Vísir - 12.10.1974, Síða 20
vísir
Laugardagur 12. október 1974.
„Ekkert
mark
tekið á
mótmcel
um FÍB"
— segir nýkjörinn
formaður félagsins
„Félag Islenzkra bifreiöaeig-
enda er aö rétta úr kútnum núna,
eftir aö hafa veriö fjúrvana
undanfarin úr. Þessi fjárskortur
hefur aö mörgu ieyti staöiö félag-
inu fyrir þrifum,” sagöi Eggert
Steinsen verkfræöingur, nýkjör-
inn formaöur FIB I viötali viö VIsi
I gær.
Landsþing FIB var haldiö 5.-6.
október, og var Eggert þú kjörinn
formaöur I staö Kjartans J.
Jóhannssonar, sem var kjörinn
heiöursfélagi.
Astæöuna fyrir þeirri lægð I
fjúrmálum félagsins, sem veriö
hefur, kvaðst Eggert telja fyrst
og fremst hjálparbílaútgerðina,
sem var mjög umfangsmikil, en
steypti félaginu i miklar skuldir.
Þær skuldir eru nú aö mestu
greiddar, að sögn Eggerts.
A þingi FIB kom fram þaö álit,
aö nauðsyn bæri til að auka
félagatölu félagsins, þar sem hún
hefði ekki aukizt i samræmi viö
bilaaukninguna.
„Við höfum ekki rætt mikið
hverjar séu helztu ástæður þess
að ekki hefur orðið aukning
félaga, og i raun og veru er erfitt
að geta sér til um þær.
Ég held að leiðindin i sambandi
við stjórn félagsins fyrir nokkrum
árum, ásamtþvi hvað félagið hef-
ur verið fjárvana, hafi átt drjúg-
an þátt i þessu,” sagði Eggert.
Blaðið spurði hann, hvers
vegna ekkert hefði borið á mót-
mælum frá FIB vegna undan-
genginna bensinhækkana.
„Við höfum ætið mótmælt öllu
þvi sem hefur skert hag bileig-
enda, en þau mótmæli hafa yfir-
leitt litið gagnað. Við vorum
hreinlega þreyttir á þvi að mót-
mæla, án þess að nokkurt mark
væri tekið á mótmælunum. Það er
nefnilega ekki nóg að mótmæla
bara mótmælanna vegna,” svar-
aði Eggert.
„Félag islenzkra bifreiðaeig-
enda verður ekki virkilega öflugt
fyrr en þorri allra bileigenda
gengur I það. Það verður þvi
næsta verkefni okkar að laða inn
nýja félaga. Þá fyrst þegar félag-
ið hefur allflesta bileigendur inn-
an sinna vébanda, hefur það
möguleika til að sinna til fulls
hlutverki sinu sem neytenda-
félag. Slikt félag er einmitt bráð-
nauðsynlegt,” sagði Eggert
Steinsen að lokum.
Félagar I FÍB eru nú á sjöunda
þúsund.
—ÓH
Verður maí vinsœlastur
fyrir fœðingar? ~zr*£r
Skyldi maímánuður
verða eins konar vertið
á fæðingarheimilum
landsins? Ekki var það
starfsfólk, sem við
ræddum við, reyndar
alveg tilbúið til þess að
samþykkja það, en mai
sker sig úr i tölum Hag-
stofunnar fyrir árin
1971 og 1972 hvað varð-
ar fjölda fæðinga.
Nýrri tölur eru ekki til á Hag-
stófunni, en sjálfsagt liður ekki
á löngu áður en hægt verður að
ganga úr skugga um hvaða
mánuðir eru vinsælastir siðustu
tvö árin.
Fæðingar voru um 400 árið
1971 i mai, en 460 i mai 1972.
Samtals voru fæðingar á land-
inu 4277 árið 1971, en 4676 árið
1972, þannig að fjölgun hefur átt
sér stað þá.
Þegar við höfðum samband
við Fæðingardeildina og Fæð-
ingarheimilið i Reykjavik var
þó ekki að heyra að fæðingum
fjölgaði, heldur en hitt. A Fæð-
ingardeildinni hafa t.d. fæðzt
1216 börn það sem af er árinu og
er það liðlega 50 fæðingum
færra en á sama tima i fyrra.
Fjöldi fæðinga virðist þvi
rokka svolitið til, og ekki var að
heyra að neinn sérstakur timi
væri annasamari en annar.
— EA
DEILDAR MEININGAR UM
HUNDAHALDIÐ Á NESINU
undirskriftasöfnun hafin gegn því að það verði leyft
■
/,Ég gizka á, að undir-
skriftirnar séu orðnar
hátt á þriðja hundrað, en
listarnir fóru ekki veru-
lega í gang fyrr en fyrir
viku síðan. Strax á einum
tíma söfnuðust 25 undir-
skriftir".
