Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 21.10.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 21. október 1974. 7 cTVlenningarmál sýnir risastórt verk „Grimur geitskór velur þingstaö”, þar sem hann leggur megináherslu á landslag Þingvalla og er túlk- un hans á þvi frjálslegri en bú- ast mætti við af svo traustum myndbyggjanda, og sýnir að Jó- hannes getur sleppt fram af sér beislinu þegar honum hentar. Margir þeir málarar er leitað hafa til landnámsmanna i tilefni ársins hafa fallið i þá gildru að halda að nóg sé að mála skraut- klæddar hetjur, standandi i hóp- um eða stjáklandi aðgerðar- lausar um myndflötinn, og þá sé verkið orðið gott. Slik túlkun á landnámsmönnum er i sjálfu sér ekki meira virði en málverk af skærklæddum nútimaferða- mönnum við Lögberg. Þvi finnst mér lausn Jóhannesar hálf ódýr, og landnámsmenn hans segja i raun og veru ekki neitt. Landslagið sjálft hefði verið nægilegt. önnur lausn kemur fram i veggteppi Vigdisar Kristjáns- dóttur eftir verki Jóhanns Briem, þar sem listamaðurinn heldur sig við atburð úr land- námssögu, en nálgast viðfangs- efnið meir sem myndverk heldur en atburðarlýsingu og sem slikt ber teppið öll einkenni Jóhanns Briem, skarpt sjónar- horn, hrjúf, mjúk form og varmt litróf. Þriðja leiðin er sú sem Einar Hákonarson fer i stórmynd sinni „Land og fólk” sem stendur i anddyri hússins, og er sú leið skyld lausn Jó- hanns, þ.e. að skoða verkefnið fyrst og fremst sem myndverk. Einar vinnur meö bein og bugðu-form sem oft höfða til mannsforma og tengir þau saman i litrikum, flötum hrynj- anda til að túlka straum ald- anna og áhrif fólks hvort á annað. Þó að þröngt sé á mynd- fletinum og sömu formin birtist of oft, þá er ég ekki frá þvi að lausn Einars sé ein sú heil- steyptasta sem sprottið hefur upp úr þessu hátiðarári. í lokin er friskandi að skoða margar þær eldri teikningar sem hér eru til sýnis, gerðar eftir fornsögum, eftir Þorvald Skúlason, Kjartan Guðjónsson og fleiri. Þar er viðfangsefnið oft bardagar og manndráp og þar njóta brynjur og hjálmar sin, og gera úr vikingunum heimtarfull vélmenni sem ryðj- ast i gegnum tilveruna, rænandi og ruplandi. Þar hjálpar svart og hvitt til að gera þessar teikningar magnaðar og maður hefur á til- finningunni að loks hafi eitthvað verið sagt um forfeður okkar —- og okkur sjálf. Einar Hákonarson: „Land og fólk.” GALLAR HJÁ GULLA Guðlaugur Bjarnason (Gulli) heidur sina fyrstu einkasýningu i Galleri SUM og sýnir þar 20 vatnsiitamyndir og 24 olíu- myndir, allar frá tlmabilinu 1971-1974. Flestar eldri myndir hans eru hálfgert nemendafikt sem á litið erindi á sýningu, þvi þar er Gulli hvorki búinn að ná valdi yfir litum eða vinnumáta. En það sem sameiginlegt er með flestöllum myndum hans er þó nokkurt hugmyndaflug og hressandi, oft stórkarlaleg kimni, og i myndum hans frá þessu ári nær hann að samræma vinnubrögð og hugmyndaflug að vissu marki. A ég þá við myndir eins og „Mývatn” (nr. 30), „Sogagjá” (nr. 39) og „Arnargarðshólahelviti” (nr. 40). Form hans verða öll skýrari og Gulli fer að byggja upp myndir eins og múrsteinsvegg. Faldar i myndunum eru þá oft ýmiskonar sjónbrellur sem benda til þess að Gulli hneigist til súrrealista eins og Magritte. Ef til vill liggur framtið hans i einhverskonar sjónbrellu — raunsæi, þar sem ádeilan verður skæðari fyrir það hvað hún er ismeygileg. Jóhannes Jóhannesson: „Grfmur geitskór velur þingstaö”. Kvíslar Um þessar mundir sýn- ir Gunnar Geir Kristins- son 32 myndir, málverk, teikningar og grafík, á Mokka. Gunnar hefur stundað nám bæði hjá Jónasi Jakobssyni myndhöggvara og einnig hjá Hringi Jóhannessyni listmálara og er ekki laust við að áhrif hins siðarnefnda komi fram I nokkr- um verkum