Tíminn - 03.04.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 03.04.1966, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 3. apríl 1966 TÍMINW 5 Ötgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæindastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þðrarínsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrfmur Glslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastrætl 7. Af- greiðBlusfmi 12323. Auglýslngasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hf. ViD þjóðin láta auka verðbólguna? Ólafur Tbors lýsti því yfir fyrir rúmum þrem árum, að tækist ekki að stöðva verðbólguna, væri allt annað unnið fyrir gýg. í framhaldi af þessu var það helzta loforð stjórnarflolckanna fyrir síðustu þingkosningar að stöðva verðbólgtám. Reyndin hefur orðið sú, að síðan Bjami Benediktsson tók við stjómarforustu haustið 1963, hef- ur verðbólgan magnazt hraðar en nokkru sinni fyrr. Um þetta sagði Ólafur Jóhannesson í vantraustsum- ræðunum m.a.: „Afleiðingar hinmar geigvænlegu verðbólguþróunar blasa við í öllum áttum. Þær bitna auðvitað á al- menningi, sem á í vök að verjast vegna vaxandi dýrtíð- ar og horfir fram á lífskjararýrnun af hennar völdum. Það er launamönnum sívaxandi áhyggjuefni, hvernig þeir eigi að sjá sér og sínum farborða, láta tekjumar hrökkva fyrir nauðþurftum. Það er óreiknandi dæmi, hvernig þeir lægst launuðu komast af. Bilin á milli þjóð- félagsþegnanna breikka, hinir ríku verða ríkari, en hin- ir fátæku fátækari. En þó kemur e.t.v. síðar röðin að þeim ríku, því að verðbólgan hefur sama eðli og bylt- ingm, að hún étur sín eigin böm. Byggingarkostnaður- inn leggst á unga fólkið eins og ok. Fjáriögim marg- faldast, skattabyrðin þyngist stöðugt, en allt er þó kórón- að með því, að greiðsluhalli er hjá rfkisstj. tvö síðustu árin. Hvar finnast dæmi slíks? Aöeiðingar verðbólgttnn- ar þjaka framleiðsluatvinnuvegina og eyðileggja rekstr- argrundvöll hverrar atvinnugreinariimar á fætur aim- arri. Það er alvarlegast, því að þeir em sá grundvööur, sem afkoma Iandsmanna byggist á. Það liggja fyrir margir vitnisburðir um versnandi afkomu, haílarekstur og jafnvel yfirvofandi framleiðslustöðvun hjá helztu at- vinnuvegunum. Þeir vitnisburðir eru ekki aðeins hjá einstökum atvinnurekendum, heldur og frá fundum þeirra og fyrirsvarsmönnum stéttarsamtakanna". Ólafur vitnaði síðan í samþykktir ýmissa félagssam- taka þessu til áréttingar, en þó ætlaði ríkisstjómin samt ekki að hefja neitt viðnám. I stað þess ætlar hún að bæta gráu ofan á svart og stofna til stórframkvæmda með at- beina erlends fjármagns á því svæði, þar sem þenslan er mest og vinnuaflsskortur tilfinnanlegastur. Það er augljóst mál, að slíkt hlýtur að verka eins og olía á eld. Það er vissulega lágmarkskrafa, að þeir flokkar, sem lofuðu þjóðinni að stöðva verðbólguna fyrir seinustu þingkosningar, gefi henni tækifæri til að segja álit sitt á einum stærsta samningi, sem hefur verið lagður fyr- ir Alþingi, — samningi, sem er ekki aðeins stórkost- lega gallaður, heldur hefur þær óhjákvæmilegu afleið- ingar, eins og allt er nú í pottinn búið, að verðbólgan hlýtur að magnast meira en nokkurn tíma fyrr. * Alit Landsbankans í áliti, sem Landsbankinn hefur birt um verðtrygg- ingarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, era leidd rök að því, að eina örugga leiðin til að verðtryggja spariféð sé að stöðva verðbólguna. Landsbankinn leggur því höfuð- áherzlu á stöðvun hennar. Ríkisstjómin er á öðru máli Hún ræðst þvert á móti í aðgerðir ,sem era líklegar til að auka verðbólguna meira en nokkum tíma fyrr. Walter Lippmann ritar um alþfóðamál: Nauösynlegt að taka vestrænt samstarf til endurskoðunar Utanríkisstefna Bandaríkjanna er orðin á eftir tímanum FYRIR laglega tilviljun höf- um viS upp á síðkastið verið knúðir til að fara að ræða tvö undirstöðuatriði utanríkis- stefnu akkar. Annað þessara undirstöðuatriða er einangr- un Kína, hitt er starfsemi og ætlunarverk Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu. Það er tilviljun, að de Gaulle skuli hafa vakið máls á því at- riðinu, sem Evrópu snertir, ein mitt í sama mund og Fulbright öldungadeildarþingmaður hóf umræður um Kína. En hitt get- ur ekki talizt tilviljun, að stefna okkar í þessum tveimur mikilvægu atriðum skuli ein- mitt á sama tíma sýna öli ein- kenni þess, að hún sé