Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 9
ÞREÐJUDAGUR 29. marz 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA 54 svarfð við skeyti sínn í vasanum, og af því var Ijóst, að Johnson var meiriháttar maður. „Mér er ánægja að geta skýrt yður frá, að við getum átt viðskipti,“ sagði Mayi. „Vinur minn verður feginn að hitta yður.“ „Gott og vel,“ rumdi Johnson. „Hvern eigum við að hitta?“ „Við förum að hitta yfirmann minn, Kemal Ozyurek. Við hann getið þér verzlað.“ Mayi vísaði veginn út á götu að leigubíl, sem beið. Þegar þeir voru lagðir af stað, sagði hann: „Þér eruð heppinn að hitta á þennan mann. Hann er mikilsháttar maður og kærir jsig ekki um að eiga við aðra en þá, sem kaupa í stórum st£L Ég sagði honum að þér væruð stórinnflytjandi frá Bandaríkjunum.“ Fyrirætlun Johnsons gekk greiðara en hann hafði þorað að vona. Hann reyndi að gefa gætur að leiðinni, sem þeir fóru, en ekkert sást í myrkrinu, nema einstöku Ijósglæta. Eftir hálftíma nam bíllinn staðar úti fyrir lágreistum sveita- bæ. Johnson taldi að þeir hefðu ekið í átt til fjallanna ofan við ízmit, þvi loftið þarna var mun svalara en niðri í borginni. Mayi baé hann að biða og fór inn í húsið. Hurð var opnuð og látin aftur, síðan ríkti þögn. Johnson beið í nokkrar mínútur í myrkrinu. Mayi kom aftur hljóðlaust. „Allt er í bezta lagi. Ozyurek er reiðubúinn að hitta yður.“ Honum var fylgt inn í eldhús óg fékk glýju í augun við að koma í birtuna. Svo sá hann Ozyurek, þreknar herðarnar gnæfðu yfir bakið á stólnum ,sem hann sat í við dúklaust borð. Hann tók eftir hrokknu, svörtu hárinu, svörtum, smá- um augunum í holdugu andliti, þykkum vörum. Honum til beggja handa sátu lífverðir, álíka óárennilegir fantar. Annar þeirra skenkti Johnson í glas litlausan vökva, sem reif í kverkamar. Þeir töluðust við í rúman klukkutíma. Mayi túlkaði, því Ozyurek skildi lítið í ensku. Hann spurði frétta frá New York og nefndi ýmsa Mafíuforingja, sem Johnson vissi, að fengust við eiturlyfjaverzlun. Eftir því sem traust hans á Bandaríkjamanninum óx, varð hann grobbnari af sínum eigin afrekum. Hann sagðist selja sína vöru mest- alla til Bandaríkjanna um Frakkland og ítaliu mestan part, TOM TULLETT og vera því vanastur að láta af hendi mikið magn af hrá- morfíni í einu. Loks varð að samkomulagi að hann seldi þrjátíu kíló á 60.000 tyrknesk pund (530.000 krónur). Enn var skálað og ákveðið að hittast á þessum sveitabæ eftir rétta viku. Ozyurek sagðist þurfa að útvega eiturlyfin úr fjallahémð- unum inni í landi, og það tæki nokkurn tíma. Johnson var töfinni guðsfeginn, því hann þurfti að fara til Istanbul að ganga frá málum við tyrknesku lögregluna og sömuleiðis sækja þangað peningana, sem hann varð að geta sýnt yrði þess krafizt. Þegar hánn sneri aftur til Smyma var Pehlivanoglu lögreglumaður í för með honum, í orði kveðnu átti hann að heita umboðsmaður hans í Tyrklandi, en í raun og veru var hann lífvörður og bar peningana á sér. Báðir voru þeir vopnaðir, því ekki var að vita nema bófamir réðust á þá til að ná í peningana og feldu svo líkin einhvers staðar í fjöllunum. Þar að auki skildi lögreglumað- urinn mál manna og gat varað Johnson við ef undirferli átti að beita. Réttri viku eftir samningsgerðina leigðu þeir félagar sér grænan jeppa í ízmir og lögðu af stað til bóndabýlisins klukk- an tíu árdegis. Ozyurek fylltist strax tortryggni í garð Pehlivanoglu, sem sat undir stýri, og heimtaði að fá að vita hver hann væri og hvaða erindi hann ætti. Johnson lék bandaríska bófahlutverkið og varð ekki svarafátt: „Ég geri mér vonir um að verzla við yður framvegis,“ rumdi hann, „en ég get ekki setzt hér að og verð að hafa fulltrúa á staðnum. Ef yður lízt ekki á hann verður ekkert úr kaupum.“ Vonin um gróðavænlegt viðskiptasamband virtist þoka grun- semdunum til hliðar, og Ozyurek lét kyrrt liggja. „Þá það“, sagði hann, „nú hefjumst við handa. Þetta er löng leið, við verðum ekki komnir fyrr en undir miðnætti.