Þetta sagði Auður Stella
Þórðardóttir, einn Ibúa á Sel-
tjarnarnesinu, þegar við
ræddum við hana, en hún ásamt
tveimur öðrum hefur gengizt
fyrir undirskriftasöfnun á
Nesinu, þar sem farið er fram á,
að hundahald verði ekki leyft.
Tillaga þess efnis, að leyft
yrði hundahald var eins og Visir
hefur sagt frá flutt fyrir nokkru
en hún liggur nú fyrir bæjar-
stjórn. Beðið er eftir áliti heil-
brigðisnefndar, áður en hægt er
að taka ákvörðun i málinu.
Eftir þvi sem Auður tjáði
okkur, virðast flestir mótfallnir
hundahaldinu. Hún sagði, að i
þeim húsum, sem gengið hefði
verið I, væru um 85-90% fólks-
ins á móti hundahaldi. Margir
virðast einnig reiðir vegna þess,
að máliö var ekkert kynnt al-
menningi og álits hans ekki
leitað.
Þau, sem hafa géngizt fyrir
undirskriftasöfnuninni, ganga I
hús á kvöldin, og eru undir-
skriftir I fullum gangi nú.
Auður tók það fram, að hún
væri hundavinur sjálf, en hún
sagði, að nokkrir hundar væru á
Nesinu nú þegar. Hún nefndi
það, að I tillögunni um hunda-
haldið væri tekið fram, að
hundar fengju alls ekki að fara
inn á leikvelli. Hún sagði, að nú
væri ástandið þannig, að á
kvöldin væri farið með hunda
þangað „og hver á að passa
slikt?”. —EA
Ungur Seltirningur ásamt
heimilishundinum, — margir
Seltirningar eru á móti þvl að
samborgarar þeirra njóti
sambýlis við hunda (LjósmBG.)
Lífshœttulegur
leikur í
Skerjafírði
Óvitar I Skerjafirði léku leik
þar I gærdag, sem hæglega hefði
getað valdið stórslysi, eða
dauða.
Maður sem kom akandi I
fólksbil eftir Einarsnesi, nokkru
eftir að tók að skyggja, fann allt
I einu eitthvað slást af miklum
krafti i framrúöuna og dragast
yfir þak bilsins. Hann stöðvaði
bllinn og aðgætti hvað væri á
seyði. Þá hafði þrælsterkur
nælonþráður verið strengdur
þvert yfir götuna og bundinn
kirfilega sitt hvorum megin
hennar.
Strengurinn var i þeirri hæð,
aö hann slóst i framrúðu bflsins.
Maðurinn tók strenginn niður og
fór með hann til lögreglunnar i
Reykjavik.
Varla hefði þurft að spyrja að
leikslokum, ef vélhjól hefði
komið akandi eftir götunni.
Þetta er nýmalbikuð gata og
nokkuð bein. Nokkuð er um vél-
hjólaakstur þarna, að sögn lög-
reglunnar.
Þessi verknaður, að strengja
bandið yfir götuna, er augsýni-
lega gerður i óvitaskap af börn-
um eða unglingum. Þau hafa
ekki gert sér grein fyrir hver af-
drif vélhjólamanns á miklum
hraða kynnu að verða, þegar
hann æki á fullri ferð á bandið.
Að sögn lögreglunnar mun
það hafa gerzt áður i Einarsnes-
inu, að band hafi verið strengt
yfir götuna.
Þvi er þeim tilmælum
eindregið beint til foreldra I
nágrenninu, að þeir brýni fyrir
börnum sinum hugsanlegar
afleiðingar slikra gerða.
— ÓH
FÉKK TONN Af
GLERI OFAN A SIG
slapp svo til ómeiddur, en rúðurnar mölbrotnuðu
Það hefur liklega verið óþægi-
leg tilfinning sem verkamaðurinn
hjá tslenzkum aðalverktökum
varð gripinn við vinnu sina i
fýrradag.
Hann var ásamt öðrum verka-
mönnum að losa tvöfalt rúðugler
úr glerkistu. Kistan stóð upp á
rönd, og tóku verkamennirnir
lokið af hlið hennar. t glerkistunni
voru 15 rúður, hver um metri á
kant.
Verkamaðurinn stóð við gler-
bunkann til þess að styðja við
hann, þegar hann fann allt I einu
sér til skelfingar að glerið
hallaðist út úr kistunni. Hann
reyndi að spyrna við af öllum
kröftum. En þarna var um tæpt
tonn aö ræða, svo það seig hægt
en ákveðið yfir manninn, og hann
varð undir staflanum.
Allar rúður nema fjórar
mölbrotnuðu, en þessar fjórar
skemmdust vist eitthvað á könt-
um. I fyrstu virtist manninn ekki
hafa sakað að lenda undir
búntinu.
Þegar leið á daginn kom þó i
ljós, að hann hafði marizt eitt-
hvað og varð af þeim sökum að
leggjast I rúmið. Hann er þó
talinn hafa sloppið furðuvel frá
óhappinu.
-ÓH