alls ófull- nægjandi. Stefnan í þessum tveimur atriðum var mótuð. nokkurn veginn á sama tíma. Afstaðan til Kínamálanna var tekin þeg- ar Mao Tse-tung rak Chiang Kai-shek á burt af meginlandi Kína árið 1949. Stefnan í Evr- ópumálinu var mörkuð árið 1948, þegar Bandaríkin réttu Vestur-Evrópu við með MarshallJhj álpinni og áréttuðu það átak með hernaðartrygg ingu Atlantshafsbandalagsins. Þessar tvær stefnumarkanir voru meginskerfur Bandaríkja- manna til að leysa aðsteðjandi vanda og bægja frá óreiðuhytt- um eftirstríðsáranna. OKKUR þarf engan veginn að koma á óvart þó endurskoð- un þessara stefnuatriða geri á góma að átján árum liðnum friá mótun þeirra. Bæði þessi stefnuatriði eru nú orðin úr- eit. Viðburðirnir eru þegar hlaupnir fram úr þeim á rás sinni. Bæði stefnuatriðin hafa lokið sínu upphaflega hlutverki og bæði þarf að endurskoða og endurmóta, ef stjórn lands okkar á að tileinka sér utan- rikisstefnu, sem annar sínu hlutverki eins og heimur- inn er orðinn í dag. Heimurinn er í dag orðinn allur annar en hann var árið 1948. Kommúnistabylting í As- íu er búin að staðfesta og sanna tök sín í Kínaveldi á meginlandinu. Japan er kom- ið vel á veg með að rétta við og ná stórveldisaðstöðu á ný. Rauða-Kína var vanmáttugt fylgiríki Sovétríkjanna, en á nú í hatrömmum átökum við þau. Evrópuþjóðirnar, sem voru um þetta leyti örmagna eftir ósigur og hersetu, hafa tekið stórkostlegum framförum. Þetta á ' við bæði um Austur- og Vestur-Evrópu. Bandaríkin voru ein um kjarnorkuvopn og þessi sérstaða var enn í fullu gildi þegar Atlantshafsbanda- lagið var stofanð, en henni er ekki framar til að dreifa. Sovét ríkin eru nú orðin kjarnorku- stórveldi, en jafnframt er varð- veizla friðarins öllu brýnna hagsmunamál Sovétmanna en flestra annarra þjóða, eins og Adenauer hefur bent á. FURðULEGT mætti því heita, ef ekki væru bornar fram kröfur um að stefna eftir- stríðsáranna væri tekin til end urskoðunar og endurmótunar. Grunnfært og skammsýnt sjón- armið væri áð halda, að stefna okkar í Asíumálum gæti enn staðið óhögguð, ef ekki hefðu komið til fáeinir kredduibundn- ir skólamenn og öldungadeild- arþingmenn, og. ..Evxópustefna okkar gæti enn verið í fulu gildi, ef de Gaulle hefði ekki komið til skjalanna. Þeir, sem tala og skrifa á þennan hátt, ættu að reyna að gera sér ljóst, að eftir sér- hverja styrjöld ke'mur að því, — svona 12-20 árum síðar — að sáttmálar eftirstríðsáranna fara út um þúfur. Fimmtán árum eftir fyrri heimsstyrjöldina brustu sátt- málar eftirstríðsáranna, þegar Hitler komst til valda árið 1933. Um 13 árum eftir borg- arastyrjöldina hér í Bandaríkj- unum lauk endurreisnartíma- bili eftirstríðsáranna að Tild- en-kosningunum afstöðnum. Skipanin, sem komið var á í Evrópu eftir orrustuna við Wat erloo, fór út um þúfur um 1830. Þetta fer alltaf á sama veg. Skipan eftirstríðsáranna fer út um þúfur vegna þess, að um það bil 15 árum eftir stríðslok er váxin upp ný kynslóð manna og komin til valda og áhrifa. ÞRÁTT fyrir þetta hafa þau undur gerzt, að ríkisstjórn Johnsons forseta hefur látið sér nægja að verja stefnu eft- irstríðsáranna í stað þess að búa sig undir óhjákvæmilega endurskoðun^ hennar og um- breytingar. Árangurinn er sá, að ríkisstjórn Johnsons hefur glatað — og raunar afsalað sér — frumkvæðinu í utanrík- ismálunum, og er sár og móðg- uð yfir því, að fjöldi fólks, bæði heima fyrir og eriendis, skuli vera að klifa á erfiðum og þreytandi spurningum. Þegar svona stendur á er rík isstjórnin ekki að keppast við meðferð vandamálanna, heldur r- eins og Marshall hershöfð: ingi komst að orði „að berjast gegn vandanum“ í stað þess að reyna að leysa hann. ÞANNIG gengur þetta. í stað þess að leggja fram uppá- stungur um endurnýjun vest’ rænna samtaka til„þess .að gera þau varanleg og við hæfi nú- tímans, barmar ríkisstjórnin sér undan þvi, að de GauIIe sfculi varpa vandanum fram í dagsljósið. Hvers vegna höfum við Bandaríkjamenn ekki sjálfir borið fram okkar eigin tillögur um breytingu Atlantshafs- bandalagsins í nútímahorf? Hvers vegna sitjum við súrír á svip með hendur í skauti og heimtum, að de Gaulle hers- höfðingi skýri sínar uppástung- Framhald á bls. 11. Fylgjast þeir bezt með tímanum? Myndm var tekin af þeim Adenauer og de Gaulle, er þeir ræddust við í Paris fyrir skömmu. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.