Vísir - 31.08.1974, Síða 2

Vísir - 31.08.1974, Síða 2
2 Vísir. Laugardagur 31. ágúst 1974. „Eðlilegt að forsœtis- og fjórmálaróðherra séu úr sama flokki" Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðar- og samgönguráðherra var að koma sér fyrir i nýrri skrifstofu á næstu hæð fyrir ofan þá gömlu, þegar Visis- menn hittu hann að máli. Nýja skrifstofan er á annarri hæð í Arnarhváli, i landbúnað- arráðuneytinu. Halldór sagði það óvist, hvort þetta yrði fram- búðarskrifstofa hans, eða hvort hún yrði annars staðar í bygg- ingunni. Við spurðum Halldór að þvi, hvort hann saknaði fjármála- ráðherraembættisins. ,,Já, að sumu leyti, þvi að það embætti er stundum skemmti- lega erfitt”, svaraði Halldór. Hann sagðist hafa lært af reynslunni frá þvi embætti, að fjármálaráðherra ætti ekki að sinna neinum öðrum embætt- um. „Til þess er allt of mikið á- lag á fjármálaráðherrann”. ,,Ég hefði gjarnan viljað hafa betri aðstöðu til að afla meiri tekna fyrir rikið, sem var nauð- synlegt. Og ég hefði viljað ljúka við endurskoðun þá, sem hefur staðið lengi yfir á tekjuöflun rlkisins. Sú endurskoðun er langt komin og liggur nú fyrir til ákvörðunar. Margt af hinum nýju tillögum er tekið upp i stjórnarsáttmála rikisstjórnar- innar núna”, hélt Halldór á- fram. Þrátt fyrir þessa ánægju Hall- dórs með fyrra embætti sitt, hélt hann þvi ekki áfram i hinni nýju stjórn. Við spurðum, hverju þetta sætti. „Það var fjarri þvi að sjálf- stæðismenn vildu ekki hafa mig áfram sem fjármálaráðherra. En þegar ljóst varð, að forsætis- ráðherrann yrði úr þeirra flokki, þótti okkur eðlilegt að i embætti fjármálaráðherra og forsætisráðherra veldust menn úr sama flokki”, sagði Halldór. Hann sagðist vera sérstak- lega ánægður með þau tvö ráðu- neyti, sem féllu undir hann. „Þessi mál, og þá sérstaklega samgöngumálin, hafa löngum verið hugðarefni min. Sem þingmaður hef ég mikið unnið að samgöngumálum. Og ég þykist geta hælt mér — svona i gamni og alvöru — af að hafa sérstaklega einbeitt mér að þvi, að tekjur fengjust i vegasjóð. Núna hefur bensinskattur hækkað, og þessum auknu tekj- um verður auðvitað varið til gerðar varanlegra vega i stað þessara ryk- og forarvega okk- ar, sem auðvitað ganga ekki til lengdar. Ég hef t.d. þá skoðun, að það megi setja oliumöl á þá vegi á Suð-Vesturlandi, sem hvaðmesteru þjappaðir af mik- illi umferð. Bileigendur hljóta að skilja, hver ágóði þeirra er að slikum framkvæmdum”, sagði Halldór ennfremur. Halldór nefndi einnig önnur samgöngumál sem þyrfti að vinna að, eins og hafnarmál, flugmál og póstmál. „Það bætast næstum daglega við ný skip, en hafnirnar stækka ekkert og fullnægja alls ekki þessum skipakosti. Orbætur i þessu krefjast pen- inga. Við verðum vist að viður- kenna það, að i dag er helzt ekk- ert hægt að gera án þess að hafa til þess peninga”, sagði fjár- málaráðherrann fyrrverandi að lokum — og veit eflaust manna bezt, hversu bitur sannleiki þetta er. —ÓH KAFLINN m UTANRÍKISMÁL FÉLL NIÐUR TÍSIBSPTS'- Teljið þér það ánægjulegt starf að vera alþingismaður? Jón Jónsson, innheimtumaður; — Nei, það álit ég nú ekki mjög ánægjulegt starf. Þar