Tíminn - 03.04.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 03.04.1966, Qupperneq 7
19 SUNNTJDAGUR 3. apríl 1966 TÍMiNN rætzt ór þessu, svo að það er nokkum veginn öruggt, að þetta geti blessazt, og við von- ntn að með góðum skilningi bæjarbúa og borgarstjómar geti rekstur sumarbúðanna haldið áfram á komandi árum. En rekstrarhallinn er mikill og Reykjavíkurdeildin getur vart staðið undir honum. Þótt húsakynnin að Laugarási séu vistleg og rúmgóð, er viðhalds kostnaður við skálana afar mik ill, og til þess að vel megi fara er nauðsyniegt að gera á þeim fullnægjandi endurbætur, en til þess höfum við ekki fjárhagslegt bolmagn sem stendur. Við höfum tekið við bömunum við mjög vægu gjaldi, 600 krónum á viku, en nú gemm við ráð fyrir því að verða að hækka það, ef til vill um 100 krónur. __Vill það ekki brenna við, að fólk standi í vanskilum með greiðslu, eða hafi jafnvel ekki tök á því að standa í skilum? — Það kemur mjög sjaldan fyrir, að fólk reyni að komast hjá því að greiða þetta lága gjald. Á hinn bóginn er nokkuð algengt, að ekki sé hægt að greiða gjaldið út i hönd, og fódk verði síðbúið með greiðslur, en yfirleitt er þetta vegna skiljanlegra ástæðna, og þá tökum við vita- skuld ekki hart á fólkinu. Það vill stundum til, að fólk bið- ur okkur um fjárhagslega að atoð við að koma böraum sín- um í sumarbúðimar, en því fóiki vísum við oftast á borg- araSstoð. — En er það ekki algengt, að fólk, sem ef til vill hefur mesta þörf fyrir að koma böra nm d'nnm á bamaheimili, veigri sér við þvi, vegna þess að það sér sér ekki fært að » standa í skilum. __Við fáum stundum tilvís- anir á siikar fjölskyldur, og eins fylgist Reykjavíkurdeildin nokkuð vel með, hvar þörfin er mest. Ef við vitum af sér- lega slæmum aðstæðum reyn- um við stundum að hlaupa und ir bagga með því að taka böm- in í sumarbúðirnar endur- gjaldslaust, en þó ekki nema að vel athuguðu máli, því að rekstrarhallinn er mikill. — Þið takið eingöngu böm úr Reykjavík? — Já, Reykjavíkurdeildin sér algerlega um þessa starfsemi, við getum ekki með nobkm móti ráðstafað börnum utan Reykjavíkur, og eins og ég sagði áðan, getum við ekki sinnt helming þeirra umsókna er berast frá Reykjavík. — Og að lokum, Ólafur. Það er vitaskuld einlæg von ykkar allra, sem að þessu standið, að þessi starfsemi Rauða Kross- ins megi halda áfram á kom- andi tímum. — Alveg tvímælalaust. Þeg « ar ég byrjaði hjá Rauða Kross- innm var ég að vísu nokkuð vantrúaður á þessa sumarbúð- arstarfsemi, en eftir að hafa kynnt henni sé ég að hún er algerlega í anda Rauða Kross- ins, og það ber að halda henni áfram í lengstu lög. GÞE. □ ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Safnaðarstarf Aðalstarf sumarstarfsnefnd ar er undirbúningur og fram- kvæmd ýmiss konar ferðalaga. Hún undirbýr safnaðarferð í Skálholt að vorinu, síðast í júní, og hátíðaguðsþjón- ustu þar. Þá er ferð með eldra fólk í júlí í samstarfi við bif- reiðastöðina Bæjarleiðir, sem leggur til farkostinn í þá ferð. Svo er farin sameiginleg safn- aðarferð og- að síðustu berja- ferð með börn. Allt era þetta eins dags ferðir. Ennfremur aðstoðar sumar- starfsnefnd við ferðalag og jafnvel mót fermingarbarna á vori hverju. Hún gengst fyrir umferðanámskeiði fyrir böm úr söfnuðinum í samstarfi við lögreglulið borgarinnar og Slysavarnafélagið. Og þessi nefnd aðstoðar einnig við flest- ar framkvæmdir . kirkjudags, sem haidinn er í ágústlok á bverju sumri. Hún undirbýr einnig