni.
Alfred Brendel er fæddur í
Wiesenberg í Máhren, en er bú-
settur i Vínarborg. Hann stund
aði tónlistarnám hjá ýmsum fræg
um kennurum bæði í Zagreb,
Graz Basel og Salzburg. Síðasti
kennari hans og sá, sem hann álít
ur sig standa í mestri þakkarskuld
við, var Edwin Fischer, en undir
hans leiðsögn var hann i mörg
ár.
Tónleikarnir hér, á miðvikudags
og fimmtudagskvöld, verða haldn
ir fyrir styrktarfélaga Tónlistar
félagsins. Á efnisskránni eru
tvær sónötur eftir Beethoven
sónata í F-dúr op. 10 nr. 2 og í
E-dúr op. 109 og tvær sónötur
eftir Schubert, sónata í B-dúr DK
960 og sónata í C-dúr D 840 ófull
gerð).
Kópavogur
Framséknarféiögin í Kópavogi
gangast fyrir spilakvöldi i félags-
heimiii Kópavogs 18. marz næst-
komanai Vakin skai athygli á
sérstak ega góðum verðlaunum.
Fyrstu ''erðlaun '-erða flugfar fyr
ir 1 á Edinborgarhátíðina 27 ag-
úst n.k Þar að auki þrjú góð verð
laun. Kópavogsbuar eru sérstak-
lega hvattir til bess að mæta. LJpp
lýsingar gefnar i sima 12504.
BÓNSTÖÐIN
AUGLÝSIR
Höturo flutt srarfsemi okk-
ar út lYyjrRvagötu að
Miklubraut 1
Opið alla virk? daga.
8ÖNSTÖÐ1N
MIKLUBRAUT 1.
Simi 17522
Jón Grétar Sigurðsson,
héraðsdómslöomaður.
Laugavegi 28B II. hæð
sími 18783.
RYÐVÖRN
Grensásvegi 18 sími 30945
Látið ekki dragast að ryð-
verja og hljóðeinangra bif
reiðina með
Tectyl
&
»8
LAUGAVEGI 90-92
Stærsta úrval bifreiða á
einum stað. — Salan er
örugg hjá okkur.
GYLLI
SAMKVÆMISSKÓ
Afgreiddir samdægurs
Skóvinnustofan
Skipholti 70,
(inngangur trá bakhlið
óússins)
K
E HF
BOLHOLTi 6
(Hús Belgjagerðarinnar)
PILTAR.
EF ÞlÐ EIGID UNNUSTUNA /// / f/j \ V
ÞÁ Á EG HRINOANA //////Aj jJg/
fyr/ð/j//////