Vísir - 16.09.1974, Blaðsíða 11
Vísir. Mánudagur 16. september 1974.
Visir. Mánudagur 16. september 1974.
Umsjón: Hallur Símonarson
Verða engir er-
lendir þjálfarar
hér nœsta sumar?
Þá verður kostnaðurinn við hvern þjálfara
ekki undir tveimur milljónum króna
Flestir erlendu
þjálfararnir, sem hér
hafa starfað i sumar
með 1. og 2. deildar-
liðunum i knattspyrnu,
eru nú farnir heim
aftur. Þeir siðustu,
Kirby, sem var með
Akranesliðið og
Sanders, sem var með
Vikingana, halda utan i
þessari viku, og eru
þeir þá allir farnir.
Þeir hafa flestir fengið eitt-
hvert starf við knattspyrnu i sin-
um heimalöndum, t.d. mun
Sanders taka aftur við þjálfun
Altringham FC, sem er eitthvert
bezta lið Englands, sem leikur
Róku Israel úr
Asíusambandinu
A þingi knattspyrnusambands
Asíu i Teheran á laugardag var
samþykkt tillaga frá Kuwait
þess efnis, að Israel yrði i fram-
tiðinni útilokað frá öllum knatt-
spyrnumótum sambandsins —
svo og aö haida mót á vegum
þess. Þessi tiliaga var sam-
þykkt með 17 atkvæðum gegn 13
— en fulltrúar sex landa voru
fjarverandi. Fyrr á þinginu var
fellt — einnig að tillögu Kuwait
— að veita Astraliu aðild að
Asiusambandinu. Hins vegar
var sú tillaga samþykkt, að
Kina tæki sæti Taiwan (For-
mósu) í Asiusambandinu.
1 gær var keppt til úrslita i
knattspyrnunni á sjöundu Asiu-
leikunum. Þar kom á óvart, að
íran sigraði Israel með 1-0 i úr-
slitaleiknum til mikillar gleði
fyrir 100 þúsund áhorfendur á
leikvanginum i Teheran. Eina
mark leiksins var sjálfsmark
israelska varnarmannsins
Itzhak Shum. íran hafði yfir-
burði I leiknum, en gekk illa að
skora — og lið ísrael fékk ekki
nema eitt tækifæri i leiknum,
sem var misnotað. Israel fékk
nokkra sárabót i gær, þegar lið
þess sigraði i körfuknattleik
leikanna, og Esther Rot vann
þriðju gullverðlaun sin i frjáls-
um iþróttum. Sigraði þá I 100
metra hlaupinu.
Keppt var til úrslita i borð-
tennis i gær og Kina hlaut þar
sex gullverðlaun af sjö mögu-
legum. Vann i báðum einliða-
leikjunum — Liang Ke-liang i
karlaflokki og Chang Li i
kvennaflokki.
Leikunum verður slitið i dag
— lokakeppnin var i gær. Japan
hlaut flest verðlaun — 75 gull, 50
silfur og 51 brons, en það er mun
minna en Japan hlaut á Asíu-
leikunum fyrir fjórum árum i
Bangkok. Iran var i öðru sæti
hvað verðlaunapeningum við-
kom — og sigraði i mestu ,,sýn-
ingargreininni” — knattspyrn-
unni. I þriðja sæti kom Kina,
sem nú tók þátt i alþjóðakeppni I
iþróttum I fyrsta skipti i rúm
tuttugu ár. Borðtennis, badmin-
ton og fimleikar voru aðalgrein-
ar kinverska iþróttafólksins.
utan deildanna, og heyrzt hefur
að Kirby fái góða stöðu hjá ein-
hverju þekktu liði i Englandi.
Enginn erlendu þjálfaranna,
sem hér vöru i sumar, hafa gert
nýja samninga við islenzk félög,
enda er vafasamt að nokkurt
þeirra hafi efni á þvi að hafa er-
lendan þjálfara næsta ár.
