Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUIIAGUR 29. marz 1966
TlMIWN
17
MINNING
Cuðmundur Krístjánsson
frá Víkingavatni
Gcuðmundur Kristjánsson, bóndi \
að Nópi í Öxarfirði .andaðist á
hjálkrunarlieimili Hrafnistu í
Reyijsrfk hinn 18. desember síð-
astfiðinn eftir nokkurra missera
vambeilsu. Hann var jarðsettur í
heimagrafreit að Víkingavatni 5.
janúar að viðstoddn fj'ölmenui.
Gnðmundur var fæddur að Vík
ingavatni 1. júni 1884, sonur hjón
anna Jónínu Þórarinsd., Bjöms-
sonar, Þórarinssonar á Víkinga-
vaíni og Kristjáns Kristjáossonar,
Ámasonar, Þórðarsonar, frá
Kjama í Eyjafirði. Var foður-
annna Guðmundar Sigurveig Guð
niu-mLsdóttir, en móðuramma Guð
rún Ámadóttir. Bjuggu foreldrar
Gnðmundar á hálfu Víkingavatni
allan sinn búskap og ólst Guðmund
ur þar upp ásamt tveim systkin
mn, Bimi, sem er etetur, lengi
kanpfélagsstjóri á Kópaskeri og um
skeið alþingiismaður og Gnðrúnu
nú húsfreyju í Reykjavík, yngst
þeirra sys®na.
Guðmimdur Kristjánsson vakti
snemana eftirtekt vegna mann-
dóros og glæsimennsku, enda hlaut
hann hið bezta uppeldi og var góð
um gáfum gæddur, vel menntur
og gaf ekki eftir þeim, sem skóla
gertgnir voru. Hann var ágætur
stærðfræðingnr og las Norður-
landamálin eins og sitt eigið móðnr
mál.
Víkingavatosiheimilin voru með
miMnm myndarbrag í uppvéxti
Guðmundar og búskapur þar. Á
hálflendunni móti foreldrum hans
bjuggn frændsystkin hans í móður
ætt. Var sambýli í bezta lagi og
enginn kotungsbragur á, enda Vík
ingavatn höfuðból, setið af sömu
ætt síðan á átjándu öW. Þó var
þar naumast auður í búi, en af-
koma trygg, snyrtimennska mikil
og fyrirhyggja um búskap og
heimilishald. Var Vikingavatn
stór jörð á mælikvarða þeirra
tíma, en mannfrek og erfið emk
um vegna votlendis, sem mikið
var nýtt í þá daga.
Á Víkingavatni var margmennt
og gestkvæmt vegna þéttoýfis, fé-
lagsmálafomstu og þjóðleiðar. Sá
var fastur siður á Víkingavatni
á vetram að lesið var upphátt á
kvöldvökum fyrir fólkið allt, með
an það vann að heimilisiðnaði. Les
efnið var þá fslendingasögur og
hverskonar bókmenntir, sem til
náðist, og til fróðleiks _ máttn
verða og skemmtunar. Á upp-
vaxtarárum Guðmundar naut
hann í nokkra vetur tilsagnar
hins þjóðkunna æskulýðsfræðara
og leiðtoga, Guðmundar Hjaltason
ar. Er óhætt að fullyrða, að leið
sögn nafna hans hefur verið Guð
mundi boll vakning sem fleirum.
Guðmundur og systkini hans
störfuðu að búi foreldranna í æsku
og þegar móðirn dó tók dóttirin
við hússtjóminni, þó ung væri.
Smám saman gerðust bræðurnir
meðeigendur í búskapnum og
færðu út kvíarnar. Þegar Björn
hvarf frá búskapnum 1916 og tók
við stjóra Kaupfélags Norður-
Þingeyinga var Guðmundur kvænt
ur fyrir tveim árum. Kona hans
var Björg Indriðadóttir frá Keldu
nesi, búfeona ágæt, gáfuð og glæsi-
leg. Árið 1920 bre/gða þau búi á
Víkingavatni og flytja til Kópa-
skers, en hverfa heim aftur í Vík
ingavatn eftir tvö ár. En þremur
áram síðar (1925) deyr bin unga
kona eftir 11 ára hjónaband.
Höfðu þau Björg og Guðmundur
þá eignazt fimm börn en misst tvö.
Nokkru síðar giftist Guðrún, systir
Guðmundar, Birni Gunnarssyni frá
Skógum. Gerðu þau hjón þá fé-
lagsbú með Guðmundi. En árið
1930 er því búi brugðið og flyzt
fjölskyldan öll til Kópaskers. Gerð
ist Guðmundur þá í annað sinn
starfsmaður Kaupfélags Norður-
Þmgeyinga. Tveimur árum síðar
(1932) kvæntist Guðmundur öðru
sinni ungri og myndarlegri konu
Árdísi Pálsdóítúr frá Svínadal.
Líða þá emi sex ár. Þá losnaði
um vildisjörð eina í Öxarfirði.
