Tíminn - 03.04.1966, Síða 7

Tíminn - 03.04.1966, Síða 7
SUNNUPAGTTR 3. aprfl 1966 ,Bezta fréttablaðið“ SÍBastliðinn mánudag ræddu forráðamenn svissneska álhring ins, sem hér voru staddir, við blaðamenn og svöruðu ýmsum spumingum þeirra. Pákisútvarp- i8 sagði allitarlega frá þessu viðtali sr ax um kvö’dið, en dag blððin daginn eftir. Athygii vafcti það, að frasögn Mbl. var talsvert á aðra leið en hinna blaðanna. í frásögn þess vant- aði þau ummæli Emanúels. R. Meyers, aðalforstjóra svissneska hringsins, að ákvæði álsamnings ins um málskot til alþióðlegs gerðardóms, væri algert eins- dæimi. Bæði Ríkisútvarpið og hin morgunblöðin sögðu greini- lega frá þessu atriði, enda þetta atriði hið mikilsverðasta, sem fcom fram í viðtalinu við Sviss- lendingana. Mbl. hefur jafnan reynt að stæra sig af því, að það væri „bezta fréttablaðið” og grcindi Itarlegast frá tíðindum. Samt fóru þessi athyglisverðu u»n- mæli Meyers alveg framhjá Morgunblaðinu. Það kom nefni- lega á daginn hér, eins og svo oft áður, að fréttimar fara ein- hvera veginn framhjá Mbl„ ef þær era óþægilegar blaðinu og aðstandendum þess. Þessi frétt samrýmdist nefnilega illa því of lofi um Jóhann Hafsteúi og Jónannes Nordal, sem hlaðið hafði flutt í sambandi við álsamninginn. Þess vegna stakfc „bezta fráitablað'ð" henni undir stól. Algert einsdæmi Það er nú upplýst, að þess séu engin dæmi, að ríkisstjóm hafi samið við erlent einkafyr- irtæki á þann veg, að ágrein- ingsmál, sem rís út af saron- ingi milli þeirra, skuli leggja undir alþjóðlegan gerðardóm. ÖH slfk ágreiningsmál em dæmd af dómstólum viðkom- andi lands. Alþjóíjjbankinn hef- ur haft á prjónutwm uppkast að alþjóðasamningi um þessi atriði vegna vantrausts, sem hvílir á réttarfari sumra vanþróaðra landa í Afríku en honum hef- ur ekki tekizt að fá það viður- kennt og ekki taldar líkur til, að honum muni takast það. fslenzka ríkisstjórnin gengur þó undir þetta jarðarmen fyrst allra ríkisstjórna, og raunar miklu lengra. Dótturfyrirtæki svissneska hringsins, sem á að starfa hér og á að vera að öllu levti íslenzkt fyrirtæki, skal hafa fullan málskotsrétt til hins alþjóðlega gerðardóms. Það mun alveg einstætt, að innlent fyrirtæki skuli þannig geta kom izt framhjá dómstólum viðkom- andi lands. Þótt ríkisstjórnin leiti með logandi Ijósi um heim allan, mun hún ekki geta bent á neitt hliðstætt dæmi. Vantrú á íslenzku véttarfari Vitanlega má um það deila. hvmig hinir erlendu gerðardóm ar kunna að gefast okkur Hér er hins vegar ekki fyrst og fremst um það að ræða Hér er um það að ræða. hvort það sé réttmætt álit á íslenzkum dómstólum, að útlendir aðilar vantreysti þeim, og hvort við eigum að sætta okkur við það álit. Hér er um það að ræða, hvort við eigum sjálfir að skipa réttarfari okkar á bekk með réttarfari hinna vanþróuðu þjóða Afriku, sem Alþjóðabank- inn hefur sérstaklega í huga í sambandi við áðumefnt samn- ingsuppkast. Játning Meyers Meyer forstjóri játaði óbeint, að það væri vegna vantrausts á íslenzku réttarfari að sviss- neski álhringurinn hefði heimt- að þetta atriði inn í samning- inn. Samkvæmt frásögn Alþýðu blaðsins sagðist honum svo um þetta atriði. „f samningunum við ísland er fram tekið að deilumálum megi vísa í alþjóðlegan gerðardóm, þar sem aðilar tilnefna hvor sinn mann og ef þeir ekki koma sér saman um oddamann, þá tilnefni forseti alþjóðadómstóls- ins í Haag hann. Meyer sagði, að ákvæði um þetta væra ekki i hliðstæðum samningum fyrir- tækisins við önnur lönd en rétt hefði þótt að hafa þetta ákvæði vegna þess að hér væri því ekki fyrir að fara eins og viða er- lendis, að dómstólar hefðu fjall að um mörg deilumál af þessu tagi, og hér væri engir dómar í þessum efnum til að styðjast við.“ Greinilegar verður það ekki sagt, að hinir svissnesku ál- menn álíta íslenzka dómara ekki hafa þekkingu né sanngimi til að dæma rétt um viðkomandi mál. Með þessu hefur fengizt eft irminnilegt álit þeirra á íslend- ingum og íslenzku réttarfari. En þótt þeir hafi þetta álit, átti íslenzka ríkisstjórnin ekki að fullyrða það með eigin undir- skrift. Gagnvart umheimin- um setur sú viðurkenning óaf- máanlegan blett á íslendinga og íslenzkt réttarfar. 