hans. Verk Gunnars mundu sennilega flokkast undir það sem kallast nemendavinna, tilbrigði og leitanir i ýmsar átt- ir, en óvenjulegt er vald hans yfir flestum tilbrigðum, súr- realisma, fantasiu, landslagi o.fl. Svarthvitar blekteikningar Gunnars eru t.d. gerðar af mik- illi festu og öryggi og eru með þvi besta á sýningunni. Er ekki hægt annaðenályktaað ef allar þessar kvislar væru sameinaðar i eina á og vel virkjaðar, yröi mikils að vænta frá Gunnari i framtiðinni. Mér er sagt að hann sé hálfhikandi við að fara út til frekara náms. Vil ég ein- dregið hvetja hann til þess að láta verða af þvi. Sögumyndir í fljótu bragði virðist Sögusýningin að Kjar- valsstöðum ekki vera inn- an þess ramma sem mér hef ur verið úthlutaður við þetta blað. En þegar betur er að gáð er Sögu- sýningin ekki aðeins haf- sjór fróðleiks, bæði fyrir unga sem gamla, heldur kemur hún á ýmsan hátt inn á listræn vandamál. 1 fyrsta lagi er hún gott dæmi um hvernig gott skipulag og að- stoð listmálara geta skapað lif- andi umhverfi, þar sem ryk- fallnar sögulegar staðreyndir verða skyndilega ljóslifandi og höfða beint til áhorfandans með litrikri og skýrri niðurröðun. Þannig ættu flestar fræðslu- sýningar að vera og að þvi leyti er hún eins og gott listaverk, þar sem hvert form og heildarsvip- ur eru samræmd 1 túlkun á stað- reyndum. Hér er enn eitt svið sem lista- menn geta haft bein áhrif á I stað þess að standa utangátta og vil ég hvetja sýnendur, hvort sem þeir sýna tölvur eða búnað- arvélar, til þess að fá góða lista- menn til liðs við sig. A þessari sýningu hefur Einar Hákonarson séð um listrænt skipulag og er still hans einkan- lega hentugur til fróðleiks- miðlunar. Hann hefur gott vald yfir sterkum, sláandi litum og einkennismerki hans, hvelfd, flöt form, er vel fallið til þess að lifga upp á landakort og upp- lýsingaspjöld. Er eftirtektar- vert hvernig Einar nær fyllsta krafti út úr fánalitunum, sér- lega i merki sýningarinnar. Rautt, blátt og hvitt eru áhrifa- miklir litir saman og Einar nær að höfða bæði til tilfinninga- gildis og sjóngildis þeirra. Annað listrænt vandamál er i beinum tengslum við öll þjóðhá- tiðarár og sögusýningar yfir- leitt, þ.e. listaverk þau sem málarar og myndhöggvarar gera i kringum slikar hátiðir. A þessari öld hefur bilið milli listamannsins og þjóð- félagsins breikkað stór- kostlega og vil ég meina að sök- in sé að miklu leyti þjóðfélags- ins, sem i efnahagslegri útþenslu og gróðakapphlaupi getur ekki skilið, eða vill ekki skilja, hversvegna flestir lista- menn vilji ekki taka þátt i leikn- um, — og einfaldlega gleymir þeim. Þegar svo kemur að þvi að þjóðfélagið vill halda upp á þrautseigju sina og velferð, þá eru fáir listamenn sem fást til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa minnismerki fyrir þjóðfélagið, eða þá að þeir leita aftur i „hlutlausa” vikingaöld að viðfangsefnum, þvi ein- hvernveginn verða þeir að lifa. Það er athyglisvert að einu reglulegu listaverkin á þessari öld sem höfða til föðurlandsást- ar hafa sprottið upp úr grimmi- legum árásum á land lista- mannanna. Nægir að nefna verk Spánverjanna Pikassós.Miró og Gonzalez um borgarastyrjöld- ina á Spáni. Það er eftirtektarvert að þeg- ar Þorvaldur Skúlason málaði mynd fyrir Þjóðhátiðina 1944, þá leitar hann til Tyrkjaránsins, sem hefur þá kosti að vera bæði i fortið og vera innrás. En mynd hans sem hér er til sýnis hef ég ekki áður séð, og virðist hún vera gerð i miklum flýti. Eru áhrif „Guerniku” Pikassós áberandi, einkum i hægri hluta myndarinnar. A Sögusýningunni ber að lita fleiri „hátiðarmyndir”, sem sýna jafnframt þann vanda sem blasað hefur við listamönn- unum. Jóhannes Jóhannesson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.