Tíminn - 03.05.1966, Blaðsíða 11
ÞRJÐJUDAGUR 3. maí 1966
TÍMINN
Oft er þjófanna að leita í hópi flugvallastarfsmanna. Þann-
ig mál kom upp á Donmuang-flugvelli í Bangkok í maí
1955. Vél frá Norðurlandaflugfélaginu SAS kom þar við og
hafði meðal annars innanborðs þrjá kassa fulla af úrum,
sem fara áttu til Hongkong. Aðstoðarflugvallarstjórinn gekk
úr skugga um, að farmurinn væri óhreyfður. Kassarnir
voru allir innsiglaðir og innsiglin voru heil. Engu að síður
kom skeyti frá Hongkong tveim klukkutímum seinna, þess
efnis, að farið hefði verið í kassana og 27 úr vantaði. Verð-
mætið var ekki ýkja mikið, en atburðurinn sýnir hve auð-
velt er að ræna úr flugvélum. Síðan fannst eitt stolna úrið
á úlnlið flugvallarsópara, sem Chong hét. Mál var höfðað
á hendur honum, en lögreglan komst aldrei að því hvað
orðið hafði af þýfinu.
Nú á dögum, þegar glæpastarfsemi er rækiiega skipu-
lögð og stórtækustu bófarnir í ýmsum löndum hafa sífellt
samband sín á milli, er það venja, að þjófur, sem hyggst
selja feng sinn til annars lands kynni væntanlegum kaup-
anda fyrirfram hverju hann ætlar að stela. Sé um stór-
viðskipti að ræða, horfir kaupandinn ekki í að bregða sér
flugleiðis á vettvang til að líta með eigin augum á skart-
gripina, sem stela á eða hvað svo sem um er að ræða.
Sé ekki um mjög stóran hlut að ræða og ef unnt er að haga
þjófnaðinum þannig að hans verði ekki vart fyrr en eftir
nokkra klukkutíma, er lafhægt að panta flugfar löngu fyrir-
fram og vera allur á bak og burt þegar lögreglurannsókn
hefst.
Alþjóðalögreglan er þess næstum fullviss, að þegar úem-
öntum ítölsku kvikmyndadísarinnar Soffíu Loren var stolið
í London, hafi þeir verið fluttir þegar í stað til meginlands-
ins og seldir þar kaupanda, sem búið var að semja við
fyrirfram. Demantarnir voru 185.000 sterlingspunda virði,
og af þeim hefur ekki fundizt tangur né tetur.
Flugflutníngár á þýfi ala á græðgi glæpamanna og ýta
undir þá að taka ótrúlega áhættu. Böfaflokkur í Burma
rændi flugvél sem flutti gull. Hópurinn tók sér allur far
með vélinni, sem vitað var að hafði gullið innanborðs. Þegar
vélin var komin í fulla flughæð var byssum beint að áhöfn-
inni og flugmanninum skipað að lenda þar sem bófarnir
mæltu fyrir. Hann varð að lenda á fáförnum stað. Tveir
menn úr bófaflokknum héldu áhöfn og farþegum í skefjum
með byssum sínum meðan aðrir fluttu gullið úr vélinni
á vörubíl, sem beið þeirra. Svo höfðu þeir með byssurnar
sig á brott, en skipuðu áður flugmanninum að taka vélina
aftur á loft.
Á árunum 1960 og 1961 var á þriðja tug flugvéla rænt
á flugi í Bandaríkjunum. Oftast voru ránin framin af stjórn-
málaástæðum vegna átakanna á Kúbu, en atburðirnir gefa
bendingu um hvers vænta má af glæpamönnum framtíð-
arinnar.
Margar lögreglustjórnir hafa nú þegar gert sér Ijóst hve
loftræningjar geta átt auðveldan leik. Lögreglan sjálf tek-
ur því flugvélar í vaxandi mæli í þjónustu sína. í Banda-
ríkjunum hafa lögreglulið stórborganna þyrlur til umráða.
