Vísir - 12.10.1974, Síða 7

Vísir - 12.10.1974, Síða 7
Vlsir. Laugardagur 12. október 1974. 7 i SÍÐAN j / HERRASKÓRNIR MÓTAST AF DÖMUTÍZKUNNr Umsjón: Edda Andrésdóttir — Hvað er það nýjasta í skótaui karlmannanna hér? verzlunina Rimu og for- vitnuðumst um það sem karl- mönnum er boðið upp á. Þar sagði afgreiðslumaðurinn okkur þau tiðindi, að þykku sólarnir og háu hælarnir væru nú ekki nærri eins vinsælir og þeir hefðu verið, t.d. i fyrra- vetur. Sjálfsagt þakka margir sinum sæla fyrir það, en enn má finna skó sem hafa 8 cm þykkan hæl. Það er það allra hæsta sem boðið er upp á núna. „Þetta voru stundum eins og stultur,” varð afgreiðslu- manninum að orði, ,,en nú vilja menn fara milliveginn,” bætti hann við. A meðfylgjandi mynd sjáum við það sem nú er hvað vin- sælast i Rimu. Skór sem eru nokkuð háir upp á legginn eru vinsælir, enda hlýir og hentugir i frosti og kulda. Mikið er um reimaða skó, og frekar dempaðir litir eru rikj- andi. Hægt er að fá sæmilega skó fyrir tæpar þrjú þúsund krónur, en flestir eru þeir tals- vert dýrari. Frá Rimu héldum við yfir i Karnabæ. Þar er oftast boöið upp á topp-tizkuna i skótaui. Eitt af þvi fyrsta, sem við rák- um augun i, voru stigvél i kúrekastil, sem eru hvað vin- sælust núna. Þessi stigvél eru vinsæl hjá báöum kynjum, enda falleg og skemmtileg og fást i ýmsum lit- um. Verðið á þeim er 8.900 krón- ur. 1 Karnabæ var okkur sagt aö sólar og hælar væru lægri núna en hefði verið áður, og ætti það allra nýjasta eftir að koma i verzlunina. A meðfylgjandi mynd sjáum við það sem er einna vinsælast núna. Skórnir kosta svona frá fimm þúsund krónum upp i tæpar 8000 krónur, þ.e.a.s. þeir lágu. Að siðustu héldum við i skóverzlun Hvannbergsbræðra Þar var okkur tjáð að kuldaskór væru öllu vinsælli meðal karl- manna en var áður, og eru þeir nú mikið keyptir. Veðráttan býður lika tæplega upp á annað yfir veturinn. „Herraskórnir mótast ai dömutizkunni,” sagði af- greiðslumaðurinn okkur. Ei hælarnir eru háir þar, eru þeir það lika meðal karlmanna. Og honum virtust hælarnir ekki vera aö lækkaneitt tiltakanlega. Hann tók það lika fram að skó- fatnaður karlmannanna breyttist ekki mikið i ár. —E/ Þó stöðugt berist nýjar og nýjar fregnir af tízkunni/ þá heyrum við lítið rætt um þann fatnað sem ætlaður er fyrir karl- mennina í þessum hverf- ula tízkuheimi. En samt sem áður er gert ráð fyrir þeim þar lika, eins og vera ber, þó plássið, sem þeim er gefið, t.d. i tizkublöðum, sé öllu minna. Hér á Innsiðunni höfum við birt það nýjasta sem okkur berst utan úr heimi, en upp á hvað skyldi vera boðið á is- lenzkum markaði? Yfirleitt erum við svolitið á eftir og seinni að taka við okkur, segja þeir sem bezt vita, og það gildir þá jafnt um fatnað á karl- menn sem kvenmenn. Við brugðum okkur i þrjár skóverzlanir í borginni og for- vitnuðumst um það sem er nýjast og vinsælast á markaðn- um núna. Við komumst fljótt að því að skófatnaður er mjög dýr. Sá sem ekki hefur keypt sér skó i langan tima, ætti alla vega að gera ráð fyrir öllu, svo honum bregði ekki þvi mun meir. Þetta verðlag gildir að sjálf- sögðu um skó jafnt á kvenmenn sem karlmenn, og það má geta þess sem dæmi um hátt verðlag, að kuldastigvél, sem við sáum á kvenmenn, kostuðu tæpar 10 þúsund krónur. Við hugsuðum bara með okkur: Ja, al- máttugur, hver hefur efni á þessu? Jú, einhverjir virðast hafa efnin, þvi þegar við spurðum afgreiðslustúlkuna, sagði hún okkur að aðeins væru örfá pör eftir: Þá lögðum við leið okkar i 1 Hvannbergsbræðrum var okkur tjáð að kuldaskór væru öllu meira keyptir af karlmönnum en áður var, og þá eitthvað I svip- uðum dúr og þessir reimuðu. Ljósm.BG. Hér sjáum við það sem er vinsælt I Rimu núna. Hælarnir eru nú að lækka, og ekki fást þeir lengur hærri en 8 cm. Kúrekastlgvélin eru mjög vinsæl jafnt á kvenmenn sem karl- menn. En það er vlst óhætt að segja, að skófatnaður I verzlunum er ákaflega dýr. NÚ FLYSJA SJÁLFAR KARTOFLURNAR SIG nýtt tœki fundið upp, œtlað ó veitingahús og matsölustaði Það finnst vlst engum gaman aö flysja karöflur, hvernig svo sem að þvi er farið. Flestir kannast lika við þá refsingu sem fólgin er I að flysja eitthvert gif- urlegt magn af kartöflum. En þetta verðum við að gera, ef við á annað borð borðum kartöflur. Og það er ágætt að borða þær, þvi hollar eru þær. En það er ekki vist að við þurf- um að flysja kartöflur svo lengi, þvi nýjasta uppfinningin er að láta þær flysja sig sjálfar. Það er að minnsta kosti hægt að gera við mikið magn af kartöflum i einu, og eingöngu enn sem komið er. En á þvi verður vonandi ráðin bót. Rannsóknastofnun matvæla- iðnaðarins i Krasnodar i Rúss- landi hefur fundið upp nýja að- ferð við að flysja kartöflurnar. Þær eru látnar i geymi, honum er lokað og yfirhituð gufa er leidd inn i geyminn með há- þrýstingi. Eftir andartak er guf- unni hleypt út, og þegar geymir inn er opnaður eru kartöflurnar Ihonum vel flysjaðar, að undan- teknum nokkrum „augum”. Aðferðin byggist á hinu skyndilega þrýstingsfalli, er verður þegar gufunni er hleypt út, en við það sópast flusið af kartöflunum. Verksmiðja i Kursk mun brátt hefja fjöldaframleiðslu á tæki sem byggt er á þessari aðferð og er ætlað til notkunar á veitinga- húsum og matsölustöðum. Við verðum svo bara að vona að hægt verði i framtiðinni að framleiða slik tæki til heimilis- nota. —EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.