Gerðist Guðmundur þá bóndi enn,
keypti jörðina Núp, hvar hann bjó
til æviloka. Þeim Árdfsi og Guð
mundi varð þriggja bama auðið,
og eru tvö þeirra heima á Núpi
við lát föðurins, en annar sonur
þeirra hjóna er fluttur til Reykja
víkur.
Tfl hinztu hvíldar er svo stefnt
heim að Víkingavatni.
Aðalstarf Guðmundar Kristjáns
sonar var búskapur, enda var hann
bóndi af lífi og sál, og búrekstur
hans til fyrirmyndar. En þar fyr-
ir utan lagði hann gjörva hönd
á margt, því hann var fjölhæfur
mjög. Hvert starf leysti hann af
hendi með ágætum og afköst voru
eftir því. Hann lærði aldrei að
fara sér hægt eða hlífa sér, enda
flaug áfram hvert það vérk, er
hann kom nærri. Mjög var honum
sýnt um að nýta getu annara og
fá þá til að vinna glaða. Hann
var máske ákafamaður um of, en
hann var jafnan sjálfur fremstur
í flokki við hvert verk, sanngjarn
og réttsýnn í þeirra garð, sem
hann átti yfir að segja. Guð-
mundur hafði vistráðin hjú, vanda
laus lengur en aðrir og kaupafólk
fékk hann auðveldlega eftir þörf
um.
Guðmundur Kristjánsson hafði
kvennalán og barna. Konur hans
báðar stóðu vel í stöðu sinni og
voru honum mjög samhentar.
Sama er að segja um bömin. Fjöl
skylda hans var jafnan sterk heild
og heimilisfólkið allt.
Guðmundur keypti Núp með
því skilyrði, að fyrrverandi bóndi
þar og eigandi jarðarinnar, aldur
hniginn ekkjumaður, skyldi hafa
á Núpi ókeypis dvöl til æviloka.
Þessi vandmeðfarni samningur
milli áður ókunnugra aðila, varð
þannig ræktur, að öllum var til
ánægju og sóma, er hlut áttu að
máli.
í æsku Guðmundar nálægt alda
mótum stofnuðu nokkrir ungling-
ar á Vatnsbæjum sjóð af saman-
spöruðum aurum sínum í þeim til-
gangi að ávaxta þá í félagi. Sjóður
þessi nefndist Sparisjóður Keld-
hverfinga, sem um 1918 var breytt
í Sparisjóð 1 Norður-Þingeyinga.
Velta sjóðsins var fyrstu árin að-
eins nokkrar krónur, en óx jafnt
og þétt fyrir innlög frá unglingun-
um og öðrum þeim, er trúðu þeim
fyrir afgangsfé sínu. í upphafi skip
aðist þannig, að Guðmundi á Vík-
ingavatni var falin umsjá sjóðs
þessa og mun hann þó hafa verið
einna yngstur af stofnendunum.
Þessu var ekki síðan breytt þar til
Guðmundur lét af stjórn sjóðsins
nokkrum mánuðum áður en hann
lézt. Ekki er vafi á því, að ungl-
ingarnir, sem fólu Guðmundi
vörzlu sjóðsins, hafa talið sig
eygja þá þætti í fari hans, að til
þess mundi hann hæfur reynast.
Enda spáðu þeir rétt. í sambandi
við þetta starf sem önnur síðar
reyndist hann raunsær og glöggur,
hreinskiptinn og orðheldinn. Hann
hlaut náinn kunnugleika á fjár-
reiðum héraðsbúa, einkum þeirra,
er fjárhagsleg vandamál höfðu við
að glíma. Þessum mönnum reynd-
ist Guðmundur í senn hjálpar-
hella og hollur ráðunautur. Hvort
KRISTINN EINARSSON,
héraðsdómslögmaður.
Hverfisgötu 50
(gengið inn frá Vatnsstíg)
Viðtalstími 4—6.30
sími 10-2-60.
Hla&rúm henta alktaSar: i bamaher-
bergjð, vngUngaherbergiS, hjónaher-
bcrgfti, sumarbústatiinn, veitiihúsiti,
bamahcimili, heimavistarshóhf, hótel.
Hdztu kostir IilaSrúmanna ctu:
■ Rúmin mi nota eitt og eitt s£r eða
hlaða þeim upp 1 tvær cða þrjár
hæ'ðir.
■ Hægt er a'ð íá aukalcga: Náttborð,
stiga eða hliðarborð.
■ Innanmál rúmanna er 73x184 sm.
Hægt erað £á rúmin mcð baðmull-
ar oggúmmídýnum eða án dýna.
■ Rúmin hafa þrefalt notagildi þ. e.
kojur/einstakliiigsrúmog'hjónarúm.
■ Rúmrn eru úr tekki eða úr brcnni
(brennitfúmin eru minni ogódýrari).
■ Rúmin eru öll í pörtum og tekur
aðeins um tvær mínútur að setja
þau saman eða taka í sundur.
