Tíminn - 03.04.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.04.1966, Blaðsíða 1
24 síður Gerizt áskrifendur að Tímamim. Hringið í síma 12323. HOFNUM OHAGSTÆÐUM FORRÉTTINDASAMNINGI „Með samningi þessum yrði hleypt inn í landið sterku erlendu auðfélagi, sem nyti mikilla sérréttinda umfram lands- menn sjálfa," sagði Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins við fyrstu umr. um álsamninginn á Alþ. í gær AK—Reykfavík, laugardag. Á fundi neðri deildar Alþingis kl. tvö í gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar um löggildingu samningsins við Swiss Al- uminium um erlenda álbræðslu í Straumsvík við Swiss Al- til hennar tekið til fyrstu umræðu, og fylgdi Jóhann Haf- stein því úr hlaði með langri ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir aðalatriðum samninganna og taldi fram röksemd- ir sínar fyrir þeim hag, sem hann teldi íslendinga hafa af álbræðslunni með þeim kjörum, sem samið hefur verið um. Lagði hann síðan til, að málinu yrði vísað til sérstakrar nefndar, sem Alþingi mundi kjósa í málinu. Næstur tók Eysteinn Jónsson til máls. Kvaðst hann fyrst vitja gagnrýna |>ann hátt, sem ríkisstjórnin hefði á þessu máli, að leggja fyrir Alþingi samning, sem hún hefði þegar gert og undirritað. Með því væru þingmenn stjórnarflokk- Eysteinn Jónsson tlytur ræSu sína á Alþingi í gær um álsamninginn. Timamynd—GE. KOMID ER HEITT anna miklu háðari við fjöllun um málið, og þeim væri raun- ar með þessu stillt upp að vegg og látnir standa frammi fyrir gerðum hlut stjórnarinnar. Kvaðst Eysteinn telja þennan hátt mjög ámælisverðan og mundi stjórnin gera þetta af ákveðnum ástæðum. f ræðu sinni benti Eysteinn m. a. á eftirfarandi staðreyndir. kk Mörg þúsund millj. fjárfesting erlendra aðila verkar eins og olía á verðbólgueldinn. ■A-A" Margar leiðir eru opnar til þess að gera atvínnulífið fjölbreyttara á vegum fslendinga sjálfra og fæstu af því er hægt að koma í fram- kvæmd vegna manneklu. Skortir því sízt verkefnin. kk Hinar fyrirhuguðu stórframkvæmdir erlendra aðila ryðja til hliðar íslenzkum atvinnurekstri og lífsnauðsynlegum opinberum franikvæmd um landsmanna sjálfra. ick Með samningi þessum yrði hleypt inn í landið sterku erlendu auð- félagi, sem nyti fjölmargra sérréttinda um fram landsmenn sjálfra. VATN A HÚSAVÍK ÞJ—Húsavík, laugardag. Merkur áfangi hefur nú náðst í tilraunum Húsvíkinga til þess að finna heitt vatn. Hafa nú fcngizt að meðaltali 5.4 1. sek. af tæru og lyktarlausu heitu vatni úr 1506 metra djúpri holu á Húsavíkur- höfða. Má búast við, að með stór virkari dælum megi fá úr holunni um 8. l.sek. af heitu vatni, en vatnið er 94 stiga heitt. Myndi það magn fullnægja þörf bæjar búa að fjórða hluta. Undanfama daga hafa menn frá Jarðborunardeild Raforkumála- stjórnar verið að prufudæla stóru borholuna á Húsavíkurhöfða, en hún er 1506 m djúp. Dæla sú, sem notuð er, getur dælt 5—6 sekúndu lítrum. Síðan kl. 4 í gærdag haía dælzt úr holunni 5.4 sekúndulítrnr af 94 stiga heitu vatni. Virðist rennsli stöðugt og má treysta því, að dómi mælingamanna, að þetta sé lágmarksdæling. Með stórvirk ari dælu m.ætti fá meira magn upp. Vatnið er hreint og lyktar- laust. Árið 1963 var boruð 1506 metra djúp hola á þessum stað. Berg hiti reyndist 94 gráður á um 300 m- dýpi, læikkaði lítið eitt niður í 5—600 m dýpi, en hækkaði síð an aftur og náði hámarki um 110 stig á 1100 m dýpi. Hitamæling náði niður í 1300 m dýpi, en líkur benda til þess, að bofcnhiti holunnar sé um 100 stig C, en það er um það bil eðlilegur hiti á því dýpi. Líkur eru því á, að vatn ið komi inn í holuna á innan við 300 m dýpi. í samtali, sem blaðið átti við Áskel Einarsson, bæjarstjóra á Húsavjk, sagði hann, að samkvæmt áætlunum Sigurðar Thoroddsen frá 1958 væri gert ráð fyrir, að Framhald á bls. 11. ick Engar líkur eru til þess, að samningur þessi leiði til lægra raf- orkuverðs í landinu, þegar fram í tímann er litið, og Búrfellsvirkjun án alúmínvers er hagstæðasta virkjun sem fslendingar hafa nokkru sinni átt kost á. ■kk Stórfelld erlend fjárfesting þar sem þenslan í landinu er mest, magnar byggðavandamálið og gerir það hættulegra en nokkru sinni fyrr. Breytir það ekki þessari staðreynd, þótt verja eigi nokkrum milljónatugum árlega framvegis til framkvæmda út um land, en þær ráðstafanir eru aðeins brot af því, sem gera hefði þurft, þótt engin stóriðja á þéttbýlissvæðinu kæmi til. kk Samningur þessi hefur inni að halda ákvæði, sem jafngildir niður lægjandi vantrausti á íslenzkum dómstólum og íslenzkri réttargæzlu og er því vansæmandi fyrir þjóðina. Framhald á 11. síðu Sex læknar hættir FB—Reykjavík, laugardag. Fyrirsjáanlegt er, að mjög alvar legt ástand verður orðið í lækna málum ríkisspítalanna hér í Reykjavík um miðjan aprilmánuð. Nú hafa sex læknar sagt upp og hætt störfum á aLndsspítalanum, fæðingardeildinni og Rannsóknar stofu Háskólans, og uppsagnir nokkuð fleiri ganga í gildi fyrir miðjan mánuðinn, en alls hafa 18 læknar sagt upp starfi hjá rikis spítölunum. Blaðið sneri sér í dag til Georgs Lúðvíkssonar framkvæmdastjóra Ríkisspítalanna, og sagði hann, að í dag væri einn læknir hættur á fæðingardeildinni, einn á Rann- sóknarstofu Háskólans, tveir á lyflæknisdeild Landsspítalaus og tveir á handlæknisdeild. Næsta uppsögn tekur gildi 7. apríl, og siS an svo til hvern dag þar á eftir fram að miðjum mánuði. Verður þá stórt skarð höggvið í lið læikns ríkisspítalaniia. Fjörutíu læknar hafa verið sitart andi á Landsspitalanum, en nú þeg ar uppsagnir hafa tekið gildi, hef Framhald á 11. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.