Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 7
19 MtlÐJUDAGUR 29. marz 1966 TÍMINN Dómkirkjan í Uppsölum. .. «SS$ÖSSÍ^............. Litla hafmeyjan í Höfn Björn Pálsson, alþingismaöur: BJÓRINN Stórkirkjan í Helsinki. Elztu sagnir geta um afenga dryfcM. Filipus Maikedóníukonung ur var vitur maður, en getið er þess, að hann hafi verið valtur á fótum í veizlum. Alexander mikli, sonur hans, vann vafasðm verk í ðlæði. Konungar Norður- landa sátu daglega við drykkiu með hirðlmönnum sínum fyrr á ölduan. f Sturlungu og íslendiniga sögum er getið um áfenga drykki og þannig hefur það verið á öllum öldum til okkar tíma. Að sjálf- sögðu hafa einstaklingar ilrukkið mismiikið og sumir alls ekkert. Það hefur farið eftir eðli og að- stöðu. Allt bendir þó til þess, að þeir efnuðu hafi drukkið öllu meir, en þeir fátæku, og þeir greindu engu minna en þeir fá- fróðu. Með öðrum orðum; þeir, sem hofðu bezt fjárráð og þurftu minnst að vinna, virðast hafa drukíMð öllu meir en hinir. Þann ig mun þetta vera enn, þó ekki sé það algild regla. Það er viður kennt af öllum, sem kunna sér hóf í orðavali, að notkun áfengra drykkja hafi tvær hliðar og þann ig er um flesta hluti. Hófleg vín- neyzla er gleðigjafi, getur komið í veg fyrir vissa kvilla og jafnvel dregið úr þróun sumra sjúk- dóma. Misnotkun áfengra drykkja er viðkomandi aðila ávallt til tjóns. Getur eyðilagt afkomu heim ila, þannig að þau leysist upp, og valdið slysum. Ýmislegt hefur vér ið gert til þess að koma í veg fyr ir neyzlu áfengis. Vínbönn hafa verið reynd jafnvel hjá stórþjóð um. Þau hafa gefizt illa, valdið lögbrotum og spillingu og verið afnumin. Bindindisfélög eru og hafa verið starfandi og ýmsir með limir þeirra unnið af einlægni á móti notkun áfengra dryfckja, en árangurinn hefur vægast sagt ver ið takmarkaður. Staðreynd er að í okkar landi hefur aldrei verið drukkið meir en nú, og á það einkum við um yngri kynslóð- ina. Það sem veldur er sénni- lega meiri fjárráð og minni Mnna, en áður var. Það er ekki hægt að hindra að stórfljót renni til sjávar eftir ein- hverjum leiðum, en oftast er unnt að koma í veg fyrir, ef rétt er að farið, að það breyti farveg og valdi tjóni. Það er vonlaust að fá mannkynið til að hætta að neyta áfengra drykkja, en ýmislegt er hægt að gera til að draga úr of- nautn áfengis og auka vínmenn- inguna. f því tilfelli skiptir engu máli hvort menn álíta, að ókostir áfengis séu meiri en kostir. Það þýðir ekki annað en að líta raun- hæft á málin. Enginn heldur því fram, að tóbak sé hollt eða nauð- synlegt. Ég hefi þó eigi heyrt neinn halda því fram, að banna beri notkun tóbaks með lögum. Ég hefi ásamt tveimur öðrum þing mönnum flutt frumvarp um breyt ingu á áfengislögunum, þess efn- is, að heimilt sé að búa til bjór, og selja eftir somu reglum og áfengi, sem inniheldur allt að 4i/2% vínanda. Persónulega álít ég, að frumvarpið gangi of skammt, og að lög og reglur um sölu áfengis þurfi að endurskoða rækilega. Ég álít ennfremur, að leyfa eigi innflutning á góðum bjór að minnsta kosti þar til við höfum lært að báa til 1. flokks bjór. Hliðstæð frumvörp hafa verið flutt fyrr. Bæði nú og þá hafa vissir einstaklingar hreyft lítið rökstuddum mótmælum. Mér þykdr því hlýða að gera grein fyr ir því, hvers vegna ég var með- flutningsmaður að þessu frum- varpi. Landið er ekki bjórlaust. Líkur eru til að fluttir séu til landsins eitt til tvö hundruð þús- und kassar árlega af góðum bjór eftir löglegum og ólöglegum leið um. Smygl skaðar þjóðarheildina venur menn á að lítilsvirða lög- in, og hefur því slæm áhrif á sið gæði viðkomandi aðila. Aðeins nokkur hluti þjóðarinnar nýtur þessara smygllinda. Bjór er minnst skaðlegur þeirra drykkja, sem innihialda áfengi. f honum er B-bætiefni, sem bætir líðanina og sé hann drukkinn á kvöldin sofa menn betur. Brenndu vínin eyða bætiefnum og valda því vanlíðan ef þeirra er neytt í óhófi. Án efa er hægt að verða ofurölvi af bjor, en hættan er margfalt minni en af sterkum vínum. Mikil bót væri að því, ef þeir sem neyta sterkra drykkja breyttu til og drykkju bjór. Sterku vínin örva og sé þeirra neytt í óhófi geta menn orðið vitlitlir og unnið ó- hæfuverk. Bjórinn gerir menn ró- lega, þeir una frekar heima hjá sér. Hjónaskilnuðum myndi fækka og færri heimili leysast upp ef dregið væri úr notkun brenndra drykkja, en meira drukk ið af bjór og léttum vínum. Hús mæðrum ætti að vera það áhuga mál og góður bjór