“ Johnson leit á klukkuna um leið og eiturlyfjasalinn stökk upp í aftursætið og sá að hún var ellefu. Þeir óku sífellt upp í móti, framhjá grænum mórberjatrjám og vinalegum bændabýlum, en í fjarska glampaði á bláan Izmir-flóann. Eftir þriggja klukkutíma ferð varð vegurinn brattari og var nú litlu betri en slóð eftir kerruhjól. Landið var hrjóstrugt, stráð staksteinum, og víða sá á kletta milli kræklóttra runna. Bíllinn kastaðist til á holóttum veginum, sullaðist yfir læki, UN6 STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 21 fór til hennar. Hún býr í eins konar gistivist þar sem búa ein- göngu hálfærar kerlingar á borð við hana. Þær eru næstum allar fyrrverandi leikkonur. Og ráðskon an segist hafa sungið í óperunni. Þær spila á spil á kvöldin, þær sem ekki eru í spilavítinu, öll hús- gögn virðast aldargömul. — Haltu áfram. — Nú veit ég hvaðan frú Labo- ine er. Pabbi hennar var kennari í þorpi í Haute-Loire. Átján ára fór hún til Parísar og var statisti í leikhúsi. Loks fékk hún minni- háttar hlutverk í tveim söngleikj- um. Þar næst gerðist hún dans- mær í Folies-Bergére. Loks fór hún í sína fyrstu leikför með leik- flokki til Suður-Ameríku og var þar í mörg ár. Hún er búin að gleyma öllum ártölum, það er far ið að slá út í fyrir henni. — Halló, ertu þarna? Já, mér datt í hug að hún notaði eiturlyf. Hún er ekki skörp ekki greind, rétt svona eins og fólk í meðaJ- lagi. — Hefur hún aldrei verið gift? — Nú kem ég að því. Hún var um þrítugt, þegar hún fór að troða upp á næturklúbbum í Austur- Evrópu. Það var fyrir stríð. Hún hefur verið í Búkarest, Sofía og Alexandria. Mörg ár í Kaíró og hefur jafnvel komist til Eþíópíu. — Ég varð að draga þetta allt út úr henni með töngum. Hún sat í hnipri og nuddaði á sér fæturna og allt í einu spurði hún hvort hún mætti taka af sér lxfstykkið. í stuttu máli — Orðin minntu hann á ungfrú Poré, frænku Jeanines Armenieus. Kona hans var vöknuð og pírði á hann augun. — Það var í Istanbul, þegar hún var 38 ára, að hún hitti mann, sem hét van Cram. — Hvað hét hann, sagðirðu? — Julius van Cram, sennilega Hollendingur. Að því er hún seg- ir, var hann tignarmaður og bjó á Pera-Palace. Maigret hnyklaði brúnir, nafn- i«5 minnti hann á eitthvað. Hann v— viss um að hann hafði heyrt það áður. — Veiztu hvað van Cram var gamall? — Hann er heldur eldri en hún. Hann hlýtur að hafa verið um fimmtugt og ef hann er lifandi enn, þá er hann um sjötugt. — Er hann á lífi? — Veit það ekki. En bíddu nú hægur. Ég skal segja þér allt í réttri röð. Hún sýndi mér mynd af sér ungri og hún hefur verið fögur forðum bro=ku? kona og þessi þroski fór henni vel. — Hvað gerði van Cram? — Hún virðist hafa látið sér at- vinnu hans í léttu rúmi liggja. Hann talði mörg tungumál reip- rennandi, þó bezt ensku og frönsku. Og þýzku. Hann sótti sendiherraboð. Hann festi ást á henni og þau bjuggu saman um hríð. — Á Pera-Palace? — Nei. Hann leigði undir hana litla íbúð í grennd við hótelið. Það var lítið á henni að græða og kostaði mikla þolinmæði að fá þetta litla út úr henni því sífellt sló út í fyrir henni. Stundum fór hún að barma sér og sagði: „Ég veit þér haldið ég hafi verið slæm móðir . . .“ Að lokum bauð hún mér upp á glas af líkjör. Hún sagðist ekki neyta eiturlyfja en fengi sér hins vegar drjúgan slurk úr flöskunni, þó aldrei áður en hún færi í spilavítið, sagði hún Hún sagði mér að spilamennska væri erfiðasta atvinnugrein af öll- um. — Jæja, svo við snúum okkur aftur að van Cram. Eftir nokkra mánuði uppgötvaði hún að hún var orðin ófrísk Hún trúði því varla sjálf. — Hún sagði elskhuga sínum frá því, og bjóst við að hann mundi ráða henni til að láta eyða fóstrinu — Var hún reiðubúin til þess? — Það veit hún ekki sjálf. Hún talar um það eins og hverja aðra uppákomu. En van Cram brást öðni vísi við en hún hafði búizt við og nokkru síðar stakk hann upp á að þau giftust. — Hvar voru þau svo gift? — í Istanbul. Ég held að hún hafi elskað hann í rauninni. Hann fór með hana á skrifstofu, hún veit