Vísir - 07.09.1974, Page 1

Vísir - 07.09.1974, Page 1
VISIRI 64. árg. — Laugardagur 7. september 1974 — 169. tbl. FORSTJÓRINN FÉKK 3 MILLJÓNIR „AÐ LÁNI" — baksíða GETA AFKOMENDURNIR HINDRAÐ SÝNINGAR Á LÉNHARÐI? með, hvernig á málum hefur verið haidið. Visir ræddi við einn þeirra 16 afkomenda skáldsins, sem munu eigendur höfundar- réttarins. — ekkert samráð haft við þá áður en farið var út í kvikmyndatökuna Lénharður fógeti kann að verða lögfræðingastéttinni efniviður næstu mánuðina. Gkki aðeins að búast megi við opinberri rannsókn á fjárreiðum sjón- varpsins varðandi myndatökuna, heidur munu nokkrir afkomendur Einars heitins Kvarans óánægðir Leifur og Hildegard eyða flestum sinum tómstundum við garðyrkju á sumrin. Ljósm. Bj.Bj. Það eru líka til stór tré á íslandi ,,Ég hef nú aðallega keyrt hraun frá Hafnarfirði og grjót frá Sprengisandi I garðinn,” segir Þórhallur Leifsson og það er ekki ofsögum sagt, að sumir hlutir komi iangt að, sem skreyta á fallega garða með. Eigendur garðsins, Leifur Þórhallsson og kona hans, Hildegard Þórhallsson, höfðu vikið sér frá, svo að við höldum áfram að spyrja soninn Þórhall um garðinn. Hann segir okkur, að húsið sé eitt af þessum sænsku húsum, sem flutt voru inn fyrir um þ.b. 25 árum, Það stendur við Karfavog 54 og er eina húsið i götunni, sem ekki er búið að mála eða klæða utan á, en hefur alltaf verið ferniserað. Stóra tréð, semvið sjáum efst á mynd- inni, er álmur og var þriðjungi stærri i fyrra þegar það brotnaði i roki. Humall teygir sig eftir húsinu hægra megin, en I miðjunni er klifurjurt, sem hefur skartað með hvitum blómum i tilefni af góða veðrinu i sumar, en hún blómstrar aðeins þegar mikil sól hefur verið. Fólkið i húsinu hefur það fyrir aðaltómstundaiðju á sumrin að huga að garðinum, og eins og sjá má er mikið um litadýrð. Blómavali er hagað þannig, að alltaf er eitthvert þeirra, að breiða úr krónum sinum. Ekki er hægt að segja annað en við getum verið kát hérna á Islandi yfir öllum þessum fallegu görðum sem til eru. En ef við ekki höfum garða, getum við hæglega hengt biómakassa á gluggasyllurnar okkur til ánægjuauka. —EVI/Ljósm. Bj.Bj. Böðvar Kvaran varð fyrir svörum fréttamanns: „Ég held það séu 3 mánuðir eða svo frá þvi ég varð þess fyrst áskynja, að verið væri að vinna að kvik- myndun Lénharðs fógeta, er um það birtist frétt i dagblaði. Ég man ekki lengur efni þessa frétta- stúfs i einstökum atriðum, en mér fannst þá þegar kynlegt, að ráðizt væri i slikt verk án samráðs við þá aðstandendur höfundarins, sem helzt áttu hlut að máli, en ég hlaut að teljast einn þeirra. Stendur enn við það sama i þvi efni”, sagði Böðvar. Böðvar kvaðst hafa farið að leggja eyrun við, þegar blaða- skrif um kostnaðarhliðina hófust, og lék þá forvitni á að kynnast verkinu i hinum nýja búningi . Varð hann sér úti um eintaK af kvikmyndahandritinu eftir aö hafa rifjað upp upphaflegu mynd leikritsins. „Verð ég að segja, aö sá samanburður olli mér von- brigðum. Mér var að sjálfsögöu ljóst, að óhjákvæmilegt yrði að breyta ýmsum þáttum verksins vegna kvikmyndatökunnar og fékk ég ekki betur séð en þar hefði margt vel tekizt. Hins vegar kom mér á óvart, að ástæða hefði þótt til að breyta verulegum efnis- atriðum og raunar kunnum lifs- viðhorfum höfundarins, sem engum dylst i leikriti hans”, sagði Böðvar Kvaran. Aðspurður um hvernig hann sem einn eigenda höfundarréttar mundi bregðast við, sagði Böðvar að lokum: „Ég hefi ekki gert upp við mig enn, hvernig ég tel rétt að bregðast við i þessu furðulega máli. Ég hef ekki einu sinni kannað hver minn réttur er. Þó hef ég hugboðum, að hann sé ekki alllitill. Ef til vill fer bezt á þvi að fyrirgefningin ráði einnig hér rikjum gagnvartþeim, „sem ekki vita hvað þeir gera”. Það þætti litil fyrirhyggja að hefja byggingaframkvæmdir og ljúka þeim, án þess að hafa aflað sér lóðarréttinda. Ég fæ ekki betur séð en slik sé aðstaða þeirra, sem að kvikmyndun Lénharðs fógeta standa”. —JBP Erfiður enda- sprettur við fjár- mögnun Spánar- togarakaupanna - bls. 3 SETLÖG MEÐ OLÍU VIÐ (SLAND — en verður olían unnin? - BAKSÍÐA I 10 þúsund fet til að lœkna kíghóstann! — Baksíða

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.