Vísir


Vísir - 15.10.1974, Qupperneq 8

Vísir - 15.10.1974, Qupperneq 8
[' I Þaö er útilokað. Spánska liðið vill fá þig strax. Ég vil að Sparta komist i úrslit i bikarkeppninni, Syndicatc. Ii Vlsir. Þriðjudagur. 15. október. 1974 Vlsir. Þriöjudagur. 15. oktdber. 1974 Rúmenar tóku Dani - Frakkar Belgíumenn! Rúmenia sigraði Danmörku 6-2 I Búkarest á sunnudag, en ieikurinn var liður I Evrópukeppni iandsliða, leikmenn 23ja ára og yngri. Löndin ieika i 4. riðli. Staðan I hálfleik var 3-2. Multescu skoraði þrjú af mörk- um Rúmeniu — Kolding og Aablind skoruðu fyrir Danmörku. t sömu keppni vann Frakkland Belgiu 1-0 i Grenoble I Frakklandi. Marc Berdroil skoraði eina mark leiksins á 27. mln. Þá sigraði Ung- verjaland Luxemborg 3-0 og var sá leikur háður I Luxemborg. Þau lönd, sem eiga lið i keppni leik- manna 23ja ára og yngri, leika I riðlum eins og skipað er I Evrópu- keppni landsiiða, nema i örfáum tilfellum, þar sem miklu fleiri lönd taka þátt í Evrópukeppni landsliða. Sao Paulo, Brazilíu, sigraði Inde- pendiente, Argentlnu, 2-1 í fyrri leik liðanna um suður-ameriska mcistaratitilinn 1974 á laugardag. Leikurinn var háður i Sao Pauio og skoruðu þeir Rocha á 47. min. og Mirandinha á 51. mín. fyrir Sao Paulo eftir að Saggioratto hafði skorað fyrsta mark leiksins á 30. min. Aðstoða lands- liðseinvaldinn Gordon Banks, fyrrum landsliðs- markvörður Englands, sem varð að hætta keppni eftir bilslys fyrir tveimur árum, þar sem hann skaddaðist á auga, verður ásamt öðrum frægum, fyrrverandi lands- liðskappa, George Eastham, um- sjónarmaður enska landsliðsins, leikmenn 23ja ára og yngri. Don Revie, enski landsliðsein- valdurinn, fór fram á það við þessa kunnu kappa, að þeir tækju saman að sér liðið. England er i Evrópu- keppni landsliða ungra leikmanna og leikur við Tékkóslóvakiu á Sel- hurst Park I Lundúnum 29. október. Banks, sem 73 sinnum varði enska landsliðsmarkið hefur verið þjálfari hjá Stoke City — félaginu, sem hann lék siðast með — að undanförnu. Eastham, sem lék sinn slðasta af 19 landsleikjum I júil 1966, eða rétt fyrir heimsmeistara- keppnina þá, er nú aðstoðarfram- kvæmdastjóri Tony Waddington hjá Stoke. Þessum fyrrum frægi Newcastle- og Arsenal-Ieikmaður lék eins og Banks með Stoke. Þeir sovézku sterkastir! Sovézkir gllmumenn tryggðu sér sex heimsmeistaratitia I heims- meistarakeppninni I grisk-róm- verskri glimu, sem háð var i Kato- wice I Póllandi og lauk á sunnudag. Búlgarla sigraði I tveimur þy ngdarflokkum, Pólland og Tékkóslóvakía I einum hvort land. Þrlr sovézkir heimsmeistarar vörðu titla slna og tókst það öilum — Vladimir Zubkov I 48 kg þyngdarflokki, Mikolaj Babosijn I 100 kg þyngdarflokki og Alexander Tovom yfir 100 kg. Pólverjinn Kazmierz hélt titli sinum i 62 kg þyngdarflokknum, en bróðir hans Josef tapaði titli sinum I 57 kg þyngdarflokki til Fergat Mastafin, Sovétrikjunum. Þrir Norðmenn tóku þátt i heimsmeistaramótinu, en töpuðu allir fljótt. Sviinn Pelle Lindholm varð fimmti i 57 kg þyngdarflokknum, landi hans Lars Erik Skjöld hlaut sama sæti I 68 kg þyngdarflokknum. Janne Karls- son, Sviþjóð, varð fimmti I 74 kg fiokknum og Finninn Veikko Lavonen sjötti. Hrun danskra meistora er íslendingurinn hœtti ★ Meistaraliðið í danska handknattleiknum, Arósa-KFUM, er ekki sama lið og áður eftir að Bjarni Jónsson hœtti að leika með liðinu Danska liðið Arhus KFUM/ sem varð Dan- merkurmeistari i fyrra, lék sinn fyrsta leik f deildakeppninni f ár á laugardaginn í Árósum. Að venju var fullt hús áhorf- enda og komu allir til að sjá meistarana leika sér að gömlu meisturunum HG frá Kaupmannahöfn, sem hafa verið á heldur lágu plani s.l. tvö ár. En meistaraliðið var langt frá þvi að ná þeim leik,, sem það sýndi i mótinu i fyrra og tapaði með tveggja marka mun — 13:15 — fyrir Kaupmannahafnarliðinu. 