Vísir - 09.10.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 09.10.1974, Blaðsíða 5
5 Visir. Miövikudagur 9. október 1974. ap/UntEbR IMORGUN UTLONDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Petursson Verkamannaflokknum spáð MO/ imaLm fw|#|| Lokadagur kosningabaráttunnar í dag / O III11 U I W I yj I — gengið að kjörborðinu á morgun í dag er siðasti dagur kosninga- baráttu i Bretlandi, og eru þá horfurnar Verkamannaflokknum mjög i vil. Siðustu skoðanakannanir, sem birtust i Daily Mail i morgun, gefa til kynna, að Verkamanna- flokkurinn hafi 14 1/2% meira fylgi en íhaldsflokkurinn. Samkvæmt henni ætluðu 45,5% að kjósa Vekamannaflokkinn, 31% Ihaldsflokkinn og 19,5% Frjálslynda flokkinn. „Hugsið ekki um skoðana- kannanirnar. Þær hafa reynzt rangar fyrr, og við höfum ekki efni á þvi, að neinn sitji heima,” sagði Wilson, leiðtogi Verka- mannaflokksins, i ávarpi til kjós- enda sinna. Skoðanakannanir síðustu tveggja kosninga reyndust ekki gefa rétta mynd af úrslitum kosninganna og við það binda ihaldsmenn traust sitt að þessu sinni. —Auk þess er óvissan i stjórnmálalifi landsins slik, að ekkert verður séð fyrir með neinni vissu um, hvernig fara muni. Heath leiðtogi Ihaldsflokksins, hefur - i viðleitni sinni til að snúa horfunum — boðað, að hann muni stefna að myndun þriggja flokka stjórnar að kosningunum afstöðnum. Hét hann þvi, að kalla hina tvo flokksleiðtogana, Wilson og Thorpe, saman til fundar næsta laugardag um leiðir til lausnar þjóðarvandanum, ef hann næði kjöri. I kvöld munu Edward Heath, Jeremy Thorpe og James Callag- han (fyrir Verkamannafl.) koma fram i sjónvarpi og flytja loka- ávörp til kjósenda. Nú er að biða og sjá til, hvernig málin æxlast. Leiðtogarnir þrir, Wilson, Thorpe og Heath, eru þungt hugsi i óvissunni i stjórn- málum landsins. GLISTRUP FYRIR DÓM Stuðningsmenn Mogens Glistrups sættu ákúrum dómarans I gær, þegar hann varð að þagga niður I þeim til þess að tryggja saksóknaranum gott hljóð. Höfðu þeir marggripið fram I fyrir saksóknaranum, er hann var að iesa upp ákæruatriðin gegn Glistrup, en þau eru alls um 3000 að tölu. Var þetta annar dagur upplestrarins. „France"kemur loks til hafnar illar bifur ó 200 Lúxusfarþegaskipið „France” mun nú snúa aftur til hafnar með áhöfn sina alla i verkfalli eftir 4 vikna útivist, en samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og sjómannasamtakanna. 900 manna áhöfn skipsins yfir- tók stjórn „France” 11. sept. og varpaði akkerum i innsiglingu Le Havre til að mótmæla fyrirmæl- unum um að leggja skipinu. Siðan flutti áhöfnin skipið i var undir Cherbourg, þegar þvi var ekki óhætt veðurs vegna að liggja við Le Havre. 1 þvi samkomulagi, sem loks hefur náöst, er ósagt látið, hvort skipið verði tekið úr umferð. Snúast samningarnir aðallega um, að ekki komi til neinnar refsingar gegn skipverjum fyrir þetta tiltæki þeirra. — Áður höfðu yfirvöld verið búin að lofa að út- vega hverjum manni vinnu, sem sagt yrði upp á „France”. Yfirmaður sameiginlegs her- ráðs flota, flug- og landhers USA sagði i gær, að hernaðarmáttur Bandarikjanna mundi biða skað af — og til árekstra mundi koma við önnur riki — ef Bandarlkin færðu landheigi sina úr 12 mílum i 200 mflur. George Brown hershöfðingi i flughernum hvatti varnarmála- nefnd öldungadeildarinnar til að greiða atkvæði gegn lagafrum- varpi, sem legið hefur fyrir þing- inu og felur i sér slika útvikkun landhelginnar. Verzlunarnefnd þingsins hefur nýlega samþykkt að vikka út landhelgina til verndar fiskistofn- um á grunnslóðum. Brown hershöfðingi varaði þingmennina við þvi, að önnur riki mundu að öllum likindum Larsen orðinn efstur Bent Larsen komst i efsta sætið á Marlboro-mótinu I Maniia I gær með þvi að sigra stórmeistara þeirra Filippseyinga, Eugene Torre, i biðskák, sem þeir