Vísir


Vísir - 15.10.1974, Qupperneq 6

Vísir - 15.10.1974, Qupperneq 6
L Vísir. Þriðjudagur 15. október 1974 VÍSIR tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulitrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Siöumúla 14. Slmi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Hvatt til óbilgirni Enginn efast um pólitiskt mikilvægi verkalýðs- samtaka i vestrænum rikjum. Verkalýðsleið- togar bregðast misjafnlega við ábyrgðarmiklu hlutverki sinu. 1 ýmsum rikjum láta þeir flokks- sjónarmið ráða gerðum sinum. Annars staðar meta þeir þróun mála með hagsmuni heildarinn- ar i huga. Eitt skýrasta dæmið um flokkshollustu verkalýðshreyfingarinnar er i Bretlandi. Hins vegar er málum þannig háttað til dæmis i Vest- ur-Þýzkalandi, að þar láta verkalýðsleiðtogar flokkssjónarmið ekki ráða ferðinni. öllum er ljóst, að efnahagslif Vestur-Þjóðverja stendur mun traustari fótum en Breta. Harold Wilson og samherjar hans i Verka- mannaflokknum fóru ekkert dult með tengsl sin við verkalýðsleiðtogana i nýlegri kosninga- baráttu sinni. Raunar var þungamiðjan á stefnu- skrá Verkamannaflokksins yfirlýsing um það, að landinu skyldi stjórnað með nánu samstarfi rikis- stjórnar og verkalýðshreyfingar. Andstæðingar Wilsons bentu á, að i þessu fælist ekki annað en að hagsmunum mikils hluta þjóðarinnar yrði ýtt til hliðar við stjórn rikisins. Nú hefur Wilson meirihluta á þingi með aðeins 39.3% kjósenda á bak við sig. Verði verkalýðssamtök og önnur hagsmuna- félög of flokkspólitisk i baráttu sinni, leiðir það óhjákvæmilega til mjög óeðlilegrar togstreitu innan þjóðfélagsins. Einkum getur ástandið orðið alvarlegt, ef verkalýðsfélögin skipa sér i stjórnarandstöðu og telja sér trú um, að hlutverk þeirra sé það eitt að fella rikjandi þingræðis- stjórn. Slik barátta endar yfirleitt með þvi, að hagsmunum launþega er fórnað á pólitiskum vig- velli. Segja má, að það sé erfitt fyrir verkalýðs- foringjana að rata hinn gullna meðalveg. Of mikið umburðarlyndi við stjórnvöld getur svipt þá trausti umbjóðenda þeirra, launþeganna. Of mikil óbilgirni sviptir þá hins vegar trausti þeirra, sem standa utan raða samtaka þeirra. Óbilgirni, sem leiðir til öngþveitis, getur komið öllum á kaldan klaka. Andstæðingar rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar halda þvi fram, að hún sé andvig laun- þegum og verkalýðshreyfingunni. 1 stjórnarandstöðu eru Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið komin i kapphlaup um áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar. 1 þeirri bar- áttu er reynt að æsa verkalýðshreyfinguna gegn rikisstjórninni. Þjóðviljinn segir „..hagsmunir verkalýðssamtakanna og þar með pólitisk af- staða þeirra hlýtur eð vera andstæð núverandi rikisstjórnkaupsýslustéttanna. Á sama hátt fóru hagsmunir verkalýðsins og afstaða Alþýðu- bandalagsins saman i vinstristjórninni — og svo er enn”.Það er greinilegt hvert stefnir. Alþýðu- bandalagið ætlar að nota itök sin í verkalýðs- hreyfingunni til flokkspólitiskrar baráttu. Sú röksemd fær ekki staðizt, að núverandi rikisstjórn sé eðli sinu samkvæmt andvig hags- munum launþega. Á bak við rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar standa 67,6% kjósenda. Kaup- sýslustéttin er orðin fjölmenn, ef hún telur svo marga. Staðreyndin er sú, að Alþýðubandalagið er að hvetja verkalýðsleiðtoga sina til óbilgirni, sem aðeins leiðir til ófarnaðar. Edward Heath kemur af siöasta stóra kosningafundinum, sem hann hélt fyrir kosningarnar. Var hann haldinn IGravesend skammt fyrir utan London. Frá þessum fundi er sagt i meöfylgjandi grein. SÍÐASTA ||W BARÁTTA HEATHS OG WILSONS Edward Heath hefur að öllum líkindum háð síðustu kosningabaráttu sína sem leiðtogi íhaldsf lokksins. Hann hef ur f jórum sinnum leittflokksinn í kosningum gegn Harold Wilson. Bar- áttu þeirra um forsætis- ráðher raembættið og meirihluta á þingi hefur þrisvar lokið með sigri Wilsons, þar af tvisvar á þessu ári. 1 forsætisráöherratið sinni var Heath sakaður um stefnufestu og ósveigjanleika. Andstæðingar hans segja, að árangur stefnu hans hafi skýrast komið fram um slðustu áramót, þegar átökin milli rikisvaldsins og verkalýðs- hreyfingarinnar lömuðu allt at- vinnulif i Bretlandi. t kosn ingabaráttunni, er lauk með sigri Verkamannaflokksins á fimmtudag, reyndi Heath að skapa sér nýja mynd meðal þjóðarinnar. Hann boðaði þjóðar- einingu og hét þvi að nota meiri- hluta á þingi til að mynda stjórn með þátttöku annarra en