er margt sem kemur til, en þó helzt það, að alþingismenn eru mjög umdeild- ir. Einar Vigfússon, sjómaður: — Nei, i það minnsta vildi ég ekki þurfa að standa i sliku. Ég tel að þeir verði svo oft að éta það, sem þeir einu sinni hafa sagt, ofan i sig aftur. Asta Þórðardóttir, hdsmóðir: — Ég öfunda þá alls ekki, það hlýtur að vera leiöindastarf að vera alþingismaður. ólöf Thorlacius: — Ég get nú eiginlega ekki svarað þessari spurningu, þar sem ég hef aldrei setið á alþingi. En ég held að starfið sé litið skemmtilegt og langar sizt af öllu I framboð. Þórunn Þórarinsdóttir, hús- móðir: — Ég get ekki tmyndað mér það. Þaö hlýtur að vera mjög þreytandi og leiðinlegt starf, þótt að visu séu þeir marg- ir, sem sækja i bitann! Ástæðuna fyrir þvi veit ég ekki. örn Ingvarsson, neml: — Nei, það held ég alls ekki. Alþingis- mennirnir veröa að sinna leiðindastarfi, að ég tali nú ekki um allt stressið, sem fylgir með i kaupbæti. t birtingu Visis á stjórnarsátt- mála rikisstjórnarinnar i gær féll niður að mestu kaflinn um utan- rikismál. Fer hann þvi allur hér á eftir: Rikisstjórnin mun fýlgja þvi meginmarkmiði I utanrikismál- um að varðveita þjóðerni, sjálfs- ákvöröunarrétt og efnahagslegt sjálfstæði þjóöarinnar. Við framkvæmd utanrikisstefn- unnar skal lögð áherzla á þátt- töku íslands i starfi Sameinuðu þjóðanna, samstarf norrænna þjóða, varnarsamstarf vestrænna þjóða, samstarf þjóða Evrópu og þátttöku Islands I þeim aðgerð- um, sem ætlað er að bæta sambúð austurs og vesturs. Þá styður rikisstjórnin eindreg- iö alla viðleitni til að vernda auð- lindir, umhverfi og mannréttindi með alþjóðlegri samstöðu. öryggi landsins skal tryggt með aðild að Atlantshafsbanda- laginu. Hafa skal sérstakt samstarf viö Bandarikin meðan starfrækt er hér varnar- og eftir- litsstöð á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Haldið skal áfram viðræðum um fyrirkomulag varnarmálanna með það fyrir augum að Kefla- vikurstöðin geti gegnt hlutverki sfnu f samræmi við öryggishags- muni tslands á hverjum tima. Stefnt skal að þvi að tslendingar taki við þeim verkefnum af varnarliðinu, sem ekki eru hernaðarlegs eðlis. öllum aðgerðum i þá átt skal hraðað svo sem kostur er. Varnarliðsmenn verði búsettir á vallarsvæðinu strax og aðstæður leyfa. Greina skal á milli starfsemi varnarliðsins á flugvellinum og almennrar flugvallarstarfsemi. Albert Guðmundsson um lokun Keflavíkursjónvarpsins: „Verið oð skerða hinn helga rétt einstaklingsins í lýðfrjólsu kindi til valfrelsis um það sjónvarps- í boði er hverju sinni" efni, sem Albert Guðmundsson alþingismaður hefur borið fram á alþingi til- lögu um að frestað verði takmörkun Kef la v ikurs jónva rps- ins og athugaðir mögu- leikar á alþjóðasjón- varpi á , íslandi. Tillaga hans hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að hefja nú þegar samninga við yfirstjórn Banda- rikjamanna á Keflavikurflug- velli um að fresta um óákveðinn tima takmörkun á styrkleika út- sendinga og breytingum á út- sendingageislum sjónvarps- stöðvar Keflavikurflugvallar- ins. Jafnframt felur Alþingi rikisstjórninni að láta fara fram athugun á, hvaða