Vísir - 16.08.1974, Page 1

Vísir - 16.08.1974, Page 1
64. árg. —Föstudagur 16. ágúst 1974 — 150. tbl. Aðeins ferðamannagjaldeyrir og námsmannagjaldeyrir var af- greiddur i bönkunum i morgun. Enginn gjaldeyrir fékkst út til vörukaupa. Bankarnir hafa ákveðið, vegna gifurlegs álags, og eftirspurnar eftir gjaldeyri, að sögn Björns Tryggvasonar Seðlabankastjóra, að láta allar gjaldeyrisumsóknir fara i gegnum gjaldeyrisdeild bankanna, sama hversu stórar þær eru. Aöur fóru aðeins stórar gjaldeyrisupphæðir gegnum bankana. Það þýðir, að þeir, sem sækja um gjaldeyri i dag, eiga ekki von á að fá hann fyrr en á miðvikudag eöa fimmtudag i næstu viku. Aðeins verður afgreiddur gjaldeyrir án þessa kerfis til þeirra sem fara utan fyrir 22. ágúst. Timinn fram á fimmtudag get- ur nægt til þess að feiia gengið, án þess að of mikið af gjaldeyri fari út áður. -óH I Gróa gerir sér mat úr matareitrun — sjó bls. 2 Samningurinn frœgi kominn r — en Ami gefst ekki upp — BLS. 4 Þœr íslenzku standa sig vel — en Svíar vilja helzt losna við konurnar í lög- reglubúningunum — baksíða • Grikkir veita enga mótspyrnu — Tyrkir sœkja til Lefka í dag — sjá bls. 5 v A puttanum áleiðis til meistara- mótsins ' — og hreppti silfurverðlaun - ÍÞRÓTTIR í OPNU Ný stjórn að fœðast? „Tónninn í viðrœðunum Ingólfur og Matthias I biðstofunni — „Tónninn lofar góðu, en þessu verður að ljúka sem ailra fyrst.” Geir: — „Biðum þangað til Ljósm. Visis: Bj. Bj. , eitthvaö fer að gerast.” lofar góðu" — sagði Ingólfur Jónsson í morgun Ef marka má af fasi manna, hvernig hlut- irnir ganga, er óhætt að álita, að viðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um stjórnarmyndun gangi vel. Þeir voru a.m.k. léttir i lund, viðræðunefndar- mennirnir, sem Visir hitti rétt fyrir fundinn, sem hófst i Stjórnar- ráðshúsinu kl. 10 i morgun. Ingólfur Jónsson og Matthias A. Mathiesen voru mættir snemma og biðu eftir, að forsætisráðherra byði þeim að ganga i bæinn, „Tónninn i viðræðunum er þannig, að hann lofar nokkuð góðu. Ég held, að allir aðilar hafi áhuga fyrir þvi að láta verða af væntanlegri stjórnarmyndun. En það er enn eftir að vita, hvort málefnaleg samstaða næst”, sagði Ingólfur. Matthias samsinnti honum og bætti þvi við, að árangur úr þessum viðræðum yrði að fara að sjást strax i næstu viku. 1 þessu kom Gunnar Thor- oddsen inn, klæddur dökkum frakka, „Það sannast hér, að enginn kann sig i góðu veðri heiman að búa,” sagði hann og dæsti af hita. „Nei, það sést ekki ský á himni — ekki einu sinni á himni stjórn- málanna,” skaut Ingólfur inn i, við mikinn hlátur viðstaddra. Forsætisráðherra var kominn inn i fundarherbergið, og aðspurður sagði hann, að enn sem komið væri, gæti hann ekkert sagt um gang viðræðna. Þeir tindust siðan einn af öðrum inn i fundarherbergið, Halldór E. Einar Ágústsson og Geir Hallgrimsson. Geir sagði við blaðamann Visis, að hann héldi, að rétt væri að biða með að segja nokkuð af gangi viðræðna, þangað til eitthvað væri farið að gerast, sem hægt væri að segja frá. . Seinastur mætti Þórarinn Þórarinsson, formaður þing- flokks Framsóknarmanna. „Ég get ekkert sagt,” sagði hann. „Enda má ég ekkert segja,” bætti hann við og brosti kankvislega. Viðræðunefndin ætlar að þinga áfram um helgina. Almennt er búist við þvi, að lokaspretturinn verði tekinn um miðja næstu viku. Ef af samkomulagi verður, má væntanlega b’úast við málefnasamningi, eða a.m.k. stjórnaryfirlýsingu. —ÓH Þórarinn-.— „Get ckkert sagt má reyndar ekkert segja.” Dauðaslys við Sigöldu Hrapaði 24 m íbíl fram af klettabrún Tæplega fimmtugur Júgóslávi lézt i gærkvöldi er jeppi/ sem hann ók, féll fram af stöövarhús- grunninum við Sigöidu og hrapaði 24 metra áður en hann kom niður. Slysið varð um kl. 20 i gær- kvöldi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, sem rannsakaði slysið, var Júgóslavinn ásamt landa sinum á leið til að logsjóða rör neðan til við barminn á stöðvarhúsgrunn- inum. Þeir ókujeppanum niður að grunnbarminum og fóru báðir út þar. Sá Júgóslavinn, sem lézt, fór stuttu siðar aftur inn i bilinn, til þess að bakka honum. Hinn sneri baki við honum og heyrði allt i einu skruðninga. Þá var jeppinn að renna afturábak á ská fram af brúninni. Fallið i lausu lofti var 24 metrar, eins og áður segir, en fyrir neðan kom jeppinn niður á grjót. Enginn vafi er talinn leika á þvi, að Júgóslavinn hafi látizt samstundis, þvi að billinn var sundurkraminn eftir fallið, og ekki eitt eínasta stykki heilt i honum. Orsakir slyssins eru óljósar, þar sem hinn Júgóslavinn sá ekkert, fyrr en bilinn fór fram af. Þó er talið, að Júgóslavinn hafi af einhverjum ástæðum misst stjórn á bilnum og þvi farið fram af. Afliðandi brekka er niður að grunnbrúninni, en á brúninni sjálfri er slétt. Júgóslavinn, sem lézt, hafði unnið i fjóra mánuði við Sigöldu, aðallega við logsuðu. —ÓH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.