flokks- manna sinna. Sú mynd hefur ávallt verið dregin upp af Heath, að hann sé ekki maður fólksins. Þessari mynd var einnig reynt að breyta i Öosningabaráttunni núna. A fundum sinum viðsvegar um Bretland flutti hann inngangs- ræðu, en svaraði siðan spurningum fundarmanna. Þannig komst hann I mun nánari tengsi við kjósendur en Wilson, sem kom inn á miðja fundi, flutti ræðu sina og héltsiöan út, áður en fundi var lokið. Ég átti þess kost að sitja kosningafundi með þeim báðum. Andrúmsloftiö var svipað að þvi leyti, að fundarmenn hylltu leiðtoga sina ákaft. Jafnframt var boðað til fundanna á svipaðan hátt, eða þannig að þeir komust inn, sem höfðu sérstök boðskort. Á þann hátt er tryggt, að enginn trufli ræður leiðtoganna með köllum og hrópum. Ræðupúltin voru böðuð i sjónvarpsljósum og meginkjarn- inn i ræðunum ætlaður allri þjóð- inni. Fundurinn með Wilson, sem ég sótti, var haldinn i Town Hall Birmingham. Fundarmenn voru um tvö þúsund. í upphafi sungu menn baráttusöngva við undir- leik bióorgels. Voru tvö lög sungin áður en ræðuhöldin byrjuðu. Fyrsta hálftimann töluðu nokkrir frambjóðendur i 12 kjördæmum Birmingham. Undir miðri ræðu eins þeirra stóð fundarstjórinn upp og tilkynnti komu Wilsons. Ræðumaðurinn hvarf úr ræðu- stólnum og fundarmenn risu úr sætum með gifurlegum fagnaðar- látum. Wilson heilsaði frambjóð- endunum, sem sátu á palli umhverfis ræðupúltið. Að þvi búnu tók hann til máls og talaði i klukkutima. Hann var mjög hárðorður um andstæðinga sina og fjallaði einkum um ástandið i landinu, þegar kosið var I febrúar og sagði, að sama ástandiö mundi skapast, ef Heath kæmist aftur til valda. Að ræöu sinni lokinni hélt Wilson á brott en aðrir tóku til máls. Ekkert var sungiö á fundinum með Heath, sem haldinn var rétt fyrir utan London. Þegar Heath gekk i salinn, þar sem voru um 700 manns, var hann ákaft hylltur. Eftir stutta kynningu fundarstjóra hóf hann ræðu sina. Hann talaði i rúman hálftima. Þetta var daginn fyrir kjördag. Skoðanakannanir bentu til þess, að Verkamannaflokkurinn mundi vinna stóran sigur, en um 10% kjósenda höfðu ekki gert upp hug sinn. Heath beindi oröum sinum einkum til þeirra óráðnu. Hann réðst harkalega að Verkamanna- fl. og sagði, að næði hann meirihluta mundi brezku þjóð- félagi breytt til verri vegar og á þann hátt, að ekki yrði aftur snúið. Þjóðnýting og neikvæð afstaða til Efnahagsbandalags Evrópu mundu leiða til þess, að Bretland yrði „fátækt, sósialiskt og einangrað.” Að lokinni ræðunni svaraði Heath spurning- um fundarmanna, sem allar voru velviljaðar. Blaðamannafundir flokksleið- toganna voru einnig með ólikum blæ. Fundir Wilsons voru form- legri en Heaths.Hann sat upp á palli i stórum fundarsal i húsi flokks sins við Smith Square i London, þar sem einnig eru höfuðstöðvar TUC verkalýðssam- takanna. Blaðamenn báru spurningar sinar fram i gegnum magnara, sem þeim voru réttir. Fundir Heath voru haldnir i höfuðstöðvum flokks hans, sem einnig eru við Smith Square, aðeins tveggja minútna gang frá skrifstofum Verkamanna- flokksins. Fundarsalur Heaths var mun minni, færri komust að og andrúmsloftið var mun léttara en hjá Wilson. Menn töluðust við, án þess að nota hátalarakerfið. Báðir flokksleiðtogarnir höfðu samstarfsmenn sina með sér á fundunum. Við hlið Wilsons sátu ráðherrar úr stjórn hans. Skiptust þeir á að sitja fyrir svörum og gefa yfirlýsingar miðað við þau málefni, sem til umræðu voru. Heath hafði menn úr skuggaráðu- neyti sinu við hlið sér og William Whitelaw, formann flokksins. Hann er oftast nefndur sem eftir- maður Heaths um þessar mundir. Whitelaw var mjög hressilegur á blaðamanna- fundinum og gerði að gamni slnu með sögum úr kosningabar- áttunni. Stóru flokkarnir halda slika blaðamannafundi á hverjum morgni. Wilson lagði áherzlu á að vera alltaf til staðar, en Heath var aðeins siðustu dagana á fundum flokks sins. Frjálslyndi flokkurinn efnir einnig til sllkra funda. Þeir voru enn með öðru sniði, þar sem blaðamenn ræddu við Jeremy Thorpe, leiðtoga flokksins i gegnum sjónvarp. Thorpe var þá jafnan staddur i kjördæmi sinu I Devon, fjarri London. Thorpe lagði til að leið togar flokkanna þriggja kæmu saman til viðræðna i sjónvarpi. Wilson hafnaði þeirri tillögu. Kosningabaráttan i Bretlandi ber svip forsetakosninga i Banda- rikjunum. Hún mæðir mest á leið- togum flokkanna. Fjöldi blaða- manna fylgir þeim og varla er vitnað til annars en orða þeirra. BB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.