Eftir gengishækkunina á
dögunum hefur allur kostnaður
við að hafa erlendan þjálfara
rokið upp úr öllu valdi, og er að-
eins á færi þeirra fjársterkustu,
að leggja út i slikt.
Þegar þeir voru ráðnir hingað
s.l. vetur, var sterlingspundið á
um 190 krónur — allir samningar
voru þá miðaðir við þann gjald-
miðil — og nú er pundið komið
upp I um 270 krónur, og einnig
orðið dýrara að halda þeim uppi
með fæði og húsnæði, þar sem
kostnaður allur hefur aukizt.
Er ekki fjarri lagi að áætla, að
það kosti hvert félag a.m.k. tvær
milljónir að hafa erlendan
þjálfara næsta ár, og eru knatt-
spyrnulið með slika fjármuni á
reiöum höndum hér heima ekki
mörg. -klp-
Lið Ásgeirs
sigraði
1 sjöttu umferð belgisku deilda-
kcppninnar i knattspyrnu vann
Standard Liege — liöið, sem As-
geir Sigurvinsson lcikur með —
góðan sigur á heimavelli.Vann þá
Charleroi með 3-1. Antweroen og
Anderlecht gerðu jafntefli án þess
mark væri skorað i leiknum.
1 Vestur-Þýzkalandi eru
Evrópume i s t arar Bayern
Munchen — með sex heims-
meisturum — að ná sér á strik
eftir siæma byrjun. Bayern vann
þá Köin með 6-3. Borussia
Mönchengladback vann góðan
sigur á útivelii — 3:1 gegn
Kaiserslautern.
1 fyrsta sinn i 15 ára sögu Bikarkeppni KSt var svolftill hátiðarbiær yfir úrslita-
leiknum i þessu mikia móti, sem nú fór Iannaösinn fram á Laugardaisvellinum.
Fyrir leikinn lék lúðrasveit fyrir hina fjöimörgu áhorfendur og hélt einnig uppi
skemmtun i hálfleik. Hún stóð vel fyrir sinu, þótt ólikt hefði það samt verið
skemmtilegra, ef hljóðfæraleikarar hefðu gengið um vöilinn i stað þess að standa i
sömu sporum á hlaupabrautinni allan timann.
Eftir aö ieikmennirnir höfðu raðað sér upp fyrir leikinn, kom forsætísráðherra
Geir Hallgrimsson, inn á völlinn og heiisaði öllum leikmönnunum, en sfðan var
þjóðsöngurinn leikiun.
i ieikslok afhenti forsætisráðherra ásamt varaformanni KSÍ, Jóni Magnússyni,
Valsmönnum bikarinn og ieikmönnum beggja liða verðlaunapening til minningar
um leikinn.
Ahorfendur gerðu góðan róm aö þessari tilbreytingu, enda fór ailt mjög vel fram,
nema hvað einn leikmanna Akranesliðsins tók tapinu illa og hijóp snúðugur inn f
búningsklefa áður en afhendingin fór fram. Þótti mörgum af hinum dyggu aðdáend-
um liðsins það heldur ófþróttamannslega gert af honum. -klp-
Nú vor svipur ó
úrslitaleiknum!
Bikarmeistarar Vals 1974 ásamt Þórði formanm og Ilitchev þjálfara.
Ljósmynd Bjarnleifur.
Skagamenn töpuðu í sjötta
sinn í úrslitum bikarsins
Fengu rúmar 300
þús. fyrir leikinn!
Valur og Akranes fengu dágóðan
pening fyrir að komast I úrslit f bikar-
keppninni að þessu sinni, enda sjaldan
fleiri áhorfendur komið til að horfa á úr-
slitaieik i þcssari keppni.
Alls greiddu um 4500 manns aðgang
að Laugardalsvellinum á laugardaginn
og kom þvi góður peningur inn i að-
gangseyri. Þar fyrir utan kom dágóö
fúlga fyrir lýsingu á leiknum I útvarpi
og sjónvarpskvikmynd sem tekin var af
leiknum.
