Vísir - 28.09.1974, Page 9

Vísir - 28.09.1974, Page 9
Vísir. Laugardagur 28. september 1974. 9 SVEITIR GYLFA OG ÞÓRIS HEYJA EINVÍGI UM MEISTARA TITILINN Á morgun verður háð einvigi um Reykjavik- urmeistaratitilinn 1974. Sveitir Þóris Sigurðs- sonar og Gylfa Baldurssonar frá Bridgefélagi Reykja- vikur munu spila fjórar 16 spila iotur, og hefst spilamennskan kl. 13,30 i Domus Medica. 1 undanúrslitum vann sveit Gylfa sveit Hjalta Eliassonar meö 67 stigum gegn 56 i f jörutlu spila leik. í sveit Hjalta eru fimm af þeim sex spilurum, sem keppa fyrir Islands hönd á Evrópumótinu I Israel I byrjun nóvember. Sveit Þóris valdi aö spila viö sveit Hannesar Jónssonar, en hún mætti ekki til leiks, og fékk þvi sveit Þóris frla ferö I úrslit- in. Það er llklegt, aö um spenn- andi keppni verði aö ræöa, þvl sveit Þóris er núverandi Is- landsmeistari og sveit Gylfa er nýbúin að sigra landsliðsmenn- ina. Eftir fyrstu umferö I meist- arakeppni Bridgefélags Reykjavlkur eru þessi pör efst: 1. Gunngeir Pétursson — Vilberg Skarphéöinsson 201 2. Egill Guöjohnsen — Jóngeir Hlynason 199 3. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 198 4. Magnús Theodórsson — Sigfús Arnason 198 5. Hallur Símonarson — Þórir Sigurðsson 195 6. Höröur Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 188 7. Slmon Slmonarson — Stefán Guðjohnsen 186 8. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þór Pálsson 183 9. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 181 10. Logi Þormóösson — Valur Simonarson 179 Meöalskor er 165. Næsta umferö verður spiluö miðvikudaginn 2. október I Domus Medica og hefst kl. 20. Vondar slemmur eru jafn- eftirsótt fréttaefni og góöar. Og ef þær vondu vinnast, þá eru þær ennþá betri. Ein slik kom fyrir I siðustu umferð hjá Bridgefélagi Reykjavlkur. Staðan var allir utan hættu og suður gaf. A A-K-10-2 V A-K-D-7 ♦ 10-9-6 * 8-7 A D-8-4 A 9-6-5 V G-4 y 10-8-6-5-3 ♦ G-8-4-3-2 $ A-D-5 * G-6-4 « D-3 A G-7-3 f 9-2 ♦ K-7 * A-K-10-9-5-2 Viö eitt boröiö voru hinar bjartsýnustu sagnir þannig: Suöur Vestur Norður Austur 2 * P 2 ♦ P 3 * P 3 V P 3G P 6*. P P P Vestur spilaöi út trompi, sjö, drottning og ás. Þessi slagur haföi gengiö nokkuö fljótt fyrir sig, en nú tók suöur sér umhugs- unarfrest eftir áfalliö við aö sjá blindann. Ef til vill heföi austur átt D-G i trompi og þá var slemman þó ekki verri en spaðasvíningin. Hann fór þvl inn á hjarta og spilaði laufi og svlnaði. En, þvl miöur, vestur drap á gosann. Hann spilaöi hjartagosa og blindur átti slaginn. Sagnhafi trompaöi nú hjarta heim hátt, tók trompiö af vestri og beit siöan á jaxlinn og svinaöi spaða. Þegar drottningin var þriöja rétt, var öllu lokiö, og meö grát- stafinn I kverkunum stakk austur tígulásnum I bakkann. Hjá Bridgefélagi kvenna stendur nú yfir einmennings- keppni, ef svo má aö oröi kom- ast, og er staðan þessi aö tveim- ur umferðum loknum: 1. Halla Bergþórsdóttir 214 2. Gunnþórunn Erlingsdóttir 211 3. Guðmundia Pálsdóttir 209 Lokaumferöin veröur spiluö n.k. mánudagskvöld i Domus Medica, en strax aö henni lok- inni hefst Aðaltvlmennings- keppni félagsins. Eru væntan- legir þátttakendur beönir aö láta skrá sig hiö allra fyrsta. UNDARLEG ER ÍSLENZK ÞJÓÐ Vinnudagur Stephans við búskapinn var oft æði langur. Varð hann þvi yfirleitt að yrkja á nóttunni. Vellíðanin nefnist fyrsta vísan. Yfir heimi er hjarn — húmnótt á vegi. Ég er birtunnar barn — býst enn við degi. Stefán Guðmundur Guð- mundsson fæddist á Kirkjuhóli hjá Viðimýri i Skagafirði árið 1853. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum i Skagafirði fram yfir fermingu, en varð þá að fara i vinnumennsku norður i Þingeyjarsýslu. Vegna fátæktar varð skóla- gangan engin, og tvitugur að aldri fluttist hann með for- eldrum sinum til Kanada og gerðist bóndi og landnáms- maður vestur undir Kletta- fjöllum. Breytti hann þá nafni sinu til samræmis við enska tungu i Stephan G. Stephans- son. Á daginn kafinn óðaönn I að fá að lifa. Stei af nóttu stuttri spönn stundum til að skrifa. Arið 1917 buðu Islendingar Stephan hingað og ferðaðist hann þá um æsku- stöðvarnar. Varð það honum að sjálf- sögöu til mikillar ánægjú, en I ljóöinu Útlegöin segir hann: Ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland... Viö Drangey Mörg er sagt, að sigiing glæst sjást frá Drangey mundi — Þó ber Grettis höfuð hæst úr hafi á Reykjasundi. Þótt Stephan gerðist landnámsmaöur I nýju landi var hann alla tið Islendingur I hug og hjarta. Landnámin. Jöklum heygð við heimsendann hreykist Grænlands bringa, klakalokuð llkkistan leiddra íslendinga. Vlnland hefir hin með ráð hugi vora fangað. Þaðan átti okkar dáð afturkvæmt og þangað. I erfiðleikum þeim, sem biðu vesturfar- anna, var gott að vera bjartsýnn. Þegar Stephan var spurður að þvi, hvort hann vildi ekki ferðast um vigvöll- inn I Norðurálfunni, þegar stríðið væri úti, svaraöi hann. Þó mér bjóðist braut og far, býður mér við að koma þar, sem heimsins stærsta heimska var háð, til mestrar böivunar. Þótt við íslendingar getum ekki stært okkur af þvl að hafa úthellt miklu blóði nú I seinni tlö, höfum við þó unniö þau stríð, sem viö höfum háö fyrir llfi þjóöarinnar. Stephan segir I kvæöinu Yfir minni Is- lands. öllum þjóðum öðrum smærri, ýmsum meiri þjóðum stærri, ef menn virtu vits og anda verkin allra þjóða og landa. Viö erum, eins og Stephan, hreykin af þjóöerni okkar og sögu, sem hefur verið skráö frá þvi að land byggðist. Islenskur kveöskapur. Undarleg er Islensk þjóð, allt sem hefur lifað, hugsun slna og hag I ljóð hefur hún sett og skrifaö. Hlustir þú, og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp i lófa lögð: Landið, þjóðin, sagan. En okkur er ekki nóg að lesa um landið. Viö þurfum að geta horft á það, ekki bara á sumarferðalögum, heldur lika þar sem viö sitjum heima hjá okkur. Og þótt við eigum nægilegt landrými, erum við alltaf aö hamast við að byggja hús, sem skyggja á landið okkar. Falla hlés I faðminn út firðir nesjagrænir. Náttklædd Esjan, ofanlút, er að lesa bænir. Sjálfur sé ég ekkert nema hús þar sem ég sit nú, fyrir utan svolítiö af grasi, sem ekiö var ofan úr sveit og sett hér fyrir framan gluggann. Það er að sjálfsögðu svolitil sárabót, þegar búið er að byrgja útsýnið, að komið skuli vera með hluta af fósturjörðinni heim til manns svo maður geti horftá hana. Nú er þetta gras farið að fölna og maður getur þvi fariö að láta sig hlakka til að það grænki aftur að vori. Á lifandi dauða hvað einkenni er I auðvcldum hendingum sagt get ég þér: Að kólna ekki I frosti né klökkna við y 1, að kunna ekki lengur að hlakka tii. Nú er ég kominn, eins og svo oft áður, út fyrir efnið, ef ég hef þá hugsað mér eitt- hvert ákveðið efni I þennan þátt. Ég er ekki viss um það. Hitt veit ég aftur á móti, aö ég ætlaði að enda þáttinn á slðasta er- indi kvæðisins Við verkalok. Og þegar hinnst er allur dagur úti og uppgerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: t slikri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag, og rétta heimi að siðstu sáttarhendi um sólarlag. Ben.Ax.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.