Vísir - 28.09.1974, Síða 6
6
Vlsir. Laugardagur 28. september 1974.
VÍSIR
Ctgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri
Fréttastjóri
JRitstjórnarfuiltrúi
Fréttastj. erl. frétta
Auglýsingastjóri
Auglýsingar
Afgreibsla
Ritstjórn
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Björn Bjarnason
Skúii G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Lítil fórn
Þegar Þjóðhagsstofnunin hafði í sumar tekið út
efnahagsástandið, rikti almenn svartsýni á þróun
lifskjara hér á landi. öngþveitið stefndi þá á
rúmlega 70% verðbólgu á árinu og i hrun og at-
vinnuleysi eftir næstu áramót. Talið var þó, að
stjórnvöld gætu hindrað þessa þróun með skipu-
legum aðgerðum, sem fælu það meðal annars i
sér, að lifskjör yrðu svipuð og þau voru árið 1971.
Þessar aðgerðir hafa nú flestar litið dagsins
ljós. útkoman er töluvert hagstæðari en menn
óttuðust i haust. Lifskjörin þurfa ekki að hverfa
til baka til ársins 1971, ef vinnufriður helzt. Þau
geta verið svipuð og þau voru i fyrra. Að visu er
teflt á tæpasta vað i afkomu atvinnuveganna. En
fórn þjóðarinnar er mjög litil, ef það tafl lánast.
Ekki er ástæða til að ætla, að lifskjörin rými
meira en þetta, þótt verðhækkanir kunni að verða
meiri en ráð er fyrir gert i bráðabirgðalögum
rikisstjórnarinnar. Þær umframhækkanir mundu
verða bættar að fullu i kaupgreiðsluvisitölu i
samræmi við ákvæði bráðabirgðalaganna. Þar
með er tryggt, að endurreisn efnahagslifsins
kostar ekki nema 7,5% almenna kjararýrnun og
5,3% rýrnun láglauna, hvort tveggja frá 1. ágúst i
sumar.
Bráðabirgðalög rikisstjómarinnar em þvi
nokkru hagstæðari launþegum en tillögur Al-
þýðubandalagsins voru i tilraunum vinstri flokk-
anna til myndunar rikisstjómar i sumar. Þær til-
lögur voru birtar i Þjóðviljanum á sinum tima og
fólu i sér mun minni verndun láglaunafólks en nú
er orðin raunin á.
Það er von, að fólk óttist, að forustumenn
stéttarfélaga stefni að afleikjum á næstu vikum.
Þeir höfðu hægt um sig i vor og sumar, þegar
gengið var látið leka, þegar fiskverði var með
valdboði haldið óbreyttu og þegar kaupgreiðslu-
visitalan var fryst. Nú láta hins vegar ófriðlega
sumir þessara forustumanna og stefna að vinnu-
deilum, einkum i Sjómannasambandinu, þótt nú
fáist hækkun á fiskverði, sem ekki fékkst i vor.
Full ástæða er þó til að benda á, að margir for-
ustumenn stéttarfélaga átta sig vel á, að þjóðin á
i vamarstriði i efnahagsmálunum og að lausnir
bráðabirgðalaganna em launþegum langtum
ódýrari en aðrar aðgerðir eða aðgerðarleysi.
Énda var forustumönnum Alþýðusambandsins
gefið tækifæri til að hafa áhrif á innihald laganna.
Þessi skilningur endurspeglast i ályktun Al-
þýðusambandsins á þriðjudaginn var. Þar kemur
fram, að sambandið hafi náð fram ýmsum breyt-
ingum á bráðabirgðalögunum. Ennfremur er þar
tekið fram, að kjaraskerðingin sé framhald fyrri
skerðingar á tima vinstristjórnarinnar. Og loks
segir i ályktuninni, að uppsögn kjarasamninga sé
fyrst og fremst nauðsynleg vegna þess, að við
rikjandi aðstæður sé ekki hægt að hafa bundna
samninga til vors 1976.
