Vísir - 12.10.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 12.10.1974, Blaðsíða 6
L Vlsir. Laugardagur 12. oktdber 1974. VISIR tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Frfettastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiósia: Ritstjórn: Askriftargjald 600 i lausasölu 35 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúii G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur kr. á mánuði innanlands. eintakið. Blaðaprent hf. Negrarnir okkar „Heimur versnandi fer”, segir margt fullorðið fólk, þegar það hugsar til æskunnar. Það hristir höfuðið yfir mótþróa og uppreisnargirni unga fólksins gagnvart hinum fullorðnu. En þeir, sem hrista höfuðið, átta sig ekki á samhengi málsins við framkomu fullorðins fólks gagnvart börnum. Hvarvetna má á almannafæri sjá fullorðið fólk sýna börnum ruddaskap. Oft eru börnin hálfgrát- andi út af framkomu fullorðins fólks i verzlunum og þjónustustöðum. Myndirnar af frekju, kald- rana og skömmum eru óendanlega margar. Barnið fer með sparibaukinn sinn i bankaútibú til að leggja aurana inn á bókina sina. Þetta er merkileg og hátiðleg stund i huga barnsins. En það er gert afturreka og sagt að snáfast til að koma, þegar minna er að gera. í næstu atrennu er tekið við bauknum og barninu sagt að koma næsta dag, þegar búið sé að telja úr honum. Þeg- ar barnið maldar i móinn, er öskrað á það. Sundstaðir borgarinnar eru sagðir opnir al- menningi. Barnið fer sólbjartan vordag með sundföt og nesti til að gera sér glaðan dag i sundi. Það er gert afturreka. Móðirin tekur upp simann og spyr, hvort sundlaugin sé lokuð i dag. Sagt er, að svo sé ekki. Þá spyr hún, hvers vegna barnið hafi verið gert afturreka. Hún fær langan reiði- lestur um, að ekki sé hægt að hafa börn i sund- lauginni, þvi að þau trufli kerinslustund. Móðirin krefst þess, að sundlaugin standi við yfirlýsingar um, að hún sé opin almenningi og þá jafnt börn- um sem fullorðnum. Svarið er, að simanum er skellt á. Barnið er sent út i búð til að kaupa kaffipakka. Það biður og biður við afgreiðsluborðið. Engum viðskiptavinanna dettur i hug að benda á, að röð- in sé komin að barninu. Þeir ryðjast bara fram fyrir það. Afgreiðslufólkið læzt ekki sjá barnið, en afgreiðir hina fullorðnu með mestu geðprýði. Loksins er yrt á barnið: „Hvað ertu að flækjast fyrir! Hvað ertu að troða þér fram! ” Tónninn er frekjulegur og augnaráðið kuldalegt. Börnin liða fyrir það, að þau eru minni máttar. Sumt fólk virðist fá útrás i að niðast á börnum, æpa á þau, tefja fyrir afgreiðslu erinda þeirra og sýna þeim hvers kyns andlega grimmd. Þetta fólk þorir ekki að sýna fullorðnum slika fram- komu og svalar sér á börnunum i staðinn. Það er stundum kvartað um, að úti i heimi sýni hvitir menn svörtum mönnum yfirgang, traðki á rétti þeirra og mismuni þeim i stóru og smáu. Við höfum ekki aðstöðu til að hneykslast á þessu, þvi að við höfum alveg jafnstórt svertingjavandamál hér heima. Hér eru það börnin, sem gegna hlut- verki svertingjanna. Þau eru réttlaus. Það má æpa á þau. Það má banna þeim aðgang að al- menningsstöðum. Það má neita þeim um af- greiðslu. Þetta eru engar fullyrðingar út i bláinn. Ef menn hugsa málið af fullkomnum heiðarleika, minnast þeir áreiðanlega margra slikra atvika. Menn verða hvað eftir annað vitni að þvi, að börn eru meðhöndluð eins og sálarlaus kvikindi. Og það skyldi enginn furða sig á, að þau ör, sem þetta skilur eftir i barnssálinni, leiði siðar til mót- þróa og uppreisnargirni. Við þurfum að skipuleggja herferð i bættri um- gengni við smælingja þjóðlifsins, — börnin. —JK ÞEIR HAFA ÁHRIF Á EFNAHAG ALLRA Atiqi og Yamani á fundi oiiusölusamtakanna Þegar þeir fyrst komu saman í Bagdad, veitti því naumast nokkur eftirtekt. Fáeinir ráku augun í fréttaklausur í dagblöðum iraks, þar sem skýrt var frá því, að fulltrúar Vene- zúela, Saudi Arabíu, Iran, Kuwait og iraks hefðu á- kveðið að mynda samtök tii að sameina stefnu þess- ara landa i olíumálum og bera saman bækur sínar um olíusölur. Þetta lét ekki mikið yfir sér, en svona var upphaf OPEC, sam- taka oliuútflutningslanda, sem nú eru orðin eitthvert einarðasta og voldugasta þjóðabandalag sög- unnar. OPEC telur nú 13 aðildar- riki, og tilskipanir þess ákveða verðið á oliunni, sem færir þvl i hendur eindæma áhrif á efnahag nær allra rikja heims. Veldi þeirra hefur komið öðrum rikj- um, sem framleiða kopar, tin eða aðra mikilvæga málma, til aö hugleiða stofnun samtaka til verðlagningar