möguleikar eru til staðar fyrir tsland að komast i samband við útsendingar erlendra sjónvarpsstöðva gegnum hið alþjóðlega fjarskiptakerfi Telstar, og þá um leið afla upplýsinga um kostnað við slikt framtak. Greinargerð: Ég leyfi mér að flytja þessa þingsályktunartillögu, þar sem ég álit, að með samkomulagi fyrrverandi rikisstjórnar um að takmarka útsendingu sjón- varpsstöðvarinnar á Keflavik- urflup.velli sé verið að skerða hinn helga rétt einstaklingsins i lýöfrjálsu landi til valfrelsis um það sjónvarpsefni, sem i boði er hverju sinni. Þingheimi og landsmönnum öllum er ljóst, að allan þann tima, er umrædd sjónvarpsstöð hefur starfað, hefur fámennur hópur, sem þjóðin hefur valið nafnið „menningarvitarnir”, mótmælt starfsemi stöðvarinn- ar á þeim forsendum, að starf- semi hennar geti haft skaðleg áhrif á islenzkt menningarlif og þá sér i lagi á málfar okkar. Mitt mat, og margra annarra, er það, að Islenzk þjóð og íslenzk menning sé það rótgróin og sterk, að hún þoli samskipti við aðrar frjálsar þjóðir og menningarsamskipti við hvaða þjóð sem er. Enginn sjónvarþsnotandi er til þess neyddur að horfa á sjónvarpsstöðina á Keflavikur- flugvelli, enda fá eða engin sjónvarpstæki flutt til landsins þannig hönnuð, að þessi stöð náist. Eigendur tækjanna verða þvi aö láta fagmenn breyta þeim, til þess að mynd frá útsendingarstöðinni á Kefla- vikurflugvelli komi á skerminn. Kostnaður við slikar breytingar sjónvarpstækja fólksins og sérstök loftnet til viðbótar er þó nokkur. Þar sem vitað er, að tugþúsundir tslendinga hafa lagt I þann kostnað, hlýtur það að sýna, að fólkið velur sjálft þá kostnaðar- sömu leið til valfrelsis og mótmælir afskiptum opinberra aðilja af högum sinum, fram yfir það, sem réttlætiskennd þess segir til um hverju sinni. Ég tel, að hvorki Alþingi né rikisstjórn hafi nokkurn ihlut- unarrétt um það, hvaða dægrastyttingu fólk velur sér innan veggja sins eigin heimilis, svo fremi það ekki brýtur i bága viö landslög. Alþingi ber að standa vörð um frelsi einstaklingsins á öllum sviðum. Auk þess lit ég svo á, að öll fjarskiptatæki, hvort heldur I umsjón varnarliðsins á Kefla- vikurflugvelli eða islenzka yfirvalda, séu öryggistæki, sem þjóðinni geta komið að mi'kíu gagni, ef skyndilega þyrfti til þeirra að gripa i neyðartilfell- um. Jafnframt leyfi ég mér að benda á, að ríkisstjórninni ber skylda til að veita sinum þjóð- félagsþegnum þá sjáifsögðu þjónustu, að ÞEIR njóti, svo fljótt sem auðið er og kostnað- arhlið þess máls leyfir, aðgangs aö beinu sambandi við sjónvarpssendingar erlendra stöðva, á sama hátt og tiðkast um útvarpsnotkun. Ég er sammála meiri hluta þjóðarinnar, að valfrelsi eigi að rikja á öllum sviðum, enda sýnir barátta Islendinga, að hvers kyns kúgun er tilgangs- laus. Höft og bönn, sem brjóta i bága við réttarmeðvitund einstaklingsins, ná aldrei fram að ganga á íslandi. „Ég tel, að hvorki alþingi né rikisstjðrn hafi nokkurn ihlutun- arrétt um það, hvaða dægrastytt- ingu fólk velur sér innan veggja sins eigin heimilis”, segir Albert I greinargerð með tillögu sinni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.