Tíminn - 17.03.1966, Page 7

Tíminn - 17.03.1966, Page 7
ÞINGFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. marz 1966 TÍMINN 7 Framkvæmdasjúður í vörzlu SeðSa- banka taki við af Framkvæmdabanka Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfriumvarp um stofnun Framkvæmdasjóð íslands, Efnabagsstofnun og Hagráð, en frumvarpið felur í sér ýmsar breytingar á starfrækslu stofnana efnabagskerfisins, en þá mesta, að Framkvæmdabanki fslands leggst niður, eða breytist í Framkvæmda sjóð, sem er undir handarjaðri og í vörzlu Seðlabanka íslands, seim hlýtur að fá við þetta mjög aukið fjármálavald. > Samkvæmt- frumvarpinu skal Framkvæmdasjóður vera sjálfstæð Á ÞINGPALLI Á fnndi sameinaðs þlngs í gær fór allur fundartíminn í umræður um tillögu Einars Olgeirssonar um, að íslendingar beiti sér fyrir því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að hinar auðugu þjóðir heims skili hinum rændu þjóðum því, sem þær hafa af þeim haft. Þetta var var framthald umræðunnar. Pétur Sigurðsson og Ólafur Bjömsson gerðu nokkrar athugasemdir við tillöguna, en síðan talaði flutnings- maður nofekuð á aðra klukkustund, eða út allan fundartímann, og var umræðunni ekki lokið. Tillaga Framsóknarmanna um rétt til landgrunnsins var tekin af dagsferá. Pétur Sigurðsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um lífeyrissjóð togarasjómanna og undirmanna á farskipum, en þær fela í sér stórauknar heimildir til réttindakaupa í sjóðnum. MINNING Sveinn Jónsson frá Skáleyjum Sveinn Jónsson formaður frá Skáleyjum andaðist á Elliheimil- inu Grund 28. f.m. á 92 aldurs- ári. Með honum er fallinn í val- inn „síðasti víkingurinn,“ ef svo mætti að orði komast. Ekki vík- ingur í þeirri fornu merkingu orðs ins, að hann færi með ófrið á hendur öðrum mönnum í fjarlæg- um héruðum eða löndum, eins og forfeður hans í órafyrnsku gerðu — það var honum fjarri skapi — heldur var hann síðasti formaður- inn úr Vestureyjum Breiðafjarðar, sem fór á opnum árabátum um hávetur út undir Jökul og reri Úr verstöðvum þar marga vetur, bæði sem háseti og formaður. Einnig sótti hann á samskonar fleytum úr eyjum, norður um Bjargtanga, og reri frá Brunnum, Kollsvík og ef til vill víðar., Þetta voru víkingaferðir breiðfirzkra sjó manna um síðustu aldamót, og for- mennska og forsjá í þeim ferðum ekki hent öðrum en hinum vösk- pstu sjómönnum. Sveinn Jónsson var fæddur að Skarði í Neshreppi utan Ennis á Snæfellsnesi, 15 . október 1874. Voru foreldrar hans hjónin Ingi- björg Sveinsdóttir og Jón Magn- ússon formaður. Ingibjörg var dóttir Sveins Einarssonar smiðs í Vesturbúðum í Flatey, og munu ættmenn hennar lengi hafa verið búsettir í Vestureyjum. Sveinn var hinn mesti kjarnakarl. Jón faðir Sveins, var sonur Magn úsar Guðmundssonar formanns í Flatey. Þótti Magnús gamli, eins og hann var oft kallaður, afbragðs formaður og veðurglöggur svo af bar. Munu þeir feðgar, Jón og Magnús hafa verið ættaðir undan Jökli eða einshvers staðar af utan verðu Snæfellsnesi. Foreidrar Sveins kynntust í Vestureyjum. En vorið 1874 — meðan Sveinn var enn ófæddur — fluttust þau að Skarði, og þar fæddist Sveinn sem fyrr segir. En árið 1882 flytjast þau aftur heim í eyjar og