svokallaðan vordag safnaðarins, en það er sam- koma og starf til fegrunar á umhverfi kirkjunnar og safnað arheimilisins. Vetrarstarfsnefnd sem tek- ur við starfi sumamefndar á haustin undirbýr svonefnd kynningarkvöld og spilakvöld safnaðarins. En slókar samkom ur em annað hvert sunnudags kvöld allan veturinn. Og er starfið að vissu leyti tvíþætt hvert kvöld. Annars vegar framsóknarvist fyrir þá, sem vilja spila, en bins vegar myndasýningar og upplest- ur handa þeim, sem ekki taka þátt í spilunum, en það eru einkum yngstu og elztu þátt- takendurair. Kynningarkvöldin eru með nokkuð öðm sniði en spila- kvöldin. Þá eru fengnir til rfarfa ræðumenn, söngvarar og sýningamenn. En kaffiveit- ingar em fastur liður á þess- um kvöldum, sem oft eru fjöi- sótt. Oft eru smáhappdrætti og bögglauppboð til fjáröflunar, ásamt veitingunum. En allt sem inn kemur í peningum bæði gefið og greitt er lagt í sjóð, sem síðan er skipt á milli félaganna, eða lagt fram til sameiginlegra kaupa t.d. í Mukknasjóð kirkj- unnar til að kaupa sýningar- vélar, hljóðfæri, fjölritunar- tæki o.s.frv. Vetrarstarfsnefnd undinbýr eða aðstoðar við kirkjukvöld, jólavöku og jólafagnað fyrir eldra fólk, en þá ganga fé- lagsstjómirnar einnig sjálfar beint að verki. Ekkert starf í öllu umstangi safnaðarstarfseminnar mun vera öllu erfiðara og umfangs- meira en starf framkvæmda- stjórans eða formannsins í vetrar- og sumarstarfsnefnd. Og er mikils um vert, að í það sé valinn ötull, fómfús og sókndjarfur maður. Þá má nefna hinar sérstöku nefndir, sem starfa að mestu eða öllu leyti sjálfstætt en em ekki í beinu sambandi við safnaðarféiögin. Þar er fyrst Bindindisnefnd, skipuð af þrem mönnum, sem er valin á vegum Bindindis- samtaka kristinna safnaða, sem er nýtt starf í kirkju fs- lands, en hefur verið lengi í kirkjum Norðurlanda. Þessi nefnd starfrækir barnastúku á vegum safnaðarins. Hún und- irbýr og efnir til tveggja bind- indisdaga árlega, þar sem veitt er fræðsla um bindindismál og hættur áfengis- og tóbaks- nautnar, og þessi nefnd tekur þátt í sameiginlegri félags- starfsemi safnaðarins eftir föngum og væntir þess að geta eflt þannig átök sín, að hún geti liðsinnt þeim innan safn- aðarins, sem líða við böl áfeng isnautnarinnar. Er starfsemi prests mikilsverður þáttur í framkvæmdum nefndarinnar. Þá er Líknarstarfsnefnd, en hún er skipuð sjö manns, prest- um eða presti, húsfreyjum þeirra, safnaðarformanni og helzt lækni eða hjúkrunarkonu. En slík skipun í nefndina er engan veginn skilyrði, þótt hún sé að ýmsu leyti æskileg. Þetta fólk athugar sérstaklega ástæður og vandamál gamals og bágstadds fólks innan safn- aðar og hvað gera megi til að gleðja það og aðstoða. Nefnd þessi annast um jóla- glaðning fyrir einstæðinga og syrgjendur eftir því sem unnt er, gefur ráð viðvíkjandi jólavöku gamila fólksins og hverjum skuli helzt veitt þátt- taka í skemmtiferð eldra fólks- ins. Ennfremur leitast hún við að veita aðstóð s'júkum og bág- stöddum, ef því verður við bomið. Á vegum þessarar nefndar hefur verið stofnaður svonefnd ur líknarstarfssjóður og þarf hún þá að hafa minnsta kosti einn söfnunardag árlega til eflingar þessum sjóði sínum og undirbúa fleira, sem gera mætti honum til fj árhagslegs stuðnings. í þessu sambandi má nefna fieiri sjóði á vegum safnaðar- ins, t.d. klukknasjóð, orgelsjóð og sjóð til kaupa á kvikmynda- vél. En aHa þessa sjóði efla safnaðarfélögin eftir megni, og orgelsjóðinn annast kórinn alveg sérstaklega. Þá