1 fyrri hálfleik var sóknarleikur liðsins alveg i molum og skoraði það þá ekki nema fimm mörk og vörn liðsins var einnig alveg út á þekju og gaf bókstaflega mörk á færibandi. Meðal áhorfenda að leiknum var danski landsliðsþjálfarinn Jörgen Gaarskjær, og sagði hann i viðtali við dönsku blöðin eftir leikinn, að hann hefði fylgzt með Bjarni Jónsson — kemur heim innan skamms eftir að hafa lokiö prófum I Tækniháskólanum I Árósum og mun þá þjálfa Og leika meö Þrótti I 2. deild I vetur. KFUM liðinu að undanförnu og séð, að það er langt frá þvi að 11 sinnum varamaður! Þrir Islenzku leikmannanna I landsliðshópnum I knattspyrnu, sem keppti I Álaborg og Magde- burg I slöustu viku, fengu ekki aö reyna sig I landsleikjunum gegn Dönum og Austur-Þjóöverjum. Þaö voru þeir Karl Hermanns- son, sem tognaði I nára á fyrstu æfingunni i Danmörku, Björn Lárusson, bakvörður Akurnes- inga og Magnús Guðmundsson markvörður KR-inga. (Myndin að ofan). Þetta var i eilefta sinn, sem Magnús er I landsliðshópnum. t öllum þessum leikjum hefur hann verið varamarkvörður og aldrei fengið að fara inn á, og er þvl ekki kominn með einn einasta lands- leik. „Þetta hefur stundum verið heidur leiðinlegt, en það er ekkert við þvl að gera — sagði hann, er við töluðum við hann eftir ieikinn leik, en ég fer aö verða svo vanur þvi að það er hætt að hafa áhrif á mig. Það er verst að sitja þarna ★ Markvörður KR - Magnús Guð- mundsson - hefur aldrei leikið landsleik, en 11 sinnum verið varamaður landsliðsins við Austur-Þýzkaland i Magde- burg á laugardaginn. —Það getur verið anzi erfitt að sitja svona á varamannabekknum leik eftir og fá ekkert að hafast að i leikj- um eins og þessum tveim siðustu, sem báðir voru ofsalega spennandi. En þessi ferð hefur verið með afbrigðum góð og skemmtileg — liklega ein sú bezta, sem ég hef farið utan með landsliðinu. Maður vonar nú að fá einhvern timann leik með landsliðinu og þá landsliðsnæluna, er allir fá fyrir fyrsta leikinn. Varla nær maður svo miklum leikjafjölda að ná gullúrinu, en strákarnir hafa verið að láta mig heyra það, að þeir ætli að gefa mér vekjara- klukku, þegar ég verð kominn með 15 landsleiki á varamanna- bekknum. Þætti mér ekki siöur vænt um að fá hana, enda yrði hún skemmtilegur minjagripur um góða daga með góðum félög- um. — klp Allt á botni í Nottingham Það er ekki svo ýkja langt siðan að Nottingham var ein af mestu knattspyrnuborgum á Bretlandi. Það var þegar Nottingham Forest var virkilega eitt af stóru liðunum i ensku knattspyrnunni. Liðið varð bikarmeistari 1959 og i 2. sæti i deildinni 1967 og oft i eldlinunni þar fyrir utan. Þá komu áhorfendurnir i þúsunda tali á leikina hjá Notthingham Forest og hjá nágrannaliðinu Notts. County var einnig góð aðsókn. A suma leikina komu yfir 50.000 manns, eins og t.d. dæmis á deildar- leikinn á milli Forest og Manchester United árið 1967. En nú er allt á niðurleið hvað áhuga á knattspyrnu viðkemur i Nottingham og bæði félögin berjast i bökkum fjárhagsiega. Meðalaðsókn á leikina hjá Forest það sem af er þessu keppnistima- bili er 9.500 manns og hjá County er hún enn minni eða 8.300 manns ...... Astæða . : léleg knattspyrna, óspektir á leikj- unum, og áhugaleysi. Haukar beztir í Firðinum llaukar sigruðu i Ilafnarfjarð- armótinu i knattspyrnu 1974 og hlutu þvi titilinn „Bezta knatt- spyrnufélag Hafnarfjarðar” og