setjast að í Flatey. Höfðu þau þá eignast fjögur börn: Svein, Guðrúnu, Guðlaugu og Sigurbrand. Og skömmu eftir að þau voru setzt að í Flatey, bættist þeim fimmta barnið, sveinbarn, er látið var heita Magnús í höfuðið á föð- urafa sínum, sem líklega hefur þá verið dáinn. Ekki mun þessi fjölskylda hafa verið fjáð, er hún fluttist undan Jökli og settist að í Flatey. En nú syrti heldur betur í álinn. Jón Magnússon dó í Flatey 24. ágúst 1885. Þá voru ekki til neinskonar tryggingar eða önnur aðstoð handa fátækum fjölskyldum. Börn unum var öllurn komið fyrir, eins og venja var, þegar slíka ógæfu bar að höndum, nema Magnúsi. Hann ólst upp með móður sinni, og skildu þau ekki fyrr en Ingi- björg dó háöldruð í Flatey skömmu fyrir 1920. Guðrún fór í Svefneyjar, Sigurbrandur í stofnun í eigu ríkisins en í vörzlu Seðlabankans. Hlutverk s.ióðsins er „að efla atvinnulíf og 'f*3lmeg- un íslenzku þjóðarinnar,“ eins og segir í 2. grein, og verður annars vegar að veita fé til þeirra fjár festingarsjóða, er veita einstök lán til framkvæmda* en hins veg- ar að veita lán til meiriháttar opinberra framkvæmda. Framkvæmdasjóður skala taka við eignum og skuldbindingum Framkvæmdabankans, svo og öll- um eignum og fé Mótvirðissjóðs, sem nú er í vörzlu Framkvæmda- banfeans, og varðveita það á sér- reikningi. Stjóm Framkvæmdasjóðs skal vera í höndum 7 manna kosinna af Alþingi til fjögurra ára. Stjórn- in ákrveður lánveitingar og lána- kjör og fjallar um reikninga sjóðs ins. Annar kafli frumvarpsins fjall- ar um Efnahagsstofnun ríkisins, sem hafa sikal það hlutverk að undirbúa fyrir ríkisstjórnina fram- kvæmdaáætlanir, semja þjóðhags- reikninga og framkvæma ýmsar hagfræðilegar athuganir fyrir Bjarneyjar, Guðlaugu veit ég ekki hvar holað var niður, en Sveinn fór í Skáleyjar til Gísla bónda Ein arssonar og Kristínar Pétursdótt ur honu hans, sem ólu upp fjölda vandalausra barna. Hjá þeim átti Sveinn heima þangað til hann stofnaði sitt eigið heimili á Skál- eyjum, og áttl þar heima til ævi- loka. En þó að Sveinn giftist og stofnaði sitt heimili, lét hann sér alltaf annt um heimili fósturfor- eldra sinna og barna þeirra, sem eftir þau bjuggu í Skáleyjum, og var þeim innan handar á margan hátt. Öll urðu börn þeirra Jóns og Ingibjargar tápmikil og dugleg. Bræðurnir í fremstu röð breið- firzkra sjómanna og systurnar dugnaðarforkar til allra verka á sjó og landi, enda mun þaú ekkert hafa skort í æsku. Magnús var lengi formaður á fló'abátnum Frið þjófi frá Flatey, og ekki var svo sjóhrædd kerling til í öllum Breiðafirði, að henni hyrfi ekki öll sjóhrœðsla og teldi sig örugga á Friðþjófi á hverju sem gekk, meðan Magnús var með hann. Ekki er að efa, að strax við komuna í Skáleyjar, hafi Sveinn farið að sniglast á bátunum kring um Gísla Einarsson, við hrogn- kelsanet og selabönd og aðra smærri sjóferðir á straumþungum og bárukröppum eyjasundum. Hef ur það eflaust verið honum hollur og góður skóli. Gfsli var hæglátur og hygginn bóndi, hverjum manni þolnari og kunni vel til allrar sjómennsku. Bjarneyjar voru þá enn allmik- il verstöð. Þangað lá leið Sveins um fermingaraldur. Ekki til lang- dvalar, heldur til róðra á haust- og vorvertíðum. Og