Vísir - 16.09.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 16.09.1974, Blaðsíða 13
Vísir. Mánudagur 16. september 1974. 13 Enda þótt þúsundir og aftur þúsundir islendinga linni ekki lát- um, fyrr en þeir hafa fengið i hendur lungann úr gjaldeyris- sjóði bankanna, til þess að kom- ast burt af landinu, i einu bezta sumri, sem hér hefur komið um árabil, i enn meira sumar, burt frá amstri og stjórnarkreppu heima, —eru tengslin við ættjörð- ina svo sterk, að ekki þykir ann- að hæfa en islenzkur söngur og hljómlist ómi á hinum sólriku baðströndum og i danssölum hinnar spönsku ferðamanna- paradisar. — Svo sterkt orkar þjóðernisástin á þjóðhátiðarár- inu. Einhver hefði nú talið, að Spánn væri það land, sem sizt þyrfti á aðfluttum söng og hljómlist að halda, svo yfirgnæfandi er fram- lag þess lands til þessara list- greina. En afmælisbörn á 1100 ára þjóðhátið láta sér ekki nægja inn- lent fúsk, þegar þeir gista fram- andi lönd. „Við erum með allt með okkur”, sögðu landshorna- flakkararnir hér áður fyrr. Svipað mætti segja um hina islenzku suðurlandafara. s.em taka með sér, næstum allt sem til þarf, til þess að geta lifað áfram Islenzku menningarlifi erlendis. „Sólargleði á Mallorca, — i til- efni þjóðhátiðarársins. Islenzk hljómsveit, óperusöngvari, þjóð- lagasöngvari, og dansað fram undir morgun”. Eitthvað á þessa leið hljóða auglýsingarnar fyrir væntanlegar þúsundir ferða- manna, sem þarna munu verða, til þess að fagna islenzku þjóð- hátiðarári, — islenzku gjaldeyris- hári. — Eða eigum við kannske að segja islenzku þjóðargjaldþrots- ári? Þúsundir ferðamanna hljóta að verða þarna, þvi fréttir hafa stað- fest, að undanfarnar vikur hafi verið fluttir frá tslandi allt upp i 350 ferðamenn á dag suður þangað. Ekki skulu bornar brigð- ur á þær fréttir, svo mikið er vist, að ekki náðist til allra þeirra, er samkvæmt tilkynntri dagskrá áttu að koma fram við þjóð- hátiðarhöld hér á landi, þeir voru „staddir erlendis”, uppteknir við að „koma fram” þar. Það væri annars verðugt verk- efni fyrir félagsfræðinga að leita orsaka fyrir þeirri tilhneigingu tslendinga að leita uppi aðra landa sina og hópast saman, þegar út fyrir landsteinana er komið, jafnvel til nokkurra daga dvalar, — þótt heima fyrir beri minna á þessari „samstöðu” og „alþýðlegheitum”. Alkunn eru dæmin úr sambýlishúsalifinu, eða hinum svokölluðu blokkum, þar sem sums staðar er samstööunni þann veg háttað , að fólk heilsast vart, nema af illri nauðsyn. Dæmigerð er lika sagan um hjónin, sem fóru i sumarfri til sólarlanda, til þess að „slappa af”. Þau bjuggu á hóteli, þar sem fátt var um Norðurlandabúa, og ekkert af tslendingum. Þegar þau höföu komið sér sæmilega fyrir á hótelinu og höfðu kannað þjóðerni fiestra hótelgestanna, að tveim til þrem dögum liðnum, tóku þau að spyrjast fyrir um það meðal þjónustufólksins, hvort nokkrir Islendingar hefðu búið á hótelinu, eða væru væntanlegir. Svarið var neikvætt, enginn af þvi þjóðerni hafði verið þar, og enginn væntanlegur, svo vitað væri, en allir höfðu góð orð um að láta hjónin vita, ef vart yrði gesta frá þessu framandi landi, ekki sizt, þar sem þjónustufólki hótels- ins fannst sem hjónunum væri það mikið kappsmál aö komast i