Sem dæmi má nefna að Peter Pitchess, lögreglustjóri f Los
Angeles, stjórnar miklum flota hraðskreiðra bíla, nokkrum
þyrlum og fimmtíu manna ríðandi lögreglusveit. Reiðmenn-
irnir hafa það hlutverk að annast leit í fjöllunum í ná-
grenninu, en allt þetta lið samanlagt er öflug blanda af
gömlu og nýju. En jafnvel í afskekktustu löndum þýðir lítið
fyrir löggæzlumenn að ætla sér að beita aðferðum gamla
tímans. Lögregluyfirvöld í Líberíu hafa til dæmis tilkynnt
Alþjóðalögreglunni að þar í landi komi oft fyrir að smá-
flugvélum sé lent á afviknum stöðum til að hirða demanta
sem þar hafa verið skildir eftir. Áður hefur þeim verið
smyglað inn í Líberíu frá námum í öðrum Afrfkulöndum.
í Mexíkó hefur lögreglan fengið flugherinn til að leita
úr lofti að ólöglegum ópíumekrum. Eiturlyfjaframleiðslan
fyrir ólöglegan markað er skert stórlega með því að úða
benzíni yfir slíka fláka og varpa síðan niður logandi kyndlum.
í bók sinni um starfsaðferðir sakamálalögreglu segir Flor-
ent Louwage sögu af belgískum fjárkúgara, sem fyrir all-
mörgum árum datt í hug að nota bréfdúfu til að færa sér
lausnargjald. Þessi bófi átti heima í þorpi suður af Brussel.
Hann fór með dúfu sína á fjölfaririn stað, þar sem hann
vissi að ekki yrði eftir tekið þó hann sleppti henni. Á fugl-
inn var fest málmhylki með miða þar sem krafizt var 10.000
franka. Fórnarlambið sneri sér til lögreglunnar, sem leitaði
DANSAÐÁ DRAUNIUM
HERMINA BLACK
13
— Hefðir þú ekki getað valið
annan thna til að hringja? spurði
Jill. V
— Mig langaði að gera það strax.
— Og hér. Carrington kotn og
sá að skipunum hans var óhlýðn-
ast. Þú getur ekki kvartað, þó
hann hafi verið gramur. Þú veizt,
að það er nauðsynlegt, að þú tak-
ir það rólega fyrst í stað.
— Rólega! Mig langar til að
brjóta húsgögnin — ég HATA að
taka það rólega —
— Svona, svona! Jill leit bros-
andi í ólgandi augu hennar.
— Jæja, rödd Söndru var
þrjózkuleg. — Ég hata að eiga
að hlýða einhverjum. Og þessi
maður hefur valda-komplex. Hann
verður að hafa sitt fram. Ég vil
líka hafa mitt fram.
— Munurinn er sá, sagði Jill
hlæjandi, — að hann vill hafa
sitt fram þín vegna.
— Ó. Þú ert alltaf á hans bandi,
hrópaði Snadra óþolinmóð.
— Ég yrði rekin ef ég
það ekfei, sagði Jill, og
ströng við: — Ég ætla að
teið þitt núna.
Hún hafði lagt höndina á hurð-
arhúninn, þegar tælandi rödd
væn
bætti
ná í
heyrðist biðjandi frá rúminu:
— Viltu drekka þitt héma inni
hjá mér, elsku Systir — gerðu það
Ég er í svo hræðilegu skapi í dag,
en ég skal vera góð.
— A!lt í lagi. Bros Jill breyttist
í stunu, þegar hún kom út á gang
inn. Það hefði verið ómögulegt
annað en að láta sér þykja vænt
um sjúklinginn hennar, hversu
þreytandi sem hún gat orðið stund
um — satt að segja gat hún ekki
skilið að nokkur yrði ekki hrifin
af þessari yndislegu tælandi veru.
Og hver sá karlmaður, sem ekki
bráðnaði fyrir töfrum hennar
hlaut að vera gerður úr grjóti —
hún bældi hugsunina snögglega
niður.
