Vísir - 07.09.1974, Page 5

Vísir - 07.09.1974, Page 5
Vlsir. Laugardagur 7. september 1974. 5 Ætlar á bifhjóli yfír 400 m breitt gljúfur — Ofurhuginn Evel Knievel glaptist á veðmál um að hann gœti stokkið á bifhjóli sínu yfir SnákafIjótsgljúfur. — Á morgun skal á það reynt, hvor vinnur. Evel Knievel ætlar að bregða sér í stutta flug- ferð á morgun. Hún verðurvarla minútu löng. En hvort hann á aftur- kvæmt úr henni, það er spurningin, sem milljónir manna biða með öndina í hálsinum eftir að fá svar við. Knievel er staögengill að at- vinnu, 34 ára aö aldri. Hann ætlar að skjóta sjálfum sér á bifhjóli knúðu eldflaug, vfir Snákafljótsgljúfur i syðri hluta Idaho. Til þess að minnast þessa glæfrabragðs hefur leikfanga- fyrirtæki eitt i Chicago látið sér detta i hug að gera leikfanga- eftirlikingar af sýningar- brögðum Knievels, sem mundu færa honum 100 milljóna dala til viöbótar þeim 6 milljónum, sem hann segir sjálfur, að honum hafi veriö tryggðar fyrir sjálfs- morðstilraun þessa. Hér er verið að selja dauðann. Fólk ætlar að greiða stórfé fyrir að horfa á mann drepa sig, segja sumir. Kvikmyndatöku- menn, sem gera ætla sjónvarps- mynd (sýnd samtimis þvi að tilraunin fer fram), vonast til þess að næla sér i 20 milljónir dala fyrir myndina. Það er búizt við ekki færri en 50.000 áhorfendum að gljúfrunum til að horfa á stökkið, en hver og einn verður að greiða 25 dali i aðgangseyri fyrir að geta sagt barnabörnum sinum, að hann hafi veriö viöstaddur heljar- stökkið. Tvær tilraunir hafa verið gerðar með að skjóta eld- flaugum, ómönnuöum, yfir gljúfrin, en þær brotlentu báðar. Knievel segir, að það verði ekki gerðar fleiri tilraunir. — „Við vitum allir, að það heppnast alltaf og er aö marka i þriðja sinn”, sagði hann. Það eru ekki peningarnir aö þessu sinrii, sem staögengillinn sækist eftir. Hann er maður vel stöndugur. Býr hann ásamt konu sinni og þrem börnum I lúxusvillu i Kaliforniu. Eiga þau tvo dýra sportbila fyrir utan kádiljáka til daglegs brúks. — Enda segir hann, að vel verði fyrir fjölskyldunni séð, þótt hann lifi ekki af tilraunina Nei, það er ódauðleg frægð, sem nú er sótzt eftir. — Og svo kergja i sambandi við veðmál. Knievel, sem hefur lifað af leikni sinni á bifhjólum, hefur leikið sér að þvi að stökkva á bifhjóli yfir sextán bifreiðir. Hann lét hafa sig út i veömál um, að hann gæti stokkið á bifhjóli yfir Snákafljótsgljúfur. — Það eru fjögur hundruð metrar á milli gljúfurbarm- anna. Hálfur heimurinn hefur frétt af þessu veðmáli, og i flestum fjölmiðlum heims hefur Knievel verið getið og þessarar fifl- Flugleiöi [Flugleiðin Skötpallur ; [bifhjóls. | Palihiifarknding Bifhjóiið j Knievel Skotpallur f ' i-*----Skotvegatengdin 1000 m + •«----40« m- . Snákafljóts- cljúfur Snákafljótsgljúfur séð af öðrum bakkanum. TII hægri handar má sjá skottrönurnar, sem Knievel er búinn að setja þar upp. — Það sem menn láta hafa sig út i fyrir peninga! Þetta er farkosturinn, Sky Cycle. Að visu er þetta Sky Cycle X-l, en Knievel, sem sést á myndinni prófa hvernig er að setjast upp i tryllitækið, fer meö Sky Cycle X-3. — X-1 og X-2 brotlentu báðir i tilraunum, án þess að komast yfir. djörfu tilraunar, sem fyrir dyrum stendur hjá honum á morgun. — Hvort sem honum heppnast eða ekki, þá er eitt vist, að nafn hans verður heims- frægt. Einn þeirra, sem að tilraun- inni standa með honum, sagði — þegar hann var spuröur, hvað yrði ofan á, ef Knievel lifði ekki flugferðina af — að þá mundi frægð hans bara aukast, eins og tilfellið varð með kvikmynda- stjörnuna James Dean. — Af svarinu má marka, að þessir piltar eru það, sem kalla mætti „nokkuð svalir”. Knievel er sjálfur sannfærður um, að sér muni heppnast tiltækið. Hann ætlar að nota bifhjól knúið eldflaug, eins og áður sagði, og kallar hann far- kostinn „Sky-cycle X-3”. Þvi verður komið fyrir á stálskot- brautnokkur hundruð metra frá gljúfurbarminum. — Þegar og ef það sleppir skotbrautinni, verður það á 160 km hraða og mun á næstu 4 sekúndum auka svo við hraðann, að það verður komið á 560 km ferð, þegar búið verður að skjóta eldflauginni, sem gefur þvi þennan aukna hraða. Fallhlif, sem opnast mun i afturenda „Sky cycle”, á að bera það mjúklega til jarðar á gljúfurbarminum hinum megin. Sjálfur ber Knievel fallhlif, sem hann opnar sjálfur, þegar honum sýnist, og á að sjá til þess, að hann komi mjúklega til jarðar. Aðspurð um það, hvernig henni litist á þessa fifldirfsku bónda sins, svaraði kona Knievels, að hún hefði I fyrstu sett sig á móti henni, en sæi, að Knievel yrði ekki af þessu skekinn, og væri þvi búin að sætta sig við þetta. En það verður áreiðanlega ekki öllum svefnsamt á þvi heimili i nótt. —GP Athugið breyttan sýningartíma NÝ MYND Sýningar: Laugardag og sunnudag kl. 6,8 og 10. Barnasýning kl. 4. Mánudag til föstudags kl. 8 og 10.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.