Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 21. október 1974. 5 ap/nTtbV í morgun útlöndí morgun útlönd í morgun útlönd Umsjón: BB/GP VIII Grikki alveg úr Nato og Makaríos til valda á Kýpur Andrcas Papandreou, leiötogi sósialista-hreyfingarinnar i Grikklandi, sagði á 20,000 manna kosningafundi i gær, aö Grikkir ættu aö hætta ailri þátttöku i Atlantshafsbandalaginu og segja sig úr þvi. öllum bandarfskum herstöðvum skyldi lokað og bandariskt herliö flutt frá Grikk- landi. Papandreou flutti þennan boðskap I ræðu, sem markaði upphaf kosningabaráttu hans fyrir þingkosningarnar 17. nóvember næstkomandi. Grikkir drógu herafía sinn undan sameiginlegri herstjórn NATO eftir innrás Tyrkja á Kýpur I sumar. Það hefur verið stefna stjórnar Konstantíns Karamanlis forsætisráðherra stjórnarinnar, sem tók við af her- foringjunum, að halda áfram þátttöku i stjórnmálasamstarfinu innan NATO. Papandreou sakaði Karaman- lis um að undirbúa jarðveginn fyrir endurréisn konungdæmis i Grikklandi. Hann sagði, að eftir kosningarnar hefði Karamanlis i hyggju að leysa Kýpur-deiluna meö þvi að skipta eyjunni milli Grikkja og Tyrkja. Papandreou sagði, að flokkur sinn væri þeirrar skoðunar, að Makariós erkibiskup ætti að snúa aftur til Kýpur og allur erlendur her skyldi fluttur þaðan á brott. Andreas Papandreou viil, að Grikkir segi alveg skiiið við Atlantshafs- bandalagið . Þessi mynd er tekin skömmu eftir heimkomu hans til Grikklands, þar sem hann stofnaði óðara nýjan stjórnmálaflokk. Ford er fyrsti Bandarlkjaforsetinn, sem kallaður hefur verið fyrir þingnefnd til að svara fyrir gerðir sinar. Þessi mynd er tekin, þegar hann gerði grein fyrir þvi, hvi hann náðaði Nixon forvera sinn. Vill herða Mexíkana gegn heróínsmygli Fyrsta utanferð Fords síðan hann varð forseti Gerald Ford, Bandarikja fo|rseti fer nú i sina fyrstu utan- landsferö i embættiserindum, en hann ætlar að hitta að máli granna sinn, Luis Echeverria, forseta Mexikó. Þeir munu hittast fyrst I Noga- els I Arizona en færa sig sfðan yfir Rio Grande til Magdalena. Við þvi er búizt, að Ford muni ræða við Echeverria um mögu- leikana á þvi að hætta að leyfa Mexikönum að fara yfir landa- mærin til Bandarikjanna til að starfa þar til skamms tima, nema þá með sömu skilyrðum og inn- flytjendur. Lagaákvæðin varðandi Mexikana hafa verið ákaflega rúm, en það hefur leitt til mis- notkunar og eru nú um 600 þúsund ólöglegir mexikanskir innflytjendur i Bandarikjunum af þessum sökum. Ennfremur er gert ráö fyrir þvi, að Ford mælist til þess við Echeverria, að Mexikó herði enn á aðgerðum gegn smygli heróins yfir til Bandarikjanna og er þó ekki tekið neinum vettlingatökum á sliku i Mexikó. Portúgal: Kommúnistar styrkja samstöðu sína með hernum Samstaða kommúnista og þjóð- málahreyfingar hersins I Portú- gal varð nánari um þessa helgi eftir flokksþing kommúnista. Alvaro Cunhal hvatti hreyfingu hersins til þess I ræðu sinni að halda áfram stjórnmálaafskipt- um eftir þingkosningarnar, sem ráðgerðar eru I marz á næsta ári. Þjóðmálahreyfing hersins, sem stóð á bak við byltinguna I apríl og á menn I lykilembættum rikis- stjórnarinnar, sækir styrk sinn til vinstri sinnaðra og ungra liðs- foringja. Cunhal sagði, að finna yrði leið til þess að hreyfingin gæti boðið fram og tekið þátt i þingkosningunum. Samkvæmt stefnuskrá þjóðmálahreyfingar- innar eru liðsforingjar skyldir til þess að hætta stjórnmálaafskipt- um um leið og þing hefur verið kosið. I yfirlýsingu flokksþings kommúnista, sem aðeins hefur einu sinni áður verið haldið lög- lega i Portúgal á 53 árum, segir, að stefna beri að bandalagi milli fólksins i landinu og hreyfingar hersins um ókomna tima. Segir i yfirlýsingunni, að slikt bandalag eigi að ákveða örlög þjóðarinnar bæöi fyrir og eftir kosningarnar. Það yrði lýðræðinu i Portúgal bæði dýrkeypt og banvænt, ef bandalagið milli lýðræðisaflanna og hreyfingar hersins sé rofið. Ein kemur þá önnur fer Richard Burton leikari sést hér 1 fylgd Elizabetar prinsessu frá Júgóslaviu og dóttur hennar. Burton og Elizabet hafa bæði lýst þvi yfir, aö þau hyggist ganga I