Vísir - 21.09.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 21.09.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Laugardagur 21. september 1974 —181. tbl. Forstöðumaður „Statens Museum": Enginn vafi — það er Picasso SKEGGÖLD — en ekki skólmöld Hvernig skegg hæfir þér? Franskt, pólskt, A la Clark Gable, eöa skegg róman- tikurinnar. Hvaö um þaö, Boggi okkar hefur valiö sér sitt skegg, en á Inn-siöu er nánar sagt frá möguleikum til skeggræktunar. Svo er aö sjá, aö skegg sé annars I tizku, þaö er sannkölluö skeggöid, en vonandi ekki jafnframt skálmöld. —Sjá bls. 7 Stórsvindlari handtekinn í Noregi: Þóttist vera venzlaður for- sœtis- róðherra ó fslandi - BAKSÍÐA STÚTUR VIÐ STÝRIÐ — það getur verið kostnaðarsamt að spara sér leigubil — bls. 2 Hvað segja stjörnurnar um helgina? - bls. 17 sért í nautsmerkinu, maður!" fBráðabirgðolög til að ) ftlj^lImmmm* I IæIæM (bjargo sjávarútveginum: J ||(VllflVll IQSKICIIl úr 1740 milliónum í 150 Bráðabirgðalögin, sem rikisstjórnin gaf út i gær, fela það i sér, að samanlagður halli fisk- veiða og vinnslu lækkar úr 1740 milljón krónum, eins og hann var reikn- aður út á ársgrundvelli i júli sl., i 150 milljónir. Þetta næst með ráðstöfun gengis- hagnaðar, hækkun fisk- verðs, hækkuðum tekjum Verðjöfnunar- sjóðs og hækkun á gjaldi til Stofnfjársjóðs fiski- skipa. Hækkun fiskverös skal verða 11%, og þegar landað er i innlendri höfn, skal gjald i Stofnfjársjóð fiskiskipa verða 15% af fiskverði, en var áður 10% á flestum fisktegundum. Sé landað i erlendri höfn er stofn- fjársjóðsgjaldið 21%. Var áður 15%. Tekjur Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins hækka úr 50% af verðhækkunum útflutningsafurða fiskiðnaðarins i 75%. Alls er gert ráð fyrir, að gengishagnaðurinn verði 1650 milljónirkróna,en þar af fara 400 millj. I hækkun flutnings- kostnaðar og olluniðurgreiðslu en til olíuniöurgreiðslu átti aö nota loönuhagnaðinn sem brást. Afganginn, 1250 milljónir, á að nota til aö auðvelda eigendum, skuttogara að standa I skilum með greiöslur afborgana og vaxta af stofnlánum og tryggja þeim rekstursgrundvöll, til að greiða hluta af gengistapi vegna er- lendra skulda eigenda fiskiskipa, til að greiða úr greiðsluvanda fiskvinnslufyrirtækja vegna sölu- erfiðleika, og til annarra þarfa innan útvegsins. Auk þess framlags, sem að framan er nefnt til niðurgreiðslu á olfu, er lagt 4% útflutningsgjald á útfluttar sjávarafurðir, aðrar en saltfisk, skreið og afurðir af hval-sel- og hrognkelsaveiðum, en 5,5% á saltfisk og skreið og á það að skila 1230 millj. króna. Þá er i bráðabirgðalögunum bráöabirgðaákvæði um, að stjórn Verðjöfnunarsjóðs sé heimilt að greiða upp i verðbætur vegna óselds loðnumjöls af afla þessa árs, en mikið er óselt af loðnu- mjöli og hafa framleiðendur þess ekki getað staðið i skilum með greiðslur sinar. —SH BLÓMASKEIÐ í HAUSTSTILLU Haustdagarnir geta veriö fallegir og ánægjulegir til úti- veru, ekki siöur en dagar há- sumarsins. Hauststillurnar meö glampandi sólskini hafa ekki svikiö okkur aö þessu sinni, enda þótt lægöirnar geri okkur stundum gramt i geöi Á Austurvelli sátu ágætis karlar og nutu góöa veöursins I fyrradag. Þar eru blómin viö beztu heilsu aö þvi bezt veröur séö, og á kvöldin er Austur- völlur baöaöur ljósum og blóm- in njóta sin jafnvel enn betur. Ef veöriö veröur skikkanlegt um helgina, ætti fólk aö gera sér ferö og skoöa völlinn, líklega fer hver aö veröa sföastur til aö skoöa dýröina. (Ljósmynd Visis BG) NJARÐVIK: Skutu óboðna gestinn Minkur, sem var aö spássera I Njarövikum fyrr I vikunni, gcröi sér lftiö fyrir og leit inn á heimili Karvels ögmunds- sonar, fyrrverandi hreppstjóra. Hefur minknum ekki þótt neitt sjálfsagöara en aö ganga i bæinn, þar sem útidyrnar stóöu opnar. Heimsóknin fékk þó snöggan endi: vegfarandi, sem séö haföi á eftir minknum inn i húsiö, lokaði dyrunum á eftir honum og kallaöi lögregiuna á staöinn. Brá pólitiiö viö hart og sótti hinn óboöna gest heim til Karvels. Var kveðinn upp dauöadómur yfir minknum og dómnum fullnægt án tafar. En þaö eru þvf miöur fjöl- margir minkar enn á stjái eins og kemur fram i viötali viö veiöistjóra á baksföunni. —i>jm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.