Vísir - 09.10.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 09.10.1974, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Miövikudagur 9. október 1974. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: .Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Fréttastj. erl. frétta: Björn Bjarnason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 línur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Er íslenzkan dauðadæmd? Útgáfa islenzkra bóka hefur staðið i stað i nokkra áratugi. Og margt bendir til þess, að hún sé nú byrjuð að dragast saman. Mörg forlög hafa hætt starfsemi. Þvi er spáð, að á þessum vetri komi út færri bækur en venja hefur verið. Þá hef- ur meðalupplag bóka hrapað úr 2000 eintökum i 1500 eintök og virðist vera á góðri leið með að nálgast 1000 eintök. Útgáfumagn bóka á islenzku er engan veginn fullnægjandi fyrir sjálfstætt málsamfélag. Þýðingum á mikilvægum erlendum bókum fer stöðugt fækkandi. Þess vegna er sifellt að tak- markast aðgangur Islendinga að hugsunum og hugmyndum nútimans, eins og þær birtast i fagurbókmenntum og fræðiritum. Islendingar eru að þessu leyti að einangrast menningarlega. Menn verða að kunna erlent tungumál til hlitar til þess að geta fylgzt með menningar- og þekkingarstraumum nútimans. Þetta eykur hættuna á þvi, að islenzk tunga verði smám saman að vikja fyrir erlendum tungumálum. Sumir visinda- og menntamenn segjast vera farnir að hugsa á ensku, vegna þess að langflest- ar bækur, sem þeir lesa, eru á þvi máli. ,,lslendingar verða að gera upp við sig, hvort bækur eiga að koma út i landinu”, segir örlygur Hálfdánarson formaður Bóksalafélagsins, i bréfi til rikisstjórnarinnar, þar sem hann rekur marg- vislegt misrétti, sem hann telur bókaútgáfuna verða að sæta. Þar við bætist, að prentkostnaður hér heima hefur hækkað gifurlega að undanförnu. Talið er, að sæmileg jólabók muni i ár kosta upp undir 2000 krónur, sem augsýnilega er þungur baggi á pyngju manna. Sumir útgefendur hafa reynt að láta prenta bækur sinar erlendis i samlögum við erlenda útgefendur. En ýmis ljón eru þar á vegin- um, bæði tollar og skortur á gjaldfresti, sem innflutningur á bókum á erlendum málum þarf ekki að sæta. Þjóðfélagið hér er svo fámennt, að ekki er unnt að koma við þeirri fullkomnu prenttækni, sem einkennir erlenda bókaútgáfu, einkum vasa- brotsbóka. Upplög bóka geta ekki orðið nógu há hér á landi til þess, að dæmi fullkominnar prent- tækni gangi upp. Segja má, að ekki sé hundrað i hættunni, þó nokkrar bókaútgáfur hætti störfum. Og með enn meira kaldlyndi mætti segja, að islenzkan sé hvort sem er orðin úrelt, svo að varnarbaráttan fyrir henni sé þýðingarlaus. En þjóðin verður alténd að gera upp við sig, hver hún vill, að þróunin verði á þessu sviði. Á is- lenzka smám saman að lognast út af, þannig að fyrst standi aðeins eftir nokkrir tugir kerlinga- bóka á ári hverju og siðan ekki neitt, þegar tungumálaþekking þjóðarinnar eykst? Eigum við i aðgerðaleysi okkar að dæma islenzka tungu ósamkeppnishæfa i heimi nútimans? Um þessar mundir stefna íslendingar óafvit- andi til þessa örlagarika dómsúrskurðar. Þess vegna er rétt, að menn reyni að gera sér grein fyrir ástandinu, svo að menn leggi ekki vitandi vits smám saman niður islenzka