Tíminn - 17.03.1966, Page 8

Tíminn - 17.03.1966, Page 8
8 í FIMMTUDAGUR 17. marz 1966 TÍMINN ) Fór hring umhverfis jörðu utan geimfars loknu mun hann losa sig við styttri línuna, en í lengri lín- unni er einnig símalína, oig get ur hann því áfram talaS við Armstrong, sem verður inni í geimfarinu og stjórnar því. Súr efnið mun aftur á móti fconna frá bakpokanum, en í honum eru tveir súrefnisgeymar, sem hafa inni að halda nægilegt súrefni til 106 mínútna neyzlu. Eldneytisgeymirinn í bakpok anum inniheldur 7.6 kg af Freon-gasi með 350 kg. á fer sentimetra. Veitir þetta Scott tækifæri til að vera utan geim farsins mun lengur en Edward White, seim var aðeins í 20 mínútur fyrir utan Gemini-4 geimfarið í júní s. 1. Stjórn byssan notar 0.9 kg við hvert „skot“, en það nægir til þess að hreyfa Scott á meðan hann er í lofttómu rúmi og þyngdar afls gætir ekki. Seott mun gera ýmsar at- huganir úti í geimnum. M. a. mun hann nota tvenns konar tæki til þess að vísindamenn geti fundið út, hvaða áhrif þyngdarleysið hefur á hæfileika hans til vinnu. Með tækjum þessum mun hann m. a. vinna við að losa og festa bolta á sérstakri plötu, sem er föst við geimfarið. Þá er einnig líklegt, að Scott muni athuga Agena-gervihnött inn, sem þá hefur verið fest við Gemini-8. Einnig mun hann setja tæki, sem mælir geisla- virkni, í gang úti í geimnum, og hafa það síðan með sér inn í geimfarið. Þá er einnig lik- legt, að hann muni festa tæki. sem mælir geimryk, við Agena eldflaugina og skilja það eftir þar. Agena-flaugin mun halda áfram á braut sinni umhverfis jörðu eftir að Gemini-8 hefur lent, og er áætlað, að geimfar inn Michael Collins muni taka mælitæki þetta með sér til jarð ar, þegar hann fer upp í geim inn með Gemini-10 síðar á þessu ári. í heild mun dvöl Scotts fyrir utan geimfarið vera þýðingar- mikill þáttur í rannsókninni á hæfileikum manna til starfa í þyngdarlausu rúmi úti í geimn um. Margar aðrar athuganir verða gerðar á meðan Gemini-8 verð ur á lofti ■— í heild eiga þeir að gera a. m. k. 10 tilraunir. Meðal þeirra verður tilraun til að mæla þyngd hluta úti í geimnum með því að finna út Hér sjást geimfararnir inn í geimfarinu. David Scott, sem fór einn hring umhverfis júörðu ut- an geimfarsins, er ti! vinstri, en stjórnandinn Neil Amstrong er til hægri. Á myndinni efst á siðunni er geimfarið Gemini 8. í gær hófst ferð bandariska geimfarsins Gemini-8, en til- gangur þeirrar geimferðar er margvíslegur. Tveir stærstu at- burðir geimferðarinnar verða þó, að David Scott geimfari, fer út úr geimfarinu, er það verður á braut sinni umhverfis jörðu, og dvelur utan þesls við ýmis ramnsótenarstörf í tvær klukku- stundir og 40 mínútur, og, að Gemini-geimfarið mun hitta gervihnött af Agena-geró, sem festur verður við geimfarið. Tveir geimfarar eru um borð í Gemimi-8. Stjórnandi geimfars ins er Neil Anmstrong. Hann fæddist í Wapakoneta í Ohio 1930. Hann getek í bandaríska flotann 1949 og lauk herþjón- ustu 1952. Síðustu tvð ár her- þjónustu sinnar var hann í Kóreu, og flaug 78 árásarferð ir. Hann var einu sinni skotinn