Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.03.1966, Blaðsíða 6
18 ÆSKUNNAR TÍMINN VETTVANGUR ÞRIÐJUDAGUR 29. mans 1966 FJOGURRA LANDA SYN Tvær utanferðir SUF í sumar L Svil>jóðar- og Finnlandsferð. , / ^ . . I 2. Danmerknr og Spánarferð Fararstjóri: Örlygur Hálfdanarson. Sasnfaand ungra Framsóknarmanna hyggst halda áfram uppteknum hætti og efea tn utanlandsferða að sumri. Ferðimar verða að þessu sinni' tvær og með því er leitast við að kóma til móts við ólíkar óskir væntanlegra þátttakenda. Fyrri ferðin hefst hinn 5. ágúst. Verður þá haldið til Svíþjóðar og Finnlands, en síðari ferðin hefst hinn 28. ágúst og verður þá leitað til suðlægari landa, þ. e. til bað- stranda Spánar, en með viðkomu í báðum leiðum í kóngsins Kaupmannahöfn. Fararstjóri í báðum ferðunum verður Örlygur Hálfdanarson, formaður S. U. F. og svanar hann fyrirspumum í síma 35658. Fyrri ferð, Þetta er 15 daga ferð, en þeir sem þess óska geta framlengt henni um viku og balda þeir þá heimleiðis 26. ágúst. Með þessu móti gefst þátttakendum tækifæri til þess að skreppa til Kaupmannalh., eða annarra staða, eftir óskum og ástæðum Heildarverð er kr. 13.850. — Innifalið í verði eru flugferðir, bílferðir, gistingar, morgunverður í stórborgum og hádegis- og fcvöldverður þegar verið er á ferð, fararstjóm og söluskattur. Vikudvölin í Kaupmannahiöfn kostar til viðbótar kl. 3.500.— Fjöldi fslendinga hefur á ári hverju farið í Norðurlandaferðir, sem fara um Fri TivoM í Kaupmannahöfn. Noreg, suðurhluta Svíþjóðar og Danmörku. Nú gefst í fyrsta skipti fcostur á f»- lenzkri hópferð sem fer norður eftir Svíþjóð, upp með Botniska flóanum og suður eftir Finnlamdi Ótrúlega fáir íslendingar hafa lagt leið sína til Finnlands, en þeir sem hafa gert það, hafa komið til bafca hrifnir af landinu, og jafnvel etm hrifnari af þjóðinni. Þó Finnar séu oklcur fslendingum lítið skildir, er margt sameiginlegt með okkar þjóðum, og má þá fyrst nefna að báðar eru nokbuð ein- angraðar frá hinum Norðurlandaþjóðunum, bæði vegna legu landanna og yfir- gnæfandi áhrifa hinna þriggja út á við. f ferðinni er ekið frá Gautaborg, um Trollhattan meðfram vesturströnd VSnern vatnsins, um Karlstad og til Örebro. Síðan er farið í átt að Botniska flóanum til Gavle og meðfram ströndinni til Sundsvall, sem er mikil iðnaðarborg, sérstafclega í tiimburiðnaði. Þaðan er haldið upp msð Botniska flóanum til Umea og farið á ferju til Vaasa í Finnlamdi. Eftir það er ferðast um vatnahéruðin í Finnlandi og dvalizt í Helsinki. Þeðan liggur leiðin til Stokkhólms hinnar fögru höfuðborgar Svfþjóðar. Þaðan er farið meðfram Vattern, sem er talin ein fegursta Ieið á Norðurlöndum, til Granma, og þaðan til Gautaborgar, þar sem ferðinni lýkur. Þeir sem ósfca geta framlengt ferðima um eina viku f Kaupmannahöfn. 5. ágúst. Lagt er af stað um miðjan dag frá Reykjavffc og komið til Gantaborgar að kvöldi. 6.. ágúst. Ekið framhjá Trollhattan skipastiganum og orkuvertmum nortter mcð Vanern, sem er stærsta vatn Svfþjóðar, til Örebro við Hjalmaren. 7. ágúst. EkiB um hina fomfrægu háskólaborg Uppsali, til Sundsvall. 8. Haldið áfram narður með Botnísfca flóanum til Umea og farið þaðan með ferju yfir flóann til Vaasa, sem er sögufræg borg frá miðöldum. 9. ágúst. Ekin er stutt dagleið til Jyveskyla og gefst góður tími til að skoða tág um á leiðinni ine í landið. 10. ágúst. Þennan dag er haldið í suður í átt til Helsinki og gist f Espoo, skammt fyrir utan borgina. 11. ágúst. Þessum tveim dögum er varið j Helsinki og umhverfl, og gefst möwn- um tækifæri til að skoða sig um, hvort sem er með leiðsögn, eða á eigin spýtnr. 13. ágúst Seinni hluta dags er lagt af stað frá Helsinki til Turku, þar sesn stigið er um borð í ferju tjl Stobkhólms. 14. ágúst. Komið er til Stokkhólms að morgni. Stokkhólmur hefur verið nefnd „Feneyjar Norðurlanda'1 vegna þess að borgin stendur á fjölda hólma. Þetta er glæsileg heimshorg og hefur upp á margt að bjóða, svo engin hætta er á að tíminn reynist of Iangur. 17. ágúst. Farið frá Stokkhólmi til Granna við Vattem. 18. ágúst. Sjðasta dagleiðin í bílferðinni er til Gautaborgar og er hún stutt, þaim- ig að fólfci gefst tími til að skoða sig um í borginni. 19. ágúst. Þetta er lokadagur ferðarinnar og er flogið til fslands að morgm og komið heim eftir hádegi. 20. ágúst til 26. ágúst. Þeir sem vilja framlengja ferðina og fara til Kaupmanna- hafnar, halda heimleiðis frá Gautaborg 26. ágúst. Seinni ferð, Danmörk - Spánn Þetta er 13 daga ferð 28. ágúst til 9. september. Heildarverð kr. 14.700, — Inni- falið í verði eru flugferðir, flutningar til og frá flugvöllum erlendis, gisting og fulLt fæði á Spáni, gisting og morgun- og kvöldmatur í Kaupmannahöfn, farar- stjórn og söluskattur. Ferðaáætlun: 1. dagur. Flogið frá Reykjavík að morgni og lent í Kaupmannahöfn seinni hluta dagsins. Haldið áfram með flugvél til Barcelona. Farþegar fluttir af flugvelli til Lloret De Mar, sem er einn helzti baðstaður á Costa Brava. Þar er hægt að velja um hvers kyns skemmtanalíf, næturklúbba, spánska bari, sjóskíði, köfun, siglingar og fleira. Dvalizt verður á 11. flokks hóteli. 3. — 9. dagur. Dvalizt um kyrrt á Lloret de Mar. Hægt er að fara ferðir um nærliggjandi héruð og til Barcelona t. d. til að horfa á nautat. 10. dagur. Að morgni er lagt af stað til flugvallarins í Barcelona og flogið þaðan til Kaupmannahafnar. Farþegar fluttir á hótel. 10. — 12. dagur. Verið um kyrrt í Kaupmannahöfn, þar sem nóg er að skoða. 13. dagur. Dvalizt í Kaupmannahöfn fram eftir degi og flogið heim til Reykja- víkur seinni hluta dags. Jtgefandi: S.U.F. - Ritstjórar: Baldur Óskarsson og Hermann Einarsson I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.