hefur og verið stofnaður Fegrunarsjóður kirkjunnar og söfnun til hans er sérstaklega í sambandi við „Vordag" þann, sem áður er nefndur. En úr honum skal veitt síðar til að fegra umhverfi kirkjunnar með trjám, blómum og lista- verkum eða á annan hátt, sem þurfa þykir og bezt gegnir hverju sinni, einkum utan húss. Samstæður þessum sjóði er Minningargjafasjóður Kvenfé- lagsins, sem sérstaklega ann- ast skreytingar innan húss, helgiklæði og ornamentum kirkjunnar sjálfrar. Að síðustu skal svo nefnd- ur söngflokkur barna, svokall- áður smábarnakór, sem annast allan söng við barnasamkom- ur safnaðarins og syngur auk þess á gleðimótum í safnaðar- heimilum, þegar hentast þyik- ir. Það kostar mikla hugsun og árvekni að halda öllu þessu starfi lifandi og blómlegu ár hvert. En alltaf kemur gott og fórnfúst fólk til starfa, og þá er aðalvandinn að hefja þessi störf og koma öllu í gang. Svo er líkt og andi Krists sé innra afl, sem gerir bæði að byrja og fullkomna verkið eftir þeim krafti, sem í oss verkar. Árelíus Níelsson. Lokaæfingin verð- ur sjálft flugið Neil A. Armstxong, geimfari sem er stjórnandi um borð í geimfarinu Gemini 8, sem skot ið var á loft fyrir nokkm hefur skrifað stutta grein um æfingar geimfaranna áður en þeir leggja upp í geimferðir sínar. Æfingarnar eru flóknar og allt er gert til þess að und- irbúa geimfarana, svo sem fæst komi þeim að óvörum þeg ar á hólminn er komið. — Það er ekki nokkur lif- andi leið að æfa aUt, sem fyr- ir kann að koma á ferðalagi til tunglsins. Þrátt fyrir alla okkar útreikninga og áætlanir hlýtur slík ferð aHtaf að verða farin út í hið óþekkta, og flugið sjálft verður lokaæfing- in. Það eina, sem við getum gert, þangað til að þvi kem- ur, er að skipta ferðinni nið- ur í smá hluta, geimskotið, mót geimfaranna úti í geimnum, lendinguna á tunglinu, brott- förina þaðan, og afturkomuna hingað til jarðarinnar. Síðan er um að gera að reyna að æfa ÖU þessi atriði eins og framast er kostur með aðstoð hinna mörgu og flóknu tækja, sem ætluð eru til þessa. Á fyrstu dögum Mercury- áætlunarinnar vissu menn lít- ið um hættur og erfiðleika, sem kynnu að verða á vegi geimfaranna í geimferðum. Af þeim sökum urðu geimfararnir að æfa alls kyns hluti, sem engin þörf reyndist fyrir, þeg- ar þeir fóm í fyrsta geimflug- ið. Þá voru heldur ekki eins mörg æfingatæki til og nú orð- ið. Æfingatækin í dag mundu uppfylla óskadrauma hvaða geimfara sem er. Hin hugvit- sömu tæki geta skapað hinn furðulegasta undraheim. Á meðan við erum við æfing- ar emm við umkringdir sýn- um, hljóðum og jafnvel ilmi, sem búast má við, að við eig- um eftir að finna í tunglferð- um okkar. Til dæmis em jarð- fræðingar í aðalstöðvum okk- ar í Houston að skapa tungl- landslag, sem við vonumst til, að sé svo líkt landslaginu á tunglinu, að okkur finnist við vera að koma út í garðinn hjá okkur, þegar við komum þangað. Við þurfum að venja okkur við aðdráttarafl tunglsins, en það er aðeins einn sjötti af aðdráttarafU jarðarinnar. Geimförunum mun veitast auð velt að stökkva sex metra í loft upp á tunglinu, en þeir verða að minnast þess, að mót staða líkama þeirra verður áv- allt hin sama, og þvi yrði það engu sársaukaminna að rekast á steinnibbu á tunglinu, en það er að rekast á stein á jörðu niðri. Af þessu leiddi, að við urðum að æfa okkur i því að ganga á tunglinu, og til þess að það mætti verða, varð að skapa aðstöðu, sem Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.