Félögin skiptu með sér ágóðanum og
var hann eftir að allur- kostnaður haföi
verið greiddur- vallarleiga.skattar og
ýmislegt annað sem tinist til — liðlega I
þrjúhundruð þúsund krónur á félag.
Þótt þetta sé ekki neitt sérlega mikið
eftir allt erfiðið við að komast i úrslitin,
eru þessir peningar örugglega vel
þegnir af félögunum, sem örsjaldan sjá
aðra eins upphæö fyrir einn leik. Allt
rennur þetta til félagsstarfsins og veitir
ekki af, en þeir sem sjá fyrir þessum
krónum — þ.e.a.s. leikmennirnir sjálfir
fá ekkert i sinn hlut nema ánægjuna og
einn litinn verðlaunapening.... Sá er
munurinn aö vera áhugamaður og at-
vinnumaöur i iþróttinni.
-klp-
Leikur Víkings og
Fram ólöglegur!
I gær var kveðinn upp dómur i kæru Vfkings á hendur Fram vegna þátttöku
Elmars Geirssonar i siðari leik liðanna i 1. deiid, sem fram fór i sumar. Vikingarnir
kærðu tii knattspyrnudómstóls KRR, sem einnig dæmdi i kæru Vals fyrr i sumar, og
oft hefur verið sagt frá i fréttum.
Dómstóliinn kvaö upp nákvæmlega eins dóm og kveöinn var upp I kæru Vais eða
að leikurinn væri ógiidur, og bæri að leika hann upp aftur. Auk þess var Fram dæmt
til að greiöa smá fjársekt fyrir að nota ólöglegan mann i þessum lcik eins og i leikn-
um gegn Val. >
i dómstólnum sátu Bergur Guðnason, Vilberg Skarphéðinsson og Baldur Marias-
son, og skiiaði Bergur sératkvæði. Þar segir m.a. að hann telji að kæra Vikings hafi
komið of seint. Kærufresturinn sé 7 dagar en ekki 30 eins og aðrir hafi viljað túika
lögin.
Forráðamenn Fram lögðu fram i réttinum gögn frá þeim aöila, sem útbjó lögin á
sinum tima en þar kemur skýrt fram hvernig kærufresturinn hafi veriö hugsaður
þegar þau voru gerð, og byggði Bergur sératkvæði sitt á þeim upptýsingum.
Framarar hafa enn ekkiáfrýjað fyrri dómnum til dómstóis ISÍ, en kærufresturinn
rann út nú i siöustu viku. Sóttu þeir um viku frest, en urðu að fá samþykki Vals-
manna til þess, og er ekki vitaö hvernig þvi máli reiddi af.
Þá hefur hcyrzt að enn stærra kærumál sé I uppsiglingu i sambandi viö keppnina f
1. deild i sumar. Er hún frá Akureyringum, sem hafa hug á að kæra allt mótiö eins
og það leggur sig!! Þvi þaö hafi veriö eintóm vitieysa frá upphafi til enda. Var haft
eftir einum forráðamanni þeirra á dögunum, að Akureyringar væru búnir að fá sér
hæstaréttarlögmann til að vinna að þessu máli og verja þeirra rétt.
-klp-
100 með Flugleiðum
ú leið til Zaire!
Biöö og fréttastofur leggja mikið upp
úr fréttum af leik Muhammed Ali og
George Foreman um heimsmeistara-
titilinn I þungavigt f hnefaleikum, sem
verður i Zaire i Afriku 25. september.
t morgun voru 100 bandarfskir biaða-
menn á Keflavlkurflugvelli — 100 þekkt-
ustu iþróttafréttamenn Bandarikjanna.
Flugleiðir flugu þeim frá New York i
nótt og eftir stutta viðkomu á Kefla-
vfkurflugvellinum var haldiö áieiðis til
Luxemborgar. Þaðan fljúga biaða-
mennirnir svo til Zaire. Stærstu frétta-
stofurnar eins og AP voru með fjöl-
mennan hóp — átta fréttamenn.