tungu, heldur geri sér skynsamlega grein fyrir kostum og göll- um þess verknaðar. -JK Thomas Eagleton, öidungadeildarþingmaöur, aö flytja þingnefndinni skýrsiu vegna tilnefningar Flanigans sem sést til vinstri. Eagleton hefur veriö óspar á aö draga Watergatemálið inn f umræðurnar. Setur fótinn fyrir Ford og Kissinger Dreggjarnar af Watergatemálinu og reiði þing- manna hafa skapað Ford Bandarikjaforseta og Henry Kissinger utanrikisráðherra vandræði að undanförnu. Þetta hefur komið þeim verst i afgreiðslu tveggja mála, sem ekki varð séð fyrir að mundu reynast neitt teljanlega erfið i meðferð. — Annað lýtur að fjárveitingum til efnahagsaðstoðar við erlend riki, en hitt var ósköp venjuleg afgreiðsla þingsins til staðfestingar á tilnefningu sendiherra. Sá, sem fremstur hefur veriö I flokki andstæöinga stjórnarinnar I þessum tveim málum, er Thomas Eagleton, öldungadeild- arþingmaöur frá Missouri, sem nefndur var á sinum tima i sam- bandi viö val demókrata á fram- bjóöanda til forsetakosninganna 1972. — Eins og menn minnast máske var hann varaforseti Ge- orge McGoverns, en varö aö draga sig i hlé, þegar hann viöur- kenndi aö hafa orðiö aö gangast undir raflostsaögerö vegna streitusjúkdóms, sem háöi honum eitt sinn. Aö bandariskum lögum má æöstráöandi kjarnorkuvopna Bandarikjanna, nefnilega forset- inn, ekki vera maöur bagaöur af slikum krankleika. Og i embætti 'varaforseta var auövitaö ekki hægt að velja mann, sem ekki gat, hvenær sem á heföi þurft aö halda, gengið inn i starf forset- ans. Siöan hefur litiö kveöiö aö Eagleton, þar til núna aö hann hefur forystu fyrir þeim, sem sporna vilja gegn efnahagsaðstoö við Tyrkland — vegna framkomu Tyrkja i Kýpurmálinu. Hann hef- ur einnig snúizt hart gegn skipan Peter Flanigan i embætti sendi herra USA á Spáni. — Flanigan var ráðgjafi i Hvita húsinu I stjórnartið Nixons forseta. I andmælum sinum I þinginu gegn Kissinger ráöherra, þegar leitaö var eftir fjárveitingu til efnahagsaöstoðar viö erlend riki, hefur Eagleton dregiö Water- gatemáliö inn I umræöurnar. — Þaö sama hefur hann gert I vitnisburði sinum fyrir utanrikis- nefnd öldungadeildarinnar varö- andi tilnefningu Flanigans. Tillögur Eagletons um aö skera niöur hernaöaraöstoö viö Tyrk- land voru þrivegis samþykktar I öldungadeildinni, en I meöferö sameiginlegrar nefndar fulltrúa- deildarinnar og öldungadeildar- innar var svo aftur dregiö ögn úr mesta niðurskuröinum, sem hann hafði lagt til. — An efa haföi niöurskuröartillaga Eagletons fallið I frjósaman akur fyrir þær sakir meöal annars, aö Tyrk- landsstjórn haföi gengiö á geröa samninga viö Bandarikin um aö banna ópiumrækt i Tyrklandi. t staðinn höföu Bandarikin veitt Tyrklandi efnahagsaöstoð, sem Tyrkirnir fyrst þáöu, en siöan leyföu þeir ópíumræktunina aftur og létu sér i léttu rúmi liggja áhyggjur Bandarikjamanna af þvi, að obbinn af heróíninu, sem smyglað er þangað, er aö likind- um runninn úr valmúanum i Tyrklandi. En Eagleton lét sér nægja að slá á Watergatestrengina og klif- aöi á þvi I þinginu, aö þann llllllllllll Umsjón: G.P. meginlærdóm mætti af Water- gatemálinu draga, aö embættis- mönnum bæri skilyröislaust aö fara að lögum. Hann heldur þvi fram, að stjórn Fords og Tyrk- landsstjórn brjóti ákvæði