Vísir - 28.09.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Laugardagur 28. september 1974.
3
Þótt suðurhlió hússins hangi uppi, er hún sprungin og ónýt. Fáir innan-
stokksmunir siuppu heilir. Ljósm. Matthias Gestsson.
una. Hann lýsti atburðum fyrir
okkur á þessa leið:
„Ég var að koma á fætur og
gekk að suðurglugga hússins
okkar til að athuga, hvernig
veður væri oghvernigskó ég þyrfti
að fara i, en ég var að fara i
skólann. Rétt i þvi sem ég leit á
húsið, sem er i 70-80 metra fjar-
lægð frá okkar og snýr að okkur
norður- og suðurhorni, sá ég
þakið á þvi lyftast og sag og alls
konar rusl gjósa svo sem 3-4
metra upp i miklum mekki. Ég
þaut strax niður og hringdi i lög-
regluna, sem sagðist ætla að
senda sjúkra- og slökkvibila á
staðinn. Þegar ég leit aftur út,
var allt komið i rúst.”
Það var enginn maður á gangi,
þar sem ég sá til i nánd við húsið,
en getur hafa verið fyrir neðan
það, þótt ég viti ekki til þess.”
Innbú hússins mun hafa verið
heimilistryggt, en Visi er ekki
kunnugt um tryggingu á húsinu,
aðra en lögboðna bruna-
tryggingu. -SH
KSI dtemir
Víking og
Akureyrí niður
— ef liðin mœta ekki til leiks um
fallið í 2. deild í dag
— Haukar fá þá annað lausa sœtið í
I. deild
„Við i stjórn KSÍ lltum svo ó,
að ef Vikingur eða IBA mæta
ekki til leiks á morgun um fallið
i 2. deild, þá séu þau hætt þátt-
töku I mótinu og hafi jafnframt
firrt sig rétti til að taka þátt I 1.
deildarkeppninni að ári.”
Þetta sagði Ellert B. Schram
formaður KSl á blaðamanna-
fundi, sem hann boðaði til i gær
vegna ákvörðunar 1. deildarliða
Vikings og Akureyrar að mæta
ekki i umræddan leik, sem er
um fallið i 2. deild Islandsmóts-
ins I knattspvrnu, en sá leikur á
að fara fram á vellinum i Kefla-
vik kl. 14.00 i dag.
„Stjórn KSI stendur og fellur
með þessu máli”, sagði Ellert.
„KSl-þing mun dæma um hvort
við höfum gert rangt eða rétt, en
við teljum allir sem erum i
stjórninni að þetta sé það eina
rétta og einnig það eina sem
hægt er að gera i málinu.
Við hvorki eigum né getum
haft afskipti af dómum, sem
kveðnir eru upp hjá dómstólum
knattspyrnuhreyfingarinnar.
Slikt kynni að draga ófyrirsjá-
anlegan dilk á eftir sér og leiða
til stjórnleysis.
Ég vil minna á, að það er þing
KSI, sem setur lög og ákveður
verkefni. Þar er kosin stjórn
sem annast framkvæmd knatt-
spyrnumála, og þingið kýs sjálf-
stæðan dómstól til að skera úr
um ágreiningsmál. Við ráðum
ekki yfir þessum dómstóli og
getum ekki skipað honum fyrir
verkum. Það er aðeins i okkar
verkahring að sjá um að úr-
skurði hans sé framfylgt.”
Við spurðum Ellert að þvi
hvort liðin yrðu dæmd niður i 2.
eða 3. deild, ef þau mættu ekki.
Hann vildi litið tjá sig um það að
svo komnu máli.
Ef liðin verða dæmd niður i 2.
deild fara Hafnarfjarðarliðin
FH og Haukar upp i staðinn. FH
sigraði i deildinni, en Haukar
urðu i öðru sæti með sama
stigafjölda og Þróttur, eða 19
stig. Komast þeir þá upp á hag-
stæðari markatölu?
Við reyndum i gær að hafa
samband við forráðamenn IBA,
en þeir voru þá á leið til Reykja-
vikur til skrafs og ráðagerða við
forráðamenn Vikings. Hjá þeim
fengum við þær upplýsingar að
bæði félögin myndu standa fast
á sinu máli og mæta ekki til
leiks.
—klp-
Hún hefur rödd eins
og 12 ára stúlkubarn
— andlit eins og 15 ára
stúlka og likama eins
og 17 ára stúlka. Hún
er dýrkuð og dáð —
aðallega af karlmönn-
um — út um allan
heim og á sér stærri
aðdáendahóp — aðal-
lega skipaðan karl-
mönnum — en nokkur
önnur kona i heimin-
um.
Þessi kona er
Brigitte Bardot, sem i
dag — laugardaginn
28. september — held-
ur upp á fertugsaf-
mæli sitt.