samband við landa sina, ef þá bæri að garði. Ekki höfðu hjónin dvalið nema tvo daga til viðbótar i afslöppun- inni, þegar liðlegur þjónn á hótel- inu tilkynnti hjónunum við morgunverðarborðið, að undrið væri skeð. Starfsbróðir hans á næsta hóteli hafði sagt honum, að kvöldið áður hefðu komið á hótelið hjón frá tslandi og myndu verða þar þrjár vikur. En þessi frétt olli þáttaskilum i sumarfrii hónanna beggja Eftir morgunverðinn hófust hjónin strax handa um að fá uppgefið nafn og simanúmer hótels þess, er hin nykomnu hjón gistu, og umsvifalaust lagt til atlögu við að ná sambandi við þau. Það tókst vandræðalitið, nema hvað þvi var svarað i gestamóttöku hótels hinna nýkomnu hjóna að liklega svæfu þau enn, þar sem þau hefðu komið seint á hótelið, Geir R. Andersen: í sól og sumaryl íslenzkur söngur og slagverk halda tenglsum ferðamanna á sólarströndum órofnum vlð föðurlandið. Þessi mynd er frá sumarhátið ferðaskrifstofunnar Sunnu Mallorka, en þar komu 700 islendingar santan á stórum herra garði um 20 kilómetra fyrir utan höfuðborgina Palma. Aðalumræðuefnið var þó sá skortur á islenzkum fréttum, sem hjónin bæði voru sammála um að háði þeim þarna i sólarlandinu, og sá möguleiki að komast a.m.k. I samband við fleiri landa, jafnvel reyna „að hafa upp á” Islendingi nokkrum, manni sem hin ný- komnu hjón sögðu að hefði setzt að i þessu suðlæga landi og ætti að búa einmitt þarna, ekki allfjarri. Þar nú ekki að orðlengja það, að næstu dagana voru hjónin bæði, ýmist saman eða sitt i hvoru lagi, upptekin við að kanna og spyrjast fyrir, hvar hinn að- flutta tslending væri að finna. Kvöldin voru góður timi, til þess aö ræða árangur dagsins, frá upplýsingaferðunum. Að viku liðinni voru hvor hjónin um sig þó farin að kenna „hin- um” um árangursleysið i leitinni, og er leið að lokum dvalartima þeirra hjónanna, er fyrr ætluðu burt, var svo komið málum, að bæði hjónin voru orðin uppgefin á leitinni að landanum. Sumarfriið var senn á enda, og hafði að mestu farið i leitina að þeirri lifs- hamingju, sem islenzkum ferða- mönnum finnst felast i þvi að vera innan um sem flesta landa sina, þegar þeir eru á erlendri grund. Nú er dæmið um hjónin, sem sagt er frá orðið sjaldgæft. Islenzkum ferðamönnum hefur lærzt að það getur orðið djúpt á þvi að „hafa upp á” löndum sin- um erlendis, er þeir eru á ferð „einir sins liðs” og langt frá allri „menningu”. Þvi er nú annar háttur hafður á. Ekki kemur til mála annað en ferðast i hópum, þar sem öruggt má telja að ekki verði viðskilnaður við landann. Og þegar þvi skilyrði hefur verið fullnægt að tryggja andlega heilsu á ferðalögum erlendis með nærveru nógu margra landa, ásamt söng, slagverki og annarri skemmtan „að heiman”, er næsta skref að sjá fyrir likamleg- um þörfum slnum. Eitt dagblaða okkar slær þvi upp sem forsiðufrétt sunnud. 