Vísir - 16.08.1974, Side 9

Vísir - 16.08.1974, Side 9
Visir. Föstudagur 16. ágúst 1974. Vísir. Föstudagur 16. ágúst 1974 Umsjón: Kjartan L. Pálsson TJALLINN AF STAÐi Á morgun fara þeir af stað í hinu „Soccer crazy Bretlandi" — Ekki aðeins knattspyrnumennirnir sjólfir heldur fólkið líka, — Krór fyllast, hóvœrar samrœður byrja á götum úti — Söluaukning í hrossabrestum, plakötum og ýmsu fleiru, fer eins og eldur í sinu um landið A morgun —laugardaginu 17. ágúst — liefst ein skemmtilegasta knatt- spyrnukeppni i heimi, enska dcildar- keppnin, meíl tilheyrandi stuðum, pústrum, gráti og hlátrum. Undanfarnar vikur hafa liðin verið i öðaönn að undirbúa sig og keppt marga æfingarleiki bæði lieima og heiman. Aldrei fyrr hafa spár manna fyrir keppnina verið i eins mikilli óvissu og eru blaðamenn og sérfræöingar sam- mála um, að 1. og 2. deildin verði jafnari en oftast áður. Lið eins og Leeds og Liverpool munu eiga erfiðara uppdráttar en undanfarin ár, en aftur á móti mun liö eins og Stoke City, Newcastle United, Derby County, Ips- wich Town og siðast en ekki sizt lið Jackie Charltons, Middlesborough, vera ofarlega á blaði og óhætt að „tippa” oftar á það nú en i fyrra. Strax i fyrsta leik getraunaseðilsins má sjá leik Birmingham gegn Middlesborough. Sá leikur er greini- lega opinn i báða enda og ógerningur að segja fyrir um úrslitin. Birming- ham hefur átt góða leiki i Texaco bik- arnum og hafa Howard Kendall og T. Francis átt þar góða leiki, en þeir koma til með að verða aðaldriffjaðrir Birminghams i vetur, ásamt welska landsliðsmanninum John Roberts og markaskoraranum Bob Hatton. Middlesborough sem sigraði i 2. deild- inni i fyrra og setti nýtt stigamet þar, þykir ákaflega jafnt og vel skipulagt lið, og yrði ég ekki hissa, þótt þeir tækju að minnsta kosti annað stigið. Burnley er talið eitt af skemmti'eg- ustu liðum Englands i dag, en sýnir of misjafna leiki til að geta verið alveg i toppbaráttunm. Þó ætti það ekki að vera i vandræðum með Wolves, sem mun greinilega vanta nýtt blóð i liðið i vetur þrátt fyrir gamla harðjaxla eins og Derek Dougan og Mike Bailey. Chelsea á i sifelldum deilum við leikmenn sina um kaup og er eins og leikmenn Chelsea liti stórt á sig. Þeir keyptu nú nýlega einn bezta leikmann Skotlands, David Hay, og með hann i broddi fylkingar ættu þeir að sigra nýliðana Carlisle auðveldlega á „Brúnni”. Þetta er i fyrsta skipti, sem Carlisle er i fyrstu deild og er margra álit, að það muni fara beint niður aftur. En þeir hafa þó alltaf verið seigiraðhala inn stig á heimavelli sin- um, og hefur völlurinn þar oft verið kallaður „grafreitur” 1. deildarlið- anna. hins efnilega unglings Brady frá Ir- landi. Heldur hallast maður þó að þvi að Leicester vinni, þar sem Arsenal á engan mann á við Keith Weller, þann er Brian Clough vildi kaupa i fyrra til Derby fyrir 300.000 sterlingspund. Þá er komið að þriðja liðinu sem vann sér sæti i 1. deildinni I ár, Luton Everton gegn Derby verður likleg- ast ein skcmmtilegasta viðureign um- ferðarinnar. Bæði skarta