28% verðmunur Hinir svissnesku álmenn veittu aðrar merkilegar upplýsingar í sama blaðaviðtali. Ef einhverjir kunna að halda, að Bjami Bene- diktsson og Co. hafi gengið und- ir hið niðurlségjandi jarðarmen vegna þess, að samningarair tryggðu að öðru leyti sæmilega fjárhagslega afstöðu fslands, þá er allt annað uppi á teningnum. Hinn svissneski álforstjóri upp lýsti nefnilega, að fyrirtæki hans, sem hefur rekstur í mörg- um löndum, nyti hvergi eins hagstæðs raforkuverðn og þvl vs^ri ætlað hér. Því til sönnun- ar nefndi hann það, að sam- kvæmt nýlegum semningi, sem svissneski álhrinsurinn gerði við Norðmenn, greiðir hann 13.76 ’tura fyrir kílóvattstundina. Hér á hann að greiða 10.74 aura eða rúmum þremur aurum minna. Það munar hvorki meira né minna en 28%. sem zerðið verður hærra í Noregi en hér Því fer hins vegar fjarri. að virkjunarskilyrðin séu betri TfiyilNN____________ hér en í Noregi. Við þyrftum þvi vissulega að fá ekki minna fyrir raforkuna en Norðmenn. Engin afsakanleg rök er hægt að finna fyrir því, að við sætt- um okkur við lægra raforku- verð en Norðmenn. Hvað þá heldur þegar verðmunurinn er jafn gífurlegur og upplýsingar svissneska álforstjórans bera með sér. Rétt er að geta þess, að hið Jóhann Hafstein „góða fréttablað,“ Morgunblað- ið, hefur enn ekki birt upplýs- ingar svissneska álforstjór- ans um raforkuverðið í Noregi. Nú ætti Jóhann að reikna! Jóhann Hafstein hefur látið reikna út, hve mikið fslending- ar græða á því næstu 25 árin að selja svissneska álhringnum meirihluta orkunnar frá Búr- fellsvirkjun. Ekki hefur verið hlegið meira að öðmm útreikn- ingum, því að útilokað er að reikna þetta, þar sem næstum öll atriði, sem máli skipta, byggj ast á hreinum ágizkunum. Hins vegar er tiltölulega auð- velt að reikna út hver munur verður á þeim tekjum, sem Is- lendingar og Norðmenn fá fyr- ir raforkuna, miðað við svipað magn og svissneski álhringur- inn á að fá frá Búrfellsvirkjun. Sá munur nemur mörgum tug- um milljóna króna á ári hverju. Á 25 áram mun hann skipta mörgum hundraðum milljóna króna. Yrði svo reiknað með vöxtum og vaxtavöxtum, eins og ■Tóhann gerir, mun þessi upp- hæð ekki verða neitt smávegi- leg. Jóhann ætti að láta reikna þetta út. Mbl. myndi vafalaust halda þvi fram samt. að Jóhann Hafstein og Jóhannes Nordal væra alveg frábærir samninga- menn! fiórir milliarðar Jóhann gæti látið reikna fleira: samkvæmt seinustu áætlun- um er gert ráð fyrir, að gjald- evristekjur af álbræðslunni í Straumsvík verði 300—320 mill j kr Þar er óefað mjög riflega reiknað Norðmenn gera hins vegar ráð fyrir, að gjaldevris- tekjur þeirra af sambærilegri verksmiðju, sem svissneski ál- hringurinn er að tryggja hjá þeim, verði 480 millj. kr. á ári eða 160—180 millj. kr. meiri á ári þar en hér. Jóhann ætti að láta reikna út, hve miklu þessi munur nemur á 25 ára tímabili. Hann gæti komist upp í fjóra milljarða króna og sleppt þó bæði vöxtum og vaxtavöxtum. Eykon myndi samt halda áfram að skrifa um einstæða samnings hæfileika hans og Jóhannesar Nordals. Nýstárleg skatta- álagning Mbl. hælir þeim Jóhanni og Jóhannesi fyrir hve frábænlega vel þeir hafi samið við álhring- inn um skatta- og tollamál. Um tollamálin hafa þeir samið þann ig, að hringurinn sleppur við alla tolla. Um skattamáiin haía þeir samið þannig, að hringur- inn greiðir ákveðið útflutnings- gjald í stað allra skatta. Þetta útflutningsgjald er fundið þann ig út, að áætlað er hve mikið hringurinn myndi greiða í skatta samkv. núgildandi skatta lögum, byggt á rekstraráætlun, sem hann hefur sjálfur gert. Myndi ekki íslenzkum skatt- greiðendum finnast það nokkur munur, ef þeir gætu verið laus ir við allt skattaeftirlit og skattalögreglu, og fengju skatt- ana aðeins áætlaða samkv. fyr- irfram gerðri rekstraráætlun, sem þeir gerðu sjálfir, og