1. þ.m. að „nú taki fólk með sér nesti i Spánarferðir, svo að mag- inn geri ekki uppreisn”! Blaðið ræddi við nokkra Spánarfara og hafði það eftir þeim, að algeng- ustu neyzluvörurnar, sem teknar væru með sér suður i sólina væru niðursuðuvörur, svo og harð- fiskur og saltfiskur, og ein- hverrra hluta vegna þykja niður- suðuvörurnar islenzku fullt eins góðar, ef ekki betri en þær á Spáni (þótt engan veginn væri verið að gera litið úr mat i þvi landi, Spáni!) . En aðaltilgangurinn með matarflutningum ferða- manna til Suðurlanda er þó sagður, að auka fjölbreytnina! — Já, það er náttúrlega ekki fjölbreytninni fyrir að fara á Spáni, hvað viðvikur mataræði fyrir hina kröftugu norrænu vik- inga, sem nýlega hafa setið 1100 ára þjóðhátiðarveizlu. Með nýju gengi islenzku krón- unnar og rýmkuðum reglum um ferðamannagjaldeyri, og með þvi að upphæð ferðamannagjaldeyris verði leiðrétt, eins og segir i til- kynningu frá Seðlabankanum er þess þó að vænta að halda megi uppteknum hætti, og sem leysi frumþörf tslendinga i Suðurlönd- um, að veita gjaldeyri til greiöslu á afþreyingarmeðulum meðan á dvöl þeirra stendur. Auk þess væri vansalaust að koma upp sér- stakri skrifstofu fyrir útflutning islenzkra matvæla til suðurfara okkar, sem tæki að sér flutning og dreifingu þessara vara. Það hefur verið stofnuð útflutningsskrif- stofa af minna tilefni! borðað seint og farið seint til her- bergis. En með þvi að sá er hringdi kynnti sig „landa” þeirra og kvað mikið liggja við að ná sambandi við hjónin, var það auðsótt. Hjónin voru vakin upp með simhringingu frá löndum sinum, og eftir að skipzt hafði verið á venjulegum kynningarsetningum og „hvenær-komuð-þið-að-heim- an” spurningum á báða bóga, upphófust nú mikil gleði- og fagn- aðarlæti báðum megin simtól- anna, yfir þvi að vera búin að ná sambandi við „landa” i útland- inu. Hin nýkomnu hjón tóku ekki annað i mál en drifa sig umsvifa- laust á fætur og koma til móts við landa sina, sem höfðu verið svo vinsamleg að „leita þau uppi”, og til þess að segja þeim allt af létta að heiman, þvi það fannst þeim nýkomna að hefði verið aðal- áhugamál þeirra er hringdu að fá vitneskju um, eftir bráðum „viku-dvöl” i útlandinu! Akveðið var að hittast i hóteli þeirra nýkomnu, hin hjónin sögð- ust „bara myndu biða niðri”, þar til hin kæmu niður. Það urðu fagnaðarfundir, er hjónin hittust, rætt um daginn og veginn, góða veðrið en bölvaðan hitann i sólar- landinu, o.s.frv. — Þar kom þó að lokum, að hjónin, þau er fyrr höfðu komið spurðu, hvort þau nýkomnu hefðu engin dagblöð meðferðis,. „Nei, þvi er nú verr”, það höfðu þau ekki hugsað út i. „Þar fór i verra”, varð hinum blaða-og fréttaþyrsta eiginmanni að orði. „Við höfum nefnilega verið alveg sambandslaus við ts- land, siðan við fórum, fyrir tæpri viku, og vitum bara ekkert hvað er að ske heima”. „Hvernig er veörið heima”, spurði hann siðan. „Það var eindæma fallegt veður, þegar við fórum”, svaraði sá ný- komni. „Já, hvergi er eins gott veður, ef það er gott, og á tslandi, það er munur eða þessi voðalegi hiti hér.” Var nú rætt um stund um sið- ustu atburði I hinu norðlæga landi, stjórnarkreppu, hræðileg „gjaldeyrishöft”, og nauðsyn þess að „gefa erlendan gjaldeyri frjálsan” til allra, er hafa vildu, svo fólk gæti haft „rýmra um sig” á ferðum sinum erlendis en nú væri. Umboð fyrir amerískar, enskar og japanskar bifreiðir. Allt á sama stað erhjáAgli Frájapan: MINICA-Station Eyöir aðeins 5 Itr. á 100 km. Verð kr. 430 þús. Allt á sama stað Laugavegi 118 - Símar 22240 og 15700 EGILL VILHJALMSSON HF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.