Vísir


Vísir - 31.08.1974, Qupperneq 1

Vísir - 31.08.1974, Qupperneq 1
64. árg. — Laugardagur 31. ágúst 1974 —163. tbl. Ekkert Kanasjónvarp lengur Kanasjónvarpinu hefur nú opinberlega veriö lokað fyrir Reykjavíkursvæöið. A fimmtu- daginn var nýja sendistöðin tekin f notkun, en að sögn varnariiðsins hefur árangurinn ekki verið full- komlega eins og stóð til. Vottur af mynd sást enn vlða i Reykjavik og hljóð heyrðist. Það fór eftir staðsetningu í bænum, hvernig myndin var. A vellinum er enn haldið áfram að stilla, en vegna mikils roks hefur verkið tafizt nokkuð. Þegar nýi sendirinn hefur endanlega verið stilltur, verður engin mynd eða hljóð merkjanleg I Reykja- vik. A meðan verið er að stilla mega ibúar i Hafnarfirði, Keflavik og víðar búast við mjög misjöfnum myndgæðum. Enn sem komið er sést sjónvarpið ennþá I Keflavik, en skilyrðin hafa viða versnað til muna. Þá virðist sem á Keflavik- urflugvellinum sjálfum hafi myndin I sumum tilfellum versn- að nokkuð, en á sama hátt og myndin á gjörsamlega að hverfa af skermum Reykvikinga á myndin á vellinum að ná fyrri gæðum. —JB ## Fátœkir" fá frá þeim „ríku ## — frumvarpið samþykkt eftir hraðferð gegnum þingið — stefnir að tilfœrslu fjármagns frá vel stœðum aðilum sjávarútvegs yfir til hinna verr stœðu Það þýðir að gengishagnaðurinn verður um 1,6 milljarðar. Þegar er vitað um 800 milljónir sem ráðstafað er I fyrirfram ákveðna þætti i sjálfum lögunum. Þá eru eftir ca. 820 milljónir i hin- ar bæturnar. Þessi lög eru aðeins fyrsti liður- inn I ráðstöfunum rikisstjórnar- innar til þess aö leysa margs konar vanda atvinnuveganna. Rikiskassinn stendur ekkert betur en aðrir, og til þess að bæta greiðslustöðu rikissjóðs gagnvart Seðlabankanum er gripið til 2% hækkunar á söluskattinum. Það lagafrumvarp verður væntanlega samþykkt eftir helgi. _ Frumvarpið um ráð- stafanir vegna gengis- breytingarinnar sigldi mikla hraðferð gegnum alþingi í gær. Það var samþykkt í efri deild kl. 7.15, og þar með orðið að lögum, eftir nær engar umræður í deildinni, en nokkru meiri í neðri deild, þar sem það var samþykkt einnig. Enda mættu fáir þingmenn stjórnarandstöðunnar á þingfundum og höfðu sig lítið í frammi. Þingfundir hófust kl. 2 og voru þá þetta frumvarp og frumvarp um hækkun söluskatts um 2% tekin fyrir, ásamt þings- ályktunartillögu Alberts Guð- mundssonar um Keflavikursjón- varpið. Kl. 7.15 rann það siöasta sþöl- inn gegnum efri deild. Mátti þó litlu muna, að nægilega margir þingmenn væru mættir til þess að' atkvæðagreiðslur væru löglegar. Frumvarpið þýðir, að gróði sá, sem sjávarútvegurinn hefði haft af gengislækkuninni, i aukinni krónutölu, fer ekki beint til út- flutningsaðila sjávarafurða. Þess I stað fá útflutningsaðilarnir gjaldeyrinn sem þeir fá fyrir út- flutninginn, ekki keyptan á fullu verði i bönkunum, heldur fá þeir 17% minna fyrir hann en nýja gengisskráningin segir til, — eða sem nemur gengislækkuninni. En sjávarútveginum er þetta ekki glatað fé, þvi það rennur til hans aftur, i formi stuðnings við eigendur skuttogara, til þess að auðvelda þeim að standa i skilum með skuldir, greiða hluta gengis- taps vegna erlendra skulda eig- enda fiskvinnslustöðva og skipa- eigenda, bæta úr greiðsluerfið- leikum fiskvinnslufyrirtækja og að greiða halla, sem veröa kann vegna niðurgreiðslna á oliu til fiskiskipa fram til 1. október. Þannig verður millifærsla f jár- magns milli vel stæðra þátta sjávarútvegs, yfir til hinna verr stæðu. Útreiknað verðmæti fiskbirgða og ógreidds útflutnings i landinu núna er samtals 7,9 milljarðar. Skeytaflóð til Alberts Það sást á þykkum simskeytabunka á borði Alberts Guðmundssonar á alþingi i gær, að viðbrögð manna við þingsályktunar- tillögu hans um Keflavikur- sjónvarpið eru viðtæk. Eflaust hafa flest skeytin verið til að lýsa ánægju með tiilögu hans, þótt þar hafi jafnvel mátt finna inn á milli skeyti, sem lýstu vanþóknun. Við segjum frá greiifar- gerð Alberts með tillögu sinni i dag. —Sjá bls. 2 Tveir léttir ó dag og þú lifir lengur _ sjá baknðufrét. Hérna sjáum við hana Birnu vera að snyrta til I garðinum, en nú getum við farið að búast við að blómin fari að fölna. Ljósm. Bragi. NJÓTUM ENN FEGURÐAR BLÓMANNA „Það eru aðeins nokkur ársíðan við fluttum hing- að," segir okkur Birna Hafnfjörð Rafnsdóttir, þar sem hún er önnum kafin við að snyrta til í garðinum heima hjá sér í Austurgerði 5 í Fossvogi. Raunar segist hún ekki eiga heiðurinn af þessum blómaskrúða, heldur mamma sín og pabbi, þau Rafn Hafnfjörð og Kristín Jóhannsdóttir. En margar hendur vinna létt verk, því að Birna á 4 systur og 1 bróður, sem hún segir að séu dálítið misdugleg við ræktunina. Það eru margar tegundir .blóma í hraunhleðslunni fyrir framan húsið, svo sem flauelsblóm, morgun- frúr, valmúi, apablóm, rósarunnar að ógleymdum hádegis- blómunum, sem bókstaf- lega fara í fýlu, ef sólin skín ekki á þau, oq sýna það með því að breiða ekki úr litskrúðugum krónunum. Fuglabúri hafði líka verið komið fyrir á góð- um stað í garðinum, en því miður hafði enginn verpt þar enn. Fuglarnir hafa sennilega ekki upp- götvað hvað gott er þarna að eiga sér bú. —EVI—

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.