Ef hjúkrunarkonu Söndru var
farið að þykja vænt um hana, þá
virtist hún endurgjalda tilfinning-
arnar, það kom fyrir, að það var
dálítið þreytandi, hversu algerlega
hún reiddi sig á Jill nvf miður
hafði hún samt ekki ' gið svo
mikið dálæti á nætujnjakrunar-
konunni, sem hafði ekki auðugt
ímyndunarafl, þó hún væri vin-
gjarnleg og dugleg.
Þegar Jill kom inn með te-
bafckann var Sandra, sem skipti
um skap eins og elding, spriklandi
af fjöri. Hún horfði á hina stúlk-
una setja bakkann á borðið fyrir
'gluggann og spurði: — Manstu
fyrsta daginn, sem þú komst með
te handa mér — og hr. Carring-
ton stanzaði og fékk sér bolla með
mér?
Þetta var dálítið, sem Jill hefði
helzt kostið að gleyma, þvi hún
mundi eftir tilfinningum sínum
þann dag. — Já, sagði hún snöggt.
Síðan tók hún til við að hreinsa
burt hrúgu af blöðum og bókum,
sem voru á borðinu fyrir framan
sjúklinginn: — Sjáðu hvað þú ert
mikill sóði, stúlka.
— Ég hef aldrei verið annað,
fullvissaði Sandra hana um. — Og
mér finnst gaman að láta annað
fólk taka til fyrir mig. Heima læt
ég færa mér öll morgunblöðin upp
til mín og kettirnir tveir koma og
hreiðra um sig í þeim — venju-
lega í þeim sem ég hef ekki les-
ið. Hún leit ástúðlega á stóra, inn
rammaða mynd af tveim stórum
og fallegum köttum — annar var
svartur, hinn með hvíta bringu —
sem stóð á náttborðinu. — Eru
þeir ekki dásamlegir — ég vildi
óska að ég gæti haft þá hérna.
— Mér þætti gaman að sjá and-
litið á yfirhjúkrunarkonunni ef
hún kæmi í eina af heimsóknum
sínum og sæi tvo ketti á rúminu,
sagði Jill hkæjandi.
— Ég er viss um að hún mundi
lofa mér að hafa þá, ef það mundi
ekki valda uppþoti og eí allir hin-
ir sjúklingarnir mundu ekki
heimta húsdýr, sagði Sandra hlæj-
andi. — Og yrði ekki dýrðlegt að
I sjá viðbrögð Vere Carrington. En
yfirhjúkrunarkonan er nú samt
engill. Hún skemmir mig með
dekri.
— Ef satt skal segja, skemmum
við þig öll — e.t.v. að hr. Carring-
ton undanskildum, sagði Jill og
rétti henni teið.
— Ó, hann er ekki sem verstur.
Hann komst fljótt yfir geðillsk-
una, viðurkenndi Sandra og
skrikti.
Lét hana bitna á mér stað-
inn! hugsaði Jill. En ég ætti
vst að vera vön þv! Umhyggja
handa sjúklingnum, geðvonzka
handa hjúkrunarkonunni. Þetta
var ekki mjög réttlátur dómur,
en skyndilega fann hún enga
löngun til að vera réttlát. Karl-
menn voru hræðilegir! Og þegar
hún sæi Ken aftur, mundi hann
komast í klípu fyrir að vera einn
af verra kyninu!
Sandra sagði: — Vinurinn sem
ég var að tala við dag ætlar
að koma og heimsækja mig á
þriðjudaginn. Mér þætti gaman að
vita hvað þér finnst um hann.
Hjarta Jill tók kipp og hún
spurði: — Er eitthvað sérstakt
við hann?
— Bara það, að hann er lík-
lega sá sjálfselskasti maður sem
til er, sagði Sandra, og þó rödd
hennar væri róleg kreppti hún
höndina sem lá á bakkanum fyrir
framan hana. — Eg býst við að
þú hafir heyrt um Glyn Errol?