Brigitte Bardot er fædd 28.
sept. árið 1934 i Paris. Þegar
hún var sex ára gömul byrjaði
hún að læra ballett hjá hinum
þekkta ballettmeistara, Boris
Kniaseff, og var talin mjög efni-
leg á þvi sviði.
Þegar hún var 15 ára gömul,
var tekin mynd af henni sem
birtist á forsiðu vikurits, sem
gefið er út i.Frakklandi. Meðal
þeirra sem hrifust af Bardot á
þeirri mynd var kvikmynda-
stjórinn Marc Allegret, og bauð
hann henni hlutverk i næstu
mynd sinni.
Sú mynd var algjörlega mis-
heppnuð, en hún varð þó til þess,
að Bardot sneri sér að þvi að
læra leiklist, og þrem árum sið-
ar varð hún heimsfræg er Roger
Vadim, leikstjórinn frægi, tók
hana upp á sina arma — giftist
henni meira að segja — og bjó tii
hverja myndina á fætur annarri
með hana i aðalhlutverkum.
Ég er ósköp venjuleg
kona...
En hvað segir Brigitte Bardot
um það að vera að komast á
fimmtugsaldurinn?
Það fékk sænskur blaðamað-
ur sem heimsótti hana á frönsku
Rivierunni að heyra, er hann
ræddi við hana á dögunum, en
Bardot hefur jafnan verið spör á
að tala við blaðamenn um dag-
ana og jafnan litið viljað segja
um sjálfa sig.
„Það skiptir mig engu máli
lengur. Það er sagt að lif kon-
unnar byrji, þegar hún verður
fertug, en ég tel það ekki vera
rétt. Lifið byrjar þegar maður
fer að skilja það, og siðan heldur
það bara áfram.”
En hvernig finnst henni þá að
vera sexdrottning heimsins og á
leið inn i ellina?
„Ég er engin sexdrottning —
ég er ósköp venjuleg kona, sem
er að eldast eins og aðrar konur.
Ég mun aldrei reyna að fela það
með þvi að mála yfir hrukkurn-
ARA I
DAG!
ar, þvi að ég tek þeim eins og
öðru sem að mér er rétt i lífinu.
Kvikmyndirnar hafa ekki
breytt mér neitt. Innst inni er ég
eins og var þegar ég var ung
stúlka. Það er ekkert sem fær
þvi breytt.
Ég er og vil vera frjáls. Það
versta sem ég veit er að þurfa
að klæða mig upp og fara i boð
og annað, sem krefst þess að ég
sé eins og sýningarbrúða. Ég er
ánægðust þegar ég get gengið
frjáls um i peysu og gallabux
um.
Það skal enginn geta
sagt það um mig....
Frá og með afmælisdeginum
mlnum á laugardaginn ætla ég
að vera eins og náttúran
skapaði mig. Margar konur
leita að horfinni æsku sinni á
snyrtistofum og i fegurðar-
meðalaglösum og túpum. Það
fær enginn mig til að gera slikt
— ég er og verð eins og ég er.
Ég veit að ég hef efni á að
segja þetta frekar en aðrar kon-
ur á minum aldri, þvi likami
minn er enn eins og þegar ég
byrjaði að leika i kvikmyndum
fyrir um það bil 23 árum.”
Telur hún að frægð hennar
fölni þegar aldurinn fer að fær-
ast yfir hana?
„Að sjálfsögðu gerir hún það.
En ég ætla mér að vera sterk við
sjálfa mig og koma mér út úr
kvikmyndaheiminum áður en
það verður. Það skal enginn
segja um mig.... — þessi þarna
Bardot, hún er ekki neitt leng-
ur.”
Allir minir menn hafa
verið góðir...
Bardot er þrigift og auk þess
hefur hún búið með nokkrum
öðrum. Þeir sem hún hefur gifzt
eru Roger Vadim, Jacques
Charrier og Gunther Sachs. Nú
býr hún með 29 ára gömlum
leikara Laurent Vergez að
nafni.
Hún segir að allir hennar
menn hafi verið góðir — hver á
sinu sviði. „En ég vil fá að vera
frjáls og gera það sem ég óska
mér. I hjónabandi verður mað-
ur loftlaus og fær innilokunar-
kennd. Og þegar ég er lokuð inni
þá verð ég að komast út og flýja.
Ég verð oft ofsalega ástfangin
— jafnvel i fyrsta sinn sem ég sé
manninn og án þess að hafa
nokkuð talað við hann. Og þegar
ég er ástfangin hef ég ekki
nokkurn áhuga á öðrum — ég
geri allt fyrir þann mann sem ég
elska.
Ég held að það sé mjög auð-
velt að lifa með mér, þótt sumir
sem ég hef verið gift og búið
með segi annað. Ég krefst að
visu mikils, en ég legg mig lika
alla fram til að gera minn mann
hamingjusaman."