er það annað árið I röð, sem Ilaukar hljóta þann titil. Hafnarfjarðarmótið er stiga- keppni, þar sem leikin er tvöföld umferð — vor og haust — i öllum flokkum. Úrslit voru tvisýn i keppninni við Fimleikafélag Hafnarfjarðar — Haukar hlutu 11 stig, en FH 9. Það var siðari um- ferðin, sem kom Haukum á bragðið — þá unnu þeir þrjá leiki, meðal annars i meistaraflokki, og gerðu tvö jafntefli. Það er bjart framundan á knattspyrnusviðinu hjá Haukum. Lið félagsins i meistaraflokki varð i öðru sæti I 2. deild Islands- mótsins og 2. aldursflokkur félagsins komst i þriggja liða úr- slit i Islandsmótinu i sumar. Haukar lita björtum augum til framtiðarinnar — fjöldi ungra og efnilegra knattspyrnumanna er innan félagsins. Urslit i einstökum leikjum urðu þannig: P'yrri umferð: FH Haukar Mfl. 2 0 Siðari umferð: Mfl. vera eins gott og það var I fyrra. „Ástæðan fyrir þvi er skarðið, sem Islendingurinn Bjarni Jóns- son hefur skilið eftir i liðinu. Hann hefur ekki leikið með liðinu i undanförnum leikjum. Kemur það mest niður á sókninni, þar sem hann var aðaldriffjöðrin. Bjarni lék t.d. Jörgen Vodsgaard alltaf upp, en Jörgen hefur ekki fundið sig siðan íslendingurinn hætti — skoraði ekki eitt einasta mark i þessum leik og sama er að segja um Steffan Holst, sem nú skoraði ekki nema eitt mark i fjarveru Islendingsins”. Tveir góðkunningjarokkar frá i gamla daga voru aðalmennirnir i HG-liðinu, þeir Carsten Lund og Palle Nielsen — skoruðu 10 af 15 mörkum liðsins. — klp — Austur-þýzku HM meistararnir í blaki standa sig i heimsmeistarakeppninni i blaki, sem hófst I Mexlkó á sunnudaginn, hafa austur-þýzku heimsmeistararnir átt I litlum erfiðleikum meö að tryggja sér sæti I aðra umferð keppninnar. I gærkvöldi sigruðu þeir ítali I þremur lotum 15-10, 15-5 og 15-12. Austur-Þjóðverjarnir eru I riðli I Guadaljara. Það var hinn frábæri leikmaður Wolfgang Weise, sem lagði grunninn að öruggum sigri Aust- ur-Þjóðverja. 1 riðlinum I Mexlkó-borg unnu Holland og Mexikó sér auðveld- lega rétt i aðra umferð. Bæði löndin sigruðu mótherja sina I riðlinum — fjögur lönd leika i hverjum riðli undankeppninnar — Túnis og Dóminikanska lýð- veldiö. Innbyrðisleikur Hollands og Mexikó skiptir þvi ekki máli. I riðlinum i Tijuana kom það á óvart hve auðveldlega Belgia sigraði Kina, 15-5, 15-10, 8-15 og 15-12. í þeim riðli verður þýðingarmikill leikur i dag milli Japan og Kina. 1 riðlinum i Guadaljara er lið Kúbu öruggt áfram ásamt austur-þýzka liðinu. I kvennaflokki hefur Mexikó tryggt sér framhaldsrétt i keppn- inni á kostnað Frakklands — og lið USA komst einnig áfram. Sá riðill er leikinn i Guadaljara — og fjórða liðið þar var frá Bahama- eyjum. Vakti mikla furðu hve lið USA og Mexikó áttu i miklum erfiðleikum með Bahamaliðið. 1 Tolca vann S. Kórea Tékkósló vakiu i kvennakeppninni 15-12, 15- 2, 12-15 og 15-12 — og á sunnudag vann Suður-Kórea Búlgariu i fimm lotum og kemst þvi áfram úr riðlinum ásamt Kanada. I kvennariðlinum i Mexikóborg hafa Sovétrikin og Austur-Þýzka- land unnið sér rétt áfram i aðra umferð. Sú umferð hefst nú i vikulokin og þá fer keppnin á heimsmeistaramótinu mjög að harðna. Gifurlegur áhugi er á þessari HM-keppni, enda er blak- ið nú orðið ein fjölmennasta iþróttagrein sem iðkuð er i heim- inum. Ég ætla að biðja fulltrúa spánska "s' félagsins að leyfa mér að vera þar tii^, meistarakeppninni lýkur' Það var allmikil spenna I slðari landsleik tslands og irlands I körfu- boltanum á sunnudagskvöld I Laugardalshöllinni. islenzka liðið lék illa framan af — skoraði aðeins 21 stig I fyrri hálfleiknum, en fór