Með ályktuninni virðist Alþýðusambandið vera
að draga úr þeirri skoðun, að eins konar striðs-
yfirlýsing felist i uppsögn kjarasamninga. Vafa-
laust munu þó einstök félög, ekki sizt hátekju-
manna eins og trésmiða, láta draga sig af póli-
tiskum ástæðum út i hörku og jafnvel vinnudeil-
ur. Þessir hátekjumenn munu einnig að likindum
reyna að fá verkamenn til að gerast dráttardýr
fyrir sig i kjaramálum eins og stundum áður.
—JK
Þessar myndir eru teknar á Brent-olfusvæðinu 180 km út af Sognfirði, þar fannst nýlega gffuriegt olfu-
magn. Til vinstri er sýnt, þegar verið er að mæla magnið i stærstu borholunni og tii vinstri sjást menn
við borvinnu.
Norðmenn óttast
að olíuauðurinn
leiði til vandrœða
Flest Vestur-Evrópulönd lita
þannig á oliuna úti fyrir ströndum
sinum, að hún komi til með að
veita þeim fótfestu I ólgusjó efna-
hagslifsins. Þetta er þó ekki unnt
að segja um eitt land, Noreg, þvl
að þar lfta menn þannig á, að
olian sé hættuvaldur úti I hafs-
auga, púðurtunna, sem getur
sprungið hvenær sem er og breytt
allri þjóðlifsmynd Noregs.
Þannig kemst Michael Binyon,
fréttamaður The Times i London,
að orði I nýlegri grein, sem hann
ritar um viðbrögð Norömanna við
þeim fréttum, að þeir kunni innan
fárra ára að verða auðug oliu-út-
flutningsþjóð. Hér verður stiklað
á stóru I grein hans.
Olla er um það bil að breyta
Noregi þannig, að landsmenn
hafa aldrei áöur kynnzt öðru eins.
Þvl að landið kann að vera auð-
ugra en nokkrum hefur til hugar
komið. Meiri olia hefur fundizt I
þeim hluta Norðursjávar, sem til-
heyrir Noregi, en efnahagslif
landsins getur tekið á móti. Meira
ollumagn hefur nú verið nýtt
heldur en rlkisstjórnin telur skyn-
samlegt. Sérfróðir menn telja, að
undan ströndum Noregs kunni að
finnast meira olíumagn en I öllum
Persaflóa. Esso hefur nýlega
fundiö svo mikið magn af jarö-
gasi, að það þykir sanna, að
hvergi I heiminum sé meira gas
að finna en á norska Frigg-svæð-
inu.
Ríkisstjórnin óttast þá
efnahagslegu ólgu, sem koma
mun i kjölfar olluauðsins. Hún er
ekkert fyrir þann aukna þrýsting,
sem vinaþjóðir og bandamenn
Noregs hafa sett á landið til að fá
þaöan oliu. Hún óttast einnig
hernaðarlegar afleiðingar ollu-
vinnslunnar einkum með tilliti til
nágrennis við Sovétrlkin. Rlkis-
stjórnin leggur sig þvi fram um
að halda olluvinnslunni I skef jum.
Nú er bannað að bora fyrir
norðan 62.gráðu, sem er á móts
við Bergen. Reglur hafa veriö
settar um hámark þess, sem
vinna má.
En úr öllum áttum koma óskir
um, að vinnslumagnið sé aukiö.
Noregur er mikilvægt aðildarland
Atlantshafsbandalagsins og
menn llta aldrei fram hjá hern-
aðarlegu mikilvægi landsins á
norður-jaðri bandalagssvæöisins.
Raunar má segja, að Vesturlönd I
heild llti einnig til Noregs sem
bjargvættar gegn hótunum
Arabarlkjanna.
Norðurlöndin hvetja Norðmenn
til þess að hefta ekki oliufram-
leiðsluna um of. Svlar, sem hafa
fylgzt með þvl, hvernig vegur
Norðmanna hefur aukizt á undan-
förnum árum, hafa oftar en einu
sinni minnt stjórnmálamenn I
Osló á það, að norræn samvinna
sé meira en samræming á utan-
rlkis- og menningarmálastefnu.
Siðast en ekki slzt verður
norska ríkisstjórnin að taka tillit
til almenningsálitsins. Enda þótt
llfskjör Norömanna séu góð, vilja
þeir þó gjarnan fé til frekari
mmmm
umsjón BB
framkvæmda. Má þar nefna betri
og fullkomnari vegi, lengingu
járnbrautarlínunnar norður I
nyrztu héruð landsins og umfram
allt mundi almenningur fagna
þvl, ef þungir skattar yrðu lækk-
aðir.
