Vísir - 15.10.1974, Síða 13

Vísir - 15.10.1974, Síða 13
13 Vlsir. Þriftjudagur 15. oktdber 1974 — Það er með vilja.að ég fer að heiman á siðustu sekúndu á hverjum morgni — það er liður i megrunarkúrnum minum. HAPPDRÆTTI Rauði krossinn. Dregið hefur verið i happdrætti Rauða kross Islands og kom vinn- ingurinn Bronco jeppi ásamt hjól- hýsi upp á miða 38978. Vinnings- ins sé vitjað á skrifstofu félagsins að öldugötu 4. Frá Hjartavernd. Hjartavernd barst nýlega 100.000.00 króna minningargjöf frá konu, sem ekki vill láta nafns sins getið. Hjartavernd kemur hér með á framfæri innilegustu þökkum fyr- ir þessa höfðinglegu gjöf. Minningargjöf um frú Soffíu Scheving-Thorsteinsson Minningarg jafir bárust Blóðbankanum árið 1964 og 1965 vegna andláts frú Soffiu Scheving-Thorsteinsson, fædd Mathiesen, en hún lézt þann 7.1. 1964. Gefendur voru félagar i Lionsklúbbnum Nirði, bekkjar- systkini frú Soffiu I Flensborgar- II099Í — Pabbi hans er sjómaður. skóla og Menntaskólanum i Reykjavik og starfsfólk hjá Dvergi h.f. Hafnarfirði. Að ósk gefenda var framlag þeirra notað til tækjakaupa. Sjálfvirkur 'storkuefnamælir hefur nú verið keyptur fyrir minningargjafirnar og kom hann til landsins fyrir nokkrum mánuðum. Blóðbankan- um er þetta tæki mikilsvert og gerir kleift að vinna af meiri ná- kvæmni að rannsóknum á storku- efnaþáttum og vinnslu storku- efna. Þótt landsmenn leggi mikið af mörkum til heilbrigðisþjónustu vantar sifellt fé fyrir stóru og smáu, sem nauðsynlegt er til að bæta starfsemina. Ýmsar stofnanir heilbrigðisþjónustunnar hafa notið gjafmildi einstaklinga, félaga og klúbba, og hefur það gert mögulegt að hefjast handa við ýms viðfangsefni i þágu sjúkra miklu fyrr en ella. Blóðbankinn er gefendum mjög þakklátur fyrir rausnarlegt framlag þeirra til minningar um frú Soffiu Scheving-Thorsteins- son. ★ ★ ★ * X ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i i * * ! Spáin gildir fyrir miðvikudaginn m -x-K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-K-K-K-k-KJ ★ ★ ! ★ ★ ★ ! ! ! ★ ★ t ★ i i ★ -r 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 t 4 4 4' 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 * Hrúturinn. 21.marz-20.april. Dagurinn verður heldur erfiður, en þó munu erfiðleikarnir reynast vel yfirstiganlegir, ef þú einbeitir þér og tekur á. Nautið. 21.april-21.mal. Dagurinn verður kannski ekki eins notadrjúgur og skyldi, og munu ófyrirsjáanlegar tafir og vafstur að öllum likindum þreyta þig nokkuð. Tviburarnir, 22,mai-21.júni. Taktu ekki aö öllu leyti mark á ráöleggingum þeirra, sem fúsastir verða að gefa þær, en sitthvað i þeim kann að vera gagnlegt samt. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Þaö litur út fyrir aö þér gefist góöur timi til að sinna hugðarefnum þinum i dag, og ættirðu aö reyna að koma þeim á sem beztan rekspöl. Ljónið.24. júli-23.ágúst. Það er hætt við að ýmis- legt gangi heldur seint i dag, að minnsta kosti ekki svo að þér veröi viö hæfi, eöa eins og þú gerðir ráð fyrir. Meyjan,24.