formaðurinn, sem Gísli Einarsson valdi i fyrstu þessum fóstursyni sínum, var ekki af lakari tegundinni. Það var Pét- ur Hafliðason frá Svefneyjum, sem giftur var móðursystur Sveins. Pét ur var einn djarfasti og fræknasti formaður sinna samtíðarmanna á Breiðafirði, - og mesti siglingafant ur. Um hann er það sagt, að hann léki sér að því í stórvirðum, við annan mann á lítilli skektu með þversegli, að sigla svo mikið, að skektan fleytti kerlingar á báru- földunum. Þá íþrótt hefur enginn leikið í Breiðafirði eftir daga Pét- stjórnarvöld, Seðlabanka og Fram kvæmdasjóð og vera ríkisstjórn- inni til ráðuneytis í efnahagsmál- um. Ríkissjóður, Seðlabankinn og Framkvæmdasjóður greiða sameig inlega kostnað við starf Efnahags- stofnunar og fara með stjórn hennar, nema forsætisráðherra skipar forstjóra. Þriðji kafli frumvarpsins fjallar um Hagráð, er stofna skal og sé það vettvangur, þar sem fulltrúar stjórnarvalda og atvinnurekenda og stéttarsamtaka geti hitzt á og skipzt á skoðunum. Hagráð skal skipað tveimur ráðherrum, og er annar formaður, en síðan einum fulltrúa frá ýmsum samtökum. Efnahagsstofnunin skal leggja fyrir Hagráð tvisvar á ári yfir- litsskýrslur um þróun þjóðarbú- skapar og horfur. Gert er ráð fyrir, að fjárreið- ur Framkvæmdabankans færist undir hatt Seðlabankans um næstu áramót. Þá hefur ríkisstjórnin einnig lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um Seðlabankann í sam- ræmi við þessi nýju verkefni hans. urs Hafliðasonar, og verður lik lega ekki leikin þar framar. Sjálf- sagt hefur Sveinn margt af Pétri lært í sjómennsku, en þó aldrei gert sér leik að slíkri siglingu. Þegar róðrum í Bjarneyjum lauk, venjulega laust fyrir jól, og aldur og þroski Sveins leyfði, fór hann að róa út, sem kallað var, þ.e. að róa úr verstöðvum undir Jökli á Snæfellsnesi. Þangað héldu eyjamenn fleytum sínum upp úr nýárinu og reru þaðan vetrarver- tíðina , einkum frá Iíjallasandi, þegar hér var komið sögu. í fyrstu var Sveinn háseti hjá sér eldri og reyndari mönnum á Sandi, og lærði til fulls að þekkja hinar við- sjálu lendingar og æðisgengna brim sem þar verður oft. Seinna var hann þar formaður nokkrar vetrarvertíðir og farnaðist vel, en ekki þótti hann aflamaður að því skapi, sem hann var mikill sjó- maður. Og einu sinni, á leiðinni í verstöðina á Sandi, vann Sveinn það afreksverk, að bjarga þremur mönnum úr sökkvandi báti úti á miðjum Breiðafirði f vonzkuveðri og náttmyrkri. Ekki veit ég hvort öllu meira björgunarafrek hefur verið unnið hér við land, en ekki verður nánar frá því sagt hér. Þegar útróðrar úr eyjum lögð- ust niður, og vorróðrar eyjamanna úr víkunum norðan Látrabjargs, fór Sveinn að hafa hægar um sig. Hann fór þá að vera til sjós á skútum framan af sumrinu, í kaupavinnu hjá bændum um sláttinn, eins og hann hafði löng- um verið, en ævinlega formaður í Bjarneyjum á haustvertíðum. Það var sú verstöð, sem hann stundaði langlengst. Heima var hann á vetrum og þótti bændum ekki ónýtt að geta gripið til hans í allar meiriháttar sjóferðir. Til þeirra var hann jafnan fús. Loks bjó hann á litlum parti í Skáleyj- um nokkur ár, en hætti því brátt og fluttist þá til Flateyjar. Ef til vill hefur hann að