mörgum frægum nöfnum þótt Derby hafi fleiri. T.d. Nish, Todd Lee, Hector, Gemmil, en McFarland mun ekki leika með vegna meiðsla. Latchford, sá, er Everton keypti frá Birmingham, hefur skorað mikið af mörkum i vináttu- leikjunum, meðal annars þrennu gegn Herta Berlin i siðustu viku. Jafntefli fær Everton út á heimavöllinn. Leicester fær Arsenal i heimsókn og verðursú barátta liklegast háð á miðj- unni milli John Sammels, fyrrver- andi Arsenal leikmanns, og Alans Birchnall, gegn hetju „Arsenals-aðdá- enda” Charlie George, sem mikið mun nú hvila á eftir meiðsli Alans Ball og Town. Luton hefur þó áður verið i 1. deild og er eina liðið ásamt Northamp- ton, sem hefur verið i öllum deildum á jafnmörgum árum. Liverpool mun sækja þá heim og taka þar eflaust 2 stig með alla sina kappa sem óþarft er að kynna. Eyðsluseggur 1. deildarinnar eru tvimælalaust Manchester City, sem hefur á nokkrum mánuðum keypt margar stjörnur, t.d. Tueart og Hors- will frá Sunderland og Asa Hartford frá W.B.A. Að öllum likindum munu þeir eiga auðvclt með að sigra West Ham, sem að sögn sérfræðinga mun aðeins sleppa við fall niður i 2. deild ef Billy Bond á eins gott timabil og seinni hlutann i fyrra. Newcastle er eitt af þeim liðum, sem > s j|j | _ : y,. y * ' /••'■• '*C V. 'þú ‘:-‘r - talið er að muni verða ofarlega i ár. Það er skipað léttum og tekniskum leikmönnum, sem hafa augu fyrir góðu spili. Coventry er mönnum alltaf ráðgáta og gengur i bylgjum eins og öldur Atlantshafsins. Þó er liklegt að þeir munu vera þetta i 15.-20. sæti eins og undanfarin ár. Á St. James Park i Newcastle ættu heimamenn að hirða bæði stigin og verða það vafalaust ekki þau siðustu, sem þeir vinna þar i vet- ur. Á Bramwell Lane munu Sheffield United og Q.P.R. leiða saman hesta sina. Þessi leikur ætti bæði að geta orðið nokkuð skemmtilegur og skarta mörgum stjörnum eins og t.d Wood- ward og Currie fyrir United og Bowles og Venableshjá Q.P.R. Hafa þarf alla möguleika i huga, þegar krossað er við hann. Siðan Alan Hudson kom til Stoke City um miðjan febrúar á siðastliðinu keppnistimabili, hefur liðið tekið stórstigum framförum, svo miklum, að sérfræðingar ensku knattspyrnunn- ar i Englandi ganga svo langt að spá Stoke City einu af efstu sætum deild- arinnar að timabilinu loknu. Að visu fá þeir enga byrjendur i heimsókn, hvorki meira né minna en meistarana frá í fyrra Leeds United. Alan Clark og Norman Hunter munu ekki spila með Leeds á morgun og tel ég næstum öruggt, að City muni fá bæði stigin, eins og i fyrra, þrátt fyrir að hinn snjalli leikmaður Leeds frá Nottingham Forest, McKenzie, verði með. örðugleikar við að kaupa nýja leikmenn og endurnýja þannig mannskapinn hefur gengið erfiðlega hjá mörgum liðunum i 1. deild, en ekkert lið hefur farið eins illa út úr þvi og Tottenham Hotspur, og liggur við að segja megi að þeim muni ganga hálfilla að skrapa saman i lið gegn Ipswich á White Hart Lane á laugar- daginn. Martin Chivers, Mike Eng- landi, John Pratt, Dillon og Neighbour eru aílir á sölulista og A. Conn, sá, er