Vísir


Vísir - 12.10.1974, Qupperneq 3

Vísir - 12.10.1974, Qupperneq 3
Vlsir. Laugardagur 12. október 1974. 3 Tœknibylting f framhaldsskólum — vasareiknivél verður jafnsjólfsögð og penni og blýantur, segja skólamenn Nú ganga nemendur framhaldsskóla um allt land með litlar reikni- vélar upp á vasann og þurfa ekki lengur að puða við að leggja saman, margfalda og deila upp á gamla mátann. Sumar þessara véla eru meira að segja með flóknu reikniverki, sem gefur hornaföll, lógaritma, veldisvisa og annað, sem löngum hefur verið skólanemum vinnufrekt áhyggju- efni. „ViB tókum þá afstöðu i haust aB leyfa þessar vélar I timum, prófum og hvar, sem þeim verður viB komiB,” sagði Baldur Sveinsson, verzlunar- skólakennari. „Eina skilyrBiB er, að þær komist i vasa. En þetta eru dýr tæki og ekki nærri allir komnir meB þær ennþá. Ég býst við, að þeim fari þó fjölg- andi, þegar kemur aö prófum, og ekki sizt næsta haust.” GuBmundur Arnlaugsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlið, sagði að við hans skóla hefði ekki verið tekín opinber afstaða til vasareikni- vélanna hvað snertir notkun þeirra I prófum. Hann kvað sjálfsagt að amast ekki við þeim i timum, þvi skólinn kenndi notkun slikra véla, svo og stærri og fullkomnari, sem skólinn á sjálfur. Að hans áliti væri ekki timabært að leyfa þær i prófum, vegna þess þrýstings, sem það myndi hafa I för með sér gagn- vart foreldrum nemenda til að kaupa slikár vélar, sem kostuðu 25-30 þúsund, krónur en ódýrari vélar væri ekki hægt að komast af með I menntaskóla. „En vafalaust er þetta það sem koma skal, að svona vélar verði almenningseign,” sagði Guðmundur. Tryggvi Gislason, skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri, sagði að þar færi fram leiðbeiningakennsla á litlar reiknivélar með innbyggðum föllum, sem væru þarflegar við útreikning I stærð- fræðideild, en ekki væri skylda að nemendur- keyptu slikar vélar. Auk þess væri svo litil reiknistofa við skólann, þar sem væru bæð.i litlar og stórar tölvur, sem kennd væri meðferð á, og eins forritun fyrir tölvur. Deildarstjóri i stærðfræðideild hefði leitað tilboða um slikar vasareiknivélar, og hefði nemendur tekið hagstæðasta boðinu, en vélar þeirra þurfa að vera samræmdar. Ætlunin væri að leyfa notkun þeirra i prófum, þar sem hægt væri að komast hjá mismunun vegna þess, að sumir ættu véla en aðrir ekki, en frá þvi hefði raunar ekki verið gengið enn. „Það er álitið”, sagði Tryggvi, „að þessar vélar verði, þegar fram liða stundir, jafn sjálfsagðar og penni og blýantur eru núna”. Hjá Heimilistækjum h.f. fengum við þær upplýsingar, að fyrirtækið hef.N gert skólum tilboð siðastliðið vor um ákveðinn afslátt 'il nemenda. Um það leyti heiðu nemendur verið orðnir félitlir og þvi ekki veruleg hreyfing orðið. Sú vél, sem Heimilistæki h.f. leggja nú mesta áherzlu á, kostar tæpar 9 þús. krónur og er með inn- byggðum föllum. Hjá Skrifstofuvélum h.f. var okkursagt, að geysileg eftir- spurn væri eftir vélum af þessu tagi, þótt ekki væri hægt að full- yrða, að skólanemendur væru þar I meirihluta, en hópar þeirra hefðu gert fyrir spurnir um magnafslátt. Vélarnar þar kosta frá 7.700 upp i 34 þúsund. Hjá Skrifvélinni fengum við þær fréttir, að þeir hefðu nýlega selt um 45 vélar til nemenda Verzlunarskólans, 25 til Sam- vinnuskólanema og ættu 27 pantanir óafgreiddar, 50 vélar væru komnar til menntaskóla- nema á Akureyri og 30 i viðbót á leiðinni. Auk þess væri- mikil sala til einstaklinga, sem ekki væri vitað hvar væru i skóla. „Og það eru fleiri en skóla- nemar, sem kaupa þessar vélar”, sagði Orn H. Jónsson hjá Skrifvélinni. „Húsmæður ófáir svitadropar hafa runnift vift flókna útreikninga meft blafti og blýanti. i framtiftinni veröa brárnar þurrari, þegar vasareiknivélarnar vinna verkift jafn hratt og hægt er aft ýta á takkana. Myndina tók Bjarnleifur I Verzlunarskóla islands. kaupa þær töluvert, einnig bændur og bilstjórar. Að þeim ógleymdum, sem þurfa þær vegna daglegra starfa sinna við stærðfræði, svo sem verkfræö- ingar”. Vélarnar hjá Skrifvélinni