lokum talið þar heimili sitt. Mér er ekki kunn- ugt um það. Sveinn Jónsson var af sjógörp- um kominn, sjálfur ágætur sjó- maður, var sama hvort hann sat undir stýri eða hagræddi segli, og stundaði sjó meira og minna alia ævina. En þó svo væri, hygg ég að hann hafi aldrei stundað sjó- Sameining stofn- lánasjóða sjávar- útvegs Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um Fiskveiðasjóð ís- lands, en þar er gert ráð iyrir, að Fiskveiðasjóður og Stofnlána- deild sjávarútvegsins verði sam- einuð í einn sjóð með þessu nafni og verði hann undir sam- eiginlegri stjórn Seðlabanka ís- lands, Landsbanka íslands og Út- vegsbankans, en starfræksla sjóðs ins í höndum Útvegsbankans, en annars er frumvarpið, sem er mik- ill bálkur, í meginatriðum svipað að efni og gildandi lög og reglu- gerðir um þessa tvo sjóði. í greinargerð er talið, að sam- eining þessi sé hagræðing, sem hafi í för með sér, að auðveldara verði að koma við hagkvæmri skiptingu ráðstöfunarfjárins og hafa eftirlit með notkun þess. Stofnlánadeild verzlunarfyrir- tækja Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stofnlána- deild verzlunarfyrirtækja (verzlun unarlánasjóð) er verði í vörzlu Verzlunarbanka íslands. Er til- gangur deildarinnar að styðja verzlun landsmanna með hag- kvæmum stofnlánum, eins og seg- ir í 1. og 4. grein. Stofnfé skal vera árlegt framlag frá Verzlunar- bankanum og lán. Deildin skal veita lán til öflunar búnaðar og áhalda fyrir verzlunarfyrirtæki og til bygginga verzlunar- og skrif- stofuhúsa. inn sjávarins vegna — vegna þess að honum þætti gaman að vera á sjó og hefði yndi af honum. —Heldur var sjósóbnin honum nauðsyn og brýn þörf í harðri lífsbaráttu, til að geta séð sóma- samlega fyrir sér og sínum. Hann var ekki sjóhundur, sem anaði út í hvað sem var, hafði gaman af að láta sjóða á keipum, treysti í blindni á guð og lukkuna og lét skeika að sköpuðu um ferða- lokin. Til þess var hann of hygg- inn og gætinn. Sveinn var giftur hinni ágæt- ustu konu, Theodóru Guðmunds- dóttur úr Skáleyjum. Hún var oft í sumarvinnu hjá foreldrum mín- um, og seinna nokkur sumur hjá mér eftir að ég fór að búa. Hún var þá orðin lasin og þreytt, en meiri vilja og dyggðamanneskju hef ég ekki þekkt. Hún vildi öUum vel, hvers manns götu greiða. Og mikið þótti mér vænt um, þegar dóttir mín lét eina telpuna sína, mér óafvitandi, heita í höfuðið á henni. Theodóra andaðist árið 1937. Mér kemur hún oft í hug, þegar ég heyri góðrar konu getið. Ekki varð þeim Sveini og Theo- dóru barna auðið. En son átti Sveinn áður en hann giftist. Hann hét Jón Þórður og ólst upp í Skál- eyjum. Gekk Theodóra honum í móður stað eftir að hún giftist og lét sér mjög annt um þroska hans og allan velfarnað. Þórður gerðist sjómaður, síðast á togur- um hér í Reykjavík. Hann er löngu dáinn. Og tvo fóstursyni áttu þau Sveinn og Theodóra: Ara Guðmundsson, systurson Theo- dóru, og Magnús Þórðarson, syst- urson Sveins. Fleiri börn þeim ná komin ólust upp með þeim hjón um lengri eða skemmri tíma. Öll minnast þau fósturforeldranna með þakklæti og virðingu. Eftir að Theodóra andaðist, bjó Sveinn með Margréti Gestsdóttur Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.