Vísir - 09.10.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Miðvikudagur 9. október 1974 —196. tbl.
„ALLT MINNA EN 4-0
ER TAP FYRIR OKKUR"
— segja dönsku blöðin og dönsku landsliðsmennirnir um landsleikinn í
Álaborg í kvöld. Blaðamaður Vísis, Kjartan L. Pólsson, segir fró
undirbúningi leiksins í íþróttaopnunni í dag.
Áfengisleit gerð fjórum
sinnum ón órangurs í sömu
bifreiðl MiM kart til réflumytlt- Krtrflit ntwfómoni|
Lögreglan
var í fullum
rétti að
skemma
leigubílinn
— baksíða
Bílastœði
handa
r
Islendingum
fyrir 19
milliónir í
Norfolk
— baksíða
Japanir
þjóta fram
úr okkur
— og Kóreumenn
hœttulegir
keppinautar
— bls. 3
Lögfrœðingar i vanda:
Erfitt að útvega
löggiltan
skjalapappír
- bls. 3
„Neyðar-
óstand,"
segja starfsmenn
„Þröngsýni,"
segja viðskiptavinir
Bif reiðaef tirlit
ríkisins i deiglunni
á bls. 2-3
Ný bilnúmer bls. 2- 3
„KERFIÐ" GETUR VERIÐ FURÐU ÞRJÓZKT:
Vildi gera mann að
bíleiganda
— hvað sem tautaði og raulaði
„Ég hef verið billaus i
tvö til þrjú ár, og það
kom mér þvi óneitan-
lega á óvart, þegar ég
fékk i júli skipun frá lög-
reglustjóra um að
greiða stöðumælasekt, ’ ’
sagði Guðmundur
Steinsson prentari i við-
tali við Visi i morgun.
„A kröfunni, sem ég fékk senda
heim, var nafn mitt, heimilisfang
og nafnnúmer rétt skráð, en bil-
númerið kannaðist ég ekki við.
Þetta var ekki númerið á gamla
bflnum minum eins og kannski
hefði getað verið,” hélt Guð-
mundur áfram.
„Þeir á lögreglustöðinni kunnu
engar skýringar á þessari furðu-
legu kröfu, þegar ég vildi koma
henni af mér. Og ekki var neinar
skýringar að fá heldur hjá Bif-
reiðaeftirlitinu, en þar reyndist
ég vera skráður eigandi að 74
módelinu af Fiat 127.”
Og Guðmundur heldur áfram
frásögu sinni:
„í Bifreiðaeftirlitinu hétu þeir
þvi að kippa málinu i lag — og ég
fór heim I þeirri von, að ég væri
ekki lengur skráður bileigandi að
ósekju.
En viti menn, aðeins nokkrum
dögum siðar fékk ég tilkynningu
um það, að ég ætti að borga bif-
reiðaskatt af „bilnum minum”.
Ég anzaði þessari kröfu tollstjór-
ans engu, þar sem ég hélt, að hún
yrði úr sögunni, þegar Bifreiða-
eftirlitið væri búið að leiðrétta
spjaldskrána.”
Og Guðmundur hefur ekki lokið
sögu sinni: „Eftir að hafa haft
frið fyrir „kerfinu” i þrjá
mánuði, fékk ég i fyrradag
tilkynningu um það, að gert yrði
uppboð hjá mér vegna bifreiða-
skatts, sem ég ætti eftir að
greiða.”
Guðmundur fór enn á stjá og I
gær upplýstist loksins, að hinn
rétti eigandi bflsins er alnafni
Guðmundar og af þvi hafa
mistökin i spjaldskránni sjálfsagt
stafað. „Ég vona bara, að þetta
sé endirinn á þessu máli.” sagði
Guðmundur loks. „Þetta er i
sjálfu sér meinlaust. En það hefði
getað haft afdrifarikari af-
leiðingar, ef t.d. það hefði skeð,
að þessi bfll hefði valdið mikLu
tjóni og siðan fundizt mannlaus
Við handtöku hefði það sjálfsagt
þótt dulitið undarlegt, ef ég hefði
viljað halda þvi fram, að ég ætti
ekki umræddan bfl......” ÞJM
Sovézkir aðilar hafa nú
skilað því til ritstjóra
tímaritsins Skákar, að
Podgorny, forseti Sovét-
ríkjanna, neiti að taka á
móti glæsilegri bók sem
hefur inni að halda
einvígisútgáfu tímarits-
ins.
Á meðan á skákeinvigi
Fischers og Spasskys stóð I
Reykjavik, gaf Skák út blað
eftir hverja skák og vakti það
mikla athygli viða um heim. I
ritið skrifaði fjöldi þekktra
manna og sérfræðinga um skák.
Jóhann Þórir Jónsson lét
útbúa sérstakar útgáfur
blaðsins og var eitt afhent
forseta tslands, annað forseta
Bandarikjanna og þá þriöju átti
Podgorny að fá.
„Sovézku aðilarnir tala um,
að þeir geti ekki veitt bókinni
viðtöku vegna áróðurs, sem i
henni er. Ég hef rætt þetta mál
við Arna Bergmann, sem þýddi
textann yfir á rússnesku, og
hann og ég finnum ekki neitt,
sem þessi umsögn gæti átt við.
Sennilega er áróðurinn bara sú
staðreynd, að Spassky tapaöi,
en ekki vann og hann þvi ekki
vinsæll meðal æðstu manna.”
Þessi bók, sem Jóhann Þórir
situr uppi meö, er eins og hinar
bækurnar tvær hin vandaðasta.
Hún er bundin inn i kiðlinga-
skinn og með glæsilegri titilsiðu.
Venjulegar innbundnar bækur,
með allri einvigisútgáfu
blaðsins, munu nú kosta 25
þúsund krónur, en blöðin sjálf
eru uppseld.
Jóhann Þórir hyggst setja
bókina, sem Sovétmenn höfnuðu
á listmunauppboð i London, og
yrði lágmarkstilboð 100 þúsund
Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri timaritsins Skák ar, sýnir okkur þarna bókina, sem Podgorny afþakkaöi
og er nú föl á 12 milijónir. Ljósm. Bj.Bj.
dollarar eða nær 12 milljónir
islenzkar.
Jóhann sagði, að jafnvel stæði
til að veita Slater forkaupsrétt
að bókinni. Slater þessi, eins og
menn muna, átti mikinn þátt i
þvi, að Fischer fékkst til
einvigisins á sinum tima, þar
sem hann lagði 125 þúsund
dollara aukalega i verðlauna-
pottinn.
—JB