kosta frá 5.700 kr. upp i tæplega 27 þús. kr. — og það er dýrasta gerðin, sem þeír kaupa á Akur- eyri, enda verður hún að fullnægja vissum skilyrðum um reiknigetu. —SH HÁ VERÐLAUN FYRIR LIFANDI HÁHYRNING — en sjómennirnir vilja hann feigan Síldarsjómcnn á Höfn I Horna- firfti vilja fyrir hvern mun reka háhyrninginn af sildarmiöunum, en i landi biftur franskur maftur, sem á þann draum æftstan (i bili) aft eignast lifandi háhyrning og hafa I farangri sinum, þegar hann fer aftur heim til Frakkiands. Hefur hann heitift tóif hundruft þúsund króna verftlaunum *il handa þeim, sem geti fært hnnum lifandi háhyrning, heilan og ó- skemmdan. Töluverð sild hefur verið út af Hornafirði, en veiðar gengiö dræmt vegna þess, að háhyrning- urinn gerir usla i torfunum. Bæði tvistrarhann sildinni og skemmir netin fyrir bátunum, og iðulega fá bátarnir aðeins hausa og aðra sildarparta, sem hafa orðið af- gangs i matinn hjá háhyrningn- um. Var leitaö til Landhelgis- gæzlunnar um að hrekja háhyrn- inginn burtu eða drepa hann, en gæzlan gafst upp við verkið. Er nú svo komið, að aðkomu- bátar, sem allmargir stunduðu sildveiðar frá Höfn, eru farnir. Af þremur bátum, sem sildveiðar hafa stundað frá Höfn, er nú einn i slipp, annar farinn á þorskanet, en sá þriöji ætlar að reyna við sildina eitthvað lengur. Af sildaraflanum undanfarið hafa um 1200 tunnur verið saltað- ar, en tæp 400 tonn fryst. Af frystu sildinni fer töluvert i beitu, en annað til Egils Stefánssonar á Siglufiröi, sem framleiðir „Egils sild”. En hvað snerti háhyrningana fékk einn Hafnarbáta, Skinney, dauðan háhyrning i net á dögun- úm og hafði með sér i land. Franski maðurinn varð ákaflega hrifinn af gripnum og krufði hann til hins ýtrasta, auk þess sem hann kvikmyndaði hann undan og eftir og meðan á verkinu stóð. —SH „Hafís" við Skúlagötuna — var það hreinlœti eða mengun? Hafis vift Skúlagötuna? — Veg- farendum vift Skúlagötuna varö ekki um sel, þegar þeir sáu „landsins forna fjanda” fijóta um allan sjó igærmorgun. Þetta reyndist vera sápufroöa, liklega úr einhverri þeirra vafasömu flóögátta, sem opnast þarna út i sjóinn. Og spurningin er: Er sápa mengun efta hreinlæti? — Ljósm. Visis BG. „Það er eins og það sé að koma stríð“ segir byssukaupmaðurinn í Goðaborg Svo virftist sem byssusala sé meft mesta móti i landinu i ár. Kristján Vilheimsson, kaup- maftur I Goftaborg, sagftist hafa selt töluvert miklu fleiri byssur nú en undanfarin ár — „þaö er eins og þaft sé aft koma strift”, sagfti hann. Haukur Bachmann hjá I. Guðmundsson og Co, sem flytur inn Winchesterbyssur, sagði að innflutningurinn hjá þeim væri talsvert meiri en undanfarin ár. I fyrra flutti hann inn um 400 byssur, en taldi, að þær yrðu um 600 i ár. „Það er ekkert skritið,” sagði Haukur. „Stangveiðileyfi eru orðin svo dýr, að menn verða aö fá veiðigleöinni útrás á annan hátt. Byssan er sizt dýrari en búnaður til stangaveiði, svo ekki sé minnzt á veiðileyfin”. Kristján i Goðaborg gaf okkur yfirlit yfir byssusöluna hjá sér undanfarin ár. Fyrstu niu mán- uði þessa árs hefur hann selt 291 byssu, þar af 152 út fyrir Reykjavikursvæðið. Allt árið i fyrra seldi hann 259 byssur, þar af 119 til Reykvikinga. 1972 seld- ust 83 út á land en 81 i Reykja- vik, 1971 fóru 105 út á land en 91 i Reykjavik. 1972 voru sambæri- legar tölur 75 út á land en 74 i Reykjavik, 1969 56 út á land en 72 i Reykjavik, og 1968 103 út á land en 78 i Reykjavik. Eins og sést á þessu, hefur Goöaborg selt 68 fleiri byssur það sem af er þessu ári en allt árið I fyrra, og eru þó þrir mán- uðir eftir, þegar þessi tala er gefin. Bjóst Kristján við, að 100 byssur að minnsta kosti myndu seljast það sem eftir væri árs- ins. Hann bað að skila þvi til rjúpnaveiðimanna, að þeir færu ekki til rjúpu fyrr en rjúpna- veiðitiminn hefst, en það er næstkomandi þriöjudag. Jón Andrésson, verzlunar- stjóri i Vesturröst, taldi að byssusalan hjá honum væri ekki meiri nú en endranær, þótt hann hefði raunar selt það, sem til hefði verið. —SH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.