Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 12
tar 73. tbl. — Þriðjudagur 29. marz 1966 — 50. árg. FORSETIÍSLANDS í RÆÐU í VEI7LU FORSETA ÍSRAELS: „íg undrast þá orku, erbreytir eyðimörk í akur og aldingarða" Þegar GE liósmyndari Tímans rak nefið inn um dyrnar á sýningarskálanum nýja við Veghúsastig í gær, var Ragnar i Smára í vinnugalla og sagaði af miklum móð, en ekki var honum um það gefið að Ijósmyndari væri kominn á vettvang. RAGNAR í SMARA A0 OPNA NÝJAN LISTMANNASKÁLA GB-Reykjavík, mánudag. Ragnar í Smára hefur að und- anförnu staðið í ströngu við að innrétta á ný gamalt verksmiðju- hús að Veghúsastíg 7 og mun ætla að opna þar nýjan rithöfunda og listamannaskála á næstunni. Er Ragnar þá búinn að leggja bæði verksmiðjuhúsin á þessari sömu lóð, Smárasmjörlíkishúsið og Friggsápugerðarhúsið, alveg undir andlegar afurðir. í mörg ár hefur Helgafellsút- gáfan haft 'aðalbækistöð í Smára- húsinu, og Ragnar áður búinn að Framhald á bls. 22. Fjölsóttur fundur um iðnaöar- mál í Framsóknarfélagi Rvíkur SJÁ RÆÐU BJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR VERKFRÆÐINGS BLS. 15. Miðvikudaginn 23. þ.m. var fundur haldinn í Framsóknarfé- lagi Reykjavíkur í Framsóknarhús inu. Formaður félagsins, Gústaf Sigvaldason, stýrði fundi, en Sig urður Björnsson var fundarritari. Umræðuefni var iðnaðarmál. Framsögumenn voru þrír, Björn Sveinbjömsson, verkfræðingur, Harry Frederiksen, framkvæmda- stjóri, og Kristján Friðriksson, for stjóri. Björn Sveinbjömsson talaði fyrstur. Drap hann á sögu iðnað- arins, rakti að nokkru þróun hans og ræddi um aðstöðu hans nú. Er indi hans er birt á öðrum stað 1 blaðinu og vísast til þess þar. Harry Frederiksen talaði næst- ur. Hann rakti iðnaðarmál frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Rakti hann að no'kkru þróun iðnaðar- mála síðari ára. Minnti hann á að á stríðsárunum síðari og fyrst á eftir hefði risið hér upp iðnaður ýmiss konar af eðlilegri sjálfs- bjargarviðleitni, þar sem almenn ur iðnaður annarra landa var lam aður eða lá með öllu niðri. Af eðlilegum ástæðum hefði sumt af Framhald á bls. 23 FB-Reykjavík, mánudag. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, hefur að undanförnu ver ið á ferðalagi úm ísrael, eins og komið hefur fram í fréttum. Hin opinbera heimsókn forsetans til ísraels hófst hins vegar ekki fyrr en í morgun í Jerúsalem, þar sem borgarstjórinn tók á móti honum. Síðan átti forsetinn að ræða við utanríkisráðherra og forsætisráð herra ísraels og heimsækja þing landsins. Forsetinn heimsótti ísr- aelsfea þjóðþingið. Var honum þar, fyrstum erlendra þjóðhöfðingja leyft að flytja ávarp eftir að hann hafði verið ávarpaður, og var það af þeim sökum, að hann kemur frá því landi, þar sem elzta löggjafarþing í heimi situr. í kvöld sat forsetinn kvöldverðar- boð Zalman Shzar forseta ísraels. Þar ávarpaði ísraelsforseti tor- setann, sem síðan flutti ávarp. Zalman Shzar, ísraelsforseti sagði m.a.: „Ég hef þann heiður og ánægju að bjóða forseta íslands, utanrík- isráðherra og fylgdarmenn þeirra velkomna, og aðra háttvirta gesti þeirra á meðal sendiherra ei>- lendra ríkja í ísrael. Við nei'lsum forseta fslands sem leiðtoga hug- rakkrar og friðelskandi þjóðar, Framhald á bls. 22. Konur í Kópavogi Fundur í Framsóknarkvenfélag- inu Freyju verður haldinn fimmtu daginn 31. marz. í félagsheimilinu Neðstutröð 4, klukkan 8.30. Stjórnin. Njarðvíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Njarðvíkur verður haldinn í Stapa (suður dyr) laugardaginn 2. apríl klukkan 16.30. agskrá: 1. Venju- leg aðalfundarstörf. 2. Ræddur kosningaundirbúningur. 3. Onnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. FLIF Keflavík Sjötti fundur málfundanám- skeiðs FUF í Keflavík verður haldinn miðvikudaginn 30. marz kl. 21 í Tjamarkaffi. Valtýr Guð jónsson flytur erindi um hafnar- mál. Fjölmennið og takið með ykk ur gesti. Stjómin. ALUMÍNMYNDATAKA GÁÐ I TÖSKU LJDSMYNDARA IGÞ—Reylgavík, mánudag. Svo óvenjulega bar við í morg- un, þegar ljósmyndari hér í bæn- um var sendur af blöðum til að taka myndir af samningamönnum um alúmínvinnslu, að djravörður taldi vissara að líta í tösku Ijós- myndarans. Þetta gerðist á Hótel Sögu, en þar vom svissnesku samninga- mennimir staddir. Stóð til að taka af þeim myndir fyrir blöð. Eins og stundum er venja Ijós- myndara, þegar mikið stendur til, þá hafði þessi með sér stóra tösku með mismunandi linsum og öðr- um tólum til að bera ofurliði ranga birtu og geta yfirleitt sigr- azt á öllum hugsanlegum og Óhugs anlegum tæknilegum vandkvæð- um. Þegar hann var kominn að lyft unni I hótelinu, kom þar að hon um dyravörður, sem bað um að mega líta í töskuna, og var það auðsótt mál. Verður ekki annað séð en að um einhverjar öryggis- ráðstafanir hafi verið að ræða. Þetta hafði þó enga töf í för með sé*, og þegar upp kom, voru menn irnir, sem mynda átti, hinir alúð- legustu. Þá átti undarlegur viðbúnaður sér stað í iðnaðarmálaráðuneytinu þegar dró að fyrirvaraundirskrift Framhald á bls. 22. MOBAKKIHRYNUR OFAN A MANN Kvikmynd um Sig- urð Fáfnisbunu IGÞ-Reykjavík, mánudag. Tveir Þjóðverjar eru komnir hingað til að undirbúa töku þýzkrar stónmyndar, sem gerð verður eftir Völsungasögu, sem í yngstri mynd sinni er ein af Fornaldarsögum Norð- urlanda. Þetta er sagan af Sig urði Fáfnisbana, Guðrúnu Gjúkadóttur og Brynhildi Buðladóttur. Það er einn af leikstjórum CCC-fiIm í Vestur-Þýzkalandi og framkvæmdastjóri fyrirtæk isins, sem hingað eru kiomnir þeirra erinda að athuga allar aðstæður fyrir kvifemyndatök- una hér. Þeir hafa ráðið sér til aðstoðar þá Gísla Alfreðsson, leifestjóra, og Þorgeir Þorgeirs son, kvifemyndatökumann. Framhald á bls 23 HZ—Reykjavík, mánudag. Það slys varð í morgun kl. 10 við Reykjavíkurflugvöll, að mað ur varð undir móbakka, sem hrundi ofan á hann. Það var strax ráðizt í að moka ofan af honum, og að því loknu var hann fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á spítala, þar sem hann liggur nú þungt haldinn. Maðurinn, Þórður Kristjánsson 48 ára gamall, var að vinna við vatnsdælu í klóakskurði hjá Loft leiðahótelinu nýja, þegar slysið varð. Allmikið vatn hafði safnazt í skurðinn, á að gizka Vz m á dýpt og var Þórður að vinna við dælu, sem dældi vatninu í burtu. Einn- ig var jarðýta niðri í skurðinum og var ýtustjórinn að hreinsa klaka af tönninni með loftpressu. Vissi hann ekki fyrri til en hluti bakkans, um 4 metrar, hrundi nið ur í skurðinn, og varð Þórður und ir honum. Stóð höfuðið á honum þó upp úr. Hafizt var handa um að moka ofan af honum, og var hann að því búnu fluttur til rann sóknar. í ljós kom, að hann var hand- ] leggsbrotinn, slitnað hafði æð í lærinu á honum, og einnig hlaut hann fleiri áverka. Seinni hluta dags í dag var hann þungt haldinn, sem fyrr segir. Jarðskjálftakippk mælast / Rvik GÞE—Reykjavík, mánudag. Um hádegisbilið á laugardag komu fram á jarðskjálftamælum 4—5 jarðskjálftakippir, þar af einn allsnarpur. Jarðeðlisfræði- deild veðurstofunnar fékk þær upplýsingar, að kippimir hefðu og mælzt í Vík í Mýrdal, og var ■þá álitið að þeir stæðu í einhverju sambandi við Kötlu. Síðar kom í ljós, að fregnimar frá Vík voru rangar, og þykir nú fuUvíst, að ekki sé um umbrot í Kötlu að ræða. Blaðið fékk þær upplýsingar frá Jarðeðlisfræðideildinni í dag, að engir kippir hefðu mælzt síðan á laugardag, og Veðurstofan hefði ekki fengið neinar tilkynningar um það, að fólk hefði orðið vart við kippina, sem urðu á laugar- dag. Ekki mun endanlega hægt að kveða á um, hvar upptök jarð- skjálftanna hafa verið, þar eð Veð urstofuna skortir gögn utan af landi, en líklegt þykir, að þau hafi verið talsvert langt inni í landL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.