ekki með vissu hvers slags skifstofu og þar undirritaði hún einhverja pappíra og sór eið. Þeg- ar hann fullvissaði hana um að giftingin vær um garð gengin, var hún ánægð. Nokkrum dögum seinna bauðst hann til að setjast að í Frakk- landi, ef hún vildi. — Og tók hún því? — Já, þau sigldu með ítölsku skipi til Marseille. — Hafði hún vegabréf, sem hljóðaði á nafnið van Cram? Nei. Ég spurði hana um það. Svo virðist að ekki hafi unnizt tími til að breyta því. Þau bjuggu í tvo mánuði í Marseille og íóru síðan til Nice. Og þar fæddist barnið. — Bjuggu þau á hóteli? — Þau tóku á leigu stóra <búð. Tvcini mánuðum seinna skrapp van Cram út að kaupa sígarettur ög síðán hefur ekkert til hans sést. - Heyrði hún ekkert frá hon- um? -• Jú, bann skrifaði oft, sfunú um trá London, stundum frá Kaup manr.ahöfn, stundum íra New York og sendi henni alltaf pen- :nga. - Fúlgur? — Stundum. Og stundum smá upphæðir. Hann bað hana skriía og segja frá baminu. — Og gerði hún það? Ja. — Hún hefur orðið að senda bréiin í ábyrgðarpósti á viðkom- andi pósthús? — Já. Og eftir þetta fer hún að stunda spilavítið. Dóttiri’i óx upp og gekk í skóla. — Hefur hún aldrei séð föður sinn? — Hún var ekki nema tveggja mánaða þegar hann fór og síðan hefur hann ekki verið í Frakk- landi svo hún viti. Síðasta póst- ávísunin sem hún fékk fyrir ári var töluverð upphæð, en hún tap- aði öllu á einni nóttu. — Hefur van Cram aldrei spurt hana um heimilisfang dótturinnar í París? — Jú, en það vissi móðirin ekki. —Og þetta er allt? Næstum því. Eg grunaði hana um ósannsögli, þegar hún kvaðst ekki vita á hverju maður- inn hennar lifði. Og ekki má gleyma því, að þegar hún fyrir nokkrum árum óskaði eftir að vegabréfinu hennar væri breytt og ÚTVARPIÐ ÞriSjudagur 29. marz. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Dagrún Kristjánsdóltir húsmæðrakennari talar um um- gengni utanhúss. 15.00 Miðdegis útvarp. 16.00 Síðdegisútvarp. 17: 20 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. — 17.40 Þingfréttir. 38. 00 Tónlistartími bamanna. Jón G. Þórarinsson stjórnar. 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Gu'ð- mundur Guðjónsson syngur ís- lenzk lög við píanóundirleik Guð rúnar Kristinsdóttur.20.20 Frá Grænlandsströndum. Þorvaldur Steinason flytur lokaerindi sitt. 20.40 Píanóverk eftir Rachmani- noff, Schumann og Liszt, Vladim ir Horowitz leikur. 21.00 Þriðju- dagsleikritið: „Sæfarinn" eftir Lance Sieveking. Samið eftir skáldsögu Jules Verne. Þýðandi: Árni Gunnarsson. Leikstjóri Bené dikt Ámason. 21.35 „Undir ítölsk um himni“, þættir úr ballettmús ik eftir Jurovsky. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passlusálma (42) 22.20 „Heljarslóðaorusta“ eft ir Benedikt Gröndal. Láms Páls son leikari les (5). 22.40 „Haust- blóm á heiði'!*: Robert Stolz stjórnar hljómsveit, sem leikur nokkur lög hans. 23.00 Á hljóð- bergi Björn Th. Björnsson list- fræðingur velur efnið og kynnir. 23.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 30. marz. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Rósa GestsdótHr les Minningar Hortensu Hollands drottningar (7). 15.00 Miðdegisút varp. M.a. Einar Kristjánsson syngur. 16.00 Síðdegisútvarp. 17. 20 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 17.40 Þing- fréttir. 18.00 Útvarpssaga bam anna: „Tamar og Tóta“ eftir Ber it Brænne. Sigurður Gunnarsson les eigin þýðingu (4). 18.20 Veð urfregnir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Hið íslenzka bók- menntafélag 150 ára. Dr. Einar Ólafur Sveinsson prófessor flytur erindi. 20.35 Raddir lækna. Ófeig ur J. Ófeigsson talar um vatns- kælingu við brana. 21.00 Lög unga fólksins. Gerður Guðmunds dóttir kynnir. 22.00 Fréttir qg veðurfregnir. Lestur Passíusálma (43) 22.20 Efst á baugl. 22.50 ts- lenzk nútímalist M. a. verk eftir Jón S. Jónsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Leif Þórarinsson og Jón Nordal. 23.35 Dagskrárlok. Á morgun I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.