þeir keyptu frá Rangers, er meiddur. Tel ég engan vafa á þvi, að Ipswich, með eitt bezt leikandi lið á Bretlands- eigum i dag, muni sigra örugglega. Siðasta leikurinn á seðlinum er á milli 2. deildarliðanna West Bromwich og Fulham. Fulham ætti að verða verðugt að minnsta kosti jafnteflis með Bobby Moore og Alan Mullery þá gömlu og góðu leikmenn i broddi fylkingar. —EY— •' Liverpool seldi Lloyd til Coventry 1 gærkveldi seldi Livcrpool hinn snjalla miðframvörð sinn Larry Lloyd til Coventry fyrir 240.000 pund sem er hæsta upphæð sem Liverpool hefur fengið fyrir leik- mann. Lloyd meiddist scinni hluta keppnistimahilsins í fyrra og tók þá Phil Tompson sæti hans i iið- inu. Þótti Tompson standa sig svo vel, að eftir að Lloyd varð friskur komst hann ekki í liðið. Einum of seint! Enn er mikið talað um tap Golfklúbbs Reykjavikur i flokkakeppni tslandsmótsins i golfi á þriðjudaginn, þar sem Öttar Yngvason — meistari klúbbsins i ár — fékk ekki að leika vegna þess að hann kom of seint. Nú hefur komið i ljós, að þarna var um misskilning aö ræða i rástimaniðurröðun og taldi Óttar sig vera á réttum tima er hann mætti. Þetta hefur nú verið leiðrétt....en einum of seint fyrir Golfklúbb Reykjavikur, sem varð að láta sér nægja annað sætið i keppn inni. Á svölunum I klúbbhúsinu I Grafarholti er venjulega mikil þröng til að sjá þegar keppendurnir koma inn á slðustu flötina, sérstaklega þó þegar meistaraflokksmennirnir eru að koma þangað. Þegar þessi mynd var tekin i gær voru þó fáir þarna, enda flestir úti að leika. íslandsmótið í golfi: Sumir sóu stórar tölur! íslandsmótinu I golfi var haldið áfram í gær, og þá keppt í öllum flokkum, en mótið er nú hálfnað. Þrír á EM Þrír íslendingar hafa verið valdir til þátttöku i Evrópumeist- aramótinu i frjálsum iþróttum sem fara mun fram i Róm dagana 1. til 3. september næstkomandi. Keppendurnir eru Erlendur Valdimarsson ÍR, sem keppa mun i kringlukasti, Hreinn Hall- dórsson HSÞ, sem keppir i kúluvarpi og Stefán Hallgrims- son, sem taka mun þátt i 400 m grindahlaupi og tugþraut. Þrír áNM Þrir keppendur frá Islandi munu taka þátt i Norðurlanda- meistaramóti i fjölþraut, sem haldið verður i Fredrikstad i Nor- egi dagana 24. og 25. ágúst. Þátttakendurnir eru: Þráinn Hafsteinsson, sem keppa mun i tugþraut 17-18 ára, Jón S. Þórðarson, sem keppir i tugþraut 17-18 ára og Vilmundur Vilhjálmsson sem keppir i tugþraut 19-20 ára. Margir lentu i vandræðum með golfboltann sinn I gær og sáust viða stórar tölur, jafnt hjá þeim beztu og öðrum. Björgvin Þorsteinsson heldur enn forustunni i meistaraflokki- er fimm höggum á undan næsta manni eftir 36 holur af 72. Hann lék i gær á 77 höggum, en Óskar Sæmundsson GR, sem er annar, lék á 76 höggum. Annars er röð fyrstu manna i meistaraflokki þessi: Björgvin Þorsteinsson GA 148 Óskar Sæmundsson GR 153 Loftur Ólafsson NK 156 Einar Guðnason GR 156 Sigurður Thorarensen GK 157 Þorbjörn Kjærbo GS 157 Július R. Júliusson GK 157 11. flokki er Kjartan L. Pálsson NK i fyrsta sæti — enn sem komið er a.m.k. — á 