væru jafnframt undanþegnir öll um skattahækkunum, sem gerð ar kynnu að verða í framtíð- inni. Er ríkisstjórnin kannski reiðubúin að bjóða íslenzkum skattgreiðendum slík kosta- kjör? Norðmenn sömdu þannig við svissneska álhringinn, að dóttur- fyrirtæki þeirra í Noregi greiða tolla og skatta, á sama hátt og norsk fyrirtæki. Á því byggist það m.a. að gjaldeyristekjur era áætlaðar meiri af sambærilega stórri verksmiðju þar og hér. Mbl. telur þetta vafalaust eitt dæmi um snilli þeirra Jóhanns og Jóhannesar í samningunum. Það hefur þó óvart skotizt inn i skýrslur ríkisstjórnarinnar, að álhringurinn hafi átt tillögu að beirri nýstárlegu tilhögum, sem tekin er upp hér, þ.e. að byggja útreikninga skatta á rekstrar- áætlun skattgreiðandans! ^faðsetningin Það er væntanlega fleira, sem þeir Jóhann og Jóhannes hafa samið öðru vísi við svissneska álhringinn en Norðmenn. Norð- menn hafa sett það sem ófrá- víkjanlegt skilyrði í öllum slík um samningum, að þeir réðu riaðsetningu fvrirtækjanna. Það bafa Norðmenn gert vegna þess. að þeir vilja staðsetja slik fyrir- tæki með tilliti til þess, að þau auki jafnvægi í bvggð landsins en ekki hið gagnstæða. Þess vegna hafa þeir reist álbræðsl- ___________________________7 ur í þeim landshlutum sem standa höllustum fæti. Hér var hin heppilegasta að- staða til að fylgia þeirri stefnu, ef við vildum ráðast í álbræðslu á annað borð. Virkjun Detti- foss hefði hentað vel fyrir ál- bræðslu, sem hefði verið stað- sett með það fyrir augum að tryggja jafnvægið í byggð lands ins. Virkjun Búrfells átti hins vegar að vera fyrir landsmenn eina. Ef þannig hefði verið hald- ið á málunum, hefðu mál þessi verið leyst af framsýni og mvndarskap. í stað þess situr f ússneski hringurinn að orkunni frá Búrfelli, landsmenn sjálfir fá aðeins lítið af henni, ál- bræðslan verður staðsett þar, sem óheppilegast er fyrir jafn- vægi byggðarinnar, og Dettifoss verður óvirkjaður um ófyrirsjá- anlegan tíma. Illa á málum haldið Það, sem hér hefur verið tal- ið, nægir meira en til að sýna, hve illa hefur verið haldið á samningunum við svissneska ál- hringinn. Ekki aðeins era samn- ingarnir, sem ríkisstjórnin hef- ur gert við hann, á allan hátt verri en hliðstæðir samningar, sem Norðmenn hafa gert, held- ur er fslandi skipað til viðbótar í hóp þeirra þjóða, sem tald- ar era búa við réttarfar, sem útlendingar geta ekki treyst. Slíkum samningum geta ábyrg- ir og þjóðhollir menn ekki ann- að en hafnað. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið því fylgjandi, að það yrði kannað til hlítar, hvort hægt væri í samvinnu við út- lendinga að koma hér upp sér- stökum orkufrekum iðn3ði til að flýta fyrir rafvæðingu lands- ins. Hins vegar hefur hann aldr- ei og mun aldrei telja það svo mikilsvert, að vegna þess eigi að ganga að óaðgengilegum kost um. Því aðeins getur samvinna við erlent fjármagn orðið far- sæl. að hlutur fslendinga sé vel tryggður strax í upphafi. Þess vegna hafnar Framsóknarflokk- urinn þeim samningi, sem hér liggur fyrir, þar sem þessu til viðbótar er líka augljóst, að bygging álbræðslu nú myndi orka eins og að hella olíu á eld verðbólgunnar. Auðskilin niður- ^taða Það, sem hefur knúið rikis- stjórnina til þessarar samninga- gerðar, er augljóst. Margir að- alleiðtogar stjórnarflokkanna, með Bjarna Benediktsson og Gylfa Þ Gíslason i fararbroddi, era búnir að missa trúna á ís- lenzka atvinnuvegi og islenzkt framtak. Þess vegna talar ann- ar þessara manna um það i tíma og ótima, að fslands sé á mörkum hins byggilega heims, en hinn um litlu kænuna, sem ekki þoli samanburð við hafskip ið. Það er ekki óeðlilegt, þótt frá sjónarmiði slíkra manna, bvki nær allt tilvinnandi að fá °rlenda auðhringa inn í landið. Þess vegna hefur brostið hug og vilja til að halda fast á mál- unum í samningum við sviss neska hringinn. Þess vegna hef ur hann getað sett kostinn. Þess vegna hefur niðurstaðan orðið eins og hún er. Menn 09 máfófni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.