ágúst-23.sept. Það litur út fyrir að þú hafir mikið fyrir stafni, að minnsta kosti fyrri hluta dagsins, en flest mun þó ganga nokkurn veginn eftir áætlun. Vogin, 24.sept-23.okt. Þetta getur orðið mjög nytsamur dagur, en ekki er vist að hann reynist þér tekjudrjúgur að sama skapi, aö minnsta kosti ekki i bili. Drekinn, 24.okt-22.nóv. Þaö er ekki óliklegt að þér gangi illa að komast að nauösynlegu sam- komulagi eða samningum i dag, og sennilega hyggilegast að láta það biða. Bogmaðrinn, 23. nóv-2l. des. Faröu gætilega i oröi i dag, það er eins og einhverjir, sem þú átt viö að eiga, verði venju fremur viðkvæmir fyrir þvi sem sagt er. Steingcitin, 22.des-20.jan. Þú lendir ef til vill i einhverjum deilum og enda þótt þú hafir mikið til þins máls, er eins vist að þú biðir þar lægri hlut. Vatnsberinn,21.jan-I9.febr. Þaö litur út fyrir að þér standi til boða i dag tækifæri, sem þú mátt ekki fyrirnokkurn mun láta ónotað fram hjá þér fara. Fiskarnir, 20.febr-20.marz. Faröu gætilega i dag, og ef þú kennir einhvers lasleika eða óeðli- legrar þreytu, skaltu hvila þig, en dugi þaö ekki, skaltu leita læknis. □ □AG | □ KVÖLD | Q □AG | D KVÖLD | Q □AG | Útvarp í kvöld kl. 19.35: HVERNIG REYNDUST VIÐLAGASJÓÐSHÚSIN? „Þetta er mest spjall hvort við séum ekki á milli okkar þriggja um timamótum i byggingariðnaði, m.a. hvað byggingarað- ferðir snertirr Einnig ræðum við um bráða- birgðaskýrslu um Viðlagasjóðshúsin, sem Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðar- ins hefur gert”. Þetta sagði Ólafur Jensson fulltrúi, er við ræddum við hann um þáttinn „Húsnæðis- og Eitt af umræðuefnunum I út-' varpinu i kvöld verður reynslan af V'iðlagasjóðshúsunum. Þau hafa mörg hver verið gagn- rýnd, og þess er skemmst að minnast, þegar þakplötur fuku af nokkrum slikum i Mosfells- sveit. Myndin sýnir það sem fauk af húsunum, en hin myndin er tekin af húsum I Breiðholti. Ljósm: BG byggingarmál”, sem ólafur stýrir i útvarpinu i kvöld. Gestir ólafs eru þeir Haraldur V. Haraldsson, forstöðumaður tæknideildar Húsnæðismálastofnunar rikis- ins, og dr. óttar P. Halldórsson, yfirverkfræðingur Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins. „Það kemur fram i spjalli okkar, að það eru mjög skiptar skoðanir um hvaða efni við eigum aö nota til þess að byggja úr. Það eru alltaf að koma ný og ný efni, en hinsveg- ar er steinsteypan eina efnið, sem við erum ekki háðir erlendum aðilum með. Svo er það mikið matsatriði hvers og eins i hvernig húsi hann getur hugsað sér að búa. Sumir vilja ekki sjá annað en steinkassana með harðviðar- innréttingunum, en aörir láta sér nægja viðaminni byggingar”, sagði ólafur einnig. Annaö efni sem þeir þremenningar tóku fyrir var fjöldaframleiðsla húsa hér á landi. „Það, sem Islendingar hefðu gott af fjöldaframleiðslu einingahúsa er, að þá væri hægt að reisa mun fleiri hús á þeim stutta tima sem við höfum ár hvert til þess. Slikt kæmi sér sérstaklega vel fyrir landsbyggðina. En það þarf rannsóknir áður en nokkuð er ákveðið eða byrjaö á framkvæmdum”. Enn eitt atriði i þessu rabbi i kvöld er skýrsla Rannsóknar- stofnunarinnar á Viðlaga- sjóðshúsunum. Verður eflaust forvitnilegt að heyra yfirverk- fræðing stofnunarinnar segja frá hvernig húsin hafa reynzt við Islenzkar aöstæöur. —óH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.