Hvers vegna I ósköpunum fer
rlkisstjórnin svona gætilega?
Meginótti stjórnvalda felst I þvl
að þau telja, að olían kunni að
laöa allt til sln. Frá lokum siðari
heimsstyrjaldarinnar hefur rlkis-
stjórnin fylgt byggðastefnu, sem
miðar að þvl, að öll héruð lands-
ins séu I byggð allt norður að
Barentshafi. Nyrztu héruðin eru
svo vlðáttumikil, að þau eru svip-
uð aö stærö og Danmörk, Holland
og Belgia væru orðin aö einu
landi. í þessum héruðum býr um
hálf milljón manna. Hver sá, sem
íer um þessi héruð, verður undr-
andi yfir þvl, hve allt virðist
standa þar með miklum blóma.
Flugsamgöngur eru mjög góðar
við stærstu byggðirnar. í „höfuð-
borg” norðursins, Tromsö, hefur
verið komið á fót vlsi að háskóla,
þar er stórt sjúkrahús og grósku-
mikill iðnaður.
Olian hefur þegar byrjað að
laða fólk suður á bóginn. Innan
fárra ára gæti öll byggðastefnan
hrunið til grunna. Þvi að það
mundi ekki duga til að halda
bændum og sjómönnum á norður-
hjaranum, þótt stjórnvöld
greiddu þeim háa búsetustyrki.
Þeir mundu falla fyrir þægilegra
llfi sunnar og nær ollulindunum.
Olluauður mundi hafa I för með
sér verðbólgu, allir eru sammála
um það. Rikisstjórnin birti nýlega
áætlanir, sem sýna, að miðað við
núverandi olluframleiðslu mundu
Norðmenn hafa sex milljarða
norskra króna til að eyða innan-
lands 1980, aukalega og þeir yrðu
að eyöa niu milljörðum n.kr. er-
lendis. Vandinn er einfaldlega i
þvl fólginn, hvað gera eigi við alla
þessa peninga. Það gæti verið
freistandi að verja þeim til að
treysta varnirnar gegn yfirburð-
um Rússa með þvl að kaupa öll
fullkomnustu og nýjustu tæki. En
dæmin frá Persaflóa sýna, að
skyndilegar endurbætur á vörn-
um leiða ekki endilega til meira
öryggis heldur meiri óvissu
vegna meiri viðbúnaðar hjá
gagnaöilanum.
Auðvitað má segja, að Norð-
menn gætu leyst vinnuaflsskort
sinn, sem yrði mikill, ef olluauðn-
um yrði dælt inn I atvinnulifið,
með þvl að flytja inn erlent vinnu-
afl. Þetta mál hefur verið mikið
rætt I Noregi og hallast flestir
gegn innflutningi vinnuafls.
Á bak við allar umræðurnar um
oliuauöinn má greina rika norska
þjóðernishyggju og jafnvel ein-
angrunarhyggju. Almenningur
hefur byrjað að tengja saman
annars vegar úrslit þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar um aðildina
að EBE og einstæða stöðu Noregs
i Vestur-Évrópu, þar sem allir
aðrir berjast svo aö segja I bökk-
um. Sú skoðun virðist byrjuð að
ryðja sér til rúms, að Noregur sé
ekki eins háður öðrum
Vestur-Evrópurlkjum og áður
var talið, landið geti vel staðið á
eigin fótum. Verkamannaflokk-
urinn, sem fer með stjórn landsins
og þar sem harðar deilur urðu um
aðildina aö EBE, lltur alvarleg-
um augum á það, ef Norðmenn
vilja fjarlægjast Vestur-Evrópu.
Raunar eru ýmsir þeirrar skoð-
unar I Noregi, að viðleitni Norð-
manna til að takmarka ollu-
vinnsluna beri nokkurn keim af
þvi, að þeir vilji haldi henni sem
mest fyrir sig sjálfa. Fáir trúa
þvi, að ríkisstjórninni takist að
takmarka oliuframleiðsluna til
langframa.