væri seldur á löglegan hátt. Sú staðhæfing, að unglingar læri að drekka áfengi af bjór, hefur við lítið að styðjast. Staðreynd er, að þeir geta lært að neyta áfeng is án þess að drekka bjór. Ölið er ekki bragðgott, þannig að það er síður en svo, að það freisti ung- linga frekar en brenndu vínin. Sú viðbára, að menn mundu frek ar vera undir áhrifum vlns við vinnu ef bjór fengist keyptur með frjálsu móti, er vægast sagt hæp in, að minnsta kosti hér á landi. Hættan er meiri í heitari löndum, ef menn venja sig á að drekka bjór við þonsta. Það mun og korna fyrir hér á landi þó bjórsala sé ekki leyfð, að menn mæti til vinnu undir áhrifum víns. Athugandi er fyrir Alþýðusambandið og vinnu veitendur, hvort ebM er hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir slfkt, en það er sérmál. Ég átti tal við islenzkan mann í vetur, sem dvalið hefur meiri hluta ævinnar erlendis. Hann taldi tvennt athyglisvert í áfeng ismálum okkar. í fyrsta lagi bæri meira á því, að menn væri ofur- ölva hér en þar sem hann þekkti til, og í öðru lagi væri furðulegt, að efcki væri hægt að fá sæmileg an bjór á gistihúsum. Slíkt þekkt ist yfirleitt ekM. Sennilega notum við minna af veikum vínum en flestar aðrar þjóðir. Það á ;>n efa nokkurn þátt í því að meira ber hér á ölvun. Má og vera að skap- gerð, atvinnuhættir og óhagkvæm áfengislöggjöf valdi nokkru um. Tiltölulega fá veitingahús hafa leyfi til þess að selja vín. Aðeins stærri gistihús í stærri bæjum hafa slík leyfi. Erlendir menn, sem ferðast um landið, fá ekki bjór eða vín með mat, þó að þeir ósM þess, og kunna því illa. Rekstr argrundvöllur gistihúsa úti á landi er lakari en i Reykjavík. Þau gisti hús, sem lakari aðstöðu hafa, verða því að vera án þeirra tekna, Björn Pálsson sem sala áfengra drykkja gefur, þó þau hafi meiri þörf fyrir aufcn- ar tekjur. Breytinga er þörf í þessum efnum, ef gera á ísland að ferðamannalandi, og einnig vegna afbomu veitingahúsa ^úti á landi. Sjómenn dvelja oft fjarri heiim- iluim sínum. f landlegum leiðist þeim og hafa þörf fyrir að blanda geði við aðra og hvílast. Það mun álit flestra, að sjómenn ættu það skilið, að þeim væri gert slíkt kleift, en svo er ekM. Vínveitinga leyfi er yfirleitt ekki í bæjum, þar sean sjómenn dvelja mest í land- legum. Vínverzlunum er stundum lokað, ef þær eru til staðar til að draga úr víndrykkju, en oft eru þá farnar aðrar leiðir til að afla þess. Ógerlegt er að koma í veg fyrir að sjómenn reyni að afla sér víns landlegudaga. Vínsins mega þeir ekM neyta í veitingahús um, nema þau hafi vínleyfi. Þeir verða þvi að drekka það í bílum eða undir húsveggjum. Þeir kaupa heilar flöskur, drekka áfengið oft óblandað og verða ofurölva. Væri ekM til bóta að hafa bjórstofur á slíkum stöðum, þar sem sjóménn gætu drukMð hollan og hæfilega áfengan bjór, rabbað saman og slappað af. Svipað má segja um bændur og verkamenn, þó að að- staða þeirra sé nokkuð önnur og betri. Það væri ánægjuauki fyrir bændur, þegar þeir færu í kaup- stað eða kæmu hver til annars, að hressa sig á glasi af góðum bjór og spjalla saman. Frúrnar gætu einnig fengið sér glas með, ef þeim sýndist svo, því að bjórinn er hollari en kaffi, og ætti ekM að kosta mun meira. Bretar telja að bjórstofumar hafi átt vissan þátt í menningu þeirra. Þar hafi menn hitzt og ræðst við um dæg urmálin. Vilji bindindismenn gera eitt- hvað af viti í áfengismálum ættu þeir að vinna að því, að dregið væri úr sölu brenndra drykkja, en leyfð væri sala á bjór og aukin notkun léttra vína, t. d. með þv£ af leyfa sölu slikra vintegunda á fleiri stöðum en nú er. Neyzla áfengra dryfckja mundi á þánn hátt verða minna skaðleg og fá á sig meiri menningarbrag. Ástæða væri einnig til þess, að skipstjórar og sjómenn beittu sér fyrir því, að slíkar ráðstafanir séu gerðar. Engir vita betur en þeir, hvar skórinn þrengir að í þessum efn- um. íslenzka ríMð selur sterk vín á verði sem er svo hátt, að venju legir launamenn geta ekki keypt það án þess að þrengja um of fjárhag sinn. Óvíða eru þó sköpuð sMlyrði til að neyta þess utan heimila. Tóbak er selt með okur verði þó viðurkennt sé, að visisar tegundir þess geti verið skaðlegar heilsu manna. Það mundi eikM þykja vituríeg ráðstöfun, ef bönn uð væri sala á píputóbaki en leyft að selja vindla og vindlinga, þó vitað sé að pípureykingar skaða minna heilsu og fjárhag en vind- Framhald á hls. 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.