HÚSGAGNAVERZLUN
REYKJAVIKUR
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI11940
tveggja er mælt, að enginn fátækl
ingur hafi farið erindisleysu til
Guðmundar, ef fé var fyrir hendi í
sjóðnum, en einnig hitt, að sjóður-
inn hafi aldrei tapað svo miklu
sem einni krónu þau 60—70 ár,
sem Guðmundur veitti honum for-
stöðu. í höndum hans gegndi sjóð
urinn því tvíþætta hlutverki að
hjálpa þeim fyrst og fremst, sem
örðugast áttu, en hins vegar að
geyma örugglega það fé, sem sjóðn
um var trúað fyrir.
Skapgerð Guðmundar frá Vík-
ingavatni var ofin mörgum sterk-
um þáttum, sumum nokkuð and-
stæðum. Af þeim sökum varð lífs-
ferill hans nokkuð annar en mátt
hefði ætla. Hann virtist til þess
vel fallinn að búa á Víkingavatni
til lífstíðar og þess átti hann kost.
Ekki skorti hann elsku til bernsku-
stöðvanna. Hins vegar brá hann
tvívegis búi á Víkingavatni og
flutti burtu, án þess nauður ræki
til, almennt álitið. Orsökin í bæði
skiptin mun hafa verið stundarörð
ugleikar við búreksturinn, sem
hann miklaði fyrir sér um of.
Guðmundur var mjög tilfinninga-
næmur og skorti nokkuð á þann
sveigjanleika, sem útheimtist í lífs
ins ólgusjó. í bæði skiptin stefnir
hann til Kópaskers og gerist hjálp-
armaður bróðurins. Með bræðrun-
um var náin frændsemi og sam-
vinna í bezta lagi. Engu síður fest
ir Guðmundur þar ekki yndi til
iengdar. Með vissum hætti ætla
ég, að hann hafi verið bundinn
heimþrá allan seinni hluta ævi
sinnar, þó honum vegnaði hið bezta
bæði á Kópaskeri og Núpi.
Fyrstu kynni mín af Guðmundi
á Víkingavatni voru í sambandi við
sundnám hjá honum nokkur vor.
Hann var ágætur sundkennari og
mjög fær í sinni grein, enda var
árangur af kennslu hans mjög góð
ur miðað við aðstæður. Seinna
höfðum við mikið saman að sælda
alla tíð meðan hann bjó á Víkinga-
vatni, bæði í sambandi við félags-
mál og viðskipti. Varð samvinna
okkar því nánari sem lengra leið.
Minnist ég hennar með óblandinni
ánægju og Guðmundar sem eíns
hins traustasta félaga, er ég heí
átt. Mestum ljóma er þó vafin
minningin um samsöng okkar sex-
menninga Vjndir frábærri leiðsögn
Árna Björnssonar píanóleikara og
tónskálds meðan hann enn yar
heima í föðurgarði.
Ég hef nú getið látins vinar
með fáum orðum og fátæklegum.
Þau' eru ekki síður skrifuð sem
kveðja til hans en fróðleikur fyrir
lesendur. Ég hef skilgreint hann
eins og hann kom mér fyrir sjón-
ir og freistazt til að reyna að ráða
rúnir á lífsbók hans. Að lokum vil
ég þó bæta því við, að það, sem
kalla mætti þverbrest í gerð hans,
tilfinningasemin, muni ekki síður
en sterku þættirnir hafa gróður-
sett dýpstan söknuð í brjóstum
vina hans.
Börn Guðmundar frá fyrra
hjónabandi eru: Jónína Sigurveig
handavinnukennari, Bjöm defldar-
stjóri hjá SÍS og Guðrún bókari
hjá Áfengis- og tóbaksverzluninni,
frá síðara hjónabandi: Kristján
bóndi á Núpi, Árni Ragnar raf-
virki í Reykjavík og Björg heima
á Núpi.
Björn Haraldsson.
Staða heilbrigðisfulltrúa
í Hafnarfirði
er hér með auglýst laus til umsóknar. .Laun sam-
kvæmt 17. launaflokki launasamþykktar fyrir
HafnarfjarðarkaupstaS. Nánari upplýsingar veit-
ir formaður heilbrigðisnefndar, Einar Ingimundar
son, bæjarfógeti í Hafnarfirði. Umsóknir um
starfið skulu hafa borizt skrifstofu bæjarstjóra
fyrir 15. apríl n. k.
Bifreiðavarahlutir
BENZÍNDÆLUR í Chevrolet, Dodge, Ford og
Pontiac.
SÓLSKYGGNI í bfla.
PERUR 6, 12 og 24 volta.
LEÐSLUVÍ og LEIÐSLUSKÓR, aflar gerðir.
STARTKAPLAR, PERUSTYKKI, margar gerðir.
BREMSUBORÐAR og HNOÐ. SMURKOPPAR,
aflar teg.
SMYRILL, Laugavegi 120, sími 12260.
BLABBURÐARFÖLK
óskast til að bera blaðið til kaupenda víðs vegar
í borginni.
BANKASTRÆTI 7 — SÍMI 1-23-23.