niður, en bjar.gaðist í fallhlíf. Að herþjónustu lokinni hóf hann nám í flugverkfræði við Purdue háskólann og tók próf í vísindum 1955. Hann hefur síð an stundað nám við hásikólann i Suður-Kaliforníu. Árið 1955 hóf hann störf hjá NASA-banda- rísku geimvísindastofnuninni — sem tilraunaflugmaður, og hef- ur farið í reynsluflug með F- 100, F-104, F-102 og B-47 vél um og x-15 eldflaug, er hann flaug 5 sinum hraðar en hljóð ið. Hann hefur að baki sér 3000 flugstundir, þar af 1500 í þot- um. NASA valdi Armstrong sem og hefur hann verið við þjálfun síðan. Hann er kvæntur Janet Shearon og eiga þau tvö börn — Eric 9 ára og Mark 3 ára. Aðstoðarflugmaðurinn, og sá, sem lenda mun í mestu „ævin týrunum“, er David Scott. Hann fæddist í San Antonio, Texas, 6. júnx 1932. Hann hefur stundað nám við og lokið prófi frá US Military Academy, og Massaehu setts Institute of Tecknology. Lagði hann þar stund á geimvís indL Hanm hefur einnig verið tilraunaflugmaður, og hefur að bafci sér 2600 flugtíma — þar af rúmlega 2400 með þotum. Hann var valinn sem geimfari í október 1963. Hann er kvænt ur Ann Lurton Ott, sem er frá heimaborg hans, og eiga þau tvö börn — Tracy, sem fæddist 25. marz 1961, og Douglas, sem fæddist 8. október 1963. Scott mun vera utan Gemioi geimfarsins, á meðan það fer eina ferð umhverfis jörðu, og verður hann þá í 160 kilmetra fjarlægð frá yfirborði jarðar. Fyist mun Gemini-8 þó mæta Agena-gervihnettinum og munu geimfararnir tengja þessi tvö geimför saman. Slík tilraun hefur einu sinni mistekizt vegna bilunar í Agena-eldflauginni. Því næst mun Scott fara út úr Gemini geimfarinu og hið eina, sem tengir hann við geimfarið meðan hann þeytist umhverfis jörðina, verður taug, 22.5 metr ar að lengd. Scott mun nota litla eldflaugabyssu til þess að hreyfa sig úti í geimnum. Á bakinu mun hann hafa nýja tegund af „bakpoka", sem í verða geymar, en í þeim verð ur bæði mjög samanþjappað Freon-gas fyrir eldflaugabyss- una og súrefni fyrir geimfar ann. Bakpoki þessi er of stór tii þess að hægt sé að geyma hann inni í stjórnklefanum, og hann er því festur við bakhluta geim farsins. Hann er um 0.6 metrar á hæð og breidd og um hálfur metir á þykkt. Þegar Scott fer út úr geim farinu, verður hann tengdur við það með 7.5 m. leiðslu úr nylon, en inni í henni verður bæði súrefnisleiðsla og síma- tug. Á brjóstinu mun hann hafa lítinn súrefnisgeymi, sem nægir honum til 30 mínútna neyzlu. Er út kemur mun Scott íaka í handrið, sem er utan á geimfar- inu, og mjaka sér áfram að aft- urenda geimfarsins. Þar mun hann festa bakpokanum á sig. Einnig mun hann taka stjórn unartækin — þ. e. eldflauga- byssuna —, sem er fest við bak pokann. Er hann hefur lokið þessu, mun hann tilkynna Ann strong það, sem mun þá losa bakpokann frá geimfarinu með því að sprengja burtu boltana, sem halda honum við geimfarið, og getur Scott þá hreyft sig að vild. Þá mun Scott ,,ganga“ að framenda geimfarsins. Þar mun hann festa þá 22.5 metra taug, sem áður er nefnd, við framnef geimfarsins. Að því

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.