svo að siga á. Það jafnaði I 35-35 eftir að trar höfðu 13 stig yfir I hálfleik — en herzlumun vantaði tii að sigra i leiknum. irska liðið fór með sigur af hólmi, 72-70, og var það óvænt eftir hinn örugga sigur isiands I fyrri leik landanna á laugardag. Myndin að ofan er af Irskri sóknarlotu. Ljós- mynd Bjarnleifur. Þurftu að borga sig inn i landið — til að gera jafntefli við A-Þjóðverja íslenzku leikmennirnir urðu heldur betur undr- andi, þegar þeir komu að landamærum A- Þýzkalands á dögunum. Þeim var gert að greiða aðgangsgjald að land- inu, — 700 krónur takk. Og ekki nóg með það. Það átti að endurtaka sama leikinn, láta þá greiða sömu upphæð fyrir að fá að yfirgefa landið, eftir að hafa staðið I allri passavitleysunni hjá landamæra vörðunum. Til þess kom þó ekki, þvi for- maður a-þýzka knattspyrnusam- bandsins var með á staðnum og sá til þess að þeir sluppu við gjaldið. — KLP Danski Pri var beztur! Annað heimsmeistaramótið I badminton, sem háð var I Djakarta I Indónesiu og lauk á sunnudags- kvöld, varð mikill sigur fyrir bad- mintonfólk Evrópu. Daninn Svend Pri sigraði I einliðaleik karla og Margaret Beck, Bretlandi, I ein- iiðaleik kvenna. Svend Pri lék til úrslita við Tjun Tjun, Indónesiu, og byrjaði heldur illa. Hann tapaði fyrstu lotunni, 3- 15, en náði sér siðan vei á strik, þó svo miðlotan væri mjög hörð og löng. Pri sigraði 17-16 og eftir það fór mesti glansinn af leik Indó- nesiumannsins. Pri sigraði i loka- lotunni 15-10. 1 einliðaleik kvenna hafði Marga- ret Beck algjöra yfirburði — sigr- aði Tati Sumirah, Indónesiu, I úr- slitaleiknum með 11-1 og 11-6. 1 tvl- iiðaleikjunum tókst Indóneslubú- um betur upp — endurheimti nokk- uð af þvi „særða stolti”, sem átt hafði sér stað i einliðaleikjunum. i tviliðaleik karla héldu þeir Tjun Tjun og Johannes Wahjudi meistaratitli sinum — sigruöu Christian Hadinata og Ade Chandra 15-13, 9-15 og 16-15. 1 tvl- liðaleik kvenna sigruðu Sudarjanto Minarni og Regina Masli, Indónesiu, þær Lene Koppen, Dan- mörku, og Joke van Beusekom, Hollandi, með 15-7 og 15-8, en I tvenndarkeppninni sigruðu Hadi- nata og Masli Tjun Tjun og Sri Wiyanti með 15-7 og 15-3. meistari Stafanger-Iiðið Vikingur varð norskur meistari þriðja árið I röð, þegar það sigraði i 1. deildinni norsku á sunnudaginn. Vlking hlaut 31 stig i leikjunum 22 og var einu stigi á undan Molde, liðinu, sem Joe Hooiey stjórnaði fyrstu vikur keppnistimabilsins. Molde hlaut 30 stig — en iiðið komst upp 11. deild I fyrrahaust. 1 þriðja sæti varð Olsó- liðið Valerengen með 28 stig, en siðan komu Brann frá Bergen og Strömgodset með 27 stig. Osló-liðið Skeid var I sjötta sæti með 25 stig. t siðustu umferðinni um helgina lék Vlking gegn Strömgodset á úti- velli og náði jafntefli 0-0. Það nægöi. Molde lék einnig á útivelli og vann Sarpsborg 1-0, —• en ef Vlking hefði tapað báðum stigun- um var meistaratitilinn Molde á betri markatölu. Norðmenn hafa markamismun — ekki markahlut- fall. Vlking skoraði 31 mark i 1. deild en fékk á sig 10. Molde skoraði 40 mörk, fékk á sig 18. Þrjú lið falla niður og voru það Hamarkameraterne, Sarpsborg og Raufoss. Os, Fredrikstad og Lilie- ström taka sæti I 1. deild næsta keppnistimabilið. Norskt met í kúluvarpi Eva Fodor frá Moss setti nýtt, norskt met i kúluvarpi á móti I Haugasundi nýlega. Hún varpaði kúlunni 14.37 metra — en i öðru sæti varð Sissel Langballe frá Hauga- sundi með 14.25 metra. t langstökki karla á mótinu sigraði Dag Birke- land með 7.23 m„ en Terje Haug- land varð annar með 7.15 metra.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.