Samkvæmt frétt frá Nairobi f morgun
verða yfir 300 eriendir blaðamenn
viðstaddir keppnina i Kinshasa og mikill
undirbúningur er þar fyrir þá, svo þeir
geti sagt vel frá „bardaga aldarinnar”
— og hvað annað geta menn kallaö
væntanlega keppni þeirra Foreman,
heimsmeistara, og Ali, fyrrum heims-
meistara.
VERZLIÐ ÞAR SEM VARAN ER GOÐ OG VERÐIÐ HAGSTÆTT
Öll okkar mólning á verksmiðjuverði
STJÖRNU ★ LITIR s/f
Ármúla 36 Málningarverksmiðja Sími 8*47-80
— Valur sigraði íslandsmeistarana frá Akranesi í bráðskemmtilegum
úrslitaleik með fjórum mörkum gegn einu á laugardag
Það tók Valsmenn ekki nema
tuttugu minútur að gera draum
Skagamanna um að sigra i báð-
um stærstu knattspyrnumótum
landsins að engu á Laugardals-
vellinum á laugardaginn. Þá voru
þeir búnir að skora þrjú mörk hjá
tslandsmeisturunum, sem ekki
vissu hvað á sig stóð veðrið frekar
en áhorfendurnir, sem höfðu búizt
við allt öðru. Þar með sáu Skaga-
menn sina sæng útbreidda þvi
bikarinn var örugglega kominn i
safnið að Hliðarenda, en ekki i
bikarasafnið á Skipaskaga, þar
sem rýmt hafði verið til fyrir hon-
um.
En þetta er ekki i fyrsta sinn,
sem Skagamenn sjá á eftir þess-
um eftirsótta bikar til einhvers
annars liðs, þvi i þau fimmtán
skipti, sem um hann hefur verið
keppt, hafa Akurnesingar sex
sinnum komizt i úrslit — og alltaf
tapað!
Aftur á móti var þetta i þriðja
sinn, sem Valsmenn komust i úr-
slit i bikarkeppninni, og i annað
sinn sem þeir fá bikarinn- i fyrra
skiptið var það 1965, er þeir sigr-
uðu Akurnesinga með tveggja
marka mun, en nú gerðu þeir enn
betur og höfðu það þrjú mörk.
Fyrsta mark þeirra kom þegar
á annarri minútu leiksins og var
það eins og köld vatnsgusa fram-
an i Skagamenn og hina fjöl-
mörgu aðdáendur þeirra. Grimur
Sæmundsen, einn bezti maður
Vals i þessum leik, lék þá upp að
endamörkum og sendi á Hörð
Hilmarsson, sem renndi knettin-
um áfram á Kristin Björnsson, og
þessi ungi leikmaður var eldfljót-
ur að koma honum rétta leið —
eða i bláhornið á markinu.
Ragnar Magnússon linuvöröur
ruglaði menn svolitið i riminu
með þvi að veifa fyrst á rangstöðu
á einn Valsmanninn, sem þó eng-
in áhrif hafði á leikinn, en hann sá
að sér á siðustu stundu og tók nið-
ur flaggið.
Valsmenn létu liða rétt átta
minútur þar til þeir skoruðu aft-
ur. I þetta sinn var það Atli Eö-
valdsson, sem vann skemmtilegt
kapphlaup við Davið Kristjáns-
son markvörð Akurnesinga og
sendi knöttinn fram hjá honum i
markið.
Þriðja markið — markið sem
gerði draum Skagamanna að
engu — kom svo á 20. minútu, er
Kristinn Björnsson sendi
skemmtilega á Jóhannes Eð-
valdsson, og þessi frábæri leik-
maður sneri sig i gegnum varnar-
vegginn og skoraði með góðu og
hnitmiðuðu skoti.
Akurnesingar gáfust ekki upp
við þetta — a.m.k. ekki framlinu-
mennirnir, og áttu fram að hálf-
leiknum nokkur tækifæri. en hin
fjölmenna varnarsveit Vals og
Sigurður Dagsson markvörður
sáu um. að það urðu aldrei annað
en tækifærin ein.