áttu. — Tefldi Larsen Sikileyjarvörn, sem hann hefur verið sparsamur á, siðan Fischer lék hann hvað verst i einviginu I áskorenda- mótinu forðum. Fast á hæla Larsen eða hálfum vinning á eftir eru þeir Vashiukov, Ljubojevic og svo Petrosjan, sem átti möguleika á að verða jafn Larsen, ef hann hefði unnið skák sina við Portish. En fljótlega I miðtaflinu bauö Rússinn eitt af þessum jafnteflum, sem hann er frægur fyrir, en það þáði Ungverjinn ekki. Ekki fyrr en I 56. leik, þegar Petrosjan hótaði þráskák. Quinteros, sem íslendingar þekkja af heimsókn hingað, hefur ekki nema 1/2 vinning og hefur enda átt við erfiða andstæðinga að etja. Tapaði hann I gær fyrir Ljubojevic. Sviinn Ulf Andersson vann biðskák sina við Portish og er kominn með 1 1/2 vinning. fara að fordæmi USA og færa út landhelgina lfka. „Afteiðing 200 milna landhelgi út af ströndum margra landa heims mundi draga mjög úr hreyfanleika hersins,” sagði hann. Benti hann á, að ameriskar flugvélar og kafbátar yrðu þá bannaðir á 40% þess svæðis, sem nú telst almennar siglingaleiðir. — Nema þá að sér- stakir samningar næðust. Nefndi hershöfðinginn Miðjarð- arhafið sem dæmi um það, að flotinn yrði útilokaður frá at hafnasvæði sinu. Allt Miðjarðar- hafið yrði landhelgi aðliggjandi landa. Auk þess dregur Brown hers- höfðingi i efa, að stærri Nóbelsverðlaunanefnd norska stórþingsins kom þeim Eisaku Sato og Sean MacBride alveg að óvörum, þegar hún veitti þeim friðarverðlaun Nóbels 1974. — Almenn viðbrögð við verðlauna- veitingunni eru upp og ofan. „Mjög svo á óvart, en þó ánægjulega,” sagði Sato (73 ára), sem fjórum sinnum var forsætis- ráðherra Japans á árunum 1964 til 1972. „Það kom eins og sprengi- kúla....ég hafði ekki einu sinni hugboð um, að ég kæmi til greina,” sagði MacBride i New York. — Þessi sjötugi starfs- maöur Sameinuðu þjóðanna var eitt sinn utanrlkisráðherra Irska lýðveldisins. Norsku blöðin voru flest á einu máli um, að verðlaunaveitingin kæmi flattupp á alla. Aftenposten sagði, að svo sýndist sem einhverjir vildu gagnrýna veitinguna, og þá einkum draga i efa, að Sato væri verðlaunanna verður. Nóbelsnefndin sagði, að Sato væri einhver fremsti fulltrúi alþjóðlegs samstarfs og friðar og hefði statt og stöðugt verið andvigur þvi, að Japan yrði sér úti um kjarnorkuvopn. — Um MacBride tók nefndin fram honum til hróss, að hann sem fulltrúi á vegum S.Þ. I Namibia (SV-Afriku) hefði fengið miklu áorkað gegn óréttlæti og til aukinna mannréttinda. mílum siglingaþjóðir, sem stunda fisk- veiðar undan Bandarikja- ströndum, mundu viðurkenna slika útfærslu — einkum þá Japan og Sovétrikin. Tók svo Brown hershöfðingi sem sérstakt dæmi um hugsanleg viðbrögð rikja við einhliða út- færslu landhelginnar þorskastrið Breta og Islendinga, þegar Bret- ar létu herskip fylgja togurum sinum á Islandsmið. Brown mælti með þvi, að Bandarikin störfuðu að þvi að koma á samningum um hafrétt- inn, þar sem gert yrði ráð fyrir sérstökum undanþágum fyrir t.d. flug herflugvéla eða siglingar herskipa. Þetta er i fyrsta sinn, sem Japani og íri fá friðarverðlaun Nóbels, og annað árið i röð, að verðlaununum er skipt milli tveggja manna. í fyrra voru það þeir Henry Kissinger og Le Duc Tho frá N-Vietnam, sem verðlaunin hlutu. Tók frjó- semislyf- eignaðist fimmbura Fimmburar, sem fæddust fyrir timann i háskólasjúkra- húsi Maryland, eru sagðir við góða heilsu. Læknar höfðu áður haft áhyggjur af öndun- arerfiðleikum, sem tveir af fimmburunum áttu við aö striða, en sagt var I gær, að það hefði lagazt. Móðir fimm- buranna — en þeir eru 4 telpur og 1 drengur — hafði tekið frjósemislyf. Fimmburarnir voru teknir með keisara- skurði. „Hafdi ekki hugboð um að ég kœmi til greina" sagði MacBride, er fékk friðarverðlaun á móti Sato

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.