167 höggum, en hann hefur harða menn á hælum sér, Arsæl Sveinsson markvörð Eyjamanna i knattspyrnu, Magnús Halldórsson GK og Henning Bjarnason GK á 169 höggum. I 2. flokki er Guðmundur Ingólfsson GR hljóðfæraleikarinn góðkunni — á 174 höggum, Karl Jóhannsson GR handbolta- maðurinn gamli er á 178 og Ólafur Tómasson GK yfirverkfræðingur Landssimans er á 180 höggum. Guðni Guðnason GR er með forustu i 3. flokki á 185 höggum, siðan koma Aðalsteinn Guðlaugs- son og Ilelgi Gunnarsson á 191 og 192 höggum. Jakobina Guðlaugsdóttir GV er fyrst i meistaraflokki kvenna og Jóhanna Ingólfsdóttir GK er önnur. 1 1. fl. kvenna er Sigrún Ragnarsdóttir NK i fyrsta sæti. 1 drengjaflokki er mikil og hörð keppni. Magnús Birgisson GK er fyrstur á 155 höggum, Sigurður Pétursson GR er á 157 og Eirikur Jónsson GR er á 160 höggum. Óli Laxdal er fyrstur i unglingaflokki á 166 höggum — niu höggum á undan Hannesi Eyvindssyni GR. Keppninni verður haldiö áfram i dag og henni lýkur á morgun með siðustu 18 holunum. —klp Landsleikur við Finna á mánudag: FJÓRIR MEÐ í FYRSTA SINN! t gærdag boðaði landsliðsnefnd Knattspyrnusambands tslands til blaðainannafundar i hinum nýju húsakynnum K.S.t. i Laugardal. Var tilefni þessa fundar að skýra blaðamönnum frá vali islenzka landsliðsins, sem leika á við Finnland n.k. mánudag hér heiina. Leikur þessi er liður i 6 ára prógrammi Norðurlanda, þar sem tvöföld umferð verður leik- inn bæði heima og heiman. Er Fínnar unnu 3:1 Finnska landsliðið, sem leikur hér á mánudaginn kemur, lék landsleik við Norðmenn i Osló i gær og sigraði öllum á óvart með þremur mörkum gegn einu, eftir að staðan hafði verið 2 gegn engu i hálfleik. Svo virðist sem Finnar séu mun sterkari en búizt haföi verið við og munu íslendingaruir liklega þurfa að taka á honuin stóra sínum ef ekki á illa að fara. þetta fyrsti leikurinn i þessari landsleikjaáætlun. Landsliðshópurinn hefur æft þetta 1 sinni i viku, þegar þvi hefur verið komið við i hinu þéttu leikjaniðurröðun, sem nú er hér i allt sumar. Val landsliðsins kom fáum á óvart, þótt alltaf megi deila um val þess, og er það skip- að eftirtöldum leikmönnum: (landsliðsleikjafjöldi i sviga): Þorsteinn Ólafsson, IBK (6), Sigurður Haraldsson, Val (0), EirikurÞorsteinsson, Vikingi (0), Magnús Þorvaldsson, Víkingi (1), Jón Gunnlaugsson, I.A (0), Marteinn Geirsson, Fram (15), Jóhannes Eövaldsson, Val (6), Guðgeir Leifsson, Fram (17), Asgeir Eliasson, Fram (17), Gisli Torfason IBK (7), Grétar Magnússon IBK (2), Karl Hermannsson IBK (3), Matthias Hallgrimsson t.A. (25), Teitur Þórðarson l.A. (6), Atli Þór Héðinsson KR (0), og Óskar Tómasson Vikingi. (1). Eins og sjá má eru 4 nýliðar i hðinu og verðskulda þeir án nokk- urs vafa allir að verða valdir. Hins vegar kemur það mönnum spánskt fyrir sjónir val Gisla Torfasonar,- sem gaf þá yfir- lýsingu fyrir nokkrum vikum, að hann væri orðinn þreyttur og leiður á knattspyrnu. Beinlinis móðgun við aðra leikmenn, sem stóðu næstir hópnum og islenzkr- ar knattspyrnu i heild. Islenzka landsliðið mun