Valsmenn bættu við fjórða
markinu fyrir hálfleik, en það var
dæmt af vegna rangstöðu, sem
var heldur vafasamur dómur hjá
linuverðinum, þvi að ekkert var
athugavert við markið.
Valsarar bættu þetta mark upp
á 6. min. siðari hálfleiks með ein-
hverju glæsilegasta marki, sem
gert hefur verið á Laugardals-
vellinum i langan tima.
Hörður Hilmarsson var pottur-
inn og pannan i þvi. Hann tók
boltann á miðjunni, gaf út á
Kristin Björnsson, sem óð upp að
markinu og gaf þar fyrir á Hörð,
sem hlaupið hafði upp með hon-
um. Hörður skallaði boltann út til
Bergsveins Alfonssonar, sem
sendi hann viðstöðulaust i netið
með þrumuskoti, sem Davið átti
ekki nokkurn kost á að verja.
Með þessi fjögur mörk sem
bakhjarl fóru Valsmenn að slaka
á og Skagamenn náðu meiri tök-
um á leiknum — án þess þó að
komast fram hjá Sigurði Dags-
syni nema einu sinni.Jón Alfreðs-
son gaf þá á Teit Þórðarson, sem
kom á fullri ferð á móti boltanum
og sendi hann upp i þaknetið af
miklum krafti.
Heldur lifnaði yfir Skagamönn-
um viö þetta mark, en Sigurður
var þeim erfiður og varði hvað
eftir annað mjög vel. Valsmenn
náðu einstaka upphlaupi og kom-
ust þá auðveldlega i gegnum vörn
Skagamanna, en tókst ekki að
bæta við fleiri mörkum.
Akranesliðið var alls ekki slakt
i þessum leik, nema þá helzt
varnarmennirnir fjórir, sem
lengst af vissu varla i hvorn fót-
inn þeir áttu að stiga og gáfu
Valsframlinunni allt of mikið
svigrúm til að leika sér.
Aftur á móti gaf Valsvörnin,
sem oft var anzi fjölmenn, engan
höggstað á sér, og var fljót að
snúa vörn i sókn með sendingum
á næsta mann, en ekki landsend-
ingum út i loftið eins og oft kom
fyrir varnarmennina hinum meg-
in.
1 Valsliðinu var enginn veikur
hlekkur i þetta sinn — allir börð-
ust vel og gerðu eins og þeir gátu
með foringja sinn, Jóhannes Eð-
valdsson, i fararbroddi. A miðj-
unni var Hörður Hilmarsson oft
einráður og byggði vel upp fyrir
framlinuna, þar sem hver maður
var öðrum friskari.
Hjá Skagamönnum skar enginn
sig sérlega úr — þeir voru flestir i
skugga Valsmanna nema undir
lokin. Helzt voru það þeir Jón
Alfreðsson og Teitur Þórðarson,
sem eitthvað kvað að, en oft hafa
þeir þó verið betri en i þetta sinn.
Þá barðist Benedikt Valtýsson að
vanda eins og ljón en litið var út
úr þvi að hafa annað en erfiðið.
Guðmundur Haraldsson dæmdi
leikinn og gerði það vel. En hann
var ekkert öfundsverður af linu-
vörðunum sinum, Ragnari
Magnússyni og Rafni Hjaltalin,
sem gerðu áberandi skyssur hvað
eftir annað — skyssur, sem ekki
eiga að koma fyrir menn, sem
eiga að dæma erlendis eftir
nokkra daga. — klp —
<------------------m.
Þeir höfðu ástæðu til að vera
glaðir eftir úrsiitaleikinn — Ilit-
chev, þjálfari Vals, Jóhannes Eð-
vaidsson, fyrirliði, og Sigurður
Dagsson, markvörður, sem varð
bikarmeistari f annað sinn. Ljós-
mynd Bjarnleifur.