Vísir - 16.09.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 16.09.1974, Blaðsíða 1
Urðu sum af réttunum vegna þokunnar - Réttum í Hrútatungurétt seinkaði um sólarhring vegna þoku. — Réttað á sex stöðum um helgina Nálægt haustsins rennur upp fyrir landsmönnum, þeg- ar réttir hefjast. Fyrst var réttað i Tjarnarrétt i Keldu- hverfi. Það var á föstudag, en á laugardag var svo réttað á fimm stöðum og svo enn ein- um i gær til viðbótar. Borgarbörn, sem verið höfðu i V-HUnavatnssýslu i sumar og fengu fri fyrstu skóladagana til að vera við réttirnar nú um helgina, urðu af réttunum sumhver.Þoka á heiðinni gerði það nefnilega að verkum, að seinna var af stað farið að smala til Miðfjarðar- réttar og Hrútatunguréttar. „Það var farið af stað á föstudag til smalamennskunn- ar, en þokan reyndist þá svo dimm á heiðinni, að flestum féllust hendur,” sagði bóndinn i Hrútatungu I viðtali við VIsi i morgun. Og hann hélt áfram: „A laugardagsmorguninn var hins vegar komið sæmilegasta veður og gekk þá greiðlega að ná saman fénu. Þeir i Mið- fjarðarrétt létu sig hafa það að fara af stað með réttirnar á laugardag, en hér i Hrúta- tungurétt var ekki réttað fyrr en i gær og var þeim störfum ekki lokið fyrr en um klukkan átta. Viö erum með um fimm til sex þúsund fjár, en I Mið- fjarðarrétt voru þeir með nokkrum þúsundum meira.” Kvað Hrútatungubóndinn veðrið hafa verið mjög gott i gær, sólskin og hægviðri. Um- ferð var lika mikil, en sökum þeirrar seinkunar, sem varð á réttunum, hafi samt verið heldur minna af borgarbúum aö fylgjast með en annars hefði mátt búast við. Auk fyrrnefndra rétta voru bændur að I Hraunrétt I Aðal- dal á laugardag og einnig I Undirfellsrétt og Viðidals- tungurétt. t dag átti svo að rétta I Reynistaðarétt og á morgun i Brekkurétt i Norður- árdal. —ÞJM „Ágœtis að- stoðarmaður" — segir Brandt um njósnarann, sem olli falli hans — sjá bls. 5 Auður Eir prestur á m m m m if HU/m — Yrði fyrsti þjónandi kvenpresturinn H /j jm // $ — „ekki fullfrágengið en stendur til" „Það hefur staðið til Menn hafa sjálfsagt reynt að gleðja dýrin í gær, það var jú þeirra d§gur. Það er líklega óhætt að segja áb hestur- inn sé einna vinsælastur dýra hjá Islendingum núna, og hann kunni sann^rlega að mefa það þessi að fá ^æna tuggu, án þess að þurfa að beygja sig eftir henni. Ljósm.: Bragi. að Auður Eir yrði prest- ur hérna á Suðureyri, og ég reikna með að það verði ekki neinar breytingar á þvi. Ég er bara að vonast eftir þvi að það dragist ekki lengi.” Þetta sagði Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri i Súg- andafirði, þegar við höfðum sam- band þangað i morgun, en það hefur staðið til, að Auður Eir yrði vigð til prests þar, og verður hún þá um leið fyrsti kvenprestur á Islandi. „Þetta er sem sagt ekki fullfrá- gengið ennþá,en ég bið bara eftir aö heyra hvað verður. Við erum spennt til að byrja með, þvi við höfum ekki haft prest hér i tvö ár. Þetta verður þvi tilbreytni.” Sturla sagði, að það hefði staðiö til fyrir stuttu, að Auður Eir yrði i stólnum við messu, sem auglýst var fyrir stuttu á Suðureyri. „En máttarvöldin tóku i taumana þá, veðrið var þannig, að það var ekki hægt að komast.” ______________________-EA. Enginn vill fljúga Jap- önunum — sjá bls. 5 „Krafta- verk ef Nixon nœr -.JL- n — segir lœknir hans sjá bls. 5 „Ákváðum að safna þegar Maó lenti fyrir bíl — baksíða Valur vann bikarinn! — sjá íþróttir í opnu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.