á þeirra eigin út- flutningsvörum. OPEC hefur aðalstöðvar sinar i Vinarborg, og i gegnum fingur framkvæmdastjóra þess liggja allir þræðir orkumála heims, svo að segja. Aðalframkvæmdastjór- inn er Abderrahman Khene, 44 ára, sem eitt sinn var ráðherra þjóðfrelsishreyfingar Alsir. Hann segir, að nú séu orðnir breyttir timar frá þvi, þegar oliuútflytj- endur voru klofnir og illa að sér i markaðsmálum og urðu að gera sér að góðu það, sem oliufélögin réttu þeim. „Ný kynslóð er tekin við i oliulöndunum”, heldur Khene fram. ,,Sú veit allt um millirikjaverzlun og heimsmál- in”. Þegar oliuráðherrarnir halda fundi sina, sem er reglulega, eru það fimm menn, sem mest kveð- ur aö. Tveir þeir áhrifamestu eru keppinautarnir Ahmed Zaki Ya- mani, Arabasheik, sem út á við mælir með lægra oliuverði, og Jamshid Amuzegar frá íran, sem vill hækka oliuverðið jafnvel enn meir. — Yamani er útskrifaður frá Harvardháskóla, Amuzegar frá Cornell. Um báða hefur verið sagt, að þeir séu með allra snjöll- ustu oliusölusérfræðingum heims, og þá einkanlega Yamani, sem gæti valið úr hjá oliufélögun- um hvaða stöðu sem hann vildi. — Hinir þrir eru Abdel Rahman At- iqi frá Kuwait, Belaid Abdessal- am frá Alsir og Saadun Hammadi frá Irak. Þeir kalla ekki allt ömmu sína, frekar en tveir þeir fyrstnefndu, og um Hammadi er sögð sú saga, að i fyrra hafi hann orðið of seinn á einn ráðherra- funda OPEC. Þá hafði hann af- sakaðsig með: „Fyrirgefið, en ég varð fyrst að þjóðnýta hluta af Basrah Oil Company, áður en ég gat skroppið frá”. Á þessum ráðherrafundum er söluverðið á oliunni ákveðið, og siðan eru gefnar út tilskipanir um það. Ekkert múður, engir samn- ingar. Við oliufélögin er ekki tal- að, fyrr en eftir á, þegar fulltrúar oliufélaganna hitta að máli full- trúa olíurikisins. Ef félag neitar að greiða það verð, sem eitt riki setur upp, getur það alveg skrúf- að fyrir oliurennslið með þvi að fá hina félagana i OPEC i lið með sér. Félagið á á hættu sölubann. Það, sem vakið hefur hvað mesta undrun við samtökin, er samheldni bandalagsrikjanna, sem greinir annars á um margt annaö. Arabarikin sjá I oliunni handhægt pólitiskt vopn, sem þau vilja beita gegn Israel. Hin OP- EC-löndin, sem ekki eru arabisk, lita á hana algerlega sem hverja aðra verzlunarvöru. Innan þess- ara tvegggja hópa rikir ekki held- ur fullkomin eining, eins og t.d. Arabarikin. Riki þar sem róttæk- ari öfl hafa komizt til valda, eins og Alsir, Libýa og írak, eiga I úti- stöðum við einræðisriki eins og Abu Dhabi, Kuwait, Qatar og Saudi Arabiu. tran og írak ramba annað veifið á barmi styrjaldar út af landamæradeilum. En það sem hefur haldið þess- um löndum saman var ásetningur þeirra allra að ná yfirráðum oliu- linda á þeirra eigin landsvæðum. Þau stigu fyrsta skrefið eftir að sjö alþjóðlegir oliuhringar tóku sig saman 1959 og lækkuðu um 10% þaö gjald, sem þeir greiddu oliueigendunum fyrir oliuna. Næsta skref var stigið 1970, þegar Muammar Gaddafi ofursti hrifs- aði völdin i Libýu og snerist önd- verður gegn oliufélögunum, hækkaði verðið og skattana. Það stappaði stálinu i hina félagana I OPEC, sem þvinguðu smám sam- an fram yfirfærslu oliuvinnslunn- ar i þeirra eigin hendur, hærra verð og hærri skatta. Völd þeirra fóru siöan vaxandi, þegar eftir- spurnin eftir oliu jókst hraöbyri, og þeir fóru að ráða meira mark- llllllllllll UMSJÓN: G. P. Amuzegar innanrikisráðherra vill jafnvel enn hærra oliuverð. aðnum i staö keppendanna, sem ráðið höföu lögum og lofum I oliu- verzluninni til þessa. Mest fann markaðurinn fyrir þessu i fyrra i deilunni i Austur- löndum nær, þegar Arabarikin fengu sett sölubann á þá, sem þeim sýndust styðja ísrael. Fann þá hver maður, hversu óskaplega heimurinn er háður oliu samtak- anna. Ýmsir fréttaskýrendur telja, að OPEC eigi sinn framgang aö þakka linkind oliufélaganna og rikisstjórna oliuneytenda, og að sérhver eftirgjöf æsi aðeins upp kröfugirni OPEC. Jafnvel Irans- keisari er þessarar skoðunar. „Ef oliuframleiðslurikin yrðu ein- hvers staðar að lúta I lægra haldi”, sagði hann 1971, „mundi það kveða upp dauðadóminn yfir OPEC”. Sumir, sem þessarar skoðunar eru, telja, að samtök oliuneyt- enda, ef mynduð væru, gætu dug- að hér til. Það gæti hraðað þvi, að OPEC hlyti svipuð örlög og önnur þvilik verzlunarbandalög sögunn- ar, leystust upp eftir innbyrðis á- greining, þegar hver um sig færi að skara eld að sinni köku. (Þýtt úr „TIME”)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.