banda- riskra laga varðandi aöstoð viö erlend riki, þvi aö amerisk her- gögn heföu verið notuö til innrásarinnar á Kýpur, en ekki bara til sjálfsvarnar, eins og gert er að skilyrði við afhendingu þeirra. Þegar Eagleton gagnrýndi þá afstöðu dr. Kissinger að vilja ekki taka fyrir hernaðaraðstoðina við Tyrkland, þá komst hann svo að orði, að hann teldi ráðherrann bráðsnjallan mann, sem hefði þó gleymt, aö það bæri að fara að gildandi lögum. — Demókrata- þingmaöurinn naut I þessu stuön- ings ýmissa ihaldssamari þing- manna, og þeirra meðal var ekki minni bógur en Barry Goldwater, þingmaöur repúblikana frá Ari- zona. Þegar I ljós kom, að yfirgnæf- andi meirihluti deildarinnar greiddi atkvæði meö tillögu Eagletons þrátt fyrir andmæli Kissingers, litu menn almennt á það sem vott þess, hve þverrandi áhrif Kissingers séu að veröa á þinginu. En Kissinger haföi reifaö þaö, aö niöurskuröur aöstoöarinnar viö Tyrkland muni spilla fyrir tilraunum til þess aö koma á friöi I Kýpurdeilunni. A hinn bóginn vann þó utanrikisráöherrann bráða- birgðasigur, þegar sameiginleg utanrikisnefnd deildanna geröi þá breytingu á breytingartillögu Eagletons, að heimilt skyldi aö halda áfram hernaðaraðstoð viö Tyrkland, ef Ford forseti lýsti þvi yfir, aö stjórnin i Ankara legöi hart að sér til að semja um friö i beztu meiningu. Eagleton ætlar þó ekki að láta sér þetta lynda. Hann er nú i liös- söfnun fyrir umræðurnar I þing- inu núna I vikunni, þar sem hann ætlar sér að láta senda frumvarp- ið aftur til sameiginlegu nefndar- innar með fyrirmælum um að láta frumvarpið standa meö hans breytingum. — En þessar deilur leiða til þess, aö fjárveiting til að- stoðar Bandarikjanna viö útlönd dregst á langinn, en sá sjóður gekk til þurrðar núna fyrir sið- ustu mánaðamót. Hins vegar sýnist Eagleton hafa unnið fullnaöarsigur varö- andi tilnefningu Flanigans I sendiherrastööuna. Hann hefur fengiö þvi áorkaö, að þvi veröi frestaö, og þaö gæti hugsanlega leitt til þess, að endanlega verði alveg hætt við Flanigan. — Eagleton hélt þvl fram, aö Flanigan heföi veriö óvandur aö meðulum til að aöstoöa fyrirtæki og kaupsýslumenn, meöan hann var ráögjafi I Hvita húsinu. Þegar Eagleton bar vitni fyrir utanrikisnefndinni komst hann meðalannarssvoaðorði: „Þegar menn lesa afrekaskrá Flanigans, komast þeir aö raun um, aö hann hefur nánast verið með nefiö niðri i öllu hjá þvi opinbera.” Eagleton, sem eitt sinn starfaöi sem saksóknari rikisins, kunni vel aö haga orðum sinum á hinn áhrifarikasta máta, þegar hann hvatti nefndarmenn til þess aö kynna sér rækilega vitnaskýrslur úr Watergatemálinu, þar sem skilja mátti, að Flanigan heföi veriö viöriöinn nokkurs konar út- sölu á sendiherrastööum. Eagle- ton taldi nefnilega, aö Flanigan heföi átt þátt I þvi aö bjóöa þeim, sem veittu rausnarlega i kosningasjóö Nixons, viröulegar sendiherrastööur I umbunar- skyni. Þetta er i annaö sinn sem Eagleton tekst að setja fótinn fyrir fyrirætlanir Bandarikja stjórnar varðandi aðstoð við er- lend riki, ef hann hefur sitt fram varðandi aðstoöina við Tyrkland. Fyrra sinnið var, þegar hann var i broddi fylkingar þeirra, sem fengu lokað fyrir f járveitingar til sprengjuárása á Kambodiu og Laos 1972.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.