— Glyn Errol Lávarð, endur-
tók Jill og áhugi hennar jókst. —
Ég hef séð myndir af honum —
það er ein i Tatler-blaðinu sömu
IPIiHH! ii
viku og þú komst hingað. Hann
hefur mjög mikinn áhuga á ballett
óperum, er það ekki? Er hann
ekki aðaleigandi, eða eitthvað þess
háttar, Sonnet-leikhúsinu?
Hann er formaður félagsins sem
á það núna, svaraði Sandra. —
Faðir hans byggði það — með pen
ingum móður hans, eða réttara
sagt hluta af þeim. Hún var dóttir
marg-milljónamærings og reyndar
góðvinkona guðmóður minnar. Err
ol er vitlaus í ballett. Það var
hann sem styrkti Ameríkuför mina
fjárhagslega.
— Veiztu, sagði Jill hreinskiln-
islega, að sáðan þú kornst hingað
hef ég alveg gleymt að þú ert
fræg persóna, sem hlýtur að
þekkja margt annað frægt fólk.
— Ef þú telur Glyn með, þegar
þú talar um þetta fólk, þá held
ég varla að hann eigi það skil-
ið að vera talinn „frægur," sagði
Sandra.
— Tja, hann er mjög vel þekkt-
ur — bæði í félagslífinu og vegna
sambands sins við leikhúsið, sagði
Jill. — Er hann góður vinur þinn?
— Ég mundi aldrel segja að
hann væri vinur, sagði Sandra með
eftirlætis axlaypptingu sinni.
Jill varð dáltið vonsvikinn og
sagði:
— Hvað sem öðru liður, ætlar
hann að koma og heimsækja þig'.
— Og hann hatar það, sagði
Sandra. — Honum er meinilla við
hvers konar veikindi — tekur það
sem persónulega móðgun ef ein-
hver af kunningjum hans vogar
sér að verða veikur. Það hefði þess
Otvarpið
Þriðjudagur 3, mai
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg
isútvarp. 13.15 Við vinnuna. 15.
00 Miðdegisútvarp 10.30 Sið-
degisút-
varp 18.00
Þjúðlög:
Sígaunalög og rössnesk íög 18.
45 Tilkynningar. 19.20 V'eður
fregnir 20.00 Útvarp frá Al-
þingi Almennar stjórnmálaum-
ræður (eldhúsd agsumræðurl;
siðara kvöld. Þrjár umferðir,
20—25 mín., 15—20 min. og
10 mín, samtals 50 mínútur til
umráða fyrir hvern þingflokk.
Röð flokkanna:
Framsóknarflokkur,
Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag,
Sjálfstæðisflokkur.
Dagskrárlok um kl. 23.30.
Miðvikudagur 4. mai
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg
isútvarp 13.15 Við vinnuna 15.
00 Miðdegisútvarp 16.30 Siðdeg
isútvarp.
17.40 Þing-
fréttir 18.
00 Lög á nik!kuna• Hljómsveit
Jos Basiles og Maurices Larc
apges leika Vínarvalsa og
frönsik lög. 18.45 Tilkynningar
19.20 Veðurfregnir. 19.30 Frétt
ir 20.00 Daglegt mái Arni Böðv
arsson flytur þáttinn. 20.05 Efst
á bangi Björn Jóhannsson og
Tómas Karlsson tala um erlend
málefni. 20.35 Ferð tíl Suður
landa Jóhannes Teitsson húsa
smíðameistari segir frá Spáni
21.00 Lög unga fólksins Gerður
Guðmundsdóttir kynnir. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.15
„Jarðarför“ smásaga eftir Guð
mund Friðjónsson: fyrri hluti
Sigurður Sigurmundsson bóndi
í Hvítárholti les. 22.40 Dans-
lagakeppni útvarpsins Hljom-
sveit Magnúsar Ingimarssonar,
Savannatrlóið og niu söngvarsr
kynna lögin, sem komu tyrst
fram í útvarpsþáttum Svavars
Gests. Endurtekinn flutningur
til glöggvunar fvrir hlus*endur
sem skulu dæma um lögin. 23.
15 Dagskrárlok.
morgun