dvelj- ast i æfingabúðum að Laugar- vatni um helgina og undirbúa sig þar af fullum krafti fyrir átökin. Dómari leiksins verður T.R.Kyle, frá Skotlandi, og linu- verðir Rafn Hjaltalin og Eysteinn Guðmundsson. Forsala aögöngumiða hefst við útbegsb^nka Islands I Austur- stræti i dag kl. 13 og lýkur kl. 18. ey M A „puttanum" til Akureyrar til að komast í unglingamótið „Mér virtust öll sund lokuð, með að komast suöur til keppni i drengjameistaramótinu. Flug- vélin frá Sauðárkróki fullbókuð og margir á biðlista. Ég reyndi að vcrða mér úti um ferð ef einhver skyldi eiga leið að heiman til Reykjavikur á föstu- dagskvöldið, en allt kom fyrir ekki. Þegar komið var fram á nótt, ákvað ég að freista þess að komast til Akureyrar og fá flugfar þaðan til Reykjavikur, þvi að i drengjamótinu ætlaði ég að keppa, daginn eftir hvað sem tautaði og raulaöi,” sagði Þorvaldur Jónsson frjálsiþróttamaöur frá Sauðár- króki, er við ræddum við hann i gær, en hann er viljafastur ungur piltur, 16 ára, sem lætur ekki mótlætið aftra sér. ,,Ég fékk ferð til Varmahliðar um eitt leytið og ætlaði að taka næturferðina til Akureyrar, en hún var hætt feröum. F’yrst i stað datt niér I hug að reyna að útvcga mér hest eða reiðhjól, en það var ekki auðvelt á þessum tima sólarhrings. Ég varð þvi að treysta á tvo jafnfljóta og lagði af stað fótgangandi i myrkrinu og rigningarsuddan- um upp á von og óvon, i áttina til Akureyrar.” Þorvaldur haföi gengið með iþróttatösku sina rúman hálf- tima, þegar bill ók fram hjá honum, stanzaði, og ökumaður- inn spurði á hvaða ferð hann væri. Var þarna að ferö kunningi Þorvalds að sunnan, scm var að leita að tjaldstæði, en þegar liann hafði heyrt um vandræði Þorvalds, ákvað hann að aka honum til Akureyrar. Þangað komu þeir um klukk- an fjögur um nóttina, og Þorvaldur fékk að leggja sig hjá sky Idfólki i þrjár klukkustundir, eða þar til flogið var, — og til keppninnar var hann mættur klukkan tvö, reyndar litið sof- inn. Hann náði öðru sæti i þrem- ur greinum af fimm, scm hann keppti i, og geri aðrir betur. Auk þess að vera áhugasamur f r j á I s i þr ó 11 a m a ð u r , e r Þorvaldur námsmaður góður og tónlistarmaður. Á komandi vctri mun hann stunda nám við Hamrahliðarskólann, og er ákveöinn I að æfa með einhverju Reykjavikurfélaganna íþróttir — og byrja strax og hann kemur suður i ágústlok. Eftir mikið og strangt ferðalag komst Þorvaldur loks á unglingamótið i Reykjavik og stóð sig meö sóma. Hér er hann i þristökki, þar sem hann varð annar. SKAGAMENN ÞURFA TIL HÚSAVÍKUR! i gær var dregið i undanúr- fyrir norðan og Valur leikur viö slitum bikarkeppuinnar, i fundar- Viking i Reykjavik. Leikir þessir sal K.S.Í. í Laugardal, og leika munu fara fram miðvikudaginn eftirtalin lið saman: Völsungur 28.ágúst. Ilúsavik mætir Skagamönnum Volvo öryggisgrind Utan um farþegarýmið er niðsterk öryggisgrind sem verndar ökumann og farþega ef óhapp hendir. Fram og afturhlutar Volvo gefa hinsvegar eftir og draga þannig úr höggi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.