hjónaband. Elizabot var mikil vinkona Liz Taylor, en prinsessan er gift Neil Balfour lávarði, bankastjóra og fyrrum þingmanni, sem féll i kjördæmi slnu I siðustu kosningum. Skilnaður þeirra er I undir- búningi. Sviss rekur þá ekki Svisslendingar virðast ekki komast hjá þvi að greiða enn einu sinni um það atkvæði i þjóðarat- kvæðagreiðslu, hvað gera eigi við útlendingana ilandi þeirra, hvort þeir skuli fá að dveljast þar eða flytjast úr landi. Ein slik at- kvæðagreiðsla fór fram nú um helgina. Þegar fylgismenn brott- rekstrar útlendinganna töpuðu henni, liófu þeir undirbúning nýrrar atkvæðagreiðslu. Það leið ekki klukkustund frá þvi.aðkunngert var, að 1.689.870 kjósenda á móti 878.739 hefðu hafnað brottflutningi, þegar Jam- es Schwarzenbach, formaður Lýðveldisflokksins, sagðist mundu krefjast nýrrar þjóðarat- kvæðagreiðslu. Schwarzenbach var formaður hins hægri sinnaða flokks, Action Nationale — þjóðaraflið — þegar hann krafðist atkvæðagreiðslu um brottflutning 300.0000 út- lendinga 1970. Sú tillaga var felld með tæpum hundrað þúsund at- kvæðum. Það var einnig Action Nationale, sem krafðist atkvæða- greiðslunnar að þessu sinni. Hún miðaði að þvi, að um hálf milljón útlendinga, eða helmingur þeirra, sem býr i Sviss, skyldi rekinn úr landi fyrir árslok 1977. Schwarzenbach klauf sig frá Action Nationale og stofnaði nýj- an flokk, Lýðveldisflokkinn. Það er hann, sem beitir sér nú fyrir þriðju þjóðaratkvæðagreiöslunni um málið -pg-héfur safnað þeim 50.000 undirskriftum. sem nauð- synlegar eru til að knýja at- kvæðagreiðsluna fram. Nú er til- lagan sú, að helmingur útlending- anna verði rekinn úr landi á 10 ár- um. „Okey.Z' — sagði Nelson Rockefeller um peningagjöfina til Henry Kissingers Nelson Rockefcller sagöi i viðtali, sem fréttaritið TIME birtir i dag, að 50 þúsund dala gjöf hans til Henry Kissingers hafi haft mikil áhrif á það, að Kissinger réðst til Nixons forseta. Kissinger, sem var ráðgjafi hjá Rockefeller rikisstjóra og fleirum i New York, sá fram á tekjumissi og leizt illa á að fara 1 verr launaö starf. ,,0.k. svo að ég hjálpaði honum þá. Hann setti féð i sjóð fyrir börnin sin. Hvað er manneskjulegra en það?” segir Rockefeller i viðtalinu, og bætti við: ,,Ef fólk aðeins gæti tekið upp aftur þá gömlu venju, að allir hjálpuðust að, eins og alltaf var siöur i þessu landi — og hefur verið venja I minni fjölskyldu — og væri ekki að einblina á það, hve hjálpin er stór, þá væri það hólpið”. Það varð uppvist um peningagjöfina, þegar sér- fræöingar yfirfóru fjármál Rockefellers fyrir þingið, sem hefur til athugunar útnefningu hans i varaforsetaembættið Hafa sumir viljað tortryggja það, aö Rockefeller heföi borið fé á Kissinger. Stjórnar- flokkurinn tapar í Austurríki Úrslit kosninga i tveim af nfu fylkjum Austurrikis sýna sömu þróunina og komið hefur fram I nær öllum sveitar- stjórnarkosningum i Austur- riki siðan 1972 — Tap stjórnar- fiokksins, en ávinning stjórnarandstöðunnar. i Styria bætti hinn ihalds- sami Alþýðuflokkur viö sig sætum, úr 28 upp i 31, og hefur þar með hreinan meirihluta i fylkisstjórninni. þar sem 56 fulltrúar ciga sæti. — Sósla- listar töpuðu þrem sætum, en hinn hægri sinnaöi Sjálfstæðisflokkur hélt sinum tveim. Sósialistar héldu öllum 10 sætum slnum i Vorallberg, en Alþýðuflokkurinn jók við sig þrem sætum og hefur 22 af 36 fuUtrúum. Þriðji flokkurinn tapaði 4 sætum. ísraelS' forseti í bíl- slysi Ephraim Katzir, forseti israels, og kona hans slösuð- ust litilsháttar í gærkvöldi, þegar þau lcntu i þriggja bif- reiða árekstri, þarsem maður einn beið bana. Voru þau flutt á sjúkrahús, en útskrifuð fljótlega þaðan. 2 farþegar i hinum bilunum slösuðust alvarlega, þegar bif- reið forsetans lenti i árekstri við herbil á þriggja akreina hraðbraut, sem verið er að leggja milli Jersúalem og Tel Aviv. Vegna vegagerðarinnar eru þrengsli á akreininni, sem bú- ið er að taka i notkun. Enda lenti þriðji billinn fljótlega á jessum tveim, þar sem þeir stóðu eftir áreksturinn. — Hafa